Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 B 5 Salan hjá Nord Morue eykst um 20% milli ára REKSTUR Nord Morue, dótturfyr- irtækis SÍF í Frakklandi, gekk vel á nýafstöðnu ári. Seld voru 9.000 tonn af afurðum að verðmæti 3 milljarðar króna. Það erum um 20% aukning, bæði í magni og verðmæti, milli ára. Uppgjöri er ekki endanlega lokið, en ljóst er að reksturinn hefur skilað einhveijum hagnaði. Sjómannaverk- fall hér á landi í upphafi síðasta árs og bruni í verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi á vormánuðum dró hvort tveggja úr mögulegri vinnslu og sölu á árinu. Nú er umtalsverð endur- skipulagning og hagræðing í gangi og mun það skila árangri á næstu misserum að sögn framkvæmdastjóra Nord Morue, Birgis Jóhannssonar. „Verkfallið og bruninn gerðu okk- ur mjög erfitt fyrir á fyrri hluta árs- ins, en síðari hlutann gekk reksturinn betur en menn höfðu þorað að vona,“ segir Birgir. „Mikið hefur verið lagt upp úr fjárfestinu í sölu-, markaðs- og dreifingarkerfí, sem hefur skilað auknum umsvifum enda hefur velta okkar þrefaldazt síðan SÍF keypti fyrirtækið árið 1990.“ Saltf iskur og f ryst síldarf lök Innkaup Nord Morue byggjast fyrst og fremst á saltfíski, frystum síldarflökum og frystum þorskfiök- um, en fyrirtækið er einnig stórt í söltuðum aukaafurðum af ýmsu tagi. Undirstaða vinnslu Nord Morue er þurrkun á saltfíski, en hún nam á síð- asta ári 3.500 til 4.000 tonnum. Þá voru framleidd um 1.000 tonn af sölt- uðum flökum og 600 tonn af reyktum síldarflökum, sem sú framleiðsla jókst um 35% milli ára. Þar eru fryst flök frá Islandi undirstaða framleiðslunn- ar. Þá framleiðir fyrirtækið tilbúna fískrétti, til dæmis plokkfisk að franskri matarhefð, en hann er gerður úr saltfiski. Loks er um að ræða margs konar pökkun, niðurskurð á físki og fleira. Nord Morue selur einn- ig mikið af afurðum frá SÍF beint til smærri kaupenda, eða um 2.500 tonn á síðasta ári. Birgir segir að sívaxandi hluti hrá- efnis til vinnslu sé keypur frá Is- landi, eða um 75% á síðasta ári. Þar er um að ræða físk frá SÍF, SH og íslenzkum sjávarafurðum. Um helm- ingur veltu fyrirtækisins er vegna sölu innan Frakklands, hinn helming- urinn vegna útflutnings til 18 til 20 landa. „Utflutningur Nord Morue fer sífellt vaxandi, en þar njótum við markaðskerfis SÍF, þar sem hægt hefur verið að flétta saman fleiri af- urðum og bjóða kaupendum breiðara úrval. Hagnaðurinn fluttur heim Við stefnum ekki að því að safna digrum sjóðum ytra, heldur er það markmiðið að flytja hagnaðinn hveiju sinni heim til hluthafa í SÍF. Til þess að auka þann möguleika erum við að fjárfesta mikið í aukinni uppbygg- ingu, sem gerir okkur kleift að auka framleiðni og afköst og mæta kröfum ESB um hreinlæti og framleiðslu- skráningu, sem allir verða að upp- fylla frá og með næstu áramótum. Þá stendur til að auka geymslurými fyrirtækisins, en það gerir SÍF jafn- framt kleift að þjóna betur smærri kaupendum í Suður-Evrópu, en til þessa hefur verið unnt. Við þessar endurbætur njótum við styrkja frá ESB eins og önnur fyrir- tæki innan Evrópusambandsins, en aðgangur að styrkjakerfinu gerir okkur hæfari en ella til samkeppni í framleiðslu og sölu sjávarafurða. Með þessum nýju reglum verður fram- leiðsla á fiski færð upp á