Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 8
 Wrexham skellti Ipswich GARY Bennett var hetja 2. deild- arliðsins Wrexham, sem sló Ipswich út úr bikarkeppninni og endurtók welska liðið leikinn frá 1991, þegar það lagði Arsenal að velli á heimavelli sínum. Ben- nett skoraði sigurmark Wrex- ham úr vítaspyrnu þegar fjórar mín. voru tii leiksloka. Leeds mátti hrósa happi gegn 3. deiid- arliðinu Walsall — varnarmað- urinn David Wetherall skoraði jöfnunarmark, 1:1, Leeds þegar þrjár min. voru til leiksloka. Leikur Wrexham og Ipswich var sögulegur. Kieron Durkin, 18 ára, skoraði fyrir heimamenn á 59 mín., en David Linighan jafnaði fyr- ir Ipswich þegar sex mín. voru til leiksloka — úr vítaspymu, eða tveim- ur mín. áður en Bennett skoraði sig- urmark Wrexham, sitt 24 mark á keppnistímabilinu, einnig úr víta- spymu. Leikmenn Ipswich sóttu án afláts undir lokin og áttu tvö skot sem höfnuðu á tréverkinu á marki Wrexham eftrir að venjulegum leik- tíma lauk. „Þessi sigur er stærri en gegn Arsenal fyrir þremur árum,“ sagði Brian Flynn, framkvæmda- stjóri Wrexham. Markvörðurinn sá rautt Kevin Pressmann, markvörður Sheffield Wednesday, var rekinn af leikvelli rétt fyrir leikhlé gegn Gill- ingham, en það kom ekki að sök, miðvikudagsliðið vann 2:1. Press- mann var rekinn af leikvelli á 42 mín., er hann felldi Chris Pike innan vítateigs — Pike skoraði sjálfur úr vítaspymunni. Áður höfðu Chris Waddle, fyrrum leikmaður Newc- astle, Tottenham og Marseille, og Mark Bright skorað fyrir Wednesday á með teggja mín. millibili á 30 mín. Tveir leikmenn voru reknir af lei- kvelli þegar Norwich City lagði, 1:0, Grimsby. Graham Rodger, leikmað- ur Grimsby, var rekinn af leikvelli á 15 mín., fyrir brot á Darren Eadie. Það var ekki fyrr en á 56 mín. að leikmenn Norwich náðu að bijóta vörn Grimsby á bak aftur, er Ian Crook skoraði. Robert Ullathome, varnarmaður Norwich, var rekinn af leikvelli einni mín. fyrir leikslok, er hann fékk sína aðra bókun. Auðveit hjá Tottenham Tottenham, sem hefur ekki tapað tíu leikjum í röð, vann Altrincham, 3:0, með mörkum Teddy Shering- ham, Ronny Rosenthal og Stuart Nethercott. Leikurinn var stór stund fyrir leikmenn Altrincham, sem fengu tækifæri til að leika gegn stjömum eins og Jurgen Klinsmann. „Þetta var stór dagur fyrir okkur — okkar bikarúrslitaleikur. Við töpuð- um, en fengum tækifæri til að leika fyrir framan tuttugu og fimm þús- und áhorfendur," sagði Andy Green, miðherji Altrincham, en á heima- leikjum liðsins eru yfirleitt um 200 áhorfendur og það eru aðeins tvö fljóðljós á velliinum, sem lýsa upp hálfan völlinn. Þess má til gamans geta að fyrir sextán árum gerði Altrincham jafn- tefli, 1:1, gegn Tottenham á White Hart Lane, en Tottenham vann síðan 3:0 á Maine Road, heimavelli Manc- hester City, þegar liðin léku að nýju í bikarkeppninni. Leikmenn Totten- ham gáfu leikmönnum Altrincham keppnispeysur sínar eftir leikinn. Leeds var aðeins þremur mín. frá því að fá sinn mesta bikarskell í sögu félagsins, þegar liðið heimsótti 3. deildarliðið Walsall. Þess má geta að Leeds fnátti þola tap fyrir 3. deild- arliðinu Mansfield í deildarbikar- keppninni á dögunum. Chris Marsh skoraði fyrir heimamenn á 30. mín., en leikmenn Leeds áttu í erfiðleikum með að finna leiðina að marki — fimm í'kot frá þeim höfnuðu á tré- verkinu á marki Walsali. Það var ekki fyrr en þremur mín. fyrir leiks- lok að David Wetherall skoraði með skalla, eftir aukaspyrnur Gary McAl- lister. Chris Sutton skoraði sitt fyrsta mark í sjö leikjum fyrir Blackbum, sem gerði jafntefli, 1:1, gegn Newc- astle. Leikmenn Blackbum, sem hafa aðeins tapað einum leik í síðustu þrettán leikjum sínum, komu knettin- um þrisvar í netið hjá Newcastle í fyrri hálfleik, en tvö mörk voru dæmd af. Robert Lee jafnaði fyrir Newc- astle á tíundu mín. seinni hálfleiks- ins. Newcastle hefur aðeins unnið einn af ellefu síðustu leikjum sínum. Ivan Zamorano skoraði þrjú mörk gegn Barcelona „ÞETTA var frábært fyrir þjóð mína og alla aðdáendur Real Madrid,“ sagði Ivan Zamorano, landsliðsmiðherji Chlie, sem skoraði þrennu þegar Real Madrid vann stórsigur, 5:0, á Barcelona. Þar með náðu leikmenn Real að hefna, en þeir töpuðu með sömu markatölu í Barc- elona í