Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SKÍÐI
HAIMDKNAl
Það er
enginn
sem
getur
unnið
Tomba íþess-
um ham sagði
Marc Girar-
delli sem varð
ÞAÐ er enginn sem á mögu-
leika í ítalska skíðakónginn
Alberto Tomba um þessar
mundir. Hann sigraði í svigi í
Garmisch-Partenkirchen í
Þýskalandi á sunnudaginn og
hefur unnið öll fimm svigmót
heimsbikarsins ívetur og er
langefstur í stigakeppninni.
Hann hafði mikla yfirburði á
ÍPRÓmR
FOLK
■ ELENA Vaelbe frá Rússlandi
sigraði_ í fimmtu skíðagöngunni í
röð í Östersund á laugardaginn er
keppt var í 30 km með frjálsri að-
ferð. Þetta var 28. sigur hennar í
heimsbikarnum og jafnaði hún þar
með met Svíans Gunde Svans, sem
nú er hættur. „I Rússlandi segja
menn að ef þú venst því að borða
mikið viljir þú alltaf borða meira
og meira. Þetta á vel við, ég hef
hug á að vinna enn fleiri heimsbik-
armót," sagði Vaelbe.
■ BJÖRN Dæhlie hafði mikla yf-
irburði í 30 km göngu karla á sama
stað á laugardaginn. Hann var tæp-
lega mínútu á undan Rússanum
Alexei Prokurorov. Dæhlie hefur
afgerandi forystu í stigakeppninni.
■ RINTJE Ritsma frá Hollandi
og þýska stúlkan Gunda Niemann
urðu um helgina Evrópumeistarar
í skautahlaupi. Ritsma sigraði í
1.500, 5.000 og 10.000 metra hlaupi
og hlaut samanlagt 159.264 stig
eftir íjórar keppnisgreinar. Nie-
mann sigraði í 5.000 metra skauta-
hlupinu á sunnudag á nýju vallar-
meti, 7.21,57 mínútum. Þetta var
sjötti Evrópumeistaratitill hennar.
sunnudag, var tæplega tveim-
ur sekúndum á undan næsta
manni, Marc Girardelli, sem
náði besta árangri sínum í
vetur.
Tomba hefur aldrei'byijað eins
vel í heimsbikamum í þau níu
ár sem hann hefur verið með í
keppninni. Hann hefur nú þegar
unnið sjö heimsbikarmót, tvö stór-
svig og fimm svig. Hann er lang-
efstur í stigakeppninni og á nú
raunhæfa möguleika á að verða
efstur í samanlagðri stigakeppni,
þó svo að hann keppi ekki í risa-
svigi og bruni. Yfirburðir hans í
tæknigreinunum, svigi og stór-
svigi, hafa verið það miklir. Sigur-
inn á sunnudaginn var 40. sigur
hans í heimsbikarmóti.
Tomba var með besta tímann í
fyrri umferð svigsins á sunnudag,
0,27 sekúndum á undan næsta
manni. En hann sýndi það í síðari
umferðinni hver er skíðakongurinn
því hann keyrði frábærlega í mjög
erfiðri braut og var 1,95 sek. á
undan Marc Girardelli. Frakkinn
Yves Dimier þriðji. „Ég átti í erfið-
leikum í fyrri umferð og var að
hugsa um að hætta. Það var klaki
í einu hliði og svo mjúkur snjór í
því næsta. Þetta var mjög erfitt.
En það er æðislegt að sigra. Ég
er svolítið þreyttur en vonandi
tekst mér að halda mér í toppæf-
ingu áfram,“ sagði Tomba.
Markmiðið hjá Tomba í vetur
er sem fyrr að sigra á heimsmeist-
aramótinu í Sierra Nevada á Spáni
í lok mánaðarins. „Ég vil heldur
sigra á HM en í samanlagðri
keppni heimsbikarsins," sagði
Tomba, sem réð sér vart fyrir
kæti.og faðmaði og kyssti stuðn-
ingsmenn sína sem biðu eftir hon-
um í markinu. Unnusta hans,
Martina Colombari, fyrrum ungfrú
Ítalía, var einnig á meðað áhorf-
enda og sagðist Tomba tileinka
henni sigurinn að þessu sinni.
Marc Girardelli sagði eftir
keppnina á sunnudaginn að Tomba
var í sérflokki um þessar. mundir.
„Það á enginn skíðamaður mögu-
leika gegn honum meðan hann er
í þessum ham,“ sagði Girardelli.
