Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 B 7
indasjónarmiðum og tryggir við-
skiptahagsmuni þjóðarinnar og
efnahagslegt sjálfstæði. Mikilvægt
er að beita sér gegn einræðis- og
ofbeldisstjórnarfari hvar sem er í
heiminum og vinna að friðsamleg-
um lausnum alþjóðlegra deilumála
og útrýmingu þjáningar og fátækt-
ar hvar sem því verður við komið.
Island hefur mikilvægu hlutverki
að gegna á alþjóðavettvangi bæði
í samtökum á jafnréttisgrundvelli
og sem þjóð sem tekur sjálfstæða
afstöðu til alþjóðamála. Samstaða
íslands í öryggismálum er fyrst
og fremst meðal vestrænna ríkja.
Það þarf þó að stuðla að öflugu
samstarfi sem flestra ríkja um ör-
yggismál. Veruleg samstaða er
meðal þjóðarinnar um aðild íslend-
inga að Evrópska efnahagssvæð-
inu. Með þeim samningum hafa
náðst þau viðskiptalegu markmið
sem okkur eru mikilvægust. Lítil
reynsla er hinsvegar komin á þenn-
an samning og ekki er enn ljóst
hver ávinningurinn verður. Nauð-
synlegt er að efla þá viðleitni sem
felst í að auka viðskiptafrelsi milli
þjóða og afnámi tollmúra og hvers-
konar annarra viðskiptahindrana
sem stuðla að því að viðhalda úrelt-
um og óhagkvæmum framleiðslu-
háttum sem rýra kjör almennings.
Hinsvegar verðum við að nýta vel
þau aðlögunartímabil GATT samn-
ingsins til að geta mætt þeirri
auknu samkeppni sem af þeim leið-
ir í framtíðinni.'Afstaðan til aðildar
að Evrópusambandinu er því ekki
spurning um einangrun eða ekki.
Ejölmörg ríki eru enn utan Evrópu-
sambandsins og það verður ekki
séð að fjölgun aðildarrikja um þijú
gjörbreyti stöðu íslands félagslega,
efnahagslega eða menningarlega.
Hinsvegar má búast við að margt
breytist innan sem utan Evrópu-
sambandsins á næstu árum og
nauðsynlegt er fyrir okkur að fylgj-
ast vel með þeim breytingum og
vega og meta á hveijum tíma hvað
tryggir best hagsmuni íslensku
þjóðarinnar.
Ég tel ekki að búast megi við
verulegum breytingum á norrænu
samstarfi, þó einhveijir þættir þess
verði endurskoðaðir í ljósi aðildar
þriggja Norðurlandanna að Evr-
ópusambandinu.
3.
Ber að koma á jöfnum atkvæðis-
rétti landsmanna, og hvað er
viðunandi niðurstaða í viðræðum
um. Í Bretlandi eru einmennings-
kjördæmi. Breska þingið endur-
speglar því ekki fylgi flokkanna. í
öldungadeild Bandaríkjaþings eru
2 fulltrúar frá hveiju fylki óháð
íbúafjölda. Fáir myndu halda því
fram, að í þessum þjóðfélögum gildi
ekki virkt lýðræði. Og hjá
Sameinuðu þjóðunum gildir eitt
land eitt atkvæði óháð fólksfjölda.
í kosningum veit hver
Reykvíkingur að hann er að kjósa
sér 18 þingmenn, en hver
Vestfirðingur 5 þingmenn. En
stjórnsýslan er að meðaltali 500
km lengra frá Vestfirðingum en
Reykvíkingum. Það skapar
aðstöðumun. Við viljum öll sjá sem
mestan jöfnuð meðal landsmanna,
en það gildir ekki bara um
atkvæðisréttinn. Ég vil sjá jafnrétti
miili kynja í valdastofnunum
þjóðfélagsins. Þar getur þurft
jákvæða mismunun þar til því
jafnvægi er náð. Lífsnauðsynjar á
borð við húshitun, raforku, verðlag
á matvöru, síma o.þ.h. þarf að jafna
milli landshluta. Það getur verið
endanlegt markmið að landið verði
eitt kjördæmi, en það verður að
gerast í áföngum og taka tillit til
annarra þátta jafnframt.
4.
