Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 10
10 B LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLKIÐ BAKVII)
FRÉTTIRNAR
*
Aríð 1994 verður þegnum þessa lands vafa-
laust misjafnlega eftirminnilegt, eins og
gengur. Hjá sumum hefur það markað djúp
og sársaukafull spor, en hjá öðrum veríð
tími sigra, gleði og athafna. Enn aðrír kom-
ust í hann krappan og björguðust með undra-
verðum hætti. Morgunblaðið ræddi við
nokkra einstaklinga sem komu við sögu í
fréttum ársins sem er að líða.
Sverrir Kjartansson og félagar á Hegranes-
inu upplifdu ævintýralega veiði í Smugunni
Hægt að skammta
sér aflann
SVERRIR Kjartans-
son er skipstjóri á
Hegranesinu sem var
eitt af fyrstu íslensku
skipunum til að freista
gæfunnar í Smugunni
umdeildu norður í höf-
um. Hann sagði í sam-
tali i vikunni, að
Smuguveiðamar og
árekstramir við strand-
gæslu Norðmanna
væra óhjákvæmilega
það sem hæst bæri hjá
sér á árinu sem er að
líða.
„Það var gaman að
lenda í þessu þarna í
Smugunni. Það sem
kom manni mest á óvart
var hversu mikið þama var af fiski
og hversu góður hann var. Þetta var
meiri veiði og betri fískur en ég
hafði nokkra sinni kynnst áður.
Þetta var þannig, að það var hægt
að skammta sér afla sem hæfði
vinnslunni. Þetta gekk þannig fyrir
sig að við köstuðum þar sem við
voram staddir, drógum í svona hálfa
klukkustund og hífðum síðan þetta
15 til 20 tonn, verkuðum aflann og
lékum síðan sama leikinn. Svona
gekk þetta þar til að við voram
búnir að fylla skipið.“
„Þegar mest gekk á, var sama
hvar kastað var. Við komum þama
norður ásamt Drangeynni snemma
í júlí og voram fyrst einir auk nokk-
urra Færeyinga og
fyrst var engin veiði. I
einu halinu náðum við
t.d. 76 fiskum sem var
met til margra mán-
aða. Sólarhring seinna
voram við komnir með
25 tonn í hali og þann-
ig jókst veiðin þar til
að við voram farnir að
taka upp í 40 tonn á
klukkustund. Þá fóram
við að slaka á og fiska
í takt við vinnsluna um
borð. Það tók okkur
fjóra daga að fylla
skipið," sagði Sverrir
enn fremur.
Hvað varðaði fram-
tíð veiða í Smugunni
sagði Sverrir að auðvitað yrði haldið
þangað til veiða á næsta ári og von-
andi að uppsveifla væri í gangi, að
minnsta kosti benti eitt og annað
til þess. „Við vonum auðvitað að
aðstæðumar og aflabrögð verði eins
og á gamla árinu, en ætli það verði
ekki fleiri um hituna á nýja árinu,“
bætti Sverrir við. Hann var staddur
með skip sitt fyrir sunnan Vest-
mannaeyjar í 12 vindstigum. „Við
eram að að bíða eftir að það lægi,“
sagði Sverrir, en Hegranesið hefur
verið að físka fyrir siglingu að und-
anfömu, var komið með 60 tonna
„kropp“ um miðja vikuna og síðan
verður stefnan tekin á Bremerhaven
með aflann.
Sverrir Kjartans-
son, skipstjóri á
Hegranesinu.
NORSKA strandgæslan hafði sig mikið í frammi á veiðislóðum
íslensku skipanna í norðurhöfum og hér rennir varðskip sér á
milli tveggja íslenskra togara en myndina tók Erlingur Björnsson
um borð í Hágangi.
Morgunblaðið/RAX
Fréttir af snjó-
flóðum vekja
upp mmnmgar
IKJÖLFAR snjóflóðs sem féll á
skíða- og sumarhúsahverfi ísfirð-
inga 5. apríl síðastliðinn lést Kristján
Knútur Jónasson af völdum meiðsla,
sem hann hlaut. Eiginkona hans,
Hansína Einarsdóttir, komst lífs af
en slasaðist nokkuð og varð að dvelj-
ast á spítalanum í 5-6 vikur. Hún
er enn óvinnufær og nýtur daglega
aðstoðar sjúkraþjálfara. „Ég á sjálf-
sagt enn langt í land með að geta
farið að vinna,“ sagði hún þegar
Morgunblaðið sló á þráðinn til henn-
ar til að biðja hana um að rifja upp
merka atburði ársins.