Compagnoni í
fótsporTomba
ITALSKA stúlkna Deborah
Compagnoni sigraði í stórsvigi
heimsbikarsins i Haus í Aust-
urríki á sunnudag og gátu ítalir
þvífagnað tvöföidum sigri því
fyrr um daginn hafði Tomba
unnið svig karla í Þýskalandi.
Þetta var fyrsti sigur hennar í
vetur. Anita Wachter frá Aust-
urríki sigraði í risasvigi á sama
stað á laugardag.
Compagnoni, Ólympíumeistari í
stórsvigi Og risasvigi, hefur
átt við meiðsli að stríða í vetur og
missti af fyrstu mótunum. Hún er
nú búin að ná sér og var 0,24 sek.
á undan Heidi Zeller-Bahler frá
Sviss, sem varð önnur en hún er
efst að stigum í samanlagðri
keppni. Landa hennar, Vreni
Schneider, varð þriðja. Anita Wac-
hter, sem hafði besta tímann í fyrri
umferð, var úr leik í síðari umferð.
Compagnoni sagðist ánægð að
vera búin að ná sér eftir meiðslin
og vera komin á sigurbraut á ný.
„Eftir að hafa verið aðgerðalaus í
mánuð, mest sofið og hoft á sjón-
varp, var töluvert átak að koma
aftur til baka og ná sér í æfingu
aftur. En ég er á réttri lið og nú
er bara að sanna sig einnig í svigi
og risasvigi,“ sagði ítalska stúlkan.
Wachter braut ísinn
Anita Wachter var á laugardag-
inn fyrst austurrískra kvenna til
sigra í heimsbikarmóti síðan Ulrike
Maier lét lífið í brunkeppni fyrir ári
síðan. „Ég trúði því ekki að ég
gæti unnið, en ég er ánægð að
hafa náð að brjóta ísinn,“ sagði
Wachter eftir sigurinn í risasviginu.
Mjög ánægði
vamarieik
- sagði Þorbergur Aðalsteinsson,
„ÉG er nokkuð sáttur við þessa
tvo leiki gegn Þjóðverjum," sagði
Þorbergur Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari, eftir leikinn á
sunnudaginn. „Eg er mjög
ánægður með varnarleikinn og
þá góðu baráttu sem strákarnir
sýndu. Við fengum einnig fleiri
mörk úr hraðaupphlaupum en
oft áður. Ég er ánægður með
sóknarleikinn f síðari hálfleiknum
í fyrri leiknum og eins var góður
hálftími íþessum leik.“
orbergur sagði að ekki væri hægt
að ætlast til að allir spiluðu eins
og þeir gera best því álagið hafi ver-
ið mikið á-strákana að undanförnu.
„Það var komin smá þreyta í leik-
menn í lokin enda ekkert skrítið eftir
fimm erfiða leiki á sjö dögum. Þess
ber einnig að geta að Sigurður Sveins-
son var þreyttur í síðasta^ leiknum
enda orðinn 36 ára gamall. Ég ætlaði
að gefa fleiri leikmönnum séns í þess-
um leik en því miður náði ég því ekki
almennilega. Bjarni stóð reyndar í
markinu allan tímann og stóð sig
ágætlega í sínum fyrsta heila leik
fyrir landsliðið.“
- Hvaða leikur finnst þér helst
standa uppúr eftir þessa fimm leikja
törn?
„Fyrsti leikurinn í norræna mótinu
gegn Dönum var besti leikurinn af
þessum fimm. Leikurinn gegn Norð-
mönnum var einnig ágætur og við
vorum inní honum alveg fram á síð-
ustu sekúndu. Við áttum aldrei mögu-
leika gegn Svíum og svo voru ágætis
kaflar í þessum tveimur leikjum gegn
Þjóðvetjum, en ég fer ekki ofan af
því að Danaleikurinn stendur uppúr.“
- Hvað er framundan hjá íslenska
landsliðinu?
„Nú verður gert hlé í einn og hálf-
an mánuð meðan íslandsmótið er að
klárast. Við byijum reyndar strax
með þá landsliðsmenn sem detta fyrst
útúr úrslitakeppninni og höldum þeim
við efnið þar til mótið er úti. Þrír leik-
ir verða við Egypta hér heima í mars
og síðan æfingamót í Danmörku í
apríl. Svo eru fyrirhugaðir leikir við
Óblíðar móttökur
SIGURÐUR Valur Sveinsson stóð sig vel með íslenska landsliðinu í lands
leikjunum í síðustu viku. Hann gerði samtals 40 mörk í fimm ieikjum, eð
8 mörk að meðaltali í leik. Hér reynir hann að komast í gegnum varnarm
úr Þjóðverja í leiknum á sunnudaginn, en fær óblíðar móttökur.