Kvennalistinn vill kjarajöfnun og
jafnlaunastefnu milli kynja, ekki
bara í orði heldur á borði. Það þarf
að breyta því viðhorfi til kvenna,
sem endurspeglast í því að konur
fá aðeins 60% af launum karla fyr-
ir fulla vinnu. Við viljum að launa-
fólk hafi laun sem dugi til fram-
færslu. Því markmiði verði náð með
flokkanna um breytingar í þeim
efnum?
Þjóðvaki, hreyfing fólksins, hef-
ur það á stefnuskrá sinni að haldið
verði sérstakt stjórnlagaþing, þar
sem stjórnarskráin í heild sinni
verði tekin til endurskoðunar og
hef ég lagt fram frumvarp um það
mál á Alþingi. Stjórnlagaþing á
að fjalla um æskilegar breytingar
á kosningalögum og stjórnkerfinu,
s.s. skýrari skil milli löggjafar- og
framkvæmdavalds, m.a. framsal
valds frá löggjafarvaldi til fram-
kvæmdavalds. Stjórnlagaþing á
einnig að fjalla um ráðherraábyrgð
og þær skráðu og óskráðu reglur
sem ríkja um embættisfærslur í
opinberri stjórnsýslu, einkum varð-
andi embættisveitingar og ráðstöf-
un opinberra ijármuna. Einnig á
þingið að fjalla um hvort rétt sé
að breyta fyrirkomulagi embætti-
sveitinga í æðstu stöður í stjórn-
kerfinu og hvernig draga megi úr
stjórnmálalegum afskiptum í
sjóða- og bankakerfinu. Jafnframt
á stjórnlagaþing að fjalla um auk-
inn rétt fólks til þjóðaratkvæða-
greiðslu í stærri málum. Flestir
viðurkenna að sú breyting sem
gerð var á kosningareglum hafi í
raun mistekist, enda tóku reglurn-
ar meira mið af afstöðu einstakra
þingmanna, þar sem sjónarmiðið
um hvort þeir væru inni eða úti
samkvæmt reglunum réð meira
ferðinni en að jafna atkvæðavægi
landsmanna. Það er margt sem
mælir með því að sérstakt stjórn-
lagaþing fjalli um heildarendur-
skoðun á stjórnarskránni, þ.m.t.
kosningalög og reglur. Ekki ein-
asta er að marga áratugi hefur
Alþingi tekið að fjalla um þetta
mál án nokkurrar skynsamlegrar
niðurstöðu, heldur hlýtur það á
margan hátt að teljast eðlilegra
að stjórnlagaþing skipað öðrum en
alþingismönnum fjalli um málið,
en með því væri komið i veg fyrir
að alþingismenn fjölluðu um mál
sem varða þá sjálfa, t.d. um kosn-
ingaskipan og ráðherraábyrgð.
Ólíklegt verður að telja að nokk-
ur niðurstaða náist á þessu þingi,
sem máli skiptir til að ná fram
viðunandi breytingu til að jafna
atkvæðavægi landsmanna. Heppi-
legasta leiðin til að jafna atkvæða-
vægi landsmanna er að gera iand-
ið að einu kjördæmi,’ efla sveita-
stjórnarstigið og fækka þingmönn-
um í 50, samhliða því að valfrelsi
lagasetningu, samningum eða öðr-
um ráðum. Við viljum virka fjöl-
skyldustefnu þar sem bæði kynin
eru jafn rétthá og ungir og aldrað-
ir fá að njóta sín. Við teljum mjög
mikilvægt að brugðist sé við vax-
andi ofbeldi hér á landi með mark-
vissum aðgerðum. Við viljum
breytta atvinnustefnu sem tekur
mið af þörfum kvenna jafnt sem
karla. Auka þarf framlög til rann-
sókna og þróunarstarfsemi í tengsl-
um við atvinnulífið og forgangs-
raða verkefnum. Stóriðjudaður
stjórnvalda sem legið hefur niðri
um skeið virðist nú vera að zin-
kvæðast. Ástæða er til að vera á
varðbergi gagnvart slíku því í flest-
um tilvikum er um mengandi stór-
iðju að ræða. Við teljum umhverfis-
mál vegna vaxandi mengunar láðs,
lofts og lagar vera stærsta úrlausn-
arefni stjórnvalda á komandi tím-
um.
5.
