Morgunblaðið - 23.12.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 23.12.1994, Síða 12
12 B FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Jól í Tívolí í FYRSTA skipti í langri sögu geta Danir skemmt sér í Tívolí á jólum. Undanfarið hafa verið margs konar jólatilboð á veitingastöðum í skemmtigarðinum og hafa margir notað sér dýrðleg hlaðborð; í Seand- inavian Seaways hefur jólahlaðborð svignað undan góðgæti. Tívolí var opnað á ný 18. nóvember sl. og verð- ur opið fram til 31. janúar. Yfir jólin verða flest leiktæki og verslanir opnar og hefur þetta mælst vel fyrir. Og eins og ferðamenn hafa undanfarið streymt til Finnlands að hitta jólasveininn hafa margir lagt leið sína til Danmerkur til að geta farið í Tívolí yfir hátíðisdagana. Ekki þarf að orðlengja að á gamlárs- kvöld verða mikil hátíðahöld og meira vandað til flugeldasýningar en elstu menn muna að því er stjóm- endur Tívolís segja. ■ Skemmtisiglingabæ klingur RCCL FERÐABLAÐI hefur borist bæklingur Royal Caribbean Cruise Line þar sem kynntar eru skemmtisiglingar sem kostur gefst á hjá RCCL á árinu 1995. Þar kennir ýmissa fróðlegra grasa. Nytt skip hefur bæst í hópinn og mun það m.a. sigla um Panamaskurðinn, um Evrópu og fara í ferðir með ströndum Alaska. Mest ber á ferð- um um eyjar í Karíbahafinu og eru þær af ýmsum toga og öllum lengdum. Aðbúnaður í skemmtisiglingunum er jafnan hinn glæsilegasti og þegar höfð er viðdvöl á eyjum geta gest- ir valið um ýmsar skoðunarferðir í landi. Þá telst það nýmæli að ýmsar ferðir hefjast nú frá Fort Lauderdale en ekki alltaf Miami. Sé tekið dæmi um ferð má nefna tíu daga ferð um Antilleseyjar. Þá er komið við á Bahamaeyjum, St. Barts, Martinique, St. George,.Grenada, Dominica, St. Maartan og San Juan. Verð á öllum ferðunum fer vita- skuld eftir því hvað menn velja sér dýra eða ódýra vist- arveru meðan á siglingunni stendur. ■ Konur dansa ekki lengur fyrir Banda í Malawi Á VALDATÍMA Hastings Banda í Malawi var ein af föstum venjum hans að skipa undirsátum sínum að safna saman hópi kvenna og flytja þær til Blantyre þar sem aðsetur Banda var. Síðan voru þær látnar dansa fýrir Banda klukkutímum sam- an. Nú hefur Banda ekki lengur stjóm í landinu og konur í Malawi eru lausar undan þessari kvöð. Úm þetta er skrifað í African Business nýlega. Malawi-konur, sem eru dansglað- ar, segja það meira um vert nú, að í undirbúningi er að stúlkubörn fái að ganga í skóla. Það var svona allt að því óþekkt fyrirbæri á 30 ára valdatíma Banda. Konur hafa fengið kosningarétt og þaír segjast taka því fagnandi. Á hinn bóginn er ekki að finna að konur hugsi til Banda með haturshug. „Hann vildi vera góður við okkur á sinn hátt. Hann taldi konur standa körlum mjög langt að baki hvað snerti greind eða gáfur og hann vorkenndi okkur sárlega. Hann var á því að það eina sem við gætum væri að eiga börn og dansa. Hann var ekki illviljaður í okkar garð, honum fannst við bara alveg grátlega lítilmótlegar," sagði Malawi-konan Elentina í samtali við blaðið. ■ BANDA lét stundum safna konum í þúsundatali saman á íþróttaleik- vanginum í Blantyre og þar horfði hann á þær dansa. Flng milli ísrael oo Marokkó SAMNINGUR milli ísraels og Mar- okkó um flug milli landanna verður undirritaður næstu daga að því er samgönguráðherra