Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 B 11 Gaman að taka þátt í merkisviðburði UM ÞAÐ bil þúsund börn mynduðu til- komumikinn barnakór á þjóðhátíðinni á Þing- völlum í sumar. Meðal kórfélaga voru syst- urnar Ragnheiður og Anna Lísa Pétursdæt- ur. Þær voru sammála um að það hefði verið skemmtilegt og að sér- stök tilfinning hafi fylgt því að syngja fyr- ir erlenda þjóðhöfð- ingja. „Það var svolítið skrítið, því ég hafði aldrei áður séð kónga- fólk með eigin augurn," sagði Anna Lísa, sem er í 6. bekk í Æfingadeild Kennara- háskóla íslands, en Ragnheiður er í 9. bekk. „Það var gaman að taka þátt í svona merkisviðburði," sagði hún. Systurnar eru í kór Æfingadeild- Ragnheiður Pétursdóttir arinnar, sem gekk sæmilega að komast til Þingvalla miðað við að- stæður. „Við komum á staðinn um það bil fímm mínútum áður en söng- urinn hófst og þurftum að hlaupa fleiri kílómetra. Það var því nokkuð Anna Lísa Pétursdóttir Ragnheiður og Anna Lísa sungu fyrir kóngafólk Morgunblaðið/Ámi Sæberg Unga kynslóðin setti svið á þjóðhátíðina á Þingvöllum. tæpt,“ sagði Ragnheiður. Þegar systumar voru spurðar hvað stæði upp úr á árinu svaraði Ragnheiður: „Ég fermdist í Há- teigskirkju og það fannst mér eftir- minnilegt. Svo gleymist 17. júní auðvitað ekki,“ sagði hún. „Ég varð tvisvar sinnum íslands- meistari í dansi í mínum riðli, 10-11 ára dömuriðli," sagði Anna Lísa, sem æfir dans í Dansskóla Jóns Péturs og Köru. „Svo fannst mér líka gaman á Þingvöllum." Báðar sögðust þær stefna á að standa sig vel í skólanum. „Ég ætla líka að reyna að finna herra til að dansa við,“ sagði Anna Lísa. Helgi Áss heimsmeistari unglinga í skák Stefnir á að ljúka prófum og verða betri skákmaður HELGI Áss Grét- jarsson varð fyrst- ur íslendinga til að hljóta heimsmeistara- titilinn í skák 20 ára og yngri á heimsmeist- aramóti í Brasilíu í september síðastliðn- um. Úrslitaskákina tefldi hann við þýska stórmeistarann Gabri- el. „Jú, þetta breytti heilmiklu fyrir mig, því um leið hlaut ég stór- meistaratitilinn. Það hefur í för með sér fleiri boð um þátttöku í mótum og að nafn mitt verður þekktara, sem skiptir máli upp á framtíðina,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið. Nokkru eftir að hann sneri heim frá Brasilíu ákvað hann að taka sér hlé frá námi í Verslunarskólanum tii að geta sinnt skákinni betur. Hefur tími hans að miklu leyti farið í að tefla í liðakeppnum erlendis. „Einna eftirminnilegast eftir að titl- inum var náð var 18 daga dvöl mín í Moskvu. Það var mjög athyglis- verð reynsla að kynnast fólkinu þar og kerfinu. Mótið sjálft var einkennilegt og ef til vill haldið af mafíunni, án þess að ég geti rök- stutt það. Það flugu í það minnsta alls kyns sögur á FIDE-þinginu. Öryggisgæslan var ótrúleg og verðir við hveijar dyr.“ Vonbrigði með knattspyrnu Þegar Helgi var spurður hvað væri það versta sem hann myndi eftir frá árinu kvaðst hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með að Fram varð ekki íslandsmeistari í knatt- spyrnu. „Og enn meiri að íslenska knattspyrnuliðinu tókst ekki að skora í undankeppni Evrópumóts- ins,“ sagði hann. Síðan hugsaði hann sig lengi um áður en hann bætti við: „Ja, versta lífsreynslan er sennilega tengd lyft- unum í Moskvu. Það var ekki hægt að taka lyftu án þess að lenda í lífs- hættu." Varðandi nánustu framtíð kvaðst Helgi stefna á að klára verslunar- prófið frá VÍ í vor. „Markmiðið er að ná prófunum og reyna að verða betri skákmaður," sagði hann. Helgi Áss Helgi Áss í félagskap stórmeistaranna Jóns L. Árnasonar, Hannes- ar Hlifars Stefánssonar og Margeirs Péturssonar. Morgunblaðið/Albert Kemp BILLINN stöðvaðist 115 metra frá veginum. Hræðist ekki að keyra í kjölfar slyssins EIRÍKUR GAUTI Jónsson hent- ist úr bíl sínum á miðri leið niður stórgrýtta urð við Kyrruvíkur- skriður í Fáskrúðsfirði í febrúar sl. Bíllinn valt 115 metra niður og er hæðarmunur á þeim stað og vegin- um tæpir 80 metrar. Hann telur sig hafa verið með meðvitund allan tím- ann og tókst að skríða upp á veg og gera vart við sig. „Eg var fótbrotinn á báðum, það kom sprunga í mjaðmagrind, rifbein brákaðist, lunga féll saman og einn- ig varð ég fyrir ýmsum öðrum smá- áverkum," sagði Eiríkur í samtali við Morgunblaðið, en hann var þá kominn í jólafrí til Egilsstaða. Hann lá á Landspítalanum í þrjá mánuði vegna meiðslanna og var óvinnufær um sumarið. „Ég er orð- Morgunblaðið/Anna Ingólfs Eiríkur Gauti Jónsson með litlu systur sinni, Karítas Eir. inn nokkuð góður en hef ekki náð mér að fullu,“ sagði hann og kvaðst meðal annars vera óhræddur við að keyra. Þegar hann var beðinn um að rifja upp atburði ársins kom fyrst í hugann lát Fróða Finnssonar. „Hann var kunningi minn og mér eru minnisstæðir minningartónleik- arnir og útgáfa geisladiskanna, svo og umfjöllunin sem um hann hefur verið.“ Annað kom ekki í huga Eiríks nema honum fannst mikið til tón- leika Prodigy koma, sem haldnir voru í Kaplakrika. „Þeir voru einn mesti tónlistarviðburður íslend- inga,“ sagði hann. Eiríkur hóf nám í rafeindavirkjun í Iðnskólanum í haust og heldur áfram í skólanum eftir áramót. Aðspurður um markmið næsta árs var svarið stutt og laggott: „Að halda áfram.“ Bíll Eiríks Jónssonar valt í Kyrruskriðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.