Fyrst og fremst að það stjórnar-
mynstur sem verður að kosningum
loknum endurspegli stefnu
Kvennalistans, m.a. í kjaramálum,
velferðarmálum, atvinnumálum og
umhverfismálum. Það gerist ef
Kvennalistinn fær umboð kjósenda
til að fylgja eftir hugmyndum sín-
um um samfélag þar sem kven-
frelsi ríkir og jafnrétti í raun. Þá
væri óskandi að sú ríkisstjórn sem
verður mynduð verði samstæðari
en núverandi ríkisstjórn er í viðam-
iklum málaflokkum. Og að næsta
ríkisstjórn beri gæfu til að vinna
bug á atvinnuleysinu sem hefur
farið vaxandi í tíð núverandi ríkis-
stjórnar.
kjósenda verði aukið á þann hátt
að tekið verði upp persónukjör.
Með þessu fyrirkomulagi yrði jöfn-
un atkvæðisréttar mest og þing-
mennirnir yrðu þingmenn allrar
þjóðarinnar, en ekki bara einstakra
kjördæma. Líklegt er líka að hlutur
kvenna á þingi muni aukast og
lýðræði fólksins fengi aukið vægi
með því að taka upp persónukjör.
4.
Hver verða helstu baráttumál
flokks þíns í kosningunum í vor?
Fyrirgreiðsla, ábyrgðarleysi og
slakt siðferði í stjórnmála- og við-
skiptalífi hefur fært hér niður lífs-
kjörin, sem mest hefur bitnað á
láglaunafólki. Þessu verður að
breyta.
Þjóðvaki mun leggja áherslu á
eflingu atvinnulífsins, varanlega
velferð og jöfnun lífskjara en vinna
gegn spillingu, forréttindum og
söfnun auðs og valds á fárra
manna hendur.
Réttlát tekjuskipting, jöfnun
lífskjara og jafnrétti kynjanna
verður lykilatriði ásamt ábyrgri
efnahagSstefnu og nýrri sókn í
atvinnumálum. Þjóðvaki vill að
mörkuð verði opinber stefna í mál-
efnum fjölskyldunnar, sem styrki
innviði fjölskyldunnar og heimil-
anna, m.a. með því að endurmetin
verði láglaunastörfin og með öflug-
um stuðningi við bamaverndar-
starf og barnafjölskyldur. Við
munum leggja fram tillögur um
víðtækar aðgerðir sem geri heimil-
um kleift, sem lent hafa í miklum
greiðsluerfiðleikum vegna atvinnu-
leysis, lágra launa, minnkandi
tekna eða veikinda, að endurskipu-
leggja fjármál sín og létta þeim
greiðslubyrði.
Velferðarþjónustuna þarf að
endurskipuleggja m.a. með fyrir-
byggjandi aðgerðum og endurhæf-
inu, sem leiðir til meiri hagkvæmni
í rekstri hennar. Endurskipuleggja
þarf heilbrigðisþjónustuna, þannig
að hún grundvallist á skýrt skil-
greindum rnarkmiðurn, heildarsýn
og hagkvæmni, jöfnum rétti allra
til heilbrigðisþjónustu og skýrari
verkaskiptingu milli sjúkrahúsa.
Markvisst þarf að vinna að jafn-
rétti kynjanna í launamálum og á
vinnumarkaði, störf láglaunahópa
þarf að endurmeta og launakerfin
þarf að einfalda, þar sem heildar-
launakjör verða sýnileg. Námsl-
ánakerfið þarf að taka til endur-
skoðunar, m.a. með það að mark-
miði að bankakostnaður vegna eft-
irágreiddra námslána íþyngi ekki
framfærslu námsmanna.
Á landsfundi Þjóðvaka verður
lögð fram heildarstefna í atvinnu-
málum, sem byggir á nýrri sókn í
atvinnumálum. Til að það megi
takast þarf að fara nýjar leiðir, sem
byggja á framsækinni atvinnu-
stefnu og öflugu menntakerfi sem
er lykillinn að nýsköpun í atvinnu-
lífínu, með það að markmiði að
lagðar verði nýjar áherslur til að-
auka fjölbreytni í atvinnulífinu með
öflugum stuðningi við markaðs-
setningu og þróunarstarf. Einfalda
þarf stjórnkerfið með fækkun at-
vinnuvegaráðuneyta og samein-
ingu atvinnuvegasjóðanna. Endur-
skoða þarf sjávarútvegsstefnuna
og að snúa við þeirri þróun, að
forræði á þessari sameign þjóðar-
innar verði smám saman eign fá-
menns hóps.
