Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994 B 7'
Mbl / Árni Sæberg
HÚN kallar þetta Hans og Grétu hús.
sem pabbi minn var trillukarl. Þann-
ig tengist ég sjónum og síðan var
ég mikið hjá ömmu minni og afa
sem bjuggu í sveitinni. Afi minn
var mikill skógræktarrriaður og
strax sem lítil hnáta var ég með
honum að planta. Hann fræddi mig
um náttúruna og meðal annars það
að tína aldrei neinar jurtir þannig
að ég skemmdi," segir Kara.
Sker líka út í tré
Þegar hún fer á fjöll á sumrin ein
með tjaldið sitt og tínir um leið og
hún nýtur þess að vera ein með
ijöllunum, gætir hún þess að skilja
ekki við þannig að hljótist skaði af.
„Reyndar á ég að borga landinu
fyrir mig að morgni þegar ég pakka
saman tjaldinu mínu með því að
planta einni jurt þar sem ég svaf.“
Inni hjá Köru er mikið um út-
skorna hluti og það kemur uppúr
dúrnum að hún hefur skorið út alla
þessa muni, rúmgaflinn sinn,
myndaramma, spegilramma og
hillu.
„Ég hef alltaf haft áhuga á út-
skurði og keypti mér hnífa fyrir
óralöngu. Eftir að ég fór hinsvegar
á námskeið hjá Jóni Hólmgeirssyni
fór ég að skera út og hef dundað
mér við það síðan þegar tækifæri
hefur gefist til.“ Kara hefur annars
haft í nógu að snúast um árin, hún
er einstæð móðir með fjögur börn
og hefur alltaf unnið úti. Börnin
hennar eru óðum að vaxa úr grasi
og því segist hún hafa meiri tíma
núna fyrir önnur hugðarefni. ■
grg
Kæstan fisk eiga Norðmenn,
rakefísk, léttsaltaður og kæstur við
mjög nákvæmlega útfærðar að-
stæður því að hann skemmist fljótt
ef rangt er að farið. Heimildir eru
um kæstan hákarl á 18. öld en eft-
ir það hvarf hann. Hann er því einn
af gömlu norsku réttunum sem ís'
lendingar hafa varðveitt. Astrid
Riddervold hefur sérstakan áhuga á
kæsingu og hún skýrði út fyrir mér
atriði varðandi hákarlskæsingu;
hvers vegna hættulegar örverur, t.d.
sú arga eiturpadda clostridium bot-
ulinum eitruðu aldrei hákarl í kös.
Hákarlinn er nýrnalaus og þvagefn-
ið í vöðvunum veldur því að eftir
að dýrið drepst þurrkast sýran nær
út á nokkrum klukkutímum og vöð-
var verða svo alkalískir að þar þríf-
ast engar hættulegar örverur. Þetta
er skýringin á því hvers vegna há-
karl er hollur fyrir þá sem eru slæm-
ir í maga, enda var hann magasárs-
meðal áður fyrr.
Orðið skyr var þekkt um hinn
norræna heim á miðöldum og notað
fram undir þetta einkum í V-Nor-
egi, venjulega um einhvers konar
síaðan súrysting. Skyrostur fæst
þar t.d. í búðum núna. Það er fersk-
ostur, svipaður kotasælu og á lítið
skylt við íslenska skyrið. Þeirri
spurningu verður víst seint svarað
hvort nútímaskyrið okkar sé einn
af þeim réttum sem við höfum varð-
veitt og líkist þar rneð skyrinu sem
Egill spjó í andlit Ármóði forðum.
Heimildir eru til hér frá 16. öld um
skyrtilbúning með kálfsmagahleypi
en það er löngu áður en Norðmenn
fóru að nota slíkan hleypi. Það skyldi
þó aldrei vera að ýmislegt í okkar
gömlu matarmenningu sé bara
fremur íslenskt en norskt að upp-
runa eftir allt saman? ■
Hallgerður Gísladóttir
Höfundur er safnvörður.
ÚR kökukeppninni.
SÚRMATUR.
og hallast að því að hann sé sérís-
lenskt svar við saltleysinu. Norsku
sérfræðingarnir voru áfjáðir í að
finna eitthvað sem benti til þess að
við hefðum flutt þessa aðferð frá
Noregi en dæmin sem þeir drógu
upp voru rýr í roðinu, áttu lítið skylt
við íslenska súrmatinn og sannfærðu
mig ekki um norskan uppruna hans.
Mysu hafa Norðmenn þó drakkið
gegnum tíðina rétt eins og við.
DAGLEGT LÍF
Eitt og annaó
fyrir útlitió
Frumlegt frá Jean-Paul Gaultler
FRANSKI hönnuðurinn Jean-Paul
Gaultier hefur sent frá sér ilmvötn
í nýstárlegum umbúðum. Annars
vegar er dós um ilmvatnið og hins
vegar flaska sem líkist konulíkama.
