Morgunblaðið - 23.12.1994, Qupperneq 6
6 B FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994
MORGUNBLAÐIÐ
H
DAGLEGT LÍF
Með hundruð kílóa af
þýddum íslenskum hestabókum í pússi sínu
KARA tekur steinhellu, reisir þar kofa og lætur gjarnan bát
vera nálægt, veiðarfæri, gamlan trésleða eða annað sem hentar.
Steinhúsin
hennar Köru
ÞAÐ ER engin lognmolla í kring-
um hann Gísla Pálsson bókaútgef-
anda á Hofi í Vatnsdal þó kominn
sé vel á áttræðisaldur.
Þegar ég hitti hann var hann á
leiðinni til Þýskalands með nokkur
hundruð kíló af íslenskum hesta-
bókum sem hann hefur látið þýða
bæði á þýsku og ensku. Hann tal-
ar ekki þýsku en hann sá við því
og fékk með sér túlk til að fylgja
bókunum úr hlaði fyrir jólin.
Þegar Gísli hætti búskap fyrir
nokkrum árum sneri hann sér að
því að gefa út bækur og á þessu
ári gaf hann út tólftu og þrettándu
bækurnar, Hestar í norðri, þriðja
og fjórða bindi.
„Eg hef alltaf haft gaman af
hrossum þó ég hafi ekki mikið
stundað hestamennsku nema að
temja um tíma. Sonur minn er
hinsvegar mikill hrossaræktandi
og ég sá að það vantaði bækur á
íslensku og erlendum tungumálum
um íslenska hesta.“
Gísli segir að það þurfi að sinna
þeim útlendingum sem áhuga hafi
á íslenskum hestum. „Við fáum
miklar tekjur til landsins bæði
vegna ferðamanna sem koma
hingað til að ferðast á hestum og
fara í pílagrímsferðir til að skoða
þá staði sem þeirra hestar eru frá
og vegna íslenskra hesta sem eru
fluttir út.“
Þriðja bindi af Hestar í norðri
nær yfir svæðið frá Hornafirði að
Hellisheiði. Þar eru eins og í fyrstu
tveimur bindunum hestamenn og
hrossaræktendur kynntir og getið
um helstu hryssur og stóðhesta
sem eru og hafa verið á þessu
svæði. Það er Sigurður Haraldsson
frá Kirkjubæ sem aðallega safnaði
efni í bókina. Fjórða bindið sem
nýlega kom út lokar hringferðinni
GÍSLI á Hofi.
um landið. Það spannar Vestur-
land frá Hafnarfirði til Bijánslækj-
ar á Barðaströnd. Einnig eru með
nokkrir ræktendur í Húnavatns-
og Skagafjarðarsýslum sem ekki
voru með í fyrstu bókinni.
Sveinbjörn Eyjólfsson hjá Land-
búnaðarráðuneytinu sá að mestu
leyti um efni í fjórðu bókina auk
Sigurðar Haraldssonar frá
Kirkjubæ og Hjördísar Gísladóttur
á Hjarðarhaga í Skagafirði. í þess-
um fjórum bindum er alls getið
340 ræktenda.
Bók um hestanöfn
En þó hringferðinni um landið
sé lokið segist Gísli alls ekki geta
lofað að hætta bókaútgáfu. „Eg á
í viðræðum við bróður minn, Her-
mann Pálsson fyrrverandi prófess-
or í Norrænu við Edinborgarhá-
skóla, um bók með skýringum á
hestanöfnum og sögu vissra hesta,
sérstaklega þeim sem tengjast
landnámi.“
Þegar er farið að vinna að bók-
inni og þar koma fyrir á bilinu
1.600-1.700 hestanöfn, þ.e. nöfn
á hryssum og hestum. Sú bók
kemur út fyrrihluta næsta árs.
