Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 B 7 Eru vísindin á villigötum? ÞAÐ FÓR um mig hrollur, er ég heyrði jólakveðju Hafrannsóknar- stofnunar fyrir þessi jól. Síðustu til- lögur þeirra um hámarksmöskva- stærð og dýpt á lagnetum þykja mér svo vægt sé til orða tekið hæpin vís- indi. Nú er það ekki smáfiskadrápið sem er rót vandans heldur stórfiska- drápið sem er að eyða stofninum. Lái ég þér ekki lesandi góður þótt þú hikstir aðeins á þessari nýju speki. Það er sem sagt þorskurinn einn allra dýra í lifríkinu sem gefur af sér hraustustu og lífvænlegustu af- kvæmin svona rétt undir ellidauðann. Stóri möskvinn skiptir sköpum Tillögur Hafró eru að banna stærri möskva en 8 tommu og dýpri net en 40 möskva. Til samanburðar má geta þess að síðan vetrarvertíðina ’92 hef ég notað 9 tommu og 50 möskva djúp net og hefur þessi riðill skipt sköpum hvað fiskmagn og gæði snertir. Vertíðina ’93 fóru 9 tommu netin fyrst að komast í notkun og urðu ekki algeng fyrr en á síðustu vertíð, en samkvæmt uppl. Hafró hafa lélegir árgangar verið í upp- vexti síðustu sex árin þannig að ekki er hægt að kenna 9 tommu möskva þar um. Hvar eru þá vísindarökin fyrir banninu? Er einhver hissa þótt ég spyiji? Fyrir nokkru skrifaði einn sérfræðinga Hafró í fiskifréttir um stærð flottrolla, þar segir hann að stærðin á veiðarfærinu skipti ekki máli. Það væri bara hagkvæmara að koma með aflann í sem fæstum sjó- ferðum. Það væri aftur á móti heildarmagnið sem tekið væri úr stofninum sem þeir hefðu áhyggjur af. Því hlýt ég að spytja hver er munurinn á stóru flottrolli og djúpum netum. Má netabátur ekki vera rek- inn af hagkvæmni? Fiskurinn llfir lengur í stórum möskva Vita vísindamennirnir það að fisk- ur lifir að jafnaði helmingi lengur í þessum stórmöskvanetum? „í dag eru örfáir netabátar frá hverri verstöð en dragveiðarfæri orðin allsráðandi bæði á djúpslóð og grunni. Mér finnst því ekki þurfa flóknar rann- sóknir til að sjá að vandi þess gula felst í breyttu -------------------------^--------------------- sóknarmynstri,“ skrifar Olafur Karlsson, sjó- maður hér í Verið. Lítum svo aðeins á aldursdreifingu þorsks eftir veiðarfærum fyrir árið ’93 samkvæmt upp- lýsingum Hafró. Neta- fiskur 6,2 kg 7,1 ár, togarafiskur 2,5 kg 4,6 ár, línufiskur 1,9 kg 4,4 ár. Gefum okkur nú að hver útgerðarflokkur fái um 100 tonn í kvóta, þá þarf netabáturinn 16.129 fiska í sinn kvóta, togarinn 40.000 fiska og línubáturinn 52.631 fisk til að fylla sína kvóta. Hvorki tog- ara né línufiskurinn hef- ur fengið að hrygna einu sinni þegar hann er veiddur. Fiskafjöldi togarans yrði 248 tonn og línubátsins 326 tonn fengju þeir að stækka í meðal- stærð á netafiski. Stóra spurningin til Hafró er sú hvort það sé virkilega hagkvæmara að veiða 3,5 kg hrygnur en eina 15 kg sem er ekki óalgeng stærð um há vertíðina? Buddan snertir taugina Tökum þá fyrir krónurnar sem fást svo fyrir þann gula, því það er jú buddan sem snerti taugina í flest- um. Verðið á stórum neta- og drag- nótaþorski hefur verið tugum pró- sentum hærra en á þorski veiddum í önnur veiðarfæri. Ég efast ekki um að margir saltfiskverkendur breiði sængina upp fyrir haus hætti þeir að fá þann stóra. Þá þarf þjóð- hagsstofnun einnig að gera nýja þjóðhagsspá því það munu verða stórar tölur sem vantar í útflutningsverðmætin nái þessar tiilögur fram að ganga. Örfáir netabátar Kæru vísindamenn eigum við ekki að taka leppinn frá betra aug- anu og koma með raun- hæfar tillögur sem taka á vandanum, eða er það sem mig grunar að fyr- irstaða hagsmunasam- taka sé þar of sterk. Við vitum það öll að fyrir um 20 árum var hægt að ganga þurrum fótum frá Eystra horni vestur um að Látra- bjargi