Þjóðvaki mun hvergi hvika frá
ábyrgri efnahagsstefnu, þannig að
ríkisfjármálin verði í jafnvægi,
stöðugleiki í efnahagslífinu varð-
veittur, auk þess sem dregið verði
úr erlendri skuldasöfnun. Hlutverk
ríkisstofnana verður að endurmeta
og einfalda stjórnsýsluna, ásamt
því að byggja á rammafjárlögum
frá upphafi til loka kjörtímabils,
þar sem skilgreind verði forgangs-
röðun útgjalda, ásamt áætlun um
þróun tekna.
Öll launakjör og hlunnindagre-
iðslur, þ.m.t. fyrirkomulag bíla-
hlunninda og ferðakostnaðar
æðstu embættismanna stjórnkerf-
isins, verður að endurskoða, þann-
ig að eðlilegs samræmis verði
gætt í kjörum þeirra sem vinna
hjá hinu opinbera. Ferða-, risnu-
og bílakostnað hins opinbera verð-
ur að lækka verulega, og skilgreina
nauðsynlegan ferðakostnað vegna
ferða í opinberri þágu, hann
greiddur samkvæmt reikningi og
dagpeningar afnumdir, sem og
meiri hagkvæmni verði beitt í notk-
un ráðherrabíla.
Endurskipuleggja þarf lífeyris-
kerfið, þannig að öllum verði
tryggður verðtryggður lífeyrir á
sömu forsendum. Draga verður úr
skattbyrði hjá fólki með lágar tekj-
ur, m.a. með lægra skattþrepi og
tekjutengdum persónuafslætti.
Ónýttur persónuafsláttur barna
þarf að vera millifæranlegur með
sama hætti og nú er hjá hjónum
eða sambúðarfólki. Til að mæta
þessum útgjöldum verður að koma
á fjármagnstekjuskatti, þannig að
greiddir séu skattar af peningaleg-
um eignum umfram eðlilegan
sparnað fólks. Skattaleg meðferð
hlunnindagreiðslna verður að end-
urskoða, sem og viðmiðun reiknaðs
endurgjalds í atvinnurekstri. Einn-
ig þarf að koma í veg fyrir að
heimilin beri allan fortíðarvanda
fyrirtækja með því að draga úr
frádráttarbærni framseljanlegs
taps fyrirtækja. Uppræta þarf
skattsvik m.a. með auknu eftirliti,
hertum refsingum, sérstökum
skattadómstól og að skattrann-
sóknir í umfangsmiklum skatt-
svikamálum verði efldar og þeim
hraðað.
Þjóðvaki mun af alefli beita sér
fyrir því að siðbót og siðvæðing
verði hafin til vegs og virðingar í
stjórnmála- og viðskiptalífi.
Lög þarf að setja um starfsemi
stjórnmálaflokka, þar sem m.a.
verði gerð krafa um nákvæma
bókhaldsskyldu stjórnmálaflokk-
anna og að reikningar þeirra verði
birtir opinberlega. Setja þarf al-
mennar reglur um viðskiptasiðferði
í fyrirtækjum og ábyrgð forsvars-
manna þeirra verði aukin. Koma
þarf í veg fyrir óeðlilega samþjöpp-
un fjármálalegs valds og hags-
munaárekstra og ströng skilyrði
sett fýrir því að hægt. sé að koma
á fót nýjum atvinnurekstri eftir
ítrekuð gjaldþrot.
Á landsfundi hreyfingarinnar
síðari hluta janúarmánaðar verða
lagðar fram tillögur um afkomuör-
yggi fjölskyldunnar, jöfnun lífs-
kjara, nýja sókn í atvinnumálum,
umhverfisvernd, öflugan stuðning
við menntun og menningu, breytta
stefnu í skattamálum, siðvæðingu
í stjórnmála- og viðskiptalífi og
ábyrga efnahagsstefnu.
5.
Hvaða stjórnarmynstur telur þú
æskilegast að kosningum loknum?
Skoðanakannanir sýna að Þjóð-
vaki, hreyfing fólksins, hefur alla
burði til að verða öflugt forystuafl
jafnaðarmanna og félagshyggju-
fólks og sterkt mótvægi við íhald-
söflin í landinu. Ríkisstjórn jafnað-
armanna og félagshyggjufólks er
besti kosturinn til að takast á við
erfið viðfangsefni framundan í at-
vinnu- og efnahagslífinu og að jafna
hér lífskjörin.
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Kœru viðskiptavinir!
Guð gefi ykkur blessunarrikt ár.
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
Eitt blab
fyrir alla!
- kjarni málsins!