Alltaf í bílasímanum
Gísli er af lífi og sál í útgáfunni
og það er auðveldast að ná sam-
bandi við hann í bílasímanum enda
líður varla sá dagur að hann sé
ekki á ferðinni til og frá Vatns-
dalnum. Hann er alls ekkert að
slaka á þó kominn sé á áttræðis-
aldur; eftir Þýskalandsferðina
heldur hann áfram að fylgja eftir
þýðingu á hestabókunum á norsku
og síðan trúir hann mér fyrir að
því að hann hafi fullan hug á að
fikra sig.áfram með markaðinn í
Bandaríkjunum. Þegar við hitt-
umst var hann að fá símbréf frá
Bandaríkjunum þar sem fyrirtæki
bauðst til að gerast umboðsaðili
fyrir hann.
Það verður ekki langt þangað
til Gísli fær með sér túlk vestur
um haf til að kynna íslenska hest-
inn. ■
grg
HÚN fer gjarnan í gönguferðir og
tínir þá upp það sem hún finnur
og sér að getur nýst henni í stein-
húsin. Þetta eru ýmist litlir kvistir
eða greinarstúfar, ryðgaðar járn-
plötur, fallegir steinar, kannski lyng
ef það verður á vegi hennar, eða
mosi. Hún Kara Jóhannesdóttir seg-
ir að eflaust haldi margir að hún
sé stórskrítin að vera að tína upp
allt þetta drasl en í höndunum á
henni verður það að fallegum mun-
um.
„Ég er orðin þreytt á plasti og
glingri og fór að prófa mig áfram
í fyrra, tína upp hitt og þetta sem
varð á vegi mínum og setja saman
í hús sem ég reisi á steinhellum.
Sjái hún út vík á steinhellunni reis-
ir hún bátaskýli og sker út bát.
Net utan af mandarínum notar hún
sem veiðarfæri og gjarnan minnir
umhverfið á horfna tíma.
Húsunum hennar hefur verið vel
tekið. „Fólk virðist kunna að meta
húsin mín því þau staldra yfirleitt
stutt við hérna heima í stofunni
minni.“
Eldfjall í Lúxemborg
Þegar landsliðið okkar í mat-
reiðslu fór til Lúxemborgar að
keppa um daginn var Kara með í
för til að útbúa borðið fyrir mat-
reiðslumeistarana. I farteskinu var
hún með tugi kílóa af íslensku gijóti
og jurtum. Uppistaðan var eldfjall
en síðan bjó Kara til ævintýraheim
í kringum krásir matreiðslumeistar-
anna úr íslenskum jurtum og gijóti.
Kara er blómskreytingakona og
segist yfirleitt reyna að nota nátt-
úrulegt efni í sínar skreytingar.
Hún fléttar saman gróðri, gijóti og
stundum fjörunni og telur ekki ólík-
legt að uppeldið hafi mótað þennan
áhuga hennar á náttúrunni.
„Eg er alin upp á Siglufirði þar
Islenskur matur
á líklega ekki uppruna
í Noregi eins og frændur okkar staðhæfa
I SKANDINAVIU eru menn víða
duglegir við að vekja athygli á mat-
arháttasérkennum og í haust átti
ég kost á að taka þátt j norsku
O matarhátíðinni i Álasundi
'JJJJ ásamt matreiðslumeisturunum
Sigurvin Gunnarssyni og Frið-
SjS rik Sigurðssyni í boði frænda
~! okkar.
Að hátíðinni stóðu matvæla-
2 framleiðendur, matreiðslu-
S menn og veitingahúsaeigend-
ur. Alla dagana var margvísleg
■S dagskrá, að mestu um matar-
málefni en einnig var t.d. tón-
list á krám og kaffihúsum á kvöld-
in. Veitingahús voru með sérstök
tilboð. Einn daginn voru sjávarrétt-
arhlaðborð á fimmtíukall norskan á
matsölum, annan lambakjötshlað-
borð á sama verði.
Keppni í alls
konar matargreinum
„Norsk matfestival" efnir til
ýmiss konar keppni á hátíðinni t.d.
Noregsmeistarakeppni í matreiðslu
og var Friðrik þar dómari. Á salt-
fiskskvöldi var útnefndur besti salt-
fisksrétturinn og samtímis var
keppni á helsta markaðssvæði Norð-
manna í Portúgal. Besti kökugerð-
armaðurinn var valinn, sá sem
reykti besta laxinn og innanhér-
aðskeppni var um bestu eplakökuna
o.m.fl.