Israels sagði í viðtali við ísraclska blaðið Jerusalem Post. Hann og marokkóskur starfs- bróðir höfðu átt fund með sér og komust að þeirri niðurstöðu að fátt mælti nú gegn því að beint flug yrði tekið upp. Samgönguráðherrann sagði að með því stórlækkaði kostnaður og lík- lega mundi fargjald verða um 32 þúsund krónur. Fram að þessu hafa Israelar farið til Marokkó gegnum París og mjög fáir Marokkóbúar hafa lagt Ieið til Israels um París vegna þess þeim hefur fundist ærinn pening- ur að greiða um 70 þús. kr. fyrir. Marokkó verður annað arabaland- ið sem hefur beinar flugsamgöngur við ísrael. Hitt er Egyptaland og vænta má að Túnis sigli í kjölfarið bráðlega. ■ FOSTUDEGI Aukin umsvif utan háannatíma í ÁRATUGI hefur verið rætt um nauðsyn þess að ná betri heildarnýtingu í atvinnugreininni með betri dreifingu ferðamanna yfir árið. Oft heyrist að því miður hafi enginn árangur orðið •«, í þessari baráttu. Jafnvel heyrast þær raddir að þetta þýði ekkert, það sé ekki hægt að breyta sumarleyfistíma fólks. En auðvitað hefur frítími fólks breyst. Það ferðast á öllum tímum árs. Hafa ekki tugþús- undir íslendinga farið í skemmtiferðir til út- landa síðustu vikur? Auðvitað er ferðaþjónusta heilsársatvinnugrein. Hefur þá einhver árangur náðst? Þegar litið er aðeins 10 ár aftur í tímann komu um 85.000 erlendir gestir 1984. Af þeim komu 37.000 utan sumarmánaðanna, júní, júlí og ágúst. Áratug síðar, nú í ár, munu nálægt 90.000 erlendir gestir koma hingað utan sumarmánað- anna, eða fleiri en komu allt árið 1984. Þetta er árangur af hugkvæmni og vinnu einstaklinga og fyrirtækja í atvinnugreininni. Þegar litið er á vöruframboð atvinnugreinar- innar á erlendum mörkuðum sést sú mikla þróun, sem hefur átt sér stað. Fyrir tíu árum var yfirgnæfandi hluti fram- boðsins tengdur íslandi að sumri. Nú eru boð- in fram heilsársvara í auknum mæli. Lögð er áhersla á að ná hingað fundum, ráðstefnum, hvataferðum, keppt er við hefðbundnar borgar- ferðir o.fl. Þá er ekki síður athyglisvert að markaðsetn- ing „viðburða“ hefur aukist. Nægir þar að nefna sem dæmi áramótaferðir, sem nú laða hingað á annað þúsund erlenda gesti frá um tíu þjóðlöndum. Og hér virðast möguleikamir miklir, þar sem <Uj tekist hefur til dæmis að selja Bandaríkjamönn- um ferðir til íslands til að snæða þakkargjörð- arkalkún og Dönum til að snæða ,julefrokost“ hér í desember! Nú þegar fjöldi erlendra gesta að vetri skipt- ir tugþúsundum þarf að þróa vöruna frekar, sem eykur möguleika á aukinni dvalarlengd og meiri gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Þetta __ ■er „Smuga“ ferðaþjónustunnar utan hefð- bundna tímans. 7-8 milljarða gjaldeyristekjur utan sumarmánaðanna Ég geri ráð fyrir að það komi mörgum á óvart að skv. upplýsingum Seðlabankans um gjaldeyrisskil ferðaþjónustu eru tekjur af er- lendum getum, sem koma utan mánaðanna júní, júlí og ágúst milli 7 og 8 milljarðar. í huga margra er ferða- mannatíminn hér sumarmánuðimir þrír. í pistlum þessum hef- ur enda verið rætt áður um nauðsynlega hugarfarsbreytingu margra í atvinnu- greininni til ferðaþjón- ustu sem heilsársat- vinnugreinar. Slíkt er okkur nauðsynlegt til að ná betri nýtingu fjárfestinga. 