á netabaujum og höfðu menn þá ekki miklar áhyggjur af þorsk- stofninum. í dag eru örfáir netabát- ar frá hverri verstöð en dragveiðar- færi orðin allsráðandi bæði á djúp- slóð og grunni. Mér finnst því ekki þurfa flóknar rannsóknir til að sjá að vandi þess gula felst í breyttu sóknarmynstri. Berum gæfu til að snúa við blað- inu í tæka tíð. Látum ekki minnast okkar sem kynslóðarinnar sem þurrkaði fiskimiðin. Göngum ekki í sömu gryfju og Kanadamenn, Nýsjá- lendingar, Færeyingar o.fl. Guð gefi okkur gleðilegt nýtt netaár. Höfundur er sjómaður. Ólafur Karlsson Mikið svigrúmhér fyrir tækniþekkingu Islendinga Intertec er í eigu Ice- con, Hampiðjunnar, Meka og Sæplasts. Gengið var frá stofnun þess fyrir nokkrum mánuðum, en á sjávar- útvegssýningunni, sem haldin var í Santíagó í Chile í desember síðast- liðnum, komu fyrirtæk- in fram undir merkjum Intertec. Einnig var haldin móttaka í tengsl- um við sýninguna til að kynna fyrirtækið og starfsemi þess. „Við höfum í raun aðeins unnið í um það bil hálft ár. Töluverður tími hefur farið í að koma á fót skrifstofu og byggja um nauðsynleg viðskiptasambönd. Því má segja að við höfum verið að byija af fullum krafti með þátttöku í þesari sýningu, sem samnefnari islenzku fyrirtækj- anna, sem að Intertec standa. Við höfðum áður haft samband við mik- inn fjölda fyrirtækja í Chile og öðrum Suður-Ameríkulöndum eins og Arg- entínu, Úrúgvæ og Perú,“ segir Par- isi. Intertec leggur áherzlu á að bjóða heild- arlausnir af ýmsu tagi, frekar en einstakar vör- ur eða tæki. Sú leið er talin árangursríkari, þar sem á þessu svæði hefur það tiðkazt í sjávarút- veginum að erlend fyrir- tæki koma og kynna einstök tæki, svo sem flökunarvél, krana og svo framvegis. „Þar er aðeins um að ræða einn hlekk í stórri keðju og fáist allir hlekkirnir ekki, en lítið gagn i einu tæki, einum hlekk. Samvinna fyrirtækja þegar hafin Hér í Chile vantar fyrirtækin fyrst og fremst samstarfsaðila inn í fyrir- tækin. Aðila sem geta hjálpað þeim við lausnir ýmissa vandamála og tengt lausnirnar saman. Hér er haf- in samvinna við fyrirtæki frá Norð- urlöndum af ýmsu tagi. Hér byggist sjávarútvegurinn enn á veiðum á uppsjávarfiski til bræðslu, en hvergi í heiminum er framleitt jafnmikið af fiskimjöli og í Chile og Perú. En tækifærin felast einnig í vinnslu uppsjávarfiska til manneldis og veiðum og vinnslu á botnfiski. Þar er svigrúm fyrir tækniþekkingu íslendinga, enda þurfa þessi ríki miklu frekar á aðstoð og þekkingu að halda á þeim sviðum, en í fiski- mjölsiðnaðinum geta íslendigar lítið kennt þeim. Islendingar hafa mikla reynslu af veiðum í troll og á línu og þá þekkingu þurfum við að til- einka okkur. Nú er staðan þannig að fiskistofn- arnir eru í lægð og efiðlega gengur að stunda veiðarnar. Því eru hér miklir möguleikar á þvi að nota flot- troll, sem reynzt hefur vel hjá ís- lenzku skipstjórunum hjá Friosur. Hér höfum við enga reynslu í notkun flotrrolla en íslendingar á hinn bóg- inn mjög mikla. Alvara með stofnun Intertec Það var mjög mikilvægt að sjáv- arútvegsráðherra Islands skyldi sjá sér fært að heimsækja okkur á sýn- inguna og vera með okkur í móttöku tengdri henni. Það sýnir hve mikinn áhuga stjórnvöld hafa á þessari sam- vinnu milli fyrirtækja beggja þjóð- anna. Það er einnig mikill stuðning- ur við íslenzku fyrirtækin sem hér eru starfandi. Loks skiptir það miklu máli fyrir fjárfesta á þessu svæði að sjá að íslendingum er alvara með því að stofna Intertec. Tækifærin hér eru mikil. Báðar þjóðirnar eiga hagsmuna að gæta í því að góð samvinna takist með fyr- irtækjum frá báðum löndunum. Von- andi getur Intértec þar orðið sá sam- nefnari, sem við vonumst til,“ segir Ricardo