Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ BREYTINGAR A JÚPITER Morgunblaðið/Jón Páll Ásgcireaon UNNIÐ er að breytingum á ioðnuskipinu Júpiter ÞH en honum er ætlað það verk að flokka loðnu um borð og dæia henni yfir í frystiskip. Sigurborg VE seld til Hvammstanga Ellefu menn atvinnulausir SIGURBORG VE hefur verið seld ásamt 600 þorskígilda aflaheimildum frá Sæ- hamri í Vestmannaeyjum til Vonarinnar á Hvammstanga. Guðjón Rögnvaldsson hjá Sæhamri segir að salan sé liður í hagræðingu hjá fyrirtækinu enda sé erfitt að gera út vertíðarbáta nú um stundir. Hann vill ekki staðfesta söluverð en vikublaðið Fréttir í Vestmannaeyjum fullyrðir að það sé 193 milljónir króna. Ellefu manna áhöfn var á Sigurborgu og er hún nú öll án atvinnu en bátum í Vest- mannaeyjum hefur fækkað úr 45 í 39 frá því í september á síðasta ári. Hampiðjan hefur sölu á nýju flot- teinatógi Hentar grásleppu- og ýsunetum HAMPIÐJAN hefur hafið fram- leiðslu og sölu á fléttuðu flotteina- tógi fyrir grásleppu- og ýsunet hjá smærri bátum í sverleikunum 12, 14 og 16 millimetrar. Örn Þorláks- son hjá söludeiid Hampiðjunnar segir að tilraunir hafí verið gerðar á rannsóknastofu fyrirtækisins og eiga tógin að standast allar þær kröfur sem sjómenn gera til slíkra veiðarfæra. Hampiðjan bindur því miklar vonir við þessa nýjung en Örn segir að hún sé í senn liður í því að létta sjómönnum veiðarnar og svar við erlendri samkeppni. Fléttað er utan um flotlengjur sem framleiddar eru í Hampiðjunni og er þetta nýjung í framleiðslu fyrirtækisins. Plastflotin eru sam- hangandi á nylonþræði og er bil á milli þeirra sem Öm segir að geri tógið mjög þjált og meðfærilegt. Hann segir ennfremur að það legg- ist vel og taki þar af leiðandi lítið rými um borð í bátunum. Kápan sem fléttuð er utan um flotlengjurn- ar er úr kraftefnum. Hún er nún- ingsþolin og og hefur hátt slitþol. Að sögn Arnar hefur verið góð reynsia af kápufléttingu Hampiðj- unnar á sverara flottógi og ending mjög viðunandi. 12 mm. tógið er með uppdrift 21 gr/metra, 14 mm. tógið með 38 gr/metra og 16 mm. tógið 57 gr/metra. Vinnsludýpi er allt að 300 metrum. 12 mm. flottógið á að henta fyrir grásleppunetaveiðar á öllum stöðum á landinu og bindur Hampiðjan vonir við að þessi nýi teinn leysi af hólmi hvoru tveggja létttóg og hringi sem notuð hafa verið til þessa. 16 mm flottógið kemur í staðinn fyrir netahringi á grynnri ýsunet og segir Örn að það muni gera alla vinnslu um borð auðveldari og allt rými muni nýtast betur. Lofar mjög góðu Örn segir að þeir sjómenn sem þegar hafa róið með þessa nýjung Ijúki upp um það einum munni að hún lofi mjög góðu. Hann er því afar stoltur af þessu fyrsta skrefi og um. leið vongóður um að teinarn- ir eigi eftir að slá í gegn. Þegar er farið að dreifa þeim um byggðir landsins en grásleppukarlar eru nú í óða önn að búa sig undir vertíðina sem hefst í mars. Að auki er fyrir- hugað að auglýsa hana rækilega erlendis. Örn segir að verði á þessum nýju flotteinum verði haldið niðri þar sem allir þættir framleiðslunnar séu í höndum Hampiðjunnar. „I nánustu framtíð er síðan fyrirhugað að setja á markaðinn 10 millimetra fléttað- an blýtein fyrir grásleppunet og verður hann afar lipur og þægilegur í meðförum. Við hlökkum til að sjá hvaða viðtökur hann fær.