90% erlendra gesta að vetri gista á höfuðborgarsvæðinu Þeir 90.000 erlendu gestir, sem koma utan háannatímans í ár, dvelja að langmestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sést, þegar litið er á gistináttatalningar. Skv. upplýsingum Hagstofunnar voru um 90% allra gistinátta erlendra gesta utan háannatíma 1993 á höf- uðborgarsvæðinu og þær tölur, sem liggja fyr- ir um þetta ár gefa ekki tilefni til að ætla að mikil breyting hafi orðið þar á. Enda er svo komið að í maí og september er gistirými stund- um fullnýtt. Auðvitað er ekki hægt að dreifa fólki um allt land allt árið. En það á að byija á jaðartímum. Það hiýtur að valda áhyggjum, hve erfiðlega gengur að ná betri nýtingu utan höfuðborgarsvæð- is í maí og september. Samgöngukerfið hefur verið stórbætt, svo það kemur tæplega í veg fyrir aukna dreif- ingu þessa tvo mánuði. Það sýnir enn frekar nauðsyn þess að ná betri dreifingu að gistirými hefur hlutfallslega aukist mun meira á lands- byggðinni en höfuðborgarsvæðinu s.l.ár. Hér verður að eiga sér stað enn frekari þróun og markaðssetningar þeirrar vöru á innlendum og erlendum mörkuðum. Eins og áður sagði er sú hugarfarsbreyting nauðsynleg hjá sumum rekstraraðilum að ferða- þjónusta sé ekki eingöngu bundin við 12 vikur. Þá vil ég nefna nauðsyn svæðasamvinnu. Það gengur ekki fyrir einn aðila á svæðinu að heija vöruþróun eða kynningu. Það er t.d. lítil von í að það skili árangri ef eingöngu gististaðurinn á einhveiju svæði setur aukið fjármagn til slíkra verkefna. Flutnings- gisti-, veitinga- og afþrey- ingaraðilar verða að starfa saman að þróunar- verkefni, sem beinist fyrst að jaðartímanum. Jólahlaðborð og áramót Nú í desember sjáum við tvö dæmi um árangur af markaðssetningu vöru í ferðaþjón- ustu. Á innlendum markaði eru svonefnd jóla- hlaðborð eftirsótt vara. Það eru ekki mörg ár síðan desember var frímánuður starfsfólks á veitingahúsum. Nú er öldin önnur og nýtur þessi grein ferðaþjónustunnar góðs af hug- mynd, þróun og framkvæmd þessa. Þá er ekki síður athyglisvert að hingað skuli í ár koma á 2. þúsund erlendir gestir um jól og áramót. Hótel í Reykjavík voru fyrir fáum árum flest lokuð á þessum tíma og sem dæmi má nefna að fyrir 6 árum voru hér aðeins um 50 erlend- ir gestir um jól og áramót. Möguleikarnir til að þróa vöru tengda sér- stökum viðburðum eru auðvitað óteljandi, en það gerist ekkert af sjálfu sér. Nú í desember munu 10.000 erlendir gestir koma með 100 leiguflugvélum og heimsækja þá tvo staði í Finnlandi, sem hafa verið markaðssettir sem heimkynni jólasveinsins. Gífurlegt fjármagn hefur verið sett í þróun og markaðssetningu þessa. Að baki liggur mikið samstarf allra í ferðaþjónustu á þessu afmarkaða svæði. Þett^ er nefnt hér sem dæmi um árangur af miklu vöruþróunar- og kynningarstarfi og til að minna á að það er líklegra að ná árangri í ferðaþjónustu með samvinnu og samnýtingu fjármagns. Árangur utan háannatímans er mögulegur eins og dæmin sýna og tækifæri eru til að ná enn frekari árangri. Þau verður að nýta til að eiga von um að ná viðunandi nýtingu og arðsemi fjárfestinga í ferðaþjónustu. ■ Magnús Oddsson Höfundur er ferðamálastjóri Möguleikar eru miklir, þar sem tekist hefur aö selja Bandaríkja- mönnum feröir hingaó til að snæöa þakkargjörðarkalkún og Dönum „julefrokost" hér í desember!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.