Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 9

Morgunblaðið - 23.12.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994 B 9 • FERÐALÖG VIÐ Vasseli á leið til Zaría haustið 1966 og 28 árum síðar - eldri og fallegri EITT hefur ekki breyst, enn vinna konurnar flest störfin. DÍAFANI og systur hennar flutt til Pígadía. Svo sit ég á tröppunni undir brennheitri sól. Ég skil all/ í einu hvað við hljótum að hafa verið van- þakklát í augum fólksins hér. Okkur fannst húsið lítið og óvistlegt og allt vanta. Þó höfðum alls konar þægindi sem ekki þekktust annars staðar í þorpinu. Krana í eldhúsinu og vask. Þó svo pípur hefðu ekki verið lagðar inn - krani samt. Og klósett þó ekkert vatn væri í því. Gaseldavél með fjórum hellum. Að vísu biluð en vél samt. Þorpsbúar komu með hnífpör, hengdu potta og ketil á veggina, röðuðu diskum í hillu. Þeir lánuðu rúm í svefnher- bergið og tvo lúna dívana í krakka- herbergið. Eldhúskolla og lítið borð. Þeir vildu allt fyrir okkur gera. Og okkur fannst ekki til um neitt af því að allt var ekki eins og heima hjá okkur. Víst var óþægilegt að hafa ekki rafmagn og vöruval í krambúðunum var takmarkað. Það var þreytandi að hafa ekki vatn nema annan hvern dag. En það var ekki þorpsbúum að kenna. Við út- lendingarnir ruddumst inn í lítið kyrrlátt þorp af því það var svo frumstætt og sjarmerandi. Og eftir nokkurra vikna veru gátum við ekki afborið þessa frumstæðu sælu og fluttum til Pígadía. Eftir allt sem fyrir okkur hafði verið gert. Ég skil það ekki fyrr en þama hvað margt og mikið var gert fyrir okkur í Díafani. Svo fer ég að leita að Vasseli Morgunblaðið/JK IRENA bar fram kaffið á Demókratíska kaffinu fyrir 28 árum og gerir enn Protopapas sem var plásskóngur og okkar vinur og velgjörðarmaður. Hann átti Konungssinnaða kaffíð, 2 báta og var að byggja hótel. Ég man að kaffíhúsið var steinsnar frá húsinu okkur. Þar er ekki kaffíhús nú heldur krambúð, ekkert hótel að sjá. Ég stauta mig fram úr letrinu yfír búðinni; ég er á réttum stað. Í búðinni er þéttvaxinn maður í bláum vinnugalla með gróft grátt hár og fallegt skegg að afgreiða túrista. Ég horfi á hann - þetta er örugg- lega Vasseli. Vasseji tók okkur með þegar hann för að vitja býflugnabúa á smáeynni Zaría eða færði sjómönn- um sínum kost þegar þeir voru úti yfír nótt. Hann kenndi okkur að meta úsó og dansa grískan dans. Öll samskipti við Vasseli voru litrík og eftirminnileg en þau fóru ekki fram á neinu sérstöku tungumáli því Vasseli var ekki betur að sér í ensku en við í grísku. Vasseli hefur lokið við að afgreiða og snýr sér að mér: Tí þelete? og ég hiksta og horfi á hann. Getur ekki verið að Vasseli muni eftir mér - hann fórni höndum og segi: ja, loksins komstu þá. Vasseli segir ekkert. Hann man ekki eftir mér - kannski ég hafí breyst pínulítið á þessum árum. Þó hef ég færst aftur í tímann og yrði ekki hissa þó ég sæi krökkunum bregða fyrir; Ella Stína ýtir Hrafni í kerru og skipar Illuga fyrir, Jök- ull skrafar við karlana á Demó- kratíska kaffinu. Ég styn upp að endur fyrir löngu hafi ég búið hér með manninum mínum og þremur börnum - „ég var dökkhærðari þá, hann var rauðhærður," segi ég. Um stund segir Vasseli ekki orð. Horfir á mig og svo strýkur hann höndum eftir þénugu umfangi sínu. Veðurbarið andlitið ljómar. Segir og hlær með öllum líkamanum: „í kvöld höldum við veislu. Þú ert komin eftir allan þennan tíma. Þá vorum við yngri. En við erum fallegri núna.“ ■ Jóhanna Krístjónsdóttir FRANSKA stórblaðið Le Figaro gefur út þykkt aukablað um ferðir og frí, þar sem ein greinin er um veisluferðir fyrir ferðafólk um jól og áramót. ísland er þar ekki með, en með lýsingu á einhveiju glæsilegasta tilboðinu til Sankti Pétursborgar með veislum í höllum fyrrum keisra birtist mynd af íslensku jóla- borði í baðstofu og skartklæðin upphlutur. Líklega hefur leynst í hugskoti höfundar ís- lenski málhátturinn: Betra er kál í koti en krás í herrasloti. Undir fyrirsögninni Rússland stendur: “Ball í Taurideshöll með galakvöldverði undir leik kammerhljómsveitar keisaralegu varðsveitar- innar, fagnaði á áramótunum, morgunverði í Imperíal veitingahúsinu með kavíar og kampa- víni á síðmorgni. Slíkt tilboð með Qögurra nátta gistingu á fimm stjörnu hóteli býður Donatello upp á fyrir rúmar 86 þúsund krón- ur. Jet Tours hefur sínar sígildu ferðir og bætir um betur með hóteli Péturs mikla og áramótum í ballsal Bezborodkohallar með balletsýningum, óperusöngvurnum, kvadrillu- dansi o.fl. og fleiri blanda sér í yfirboðin til ferðfólksins. Með átta daga ferð er hægt að taka bæði Sankti Pétursborg og Moskvu yfir hátiðarnar." Undir meðfylgandi mynd til að lýsa slíkum jólum stendur nafn ljósmyndarans Maltaverne og úr myndasafni. ■ Ný flughöfn við Brussel NÝ FLUGHÖFN var opnuð á dögunum á Zaventemflug- velli við Brussel og er þar auk þess aðstaða fyrir inn- ritunarfarþega, fjöldi versl- ana með tollfrjálsan varning. Flughöfnin og öll aðstaða miðast við að afgreiðsla gangi svo fljótt að tæknilega séð þurfi ekki að líða meira. en 20 mínútur frá því ferða- maður stígur út úr bíl sínum uns hann er kominn um borð í flugvél. En þar sem öllum er skylt að mæta a.m.k. klukkustund fyrir brottför er líka lagt kapp á að láta mönnum líða sem best meðan þeir bíða. Margar ágætar verslanir, gallerí o.fl. eru þarna og veitingastofa þar sem far- þegar geta fylgst með far- þegum streyma inn í brott- fararsalinn. ■ GIRNILEG leikfangabúð á Zaventem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.