Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 8
FOLK SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 Menskí kaupskipaflotinn minnkaði um 10% í fyrra ÍSLENSKI kaupskipaflotinn varð tveimur skip- um fátækari á árinu 1994. 22 skip eru nú í flotanum - 18 í eigu íslensku útgerðanna und- ir íslenskum og erlendum fánum, þijú á þurr- leigu (Mælifell, Múlafoss og Goðafoss) og eitt Inu ári minnkaði flotinn um 10% - um ofan- greind tvö skip og um það bil 9.000 brúttórúmlestir og nær sömu tölu í burðartonn- um. Þótt stöðugildum farmanna hafi fækkað um tæp 30, eða atvinnutækifærum þeirra um 45, varð sá samdráttur ailur í stöðum sem þjónað hafði verið af erlend- um farmönnum. 18 sklpaf 22 í eigu Islendinga tímaleiguskip (Úranus). Á síðc Breytingar á skipastólnum frá því í desember 1993 til dagsins í dag urðu þær að ísnes og Hvassafei! voru seld til Noregs, Lómur var keyptur frá Dán- mörku og settur undir NlS-skráningu, Bakkafoss var keyptur úr þurrleigu og verður áfram undir fána Antigua, þurr- leiguskipið Goðafoss bættist við flotann en þurrleiguskipið Amarfell og tímaleigu- skipið Eúrope Feeder hurfu úr honum. Ekkert gert til að viðhalda atvinnugrelnlnni Einar Hermannsson hjá Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða segir að ís- lensk kaupskipaútgerð sé enn á und- anhaldi og ekkert bendi til þess að draga muni úr fækkun kaupskipa og atvinnu- tækifæra farmanna á næstunni þrátt fyrir að flotinn hafi ekki verið minni í áratugi. Hann segir að 10% samdráttur flotans á síðasta ári sé alvarleg stað- reynd þótt staðan sé vissulega skárri en árið á undan þegar samdrátturinn nam nær 25% af helstu kennitölum flot- ans. í hnotskurn segir Einar að vandi ís- lenskrar kaupskipaútgerðar felist í því að ekkert hafi verið gert hér á landi til að viðhalda atvinnugreininni á meðan gripið hafi verið til umtalsverðra að- gerða í nágrannalöndunum. „Rekstr- arskilyrði eru því miður afskaplega léleg hér á landi samanborið við það sem þekkist allsstaðar í kringum okkur; það er hvorki áhugi né vilji fjárfesta til að leggja þetta fyrir sig. AuklA frelsi í útgerð kaupskipa Breytt skipan heimsmála - Evrópu- sambandið, fríverslunarsvæði, GATT ofl. - hefur stuðlað að auknu frelsi kaupskipaútgerða. Þetta hefur bitnað á farmönnum á Vesturlöndum og stjórnvöld, útgerðir og stéttafélög í viðkomandi ríkjum hafa því tekið sam- an höndum og beitt ýmsum ívilnunum í því skyni að tryggja atvinnuöryggi þeirra. Auk þess hefur verið gripið til aðgerða, svo sem að fella niður ýmiss gjöld, í þeim tilgangi að hvetja útgerð- ir til að skrá skipakost sinn í heima- landinu-.“ Einari þykir miður að íslensk yfirvöld hafi ekki gripið til sambæri- legra aðgerða. Umdeildar aðferðir til að bjarga Kyrrahafslaxi EITT SINN gengu 16 milljónir TTÍti lairiin Hfí lTr*ílfríl lir laxa upp ána Kólumbíu, lífæð ríkj- HilII íeiUUI d,U UI ílgcl UI anna við Kyrrahafsströnd Banda- orkuvpra ríkjanna, en nú eru laxastofnar í norðvesturhlutanum að hruni komnir. Nýlega var stigið stórt skref í að snúa þessari þróun við með skipu- lagi, sem m.a. mun draga úr framleiðslu orkuvera og hafa áhrif á landbúnað og flutninga. Umhverfisverndarsinnar