“ í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! -kjarni málsins! Sigurborg er 219 brúttólestir og var smíðuð í Noregi árið 1966. Guðjón segir að mjög eftirsjá sé í skipinu. Grundvöllur hafi hins veg- ar ekki verið fyrir rekstrinum og aðrir möguleikar hafi því ekki ver- ið í stöðunni. Hagstæðasta tilboð- inu var því tekið. „Það er ekki góður rekstur á þessum vertíðar- bátum og vandamálið er að stjórn- völd hafa ekki tekið á því máli en niðurskurður á kvóta hefur einnig haft sitt að segja. Þetta hefur kom- ið sér mjög illa fyrir okkur hér í Vestmannaeyjum.“ Guðjón segir að Sæhamar hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að halda Sigur- borgu en án árangurs. Fyrirtækið arðar króna á nýliðnu ári. 17.550 tonn að verðmæti 1.430 milljónir króna voru framieidd hjá HB hf. á síðasta ári, að mestu í frystihúsi og fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. 3.650 tonn af fiski voru unnin í frystihúsinu sem er 17% aukning frá árinu á undan og skilaði það 975 milljónum króna í verðmætum sem er 37% aukning. Framleiðsla fiskimjöls- verksmiðjunnar dróst á hinn bóg- inn saman, magnið um 18% en verðmætið um 17%. Framleiðslan á nú tvo báta, Gjafar VE og Guð- rúnu VE. Viðbrögðin eru vonbrigði Elías Björnsson formaður sjó- mannafélagsins Jötuns harmar þá fækkun sem orðið hefur á báta- kosti Vestmannaeyinga síðasta kastið og hikar ekki við að skella skuldinni á „hina ágætu fiskveiði- stjómun sem við búum við,“ eins og hann kemst að orði. „Viðbrögð- in eru vonbrigði og aftur von- brigði. Menn hafa í mörgum tilfell- um teflt of djarft varðandi kaup á kvóta sem síðan er skertur um tugi prósenta á nokkrum árum og þannig verða þeir mjög skuldsettir. árið 1994 var 13.900 tonn að verðmæti 400 milljónir króna. Sambærilegar tölur frá árinu áður voru 16.864 tonn að verðmæti 480 milljónir króna. Munurinn liggur að mestu í því að árið 1993 tók HB hf. fiskimjölsverksmiðjuna í Bolungarvík á leigu en þar voru framleidd ríflega 2.700 tonn sem eru inn í framleiðslutölum þess árs. Verðmæti annarrar vinnslu á vegum fyrirtækisins var 16% minna í fyrra en árið á undan. Ég held að menn hefðu ekki verið í þessum skollaleik ef þetta kerfi hefði ekki verið til staðar enda hljóta allir íslendingar að vera farnir að sjá hvemig þetta virkar. Það sem ég sagði strax fyrir rúm- um tíu árum hefur gengið eftir; þeir sem að eiga peningana eign- ast kvótann. Þetta hefur breyst í andhverfu sína; úr litlum ormi í stórt skrímsli og við erum að súpa seyðið af því hér í Vestmannaeyj- um.“ Elías segir að á annað hundrað manns séu atvinnulausir í Eyjum um þessar mundir og nefnir Vinnu- miðlun sem heimild. Hann kveðst aðeins einu sinni hafa séð slíka tölu í þessu samhengi í þá tæpu fjóra áratugi sem hann hefur verið þar búsettur. Elías segir að það sé erfitt að gera sér grein fyrir atvinnuleysi í röðum sjómanna en þeir sinni öllum störfum jöfnum höndum. „Ég hef ekki talið sjó- mennina enda gefur það ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Markað- urinn er hins vegar alltaf af þrengj- ast; eftirspurnin eftir sjómönnum er að verða minni.