sama stall og kjöt- og mjólkurvinnsla. Það mun bæta ímynd fískafurðanna i sam- keppninni við aðra matvöru,“ segir Birgir Jóhannsson. ÓSKAR Guðmundsson bregður á leik að loknu borðhaldi. Morgunblaðið/Snorri BRAGÐAÐ á krásunum SELAVEIZLA A HOFN • Á Homafirði er orðin allt að þvi árlegur viðburður að haldin er veizla þar sem nær eingöngu selfang er á borðum. Upphafið var að fyrir nokkmm áram ákváðu tveir piparsvein- ar að vekja upp þá gömlu siði að leggja sér selaafurðir tíl munns. Var þá blásið til veizlu síðustu daga fyrir jól þar sem selkjöt yrði megúiuppistaðan í veizluföngunum og drukkið minni fallinna selfangara. Þeirra helzta má selja Þorbjöm Sigurðsson, föður þeirra Þor- bjömssona stórútgerðar- manna, Karl Sigurðsson, í dag- legu tali kallaður Kalli kóni og Eymundur Sigurðsson, eða Meisi lóðs, en aUt voru þetta nafntogaðir selfangarar hér á árum áður. Þó nokkuð hefur gestalistin lengzt í gegn um árin, en gestum hefur ávallt boðizt að taka sinn ektamaka með eða annan tilfallandi. Kon- ur hafa samt hingað til verið í minnihluta hvað sem því nú yeldur. Hafa sumir verið mannalegir í upphafi veizlunn- ar og sagt „að bezt að hafa þær heima,“ en rekið sig þegar á kvöldið líður og dillandi spil setur fiðring í fæturaa, að það væri nú gott að hafa þær svol- litið fleiri, cn danskortíð er fljótt að fyllast hjá þeim fáum sem mæta. Selurinn er griilaður, steiktur, soðinn, saltaður, reyktur og súrsaður. Ásamt söltuðu og nýju soðnu spiki og kartöflu- mús og grænum baunum. Einn- ig var boðið upp á saltaðan soðinn fýl. Barátta trillukarla við forræðisöflin öll á brattann ÞETTA slys sem nefnist lög no. 38 um stjóm fiskveiða er búið að valda ómælanlegri óhamingju, vin- slitum og dauðaslysum. Þau eru búin að valda auknum skemmdum á lífríkinu á landgrunninu, heilu drangarnir og hólarnir horfnir og svæðið orðið sandeyðimörk. Þau eru búin að valda hruni fískistofna vegna ofveiði og drápi smáfískjar og seiða. Þau eru búin að valda byggðaröskun. Þau eru búin að valda eignaupptöku hjá fjölda sak- lausra einstaklinga sem enn eru ekki búnir að ná rétti sínum, þó ýmis mál þar að lútandi séu í gangi. Ljóst er að án Landsambands smábátaeigenda með Arthúr Boga- son og Örn Pálsson í forsvari væri smáútgerð á íslandi liðin undir lok. Arthúr vill þó ekki viðurkenna að krókakerfið sé sprungið. Krókaveið- ar eru ekki lengur fijálsar ef ekki má-róa nema annan hvern dag eða aðra hverja viku eins og nú er verið að binda i lög. Það er ljóst að farið verður í kringum reglurnar á þann hátt að hver maður kaupir 2-3 báta. Þótt einhveijir garpar á niður- mældum bátum, t.d. bát sem er í raun 10 tonn en er mældur 6 tonn, sjái sér hag í þessari baráttu um ímyndað fijálst krókakerfi og ætli sér að kaupa ur.dir sig þijá báta á mann ef settur yrði aflatoppur á bátana, þá er það þeirra mál. Þeir ætla að ná sínum 300 tonnum hvað sem tautar og raular. Þetta er ekki í anda jafnaðarstefnu. Þessir menn munu beija á kerfinu það er alveg ljóst og það er af hinu góða því nóg ofbeldi er búið að sýna smáútgerð- armönnum og undrast má þolin- mæði þeirra. Rósemi á yfírborðinu hjá trillukörlum er einmitt hlutur sem stjórnvöld mættu þakka Art- húri fyrir ef þeir hefðu vit á. En nú hefur heyrst að hans þolinmæði og flestra annarra sé á þrotum, það heyrist á undirtóninum hjá mönnum. Nú ætla ég persónulega að lýsa því yfír hér að ég mun sjálfur nota þá tillögu sem ég lagði fram í viðtali við Þorstein Pálsson sumarið 1993. Þorsteinn tók vel í tillöguna en Art- húr hafnaði henni. Tillagan var á þá leið að hver krókabátur mætti veiða 10 tonn á tonnið, þ.e. 6 tonna bátur 60 tonn af þorski og ótak- markað af öðrum tegundum á króka (línu og færi). Um tvennt er að velja! Annaðhvort er að standa á ótví- ræðum rétti sínum eða láta gera sig að öreiga í nafni ofbeldis sem nefnt er lög. Ég vil minna á eftirfarandi staðreyndir. Það eru til lög um ótví- ræðan atvinnurétt einstaklinga, bijóti hann ekki í bága við almanna- heill. Það eru til lög um jafnrétti. Það eru til reglur um hefðir. Aðstæð- ur til smáútgerðar eru misjafnar milli landshluta. Samkvæmt núver- andi tillögum má róa aðra hveija viku. Ef í vikunni sem er opin er óhagstætt veður færu menn þá á sjó út í hvað sem er? Og hvað þá? Sumir vilja fara vel með aflann öðru fremur, þeir vilja njóta þess að vera á sjónum innan um fugla og físka. Þessir menn vilja ekki láta taka þann rétt af sér að fá að njóta þess frelsis sem trillusjómennskan býður upp á, ekki á fölskum forsendum í það minnsta, því við vitum öll að ef fiskistofnar eru illa farnir vegna ofveiði ber að leggja þeim skipum sem ástandinu hafa valdið áður en veiðar með öngla eru heftar hið minnsta. Það eru til trillusjómenn sem ekki hugsa um annað en að bulla á land sem mestu magni fyrir stund- argróða. Þama er um að ræða fáein ofurmenni sem láta sig hafa það að hamast eins og galeiðuþrælar og elta fiskifréttir kringum landið gjaman á stómm 6 tonna bátum. Það er vegna þessara manna sem þessar illræmdu reglur em settar, því að þeir hleypa illu blóði í þá treggáfuðu forráðamenn sem sjá ekki staðreyndimar varðandi útgerð vegna þjóðarhagsmuna. En það er allt í lagi þó að þeir fiski svona. Það hefur verið sannað að eitt tonn veitt á smábát skapar þrisvar sinnum meiri vinnu en eitt veitt tonn á tog- ara og olíueyðsla á veitt tonn á tog- ara er 12 sinnum meiri en á smá- bát. Eiginhagsmunapot stærri út- gerðaraðila sem halda að þeir eigi auðlindina er eins konar sjúkdómur. Þeir vilja sölsa hana undir sig á kostnað hinna smærri. Ég er búinn að fá nóg af öllu þessu bulli í kring- um þetta illræmda kvótakerfi í heild sinni og það sama segja flestir. Stöð- ugar breytingar og hringlandahátt- ur með reglur kerfflsins valda óbæri- legri óvissu. Nýjar reglur ganga gegn heilbrigðri skynsemi Heilbrigð skynsemi segir mér að ég þurfí ekki að láta banna mér að vinna aðra hvetja viku ef ég er ekki að bijóta í bága við almannaheill. Þess vegna ætla ég ekki að hlýða einhveijum reglum sem ofbjóða heil- brigðri siðferðiskennd allra viti bor- inna manna. Ég hefi nú þegar til- kynnt sjávarútvegsráðherra þá ákvörðun að ég ætli að nota tillögu mína um 10 tonn á tonnið af þorski, auk þess mun ég hirða því til viðbót- ar aðrar tegundir sem á mína króka koma, ótakmarkað. Það má vel vera að ekki finnist dropi af víkingablóði í þessum félögum mínum, sem ræða ástandið á bryggjunum í kringum landið og bölva kerfínu. Sýnið nú að þið þorið að vera menn. Þessi 10 tonn af þorski verða svo aukin þegar togveiðar hafa verið færðar út fyrir 50 mílur og dragnótin af- lögð endanlega. Verði þetta tvennt ekki gert, eru fiskifræðingar ekki starfi sínu vaxnir. Ekkl rólð á sunnudögum eða helgum dögum Ég mun ekki róa á sunnudögum né öðrum helgum dögum þótt blæja- logn sé. Ég mun ganga vel um auð- lindina hvað varðar hreinlæti. Ég mun ganga sérlega vel um aflann og gæta fyllsta hreinlætis. Eitt er víst að mín ákvörðun sem ég er hér að kynna, brýtur ekki í bága við stjómarskrána, eins og lög nr. 38 gera, og heldur ekki siðferðiskennd þeirra viti borinna manna sem þetta lesa. Helmboð í Hólakot Þeim viðkomandi stjórnsýslu- mönnum sem hafa eitthvað við mín- ar ákvarðanir að athuga, býð ég heim í Hólakot. I framhaldi af því neyðist ég til að leita aðstoðar hjá náttúruverndarsamtökum og síðan beint til mannréttindadómstóla. Ég hef aldrei notið neinna styrkja eða aðstoðar frá ríki eða bæ. Aldrei beðið um atvinnuleysisstyrk. Ég ét skósólana mína áður en ég verð þvingaður til þess að gerast ölmusu- maður. Þess vegna mun ég beijast til síðasta blóðdropa fyrir rétti mín- um til að fá að vera maður í fijálsu landi. Ég vil því benda viðkomandi stjómvöldum á að sýna skynsemi og bjóða þeim sem aðhyllast mínar skoðanir, varðandi hinar náttúru- vænu krókaveiðar, að velja um hvora leiðina þeir vilja fara. Bann- dagakerfí eða fijálsar veiðar án banndaga nema á sunnudögum og helgum. dögum upp að 10 tonna toppi af þorski en aðrar tegundir sem á króka fást án kvaða. Athug- ið, án framsölu, því sala á lifandi fiski úti í sjó er glæpur gegn réttum eigendum auðlindarinnar. Mlkll afföll á selöagöngu- tímanum vegna aögerðaleysls Það eru staurblindir menn sem ekki sjá að forysta LÍÚ hefur putt- ana í störfum fískifræðinga, annars væm þeir þegar búnir að leggja færaveiðimönnum verulegt lið. Það er helvíti hart að vitleysingur eins og ég er, ef til vill, geti bent þeim á þá staðreynd að svartfugl og aðr- ir sjófuglar éta þrisvar sinnum þyngd sína á sólarhring af seiðum á seiðagöngutímanum. Þetta mun samsvara um 60 þúsund tonnum á ári miðað við 8 ára fisk, hvað þá um seli og hvali? Nei, málið er, drep- ið trillukarla því að þeir valda þeim skaða að halda uppi atvinnu á lands- byggðinni. Eitt er víst að hænur sem éta undan sér eggin eru ekki búinu til framdráttar. Fólklð á þéttbýlissvæöunum Hver vill leggja allt sitt sparifé í trilluútgerð við þau skilyrði sem henni eru búin? Enginn. Athugið að trilluútgerð fær enga fyrir- greiðslu og er rekin á ábyrgð eig- enda. Alþingi fer ekki á hvolf þótt einn og einn trillukarl brotni undan álaginu af starfi sínu. Fólkið á þétt- býlisstöðunum veit lítið um baráttu trillukarls í afskekktu sjávarplássi þar sem ríkir uppsprengt vöruverð og eina búðin á staðnum er kannski opin frá 2 til 6. Á þessum stöðum binda menn um sín sár sjálfir, þar duga ekki kvartanir eða skælur. Athugið að ef landsbyggðin fer í eyði vegna vaxandi boða og banna sem þjóna þeim eina tilgangi að setja verkfæra menn þar vísvitandi á hausinn, er ekki langt í afsal full- veldis íslendinga til ESB. Að síð- ustu legg ég til að höfundar kvóta- kerfisins og þeir sem framfylgja því, bjóðist til að láta lækka laun sín um helming á móts við tillögur í banndagakerfí krókabáta. Garðar Björgvinsson Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.