Parisi Munoz. Rætt við framkvæmdastjóra Intertec í Santíagó í Chile „SUÐUR- Ameríka er eins og eitt horn af ver- öldinni og gagnstætt horn er ísland. Þessi tvö horn heimsins eru ólík um margt. Hjá okkur eru uppsjávarfiskar og mjölvinnsla mikilvægast, en botnfiskur- inn og framleiðsla á físki til manneldis á íslandi. Þess vegna geta þessar þjóðir unnið saman og miðlað hvorri annarri af þekkingu sinni,“ segir Ricardo Parisi Munoz, framkvæmdastjóri íslenzka fyrirtækisins Intertec í Santíagó í Chile, í samtali við Verið. Ricardo Parisi Munoz Höfum hlutína í lagi „Látum ekki slóðaskap og hugsunarleysi verða okkur og öðrum að fjörtjóni, skrifar •• Einar Orn Jónsson Meðal mikilvægustu björgunar- tækja skipa og báta eru björgunar- hringir með ljósi. Hringur með ljósi getur gert gæfumuninn við björg- un manns úr köldum sjó, t.d. þeg- ar maður fellur fyrir borð í skamm- deginu. Einnig er flotið eitt af því mikilvægasta fyrir manninn í sjón- um til að halda honum ofansjávar og til að auka lífslíkur hans í köld- um_ sjónum. Á meðan áhöfnin gerir sig klára til að taka mann sem fallið hefur í sjóinn um borð í skip eða bát, miðað við aðstæður og ástand hveiju sinni, er mikilvægt að áhafnir athugi og prófi hvort bún- aðurinn sé klár, í lagi og virki. Því á neyðarstund er of seint að gera slíkar prófanir og athuganir. Þetta vitum við öll svo mæta vel. Athuganir og prófanir á bún- aðinum eru ekki tímafrekar né Eigandi Ba- ader látinn RUDOLF Baader, eigandi og for- stjóri Nordischer Maschinenbau Rud. Baader GmbH & Co. KG. í Lubeck, lézt úr hjartaáfalli þann 31. desember síð- astliðinn. Rudolf Baader naut mikillar virðingar í þýzku viðskiptalífí og víða um heim og var meðal annars konunglegur norskur ræðismaður. Við starfi hans tekur dóttir hans, Petra Baader. Fiskvinnsluvélar frá Baad- er eru þekktar víða um heim og að sjálfsögðu hér á landi. Til skamms tíma fundust varla aðrar vélar en Baader í íslenzkri fisk- vinnslu. shipmate:^ ® RS 5900 GPS/PLOTTER • 6 tommu skjár • Svart/hvítur skjár • C/Map sjókort • Þrívíddarmynd • Verb kr. 1 1 5.000 án/vsk. Friðrik A. Jónsson hf. Fiskislóð 90, sími 552-2111. kostnaðarsamar, aðeins spurning um reglulega framkvæmd. Á mörgum skipum og bátum eru at- huganir og prófanir í föstum skorð- um og til mikillar fyrirmyndar. En til eru skip og bátar þar sem sumt mætti betur fara og sem lítið mál væri að kippa í liðinn. í þeim spor- um að þurfa að segja: „Bara ef við hefðum lagað búnaðinn eða spáð í hlutina" vill enginn standa. Látum ekki slóðaskap og hugsun- arleýsi verða okkur og öðrum að fjörtjóni. Höfundur er leiðbeinandi hjá Slysavarnafélagi ísiands. ♦ ♦ ♦---- Heimildar ekki getið ÞAU mistök urðu í umfjöllun Vers- ins fjórða janúar síðastliðinn, að gleymdist að geta heimilda með gröfum um neyzlu og innflutning sjávarafurða í Bandaríkjunum á forsíðu. Ennfremur vantaði að geta heimildar vegna greinar á síðu 6, þar sem fjallað var um botnfísk- markaðinn í Bandaríkjunum. Heimild var sú sama í báðum til- fellum; erindi sem Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum, flutti á Groundf- ish Forum í London í haust. Út- dráttur úr erindi Magnúsar birtist í ráðstefnuriti Groundfish Forum og var áðurnefnt efni unnið upp úr því. Beðist er velvirðingar á þessari vanrækslu. HSP-VOGELSANG KEFLADÆLUR Frábær iausn til dælingar og tilfærslu á öllum þykkum eða seigfljótandi efnum með mikla kornastærð, þ.á m. meltu og fiskúrgangi. ★ Vönduð smíð, lág bilanatíðni ★ Gúmmíklædd kefli ★ Mikil atköst ★ Dæla í báðar áttir ★ Faravel með hráefni Skútuvogi 12a, Sími 581-2530 KVÓTI KVUTABANKINN Vantar þorsk til leigu og sölu. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.