Hansína segir að andlegt ástand
sitt sé mjög gott. „Það er þó dapur-
legt að heyra fréttir af snjóflóðum
eins og gerðist skömmu fyrir jól. Þá
var einnig verið að rifja upp snjóflóð-
in í Neskaupstað sem áttu sér stað
fyrir 20 árum, en þá fórst bróðir
mannsins míns. Þetta vekur allt upp
ýmsar minningar."
Tvö börn Hansínu búa hér á landi
en þrjú erlendis. Einn af gleðilegri
atburðum á árinu segir hún vera um
síðustu áramót
þegar yngsti son-
ur hennar kom í
heimsókn með
fjölskylduna.
„Síðan var allt
rólegd þar til
snjóflóðið féll, en
þá komu öll börn-
in strax heim og
voru hjá mér. Það sem hjálpaði mér
mest var að þau fengu að vera hjá
mér til skiptis á sjúkrahúsinu. Einnig
lagðist allt starfsfólkið á eitt um að
sýna rnér einstaklega mikla um-
hyggju óg hjálpa mér á allan hátt.
Það á miklar þakkir skildar," sagði
Hansrna.
Hansína átti 40 ára fermingaraf-
mæli á árinu og hittist hópurinn um
hvítasunnuna. „Um leið og skóla lauk
í Svíþjóð kom svo dóttir mín frá
Svíþjóð með börnin sín þrjú og dvaldi
hjá mér í allt sumar. Eftir það var
lítið um að vera, nema ég dreif mig
á fjórðu sýninguna á Á valdi örlag-
anna.“
Morgunblaðið/Ulfar
Hansína Einarsdóttir í hópi barnabarna. Aftast
eru Karl Einarsson og Arna Ýr Kristinsdóttir.
Til sitt hvorrar hliðar við Hansínu eru Agnes
Einarsdóttir og Inga Rut Kristinsdóttir og í
fangi hennar er Óli Rafn Kristinsson.
LítiII Kristján fæddur
Með eftirminnilegri atburðum í
haust í lífi Hansínu var sá, að bróður-
dóttir hennar eignaðist dreng. „Hún
er líka frænka Kristjáns heitins og
nefndi drenginn Kristján Dag, sem
mér þótti vænt um.
Svo flutti ég á árinu og er nú
mjög vel staðsett, lokast aldrei inni
vegna snjóa, sem ég gerði oft áður.“
Hansína segist hafa fullan hug á
að byggja sumarbústað aftur ásamt
börnum sínum, enda sé grunnur und-
ir gamla bústaðnum mjög góður.
„Það verður alla vega ekki fyrr en
næsta surnar," sagði hún.
Hansína Einarsdóttir lenti
í snjóflódi á ísafirði
Fór útaf í Kömbunum
Tvennar draumfarir
fyrir slysið
VITNl að því þegar
bíll Sæunnar
Kristjánsdóttur hentist
í loftköstum út af
Kömbunum 12. apríl sl.
líkti atburðinum einna
helst við atriði i kvik-
mynd. Þótti kraftaverk
að hún Iifði það af og
slasaðist ekki meir en
raun bar vitni. „Ég var
frá vinnu til 15. ágúst
og á eftir að fara í
smáaðgerð eftir ára-
mótin vegna slyssins,"
sagði Sæunn við
Morgunblaðið.
Sæunn
Kristjánsdóttir
Hún segir að þegar
litið sé til baka yfir
árið sé henni efst í
huga þakklæti fyrir
hvað hún slapp vel og
þakklæti til alls þess
fólks sem nálægt slys-
inu og veikindunum
komu.
Sæunn kveðst viss
um að vakað sé yfir sér
og nefnir dæmi um tvo
drauma sem vinkonur
hennar dreymdi
skömmu fyrir slysið.
„Annar draumurinn
var þannig vinkona
mín þóttist sjá mig og manninn
minn, sem er dáinn, ganga götuna
okkar og hann hélt utan um mig
og verndaði mig og stýrði mér mjög
ákveðið heim. Vinkona mín tengdi
það fyrst skemmtun sem Kvenfélag-
ið hélt í Grindavík og við sáum um
og að hún 'myndi mistakast og að
hann væri að hugga mig, en þegar
slysið varð skýrðist draumurinn.
Aðra kunningjakonu mína
dreymdi vísu, sem er þannig:
Gott er að sjá þig hérna megin,
en alltaf hef ég vitað það
að þú átt vini hinum megin
sem ætla þér þar betri stað.
Þar sem aðrir einatt ramba
þú rúllar bara niður Kamba
stendur upp og brosir breitt
og segir:
„Þetta var nú ekki neitt.“
Að öðru leyti kvaðst Sæunn ekki
hafa frá neinum sérstökum atburð-
um að segja. „Mér líður afskaplega
vel, en enginn kemst í gegnum lífið
áfallalaust og ég vil biðja fyrir öllum
sem eiga um sárt að binda og óska
öllum landsmönnum árs og friðar."