Ætlast er til að dósin sé notuð
áfram, til dæmis undir skartgripi.
Ilmvötn Jean-Pauls Gaultier eru
seld í 30 ml glösum og einnig er
Eau de Toilette til í 50 og 100 ml
glösum, ýmist með eða án úða. Ilm-
inum er lýst sem kvenlegum, eilíf-
um, sígildum og tælandi.
Jarðarlltir Christian Dior
AUGNSKUGGAR og kinnalitir
vetrarins frá Christian Dior minna
helst á móður jörð, en einnig kom
á markað 5 lita augnskuggasett
með bláum litum. Þijú ný kinnalita-
sett komu á markað fyrir stuttu og
eru 3 kinnalitir saman í öskju; kop-
arlitir 602, sem ætlaðir eru konum
með dökka húð, jarðarlitir 702, sem
sagðir eru fara vel á húð sem hvorki
er áberandi ljós né dökk og að síð-
ustu rósalitir 802, sem henta mjög
ljósri húð. Sem endranær eru vara-
litir og naglalakk framleitt í nánast
öllum litatónum. ■
Kaffein
talið vera
ávanabindandi
SAMKVÆMT nýjustu rannsókn-
um er kaffein, t.d. í kaffí og te,
eitt útbreiddasta ávanaefni í heim-
inum. Rannsóknarmenn kalla kaf-
fein óhikað ávanaefni því sannað
þykir að sumir verði líkamlega
háðir því líkt og margir verða
háðir áfengi og tóbaki.
I könnun, sem birt var í tíma-
riti bandaríska læknasambands-
ins, kom í ljós að sextán af 99
manns voru orðnir líkamlega háðir
kaffeini. Af þeim fengu 82% lík-
amleg fráhvarfseinkenni þegar
þeir gáfu kaffídrykkju upp á bát-
inn. Níu áttu við áfengisvandamál
að stríða og fímm reyktu sígarett-
ur að staðaldri, mun skaðlegri
fíknir vitaskuld eins og bent er á
í ritstjórnargrein í indónesíska
dagblaðinu Jama.
í Bandaríkjunum leiðir ofneysla
áfengis til hundrað þúsund dauðs-
falla á ári og tóbaksreykingar til
fjórfallt fleiri. Þótt vísindamenn
telji að kaffeinneysla sé í einstaka
tilfellum ávanabindandi, hlýtur
slík neysla að vera léttvæg i sam-
anburði við ofneyslu áfengis og
tóbaks, því dauðsföll hafa fram til
þessa ekki verið rakin beint til
kaffeinneyslu. ■
KENWOOD
kraftur, gϚi, ending
Kirkjumýsnar
ollu því að sálmurinn
„Heims um ból“ var saminn
LJÓÐ og lag þýska sálmsins „Stille
Nacht, heilige Nacht" er trúlega sá
söngur sem í hugum flestra er
tengdastur jólunum. Á íslensku er
hann „Heims um ból“ í þýðingu
Sveinbjörns Egilssonar.
í bókinni „Heims um ból“ eftir
Björn Dúason, meðhjálpara í Ólafs-
fjarðarkirkju, kemur fram að all-
mörg skáld hafa spreytt sig á að
þýða og enduryrkja þennan jóla-
sálm eftir Joseph Mohr við lag
Franz Grubers. Birtar eru þýðingar
tólf skálda og stutt æviágrip og
sögð saga sálmsins :
Árið 1818 var Joseph Mohr að-
stoðarprestur við St. Nikulásar-
kirkjuna í Oberndorf. Tveimur dög-
um fyrir aðfangadag færði organ-
istinn Franz Griiber, honum þær
fréttir að orgelið væri í ólagi, því
mýsnar höfðu nagað það. Engir
peningar voru til og því lítil von
um organleik við aftansönginn.
Mohr stakk upp á að þeir semdu
nýtt verk, sem mætti nota án orgel-
undirleiks. Það skyldi vera einfalt
og útsett fýrir tvær einsöngsraddir,
kór og gítar. Útkoman varð „Stille
Nacht, heilige Nacht“, sem útleggst
á íslensku „Hljóða nótt, heilaga
nótt.“ Mohr samdi textann á einum
degi og að morgni vökunætur var
lag Griibers tilbúið. Á aðfangadags-
kvöld var sálmurinn fluttur af þýð-
um stúlknaröddum í kór kirkjunnar
við gítarundirleik Grubers.
Fljótlega varð sálmurinn almenn-
ingseign og sönnuðust orð eigin-
konu Grúbers að sálmurinn yrði
sunginn áfram löngu eftir þeirra
daga. Bókin er 86 bls. Bókaútgáfan
Tindur gefur út og verð er 2.890 kr.