“ Aflaverðmæti 1,1 milljarður HB hf. hefur fimm skip á sínum snærum. Heildarafli þeirra á árinu 1994 var 69.232 tonn að verð- mæti tæplega 1.128 milljónir króna. Frystiskipið Höfrungur III. landaði 5.831 tonni í fyrra að FOB verðmæti 525 milljónir króna sem er 38% magnaukning og 15% verð- mætaaukning frá árinu áður og ísfískskipin Sturlaugur H. Böð- varsson og Haraldur Böðvarsson skiluðu afla upp á 8.359 tonn að CIF verðmæti 336 milljónir króna sem er mun meira en árið áður. Þá komu loðnuskipin Höfrungur og Víkingur með rúm 55.000 tonn af loðnu að landi að CIF verð- mæti tæplega 267 milljónir króna en það er töluvert lakari útkoma en árið 1993. Aflaverðmæti aukast hjá Haraldi Böðvarssyni VERÐMÆTI heildarframleiðslu Har- aldar Böðvarssonar hf. á Akranesi var 14% meira í fyrra en árið á undan þrátt fyrir að vinnslumagn drægist saman um 12%. Þá var verðmæti aflans sem skip fyrirtækisins skiluðu á land 6% meira en árið 1993 þótt magnið væri 23% minna. Eins og fram hefur komið í Verinu varð veltuaukning hjá HB þriðja árið í röð en heildarvelta fyrirtækisins var um 2,5 millj- Góð veiði hjá Höfrungi III. Fréttir vikunnar Fiskverðsdeilan á Eskifirði í hnút ■ HRAÐFRYSTIHÚS Eski- fjarðai- lagði fram tillögu að nýjum fiskverðssamningi við áhafnir togaranna Hólmat- indsög Hólmaness. Sjómenn svöruðu með gagntilboði og var því hafnað. Að mati máls- aðila er fiskverðsdeilan kom- in í hnút. Lítið fundist af loðnu ■ LOÐNULEIT rannsóknar- skipanna Bjarna Sæmunds- sonar og Áma Friðrikssonar sem hófst 2. janúar síðastlið- inn hefur litínn árangur borið. Bræla hefur sett strik í reikn- inginn en Hjálmar Vilþjálms- son fiskifræðingur og leiðang- ursstjóri á Bjama er bjartsýnn á að loðna finnist þar sem niikið af smáloðnu sást haust- ið 1993. Það mun vera vís- bending mn að töluvert sé af fjögurra ára loðnu nú. Alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík ■ SJÁVARÚTVEGSRÁÐU- NEYTIÐ gengst fyrir ráð- stefnu um langtimanýtingu fiskistofna á Hótel Sögu föstudaginn 13 janúar 1995 kl. 12.00. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar verður að ræða leiðir til að ná há- marksafrakstri fiskistofna til lengri tíma litíð. Brian Tobin sjávarútvegsráðherra Kanada mun meðal annarra flylja erindi á ráðstefnunni. Ágreiningiir umkvóta Færeyinga ■ IV AN Johannessen sjávar- útvegsráðherra Færeyja seg- ir að Færeyingar haíl mikla þörf fyrir kvóta við Island en stjóm LÍÚ hefur formlega kraf ist þess að þeir fái ekki kvóta hér við land á næsta fiskveiðiári. Matthias Bjarnason formaður sjávar- útvegsnefndar Alþingis vill að Færeyingar fái áfram kvóta við Island en leggur til að skoðaðar verði breyt- ingar á samningnum, til dæmis að þeir fái að veiða hér síld og loðnu. Flytur ÍS norð- ur á Akureyri? ■ MIKILL meirilduti eig- enda íslenskra sjávarafurða hf., um eða yfir 80% hlut- hafa, erþví eindregið fylgj- andi að IS flytji höfuðstöðvar sinar norður tíl Akureyrar, svo frcmi sem um það tekst samstaða að ÍS bjóðist öll viðskipti við Útgerðarfélag Akureyringa en þau eru nú í höndum SH og Coldwater. Bæjarstjóri seg- ir lögin gölluð ■ Guðjón Hjörleifsson bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum segir að lögin um flskveiði- stjórnun séu gölluð, sakir þess að þau hindri ekki stofn- un hlutafélags í sveitarfélagi um að kaupa skip úr plássinu en gera það út frá öðm byggðarlagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.