hafa fagnað, en þeir, sem byggja af- komu sína á ánum á svæðinu, eru lítið hrifnir. framleiðslu Skipulagsráð fjögurra norðvesturríkja, Idaho, Montana, Oregon og Washington, samþykkti áætlun um að draga úr veið- um, bæta vistsvæði laxins og breyta stífl- um. Meginþáttur áætlunarinnar, sem var samþykkt þrátt fyrir mótmæli allra öld- ungadeildarþingmanna ríkjanna fjög- urra, felst hins vegar í því að auka og breyta tímasetningu straums í Kólumbíu og stærstu þverá hennar. Snákafijóti. í þessum tveimur ám eru átta stíflur á því svæði, sem er á laxagengd, og svo virð- ist sem tillaga um að minnka lónin fyrir aftan fjórar stærstu virkjanimar neðst í Snákafljóti ætli að valda mestum deilum. Stíflurnar hættulegar gönguseiðum Markmiðið með því að lækka borðið á stöðulónunum er að auðvelda för laxa- seiða til sjávar. Þótt veiðar og spilling umhverfis eigi þátt í hruni laxins er talið að rekja megi dauða fjögurra af hveijum fimm löxum, sem drepast, til stíflanna, eða áttatíu af hundraði. Stíflurnar eru einkum hættulegar gönguseiðum á leið til sjávar. Uppistöðu- lónin hafa í för með sér hærra hitastig, auka ránlífi og tefja för þannig að millj- ónir gönguseiða drepast. Minna vatn tll rafmagnsframleiðslu Þessar aðgerðir myndu leiða til þess að minna vatn yrði fyrir hendi til að framleiða rafmagn. Skipulagsráðið tel- ur að þær muni hækka heildsöluverð á rafmagni um níu af hundraði, sem þýðir ekki nema 210 króna hækkun á mánaðarlegum rafmagnsreikningum. Gagnrýnendur segja hins vegar að kostnaðurinn verði sýnu hærri hjá bændum, eigendum fljótapramma, ál- verum og öðrum, sem byggja afkomu sína á ánni, þegar áhrifin fari að segja til sín fyrir alvöru. Áætlun ráðsins er bindandi fyrir stjórnendur stíflanna, sem eru í ríkis- eigu. Bandarísku fiskveiðisamtökin greindu frá því árið 1991 að 214 af 400 tegundum af laxi og öðrum fersk- vatnssæknum fiskum í norðvestur- hluta Bandaríkjanna séu í útrýmingar- hættu. Heimsóttu írska netagerð ■ HÓPUR útgerðarmanna og netagerðarmanna héðan að heiman er nýkominn úr heimsókn til írsku netagerð- arinnar Swan Net í bænum Killybeg. Heimsóknin var skipulögð af Swan Net, Neta- gerðinni Ingólfi í Vest- niannaeyjum og Ellingsen í Reykjavík. Markmiðið var að kynna sér flottroll og uppsetn- ingu þeirra, en Swan Net hefur verið að vinna sér sess hér á landi í flottrollum fyrir uppsjávarfiska eins og síld og loðnu. Jafnframt skoðaði hóp- urinn höfnina í Killybeg, báta og fyrirtæki í makrílvinnslu. Meðai ferðaianganna voru Eríkur Runólfur Sigurðsson Guðmundsson þeir Leifur Þormóðsson, frá Samherja á Akureyri, Sig- urbjörn Guðmundsson og Hörður Jónsson frá Þor- birni í Grindavík, Marteinn Einarsson frá HB á Akra- nesi, Friðrik Már Guð- mundsson frá Tanga á Vopnafirði, Runólfur Guð- mundsson og Hermundur Pálsson frá Sæfangi á Grundarfirði, Eiríkur Sig- urðsson frá Úthafi, Haukur Þorvaldsson frá Ellingsen og Birkir Agnarsson og Stefán Erlendsson frá Netagerðinni Ingólfi í Vestmannaeyjum. Hrökklast Pólverjar burt úr Okhotskhafi? í BYRJUN desember skipuðu Rússar fiskiskipum frá Pól- landi, Japan og Suður-Kóreu að verða burt af alþjóðlega hafsvæðinu í Okhotskhafi fyrir