Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA *tss fHergtntlribtfeifr 1995 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR BLAÐ LISTHLAUP A SKAUTUM HANDKNATTLEIKUR Stankovic ráð- gjafi hjá júgóslav- neska landsliðinu JEZDIMIR Stankovic, þjálfari Selfyssinga, hefur verið ráðgjafi júgóslavneska landsliðsins í hand- knáttleik undanfarna mánuði, sem er sameiginlegt lið Serbíu og Svarfjallalands og tekur m.a. þátt í Evrópukeppni landsliða. Stankovic fór til Serbíu fyrir jólin og var með liðið í æfingabúðum, en kom til landsins seint í gærkvöldi. „Hann hefur verið ráðgjafi og hjálparhella Serba við að byggja upp landsliðið og koma því saman, og við höfum vitað af því,“ sagði Gunnlaugur Sveinsson formaður handknattleiksdeildar Selfoss í gærkvöldi. Líklegt er talið að Stankovic komi hingað til lands með landsliðið í apríl til að leika tvo til þtjá landsleiki við íslendinga, en Þorbergur Aðalsteins- son hefur farið þess á leit við hann og bíður eftir endanlegu svari frá honum. Stankovic var síðasti landsliðsþjálfari Júgóslavíu áður en þjóðin liðaðist í sundur. Hann á liðlega 30 ára feril að baki sem þjálfari og var m.a. með hið sigursæla lið Metaloplastika Sabac í tíu ár. KNATTSPYRNA Valsmenn fá liðsstyrk VALSMÖNNUM hefur bæst liðsstyrkur fyrir næsta keppnistímabil í fyrstu deildinni. Hilmar Sighvatsson hefur gengið til liðs við sína gömlu félaga að Hlíðarenda, en hann lék með Breiðabliki síðustu tvö árin, en lék síðast með Val árið 1988. Félagi Hilmars hjá Val og Breiðabliki, Valur Vals- son, hefur einnig gengið til liðs við Val á nýjan leik og Jón S. Helgason, sem lék áður með Val en gekk til liðs við Fylki síðast liðið sumar, mun einnig klæðast Valstreyjunni í sumar. Þá hefur Sigþór Júlíusson, 19 ára piltur frá Húsavík sem lék með KA í fyrra, ákveðið að ganga til liðs við Hlíðarendapilta í sumar en hann leikur stöðu framheija eða miðjumanns. Kristinn Lárus- son mun leika áfram með Val, en lengi var talið að hann myndi fara aftur til Stjörnunnar, en af því verður sem sagt ekki. Valsmenn hafa einnig augastað á Einari Brekk- an, ungum strák sem búið hefur í Svíþjóð og leik- ið þar. Hann lék með liði í neðri deildunum en var lánaður þaðan í fyrra til Sirius frá Uppsölum og stóð sig vel með liðinu í fyrstu deildinni. Hann hefur fullan hug á að leika hér á landi og æfði með Val fyrir áramótin. Ásgeir lék með Breiðabliki ÁSGEIR Ásgeirsson, sem lék með Fylki í annarri deildinni í fyrra, lék með Breiðabliki í Gróttumót- inu um helgina og töldu menn því að hann væri á leið í Breiðablik og Sveinn Ingvarsson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að samningur hefði ver- ið handsalaður á laugardaginn, en Blikar hafa leit- að að manni til að taka stöðu Kristófers Sigurgeirs- sonar sem er á förum til Svíþjóðar. Ásgeir sagði hins vegar sjálfur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann ætlaði að kiæð- ast appelsínugulu peysunni hjá Fylki næsta sum- ar, þó svo hann hafi leikið með Blikum um helg- ina. „Það var bara svona óformelgt," sagði Ásgeir. Glæsileg tilþrif KATARiNA Witt frá Þýskalandi tók um helgina þátt í tíunda alþjóðlega móti atvinnumanna í listdansi á skautum sem fram fór í Japan að þessu sinni. Þrátt fyrir glæsileg tilþrif sem hér sjást varð hún að sætta sig við fjórða sætið. í parakeppni sigruður Ólympíu- meistararnir frá Rússlandi, Ekaterina Gordeeva og Sergei Grinkov. KNATTSPYRNA: HVERJIR VERÐA REYKJAVÍKURMEISTARAR? / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.