Hátíðin er árlegur viðburður og
hefur sl. 9 ár verið í Álasundi og
vaxið og dafnað. Þetta framtak hef-
ur skipt byggðina miklu máli. Hátíð-
in setur lit á samfélagið og öll gisti-
rými í héraðinu voru full þessa viku.
Aðal ferðamannatíminn er þá liðinn.
Þarna var fólk frá allflestum norsk-
um fjölmiðlum svo að ferðamanna-
þjónustan nýtur góðs af þeirri kynn-
ingu sem staðurinn fær. Mætti
kannski gera slíkt úti á á landi hjá
okkur?
Fyrir utan ráðstefnu um mat og
vald, auðhringi og einokun í mat-
vælaviðskiptum, Evrópusambandið
og matarpólitík, voru málþing um
fleira: Heilsufæði, lækningamatar-
æði, jólahlaðborð, pillur og duft í
stað matar, um skyldleika íslensks
og norsks matar; um norskan ost
og frönsk vín.
Okkur Sigurvini var boðið að taka
þátt í pallborðsumræðum á málþingi
um tengsl norskrar og íslenskrar
matarmenningar. Á leiðinni til Ála-
sunds var ég þijá daga í Osló og
notaði tímann til að skoða matar-
heimildir á þjóðháttadeildinni í Osló.
Ég bjó hjá einum helsta sérfræðingi
Norðmanna um hefðbundinn norsk-
an mat, Astrid Riddervold, sem var
með í pallborðsumræðunum. Hún
tók háskólapróf í efnafræði á 5.
áratugnum, giftist síðan, ól upp
börn og hélt heimili í 20 ár. Þá fór
hún aftur í nám og lauk magister-
gráðu í þjóðháttafræði með aðalá-
herslu & gamlar matargeymsluað-
ferðir. í því nýttist henni vel þekk-
ing og reynsla í efnafræði og heimii-
ishaldi. Eg færði Astrid skyr, rúg-
brauð, flatbrauð, rikling og fleira
séríslenskt góðgæti og hún taldi
flest vera gamalnorskt. Hún var
mjög hrifín af seydda rúgbrauðinu
okkar og fannst þar vera góð aðferð
til að nýta sem best næringarefnin,
þar sem jám t.d. verður aðgengi-
legra líkamanum í mjölmat sem er
bakaður eða soðinn lengi.
Skyldleiki norskrar
og íslenskrar matargerðar
Málþingið hét: „Er íslenskur mat-
ur okkar gamli gleymdi matur“ og
var frændum okkar í mun að sýna
fram á óyggjandi skyldleika í sem
flestum greinum. Harðfiskur hefur
verið etinn þar, einkum i N-Noregi
enda korn af skornum skammti.
Harðfiskur var útflutningsvara í
Noregi á miðöldum og oftast hertur
þorskur. Hertur lúðuriklingur var
vinsæll þar eins og hér en rafabelt-
in voru söltuð og reykt.
HÁKARL í hjalli.
RÓIÐ var með gestina við komuna til Álasunds,
Mesti munurinn á matargerð
þjóðanna er að Norðmenn höfðu nóg
af ódýru salti en hér var hörgull á
því. Réttir þeirra eru yfirleitt mikið
saltaðir og þeir virðast hafa trúað
því að ferskur matur væri hreinlega
óhollur. Fram undir síðustu aldamót
var rekinn áróður fyrir því að menn
borðuðu sem mest saltan mat. Það
átti koma í veg fyrir að þeir rotnuðu
innanfrá. Við stunduðum saltgerð
meira á fyrstu öldunum en hún mun
vera gríðarlega eldiviðarfrek og
menn lentu því fljótlega í hönk með
eldivið og innflutt salt var dýrt.
Súrmatur séríslenskur
Þetta setti mark sitt á alla matar-
gerð hér og mikii langtímageymsla
í súrri mysu var svarið. Hingað til
hef ég ekki rekist nokkurs staðar á
neitt sem líkist súrmatnum okkar