Morgunblaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 B 5
ITLEIKUR
jrmeð
:inn
, landsliðsþjálfari
Júgóslava hér heima í lok apríl.“
Lékum ekki vei
Arno Ehret, þjálfari Þjóðveija,
sagðist vilja byija á því að óska ís-
lenska liðinu til hamingju með sigur-
inn í þessum leikjum. „Við vorum
ekki að leika vel, pnda vantar marga
lykilmenn í liðið. Ég er ánægður með
þennan kafla í síðari hálfleik er við
náðum að vinna upp sjö marka for-
skot Islendinga. Strákarnir sýndu þá
að þeir gefast ekki upp og leikurinn
gat í raun endað á hvorn veginn sem
var,“ sagði Ehret, sem hefur verið
með þýska liðið síðan eftir HM í Sví-
þjóð 1993. Hann sagði að í þessu liði
væru einn til tveir menn sem kæmu
til með að vera í byijunarliðinu á HM
á Islandi og því ætti leikur liðsins
eftir' að breytast og batna mjög mik-
ið. „Markmið okkar á HM á Islandi
er að tryggja okkur farseðilinn á
Ólympíuleikana í Atlanta. Ég held að
það sé raunhæft markmið. Svíar og
Rússar eru með langbestu landsliðin
og ég sé ekkert lið ógna þeim á HM.“
13 22 6,0 F.h 13 20 65,0
13 22 59,0 S.h 11 22 50,0
26 42 61,9 Alls 24 42 57.1
Langskot 8
Gegnumbrot 4
Hraðaupphlaup 4
Horn 7
Lína 0
Víti 1
íslenska
liðið
árétlri
leið
Tveir sigurleikir
gegn Þjóðverjum
ÍSLENDINGAR lögðu Þjóð-
verja tvívegis að velli í vináttu-
landsleikjum í handknattleik
um helgina. í fyrri leiknum
22:20 í Smáranum í Kópavogi
á laugardag og í þeim seinni
í Laugardalshöll á sunnudags-
kvöld, 21:20. íslenska liðið lék
fimm leiki á sjö dögum, vann
þrjá og tapaði tveimur. Þor-
bergur Aðalsteinsson og læri-
sveinar hans geta vel við
unað, en það var greinilegt
að þreyta var komin í leik-
menn i síðasta leiknum gegn
Þjóðverjum enda keyrt mikið
á sömu leikmönnunum alla
fimm leikina.
Íslenska liðið lék nokkuð vel í
fyrri hálfleik gegn Þjóðveijum á
sunnudagskvöld. Vörnin var góð
og fékk liðið aðeins á sig átta
Imörk í hálfleiknum,
ValurB. 11:8- Liðið byÚaði
Jónatansson síðari hálfleikinn
skrífar einnig vel og náði
afgerandi forystu 17:10 og stefndi
í stórsigur. En þá kom slæmi
kaflinn og gerðu íslendingar að-
eins þijú mörk á móti 10 frá Þjóð-
veijum næstu 15 mínúturnar og
staðan allt í einu orðin jöfn 20:20
þegar þijár mínútur voru eftir. En
strákarnir okkar voru vandanum
vaxnir í lokin, gerðu engin mistök
og tryggðu sér eins marks sigur,
22:21.
Varnarleikur íslenska liðsins var
besti hlutinn í þessum leik. Liðið
lék lengst af 5-1-vörn með Dag
Sigurðsson fyrir framan. Sóknar-
leikurinn gekk nokkuð vel og var
gaman að sjá loks nokkur hrað-
aupphlaup fæðast, en þau hafa
ekki verið mörg í undanförnum
leikjum. Bjarki Sigurðsson lék
einna best og eins voru Patrekur,
Konráð og Dagur góðir. Konráð
náði sér ágætlega á strik í seinni
hálfleik og Geir var sterkur í vörn-
inni og eins Jón Kristjánsson.
Bjarni Frostason stóð í markinu
allan leikinn og skilaði sínum
fyrsta heila landsleik vel.
Þýska liðið var ekki sannfær-
andi. Sóknarleikur liðsins var fálm-
kenndur og er liðið ekki líklegt til
afreka á HM í vor. En þess ber
þó að geta að marga lykilmenn
vantaði í lið þeirra, en það er eng-
in afsökun því það sama er hægt
að segja um íslenska liðið. Besti
leikmaður liðsins á sunnudaginn
eins og í leiknum á laugardaginn
var Jan Fegter.