árslok. Samkvæmt samningi við Rússa, sem Pól- veijar eiga raunar eftir að undirrita, fá þeir að halda áfram veiðum á Alaskaufsa innan rússnesku efnahags- lögsögunnar en með þessum hætti hyggjast Rússar í raun söisa undir sig alþjóðlega hafsvæðið. Það er ekki nema 3% af Okhotskhafi öllu. Stjórnvöld í Póllandi hafa harðlega mótmælt þeim full- yrðingum Rússa, að veiðar á alþjóðlega hafsvæðinu, „Hol- unni“ sem svo er kölluð, ógni ufsastofninum og þau óttast, að takist Rússum að koma eríendu fiskiskipunum burt að þessu sinni, muni það jafn- gilda viðurkenningu á yfirráð- um þeirra. Það gæti svo aftur orðið fordæmi fyrir önnur ríki eins og Kanada og Noreg. Óvissir skilmálar Viðræður Rússa og Pólveija um veiðar í Okhotskhafi hafa staðið meira eða minna í fjög- ur ár og er ekki formlega lok- ið enn. Er ástæðan meðal ann- ars sú, að Rússar geta ekki sannað, að veiðar Pólverja hafi mikil áhrif á Alaskaufsa- stofninn og auk þess eru Rúss- ar ófáanlegir til að fastsetja skilmálana, til dæmis verðið á veiðileyfum innan lögsögu sinnar. I síðasta mánuði vissi eng- inn Pólverji hvað veiðarnar innan rússnesku efnahagslög- sögunnar myndu kosta en að sögn verða veiðileyfin 100% dýrari en þau, sem seld eru innan lögsögu Kanada og Nýja Sjálands. Á móti kemur, að Pólveijar geta greitt fyrir þau með ýmiss konar vöru og með því að gera við rússnesk fiskiskip í pólskum skipa- smíðastöðvum. Pólveijar geta líka tekið þann kost að hætta alveg veið- um í Okhotskhafi en það þýddi í raun endalok pólska úthafs- veiðiflotans og fyrirtækjanna, sem gera hann út, Dalmor, Odra og Gryf. Dalmor eitt yrði að segja upp 3.000 sjó- mönnum. Kanadísk þorsksúpa SOÐNINGIN að þessu sinni er sótt ór fyrir landstein- ana, eða til Kanada. Lesendur Versins kynnast því hvern- ETiTiTHÍtlTcTH'l 'búar Nýfundnalands og Labrador teLUmLMM matreiða soðninguna, en þessi ríki eru afar háð sjávarútvegi eins og við Islendingar. Það er því við hæfi að kynna þessa rétti nú, ekki sízt í Jjósi þess að Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, kem- ur hingað í opinbera heimsókn í þessari viku. Nú verður boðið upp á kryddaða þorsksúpu, eii þessi upskrift er ætluðu 10 manns; 500 gr saltfiskur 50 gr siqjör einn smáttskorinn laukur 125 gr skorið selleri 125 gr smátt skorinn grænn pipar 540 ml niðursoðnir tómatar 540 ml tómatsafi 6 msk tómatsósa 1/2 bolli hrísgrjón, ósoðin 1/2 t sk paprika 2 dropar Tabasco sósa 1 tsk Worcestershire sósa Kryddpoki: 2 hvítlauksrif, skorin í bita 2 msk pikleskrydd Suðunni er hleypt upp á útvötnuðum saltfiskinum. Hann er síðan tekinn upp úr pottinum og leystur upp í flög- ur. Laukur, grænn pipar og selleri er svissað í stórum potti. Að því loknu er bætt í hann 850 millilitrum af vatni, tómötum, tómatsafa, tómatsósu, Tabasco og Worc- estershire, hrísgrjónum, papriku og kryddpokanum. Látið sjóða við vægan hita í um 20 mínútur og lirærið af og tii í pottinum. Bætið fiskinum út í og látið trekkja vel í pottinum. Þá er kryddpokinn fjarlægður og súpan borin fram með brauði eða hverju því, sem þykir við hæfi. Auðvelt er að minnka uppskriftina eftir þörfum hvers og eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.