fyrra. Barcelona lék með tíu leikmenn í seinni hálfleik, eða eftir að Búlgarinn Hristo Stoichkov var rekinn af leikvelli fyrir að stíga ofan á hné Quique Sanchez Flores hjá Real Madrid á 45 mín. Geysilegur fögnuður var á áhorfdendabekkjum, en uppselt var, alls 107.000 áhorfendur. Danski leikmaðurinn Michael Laudrup fór á kostum og Zamorano kunni að meta sendingar hans — hefur skorað 17 mörk í vetur. Romario kom inná sem varamaður hjá Barcelona. Þegar Zamorano fóraf leikvelli tíu mín. fyrir leikslok fögnuðu áhorf- endur honum ákaft. Á myndinni hér fyrir ofan sést Zamorano, til hægri, fagna þriðja marki sínu. ■ PATRICE Loko skoraði þrjú mörk fyrir Nantes, sem lagði Lille að velli 3:0. Nantes, sem hefur sjö stiga forskot í Frakklandi, hefur leikið 22 deildarleiki í röð án þess að tapa, leikur á morgun gegn meistaraliðinu París St. Germain. ■ BIRMINGHAM, sem hefur ekki tapað 21 leik í röð, gerði jafntefli, 0:0, við Liverpool. Liðin mætast aftur á Anfield Road 18. janúar og þá fær Ian Rush tækifæri til að bæta markamet Denis Law, fyrrum leikmann Manchester Un- ited, sem hefur skorað 41 bikar- mark eins og Rush. ■ SWINDON lagði utandeildarlið- ið Marlow, 2:0, með mörkum út- lendinganna Jan Fjörtoft, Noregi og Luc Nijholt,, Hollandi. ■ IAN Muir skoraði tvö mörk á síðustu átta mín., 2:2, og tryggði Tranmere annað leik gegn 3. deild- arliðinu Bury, sem skoraði tvö mörk á fyrstu 24. mín. leiksins. ■ VARAMAÐ URINN David Brightwell, sem kóm inná fyrir bróðir sinn Ian, tryggði Manchest- er City jafntefli, 2:2, gegn Notts County. ■ BRIAN Laudrup átti stórleik þegar Danir unnu Sádi Araba, 2:0, í heimsálfukeppninni í Saudi Arabíu. Hann var fyrirliði danska liðsins í fyrsta skipti og skoraði fyrra markið. Þar að auki átti hann tvö stangarskot. ■ ARGENTÍNA hefur leikið fjóra leiki undir stjórn Daniel Pasarella og unnið þá alla. Aðeins tveir leik- menn sem léku með Argentínu í HM, léku með liðinu gegn Japan. „Eg er að byggja upp lið fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakk- landi 1998,“ sagði Passarella. ■ BRASILÍSKI landsliðsmaður- inn Muller hefur ákveðið að gerast leikmaður með Kashiwa Reysol í Japan. Muller, sem er 28 ára, hafn- aði boði frá Everton í vetur. ■ FAUSTINO Asprilla sóknar- maðurinn snjalli frá Kólombíu, sem leikur með Parma á Italí þarf að skreppa heim í vikunni, en lögregl- an þar í landi ætlar að spyrja hann aðeins út í hvers vegna hann var vopnaður þar á gamlársdag. Þá mun Asprilla að sögn hafa hand- leikið tvær skammbyssur á bar nokkrum í heimalandi sínu, og látið allófriðlega. ■ PARMA hafði vonast til að hann gæti svarað spurningum lögrelg- unnar hjá ræðismanninum í Róm en þar sem kappinn fékk gult spjald í leiknum gegn Juventus um helg- ina er ljóst'að hann verður í banni gegn Fiorentina um næstu helgi og þá skýst hann til síns heima. ■ LUCA Bucci markvörður Parma meiddist á hné í leiknum gegn Juventus og telja læknar liðs- ins að hann verði frá keppni fram í mars. Forráðamenn Parma sögðu í gær að líklega yrði leitað til Claudio Taffarels markvarðar Brasilíu og fyrrum markvarðar Parma, en hann hefur leikið með liði kirkjuliði í norður Ítalíu en hann er enn samningsbundinn Parma. Juventus á toppinn Fabrizio Ravanelli skoraði tvö mörk á fjórum mín. þegar Juventus lagði Parma, 3:1. Þar með skaust Juventus upp fyrir Parma, er með 33 stig og einn leik til góða, Parma er með 31 og Roma er í þriðja sæti með 27 stig. Dino Baggio, fyrrum leikmaður Juventus, skoraði fyrsta mark leiks- ins á 57 mín., eftir sendingu frá Gianfranco Zola. Aðeins fjórum mín. síðan var Portúgalinn Paolo Sousa búinn að jafna — hans fyrsta mark fyrir Juventus. Ravanelli bætti síðan tveimur mörkum við fyrir Juventus, sem hefur leikið átta leiki án þess að tapa. Parma hafði leikið sjö sigurleiki í röð á heimavelli, áður en Juventus kom í heimsókn. Mistök markvarðarins Sebast- iano Rossi á síðustu mín., varð til þess að AC Milan varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Napolí. ENGLAND: X X 1 11X X X 2 X X 1 X ITALIA: 211 X X 1 111 1X2X

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (10.01.1995)
https://timarit.is/issue/127027

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (10.01.1995)

Aðgerðir: