Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 B 3 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA AMERISKI FOTBOLTINN KR-ingarfengu flest stig í Reykjavíkur- mótinu innanhúss, en engin verðlaun Steinar Adolfsson ólöglegur í byrjun Martha Ernstdóttirfimmta ívíðavangshlaupi íBelfast leikjunum," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR-inga. Engu að síður var leikinn „úrslita- leikur" og þar mættust KR og Fylk- ir. KR sigraði 5:1 en þar sem lið félagsins var kært voru engin verð- laun afhent og ekki er ljóst hvenær raunverulegur úrslitaleikur fer fram, en þar mætast Fylkir og Valur en leik liðanna í riðlinum lauk með jafn- tefli 3:3. Valsmenn unnu stærsta sigur mótsins, lögðu Víkinga 10:2 og Vík- ingar tóku einnig þátt í öðrum leik þar sem mótheijinn gerði 10 mörk, töpuðu 4:10 gegn Fram í fyrsta leikn- um. Víkingar féllu úr A-riðli í B-riðil en upp kemur lið Leiknis sem vann Þrótt 4:2 í leik um sætið. MARTHA Ernstdóttir hlaupa- kona úr ÍR náði mjög góðum árangri ívíðavagnshlaupi í Belfast um helgina. Hún hafn- aði í fimmta sæti af 70 kepp- endum með sama tíma og sú sem hafnaði í 4. sæti, 16,26 minútum. „Ég var lengst af í fjórða sæti í hlaupinu og vissi ekki af bresku stúlkunni fyrr en hún var komin upp að hlið mér við endamarkið," sagði Martha. Martha var mjög ánægð með hlaupið og sagði það lofa góðu um framhaldið. „Þetta er lík- lega besti árangur minn í víðavangs- hlaupum. Ég hef reyndar áður náð fjórða sæti en þar var ekki í eins sterku móti og þessu,“ sagði Martha, sem býr í Osló. Mótið um helgina var liður í alþjóð- legri mótaröð sem gefur stig fyrir Fylgst með af bekknum Morgunblaðið/Golli STEINAR Adolfsson fylgist hér með úrslitaleik KR og Fylkis í Reykjavíkurmótinu ásamt nokkrum félögum sínum í KR. Þrátt fyrir sigurinn fengu Steinar og félagar engan bikar því hann var ólögleg- ur fyrstu þrjá leiki mótsins, KR-ingar gleymdu hreinlega að tilkynna félagaskiptln. Steinar Adolfsson, sem gekk til liðs við KR-inga úr Val, var ólöglegur með KR í þremur fyrstu leikjunum, gegn Val, ÍR og Víkingi í Reykjavíkurmótinu innanhúss sem fram fóru á föstudagskvöld. Ekki var gengið frá félagaskiptunum form- lega til KSÍ fyrr en í gær. „Ég get staðfest það að félagskiptin komu ekki inn til okkar fyrr en í dag (mánu- dag). Ef Steinar hefur leikið með KR á föstudag var hann ólöglegur," sagði Geij Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri KSÍ. „Það er í sjálfum sér ekkert við þessu að segja. Þetta eru einfaldlega handvömm. Ég vissi ekki annað en það væri búið að ganga frá félag- skiptunum og því notaði ég hann í HM í víðavangshlaupum sem fram fer í Bretlandi í mars. Fjögur bestu mótin telja og komast 12 efstu á HM. Mörthu hefur verið boðið að taka þátt í hálfmaraþoni í Alsír um næstu helgi, en hún sagðist ekki vera búin að ákveða hvort hún taki boðinu. Hún ætlar hins vegar að taka þátt í tveimur víðavangshlaupum í lok mánaðarins og sagði að árið legð- ist vel í sig. Sigurvegari í hlaupinu í Belfast var Rose Cheruyot frá Kenýa (15,57 mín.). Hún er aðeins 18 ára og mik- ið efni. Martha segir að Cheruyot verði að teljast sigurstrangleg á HM í mars. Landa hennar Catherine Kirui varð önnur (16,02 mín), en hún varð númer tvö á HM unglinga í víða- vangshlaupum á síðasta ári. Elena Fidatov frá Rúmeníu var þriðja á 16,19 mínútum. Hún er 34 ára og hefur verið í fremstu röð víðavangs- hlaupara undanfarin ár. Hún varð m.a. í 5. sæti í 1500 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu 1990 og í 11. sæti í sömu grein á ÓL í Barcelona 1992. Hún á best 4:03,92 mín. í 1500 metra hlaupi og 8,42 mín. í 3000 metum. Besti árangur hennar í hálfmaraþoni er 5. sæti á HM í Ósló í september sl. Þar varð Martha í 17. sæti, tveimur mínútum á eftir henni. Andrea Wallace frá Bretlandi, sem varð fjórða á sama tíma og Martha, er 28 ára og ein besta víðavangs- hlaupakona Bretlands nokkur und- anfarin ár. Hún átti 5. besta tíma heimsins í hálfmaraþon, 69,39*mín., árið 1993. Hún missti af heimsmeist- aratitli í 15 kílómetra götuhlaupi kvenna árið 1991 með innan við hálfri sekúndu. Hefur orðið breskur meistari í bæði 3.000 og 10.000 metra hlaupum og varð þriðja í Lund- únamaraþoninu árið 1992 á 2.31,33 klst. Morgunblaðið/Ástvaldur Troy Aikman, leikstjórnandl Dallas, tll hægri átti enn einn stór- lelkinn með meisturunum. Hann setti félagsmet með því að senda boltann samtals 337 stikur sem gáfu tvö snertimörk. FRJALSIÞROTTIR Besta víðavangs- hlaup mitt frá upphafi KORFUBOLTI 101 slig í tveimur leikjum um helgina Nýr erlendur leikmaður með Selfyssingum San Diego áfram Körfuknattleikslið Selfoss hefur fengið erlendan leikmann, Leon Perdue, til liðs við sig í loka- slaginn í 1. deildinni. Perdue lék fyrstu tvo leikina um helgina, gegn Hetti á Egilsstöðum og gerði hann 53 stig í fyrri leiknum, sem Selfoss vann 63:103 og 48 stig í þeim síðari sem einnig vannst, 80:96. Hann gerði sem sagt 101 stig í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Hann er alhliða leikamaður og verulega góður. Hann er leikstjóm- andi hjá okkur og stóð sig vel í fýrstu í kvöld Handknattleikur 2. deild karla: Akurevri: Þór-Fjölnir ,...kl. 20 Austurberg: Fylkir - Breiðabl. kl. 20 Köríuknattleikur 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - Valur.... ,...kl. 20 leikjunum. Það sem okkur finnst þó mest um vert er að þetta er þægileg- ur náungi, jákvæður og við emm mjög ánægðir með hann,“ sagði Gylfi Þorkelsson þjálfari Selfyssinga um hinn nýja leikmann. Gylfi sagði að Perdue væri frá Alabama í Bandaríkjunum og hefði gengið í Pfeiffer Collage í Charlotte. Hann hefði æft í haust með Portland en ekki komist að hjá félaginu að þessu sinni. Selfyssingar ætluðu ekki að fá sér erlendan leikmann á þessu tímabili. Ætlunin var að einbeita sér ekki aðeins að meistaraflokki heldur einn- ig að yngri flokkunum en félagið leggur mikla áhreslu á uppbyggingu þeirra. Síðar var ákveðið að fá er- lendan leikmann í þá tvo mánuði sem eftir eru, enda væri kostnaðurinn ekki mikill. Með sigrunum tveimur um helgina skaust Selfoss tveimur stigum upp fyrir Hött í B-riðli 1. deildar. San Diego Chargers og Pitts- burgh Steelers leika til úrslita í Ameríkudeild ameríska fótboltans en meistarar Dallas Cowboys mæta San Francisco 49ers í úrslitum Landsdeildar. San Diego vann Miami Dolphins 22:21 í hörkuleik í átta liða úrslit- um um helgina og leikur til úrslita í deildinni í fyrsta sinn í 13 ár. Viðureignin hafði nánast upp á allt að bjóða sem fólk vill sjá í amer- íska fótboltanum og einni sekúndu fyrir leikslok munaði litlu að Pete Stoyanovich gerði vallarmark af 47 stiku færi er. það hefði tryggt honum og liði hans sigur. Útlitið var ekki bjart hjá San Diego í hálfleik. Staðan var þá 21:6 fyrir Miami en varnarleikur San Diego hélt algerlega eftir hlé og stuttar sendingar voru árang- ursríkar. „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Humphries, sem átti 28 góðar send- ingar af 43. „Við fengum ekki á okkur stig í seinni hálfleik." Natr- one Means komst samtals 139 stik- ur með boltann og gerði sner- timark, sem virtist samt ekki hafa verið löglegt þó það hafi verið dæmt, en svo var að sjá að hann yæri áður kominn út fyrir völlinn. „Við gáfumst aldrei upp. Sagt var að við gætum ekki sótt gegn Miami en annað kom á daginn.“ Sóknarleikur Chargers í seinni hálfleik var frábær og Dan Marino, leikstjómandi Miami, var varla með. „Við stoppuðum þá,“ sagði varnarmaðurinn Junior Seau. „Við héldum Marino utan vallar og sýnd- um þjóðinni að San Diego er afl í keppninni." Pittsburgh vann Cleveland 29:9 og tekur á móti Dallas á sunnudag. Met hjá Aikman Dallas átti ekki í erfíðleikum með Green Bay og vann 35:9. Troy Aik- man setti félagsmet þegar hann sendi boltann samtals 337 stikur sem gáfu tvö snertimörk. Yfírburð- irnir voru miklir og Mike Holm- gren, þjálfari Green Bay, sagði að lið sitt hefði ekki átt möguleika. „Dallas lék vel. Liðið hefur mörg spil á hendi og notaði þau vel.“ Kantmaðurinn Michael Irwin hjá Dallas sagði fyrir leiki helgarinnar að félagið yrði meistari þriðja árið í röð, en liðið mætir San Francisco í undanúrslitum um helgina. „Þetta var sætur sigur en við vitum að mikilvægur leikur er framundan,“ sagði hann. „Við förum í þann leik með sama hugarfari og í alla leik — við ætlum að sigra." Jay Novacek setti félagsmet hjá Dallas með því að grípa boltann 11 sinnum og komast 104 stikur með hann. „Troy var frábær," sagði hann. „Hann leggur áherslu á að senda á óvaldaðan mann og að þessu sinni var það ég.“ Emmitt Smith meiddist og er óvíst hvort liann verður með gegn San Francisco. „Þetta er óþolandi en ég verð að taka eitt skref í einu í endurhæfmgunni og vonandi verð ég með,“ sagði kappinn, sem var með 22 snertiniörk á tímabilinu. 49ers vann Chicugo Bears 44:15 í mikilli rigningu og á heimaleik gegn meisturum Dallas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.