SÓKNAR- n
NÝTING W
11 24 45,8 F.h 15 24 62,5
12 24 50,0 S.h 9 24 37,5
23 48 47.9 Alls 24 48 50.0
9 Langskot 7
4 Gegnumbrot 3
2 Hraðaupphlaup 5
2 Horn 3
4 Lína 2
2 Víti 4
Clyde Drexler skorar í leik með Portland.
Drexler vill fara
frá Portland
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fjórarástæðurfyrirvelgengni Los Angeles Lakers
CLYDE Drexler, leikmaðurinn sterki hjá Portland Trail Blazers,
hefur gengið á fund þjálfarans P.J. Carlesimo og framkvæmda-
stjóra liðsins, Paul Allen, og óskað eftir að hann fái að fara frá
liðinu. Ástæðan fyrir þessu er að Drexler, sem hefur leikið frábær-
lega að undanförnu, sér ekki neina framtíð hjá Portland — að
hann eigi ekki möguleika á að vinna titil með liðinu.
Það vilja flest félög fá Drexler
til liðs við sig, en það er stórt
vandamál í veginum — það eru laun
■■HBM kappans, en hann
Prá hefur þannig samn-
Gunnarí ing að laun hans
Valgeirssyni í hækka ár frá ári.
Bandaríkjunum Drexler er með 690
millj. ísl. kr. í árslaun og því mun
það vera erfitt fyrir félög, sem eru
með launaþak, að fá hann til sín.
Los Angeles Lakers á uppleið
Orlando er lang sterkasta liðið í
Austurdeildinni, en deildin hefur
ekki verið eins veik í tuttugu ár.
Það getur ekkert lið ógnað Or-
lando, sem hefur unnið tíu leiki í
röð. Vesturdeildin er mun jafnari
og þar hefur gott gengi Los Angel-
es Lakers komið skemmtillega á
óvart. Fjórar ástæður eru taldar
fyrir velgengni liðsins, en þær eru:
•Nýi þjálfarinn Del Harris, sem
ekkert lið vildi ráða — vegna þess
hvað lið undir hans stjórn léku ró-
legan körfuknattleik, hefur skipt
um gír og er leikur Lakers bæði
hraður og markviss.
•Þá hefur Króatinn Vlade Divac,
sem skoraði 21 stig, tók ellefu frá-
köst og átti tíu stoðsendingar gegn
Miami, 122:105, á sunnudaginn, j
leikið mjög vel — átt sitt besta j
keppnistímabil síðan hann kom til - j
Lakers fyrir fimm árum. Hann er
miklu grimmari en áður, sterkur
varnarmaður og tekur mikið af frá-
köstum.
•Þá hefur Cecric Ceballos, sem
Lakers keypti frá Phoenix, sem
hafði ekki efni á að hafa hann, leik-
ið vel og er skorari sem Lakers
vantaði. Hann hefur þó ekki getað
leikið tvo síðustu leiki liðsins vegna
meiðsla í baki.
•Ungur leikstjórnandi, Nick Van
Exel, hefur náð sér vel á strik og
stjórnað leik liðsins eins og herfor-
ingi.
Sem sagt, það eru þeir Del Harr-
is, Vlade Divac, Cecric Ceballos og
Nick Van Exel sem eru mennirnir
á bak við gott gengi Los Angeles
Lakers. 1
SOKNAR-
NÝTING
9 26 34,6 F.h 14 27 51,8
12 25 48,0 S.h 14 25 56,0
21 51 41,1 Alls 28 52 53.8
5 Langskot 8
3 Gegnumbrot 1
1 Hraðaupphlaup 8
3 Horn 4
4 Lína 3
5 Víti 4
SÓKNAR-
NÝTING
ÍSLAND
Mörk Sóknir %
ÞYSKALAND
Mörk Sóknir %
10 23 43.3 F.h 8 22 36,3
12 23 52,1 S.h 12 23 52,1
22 46 47,8 Alls 20 45 44.4
10 Langskot 5
1 Gegnumbrot 4
2 Hraðaupphlaup 2
2 Horn 2
3 Lína 5
4 Víti 2
sóknar- mm
NÝTING W
ÍSLAND | ÞÝSKALAND
Mörk Sóknir % | Mörk Sóknir %
11 22 50,0 F.h 8 22 36,3
11 23 47,8 S.h 13 24 54,1
22 45 48,8 Alls 21 46 45.8
4 Langskot 6
1 Gegnumbrot 1
4 Hraðaupphlaup 2
3 Horn 5
4 Lína 1
6 Víti 6
a