Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1995 B 3 FRETTIR Hornafj arðarós brátt beislaður Fréttaskýring Hornafjarðarós hefur löngum verið sjófarendum erfiður. Ósinn er síbreytilegur og hafa þær breytingar ásamt gífurlegum straumi kostað mörg mannslíf. Snorri Aðalsteinsson, fréttaritari Morgunblaðsins og sjómaður á Höfn, rekur hér sögu óssins og þær breytingar, sem nú munu bæta siglingarleiðina um Hornafjarðarós verulega Miklar framkvæmdir standa nú fyr- ir dyrum í Hornafjarðarósi. Stefnt er að byggingu sjóvarna- og leiðar- garða, er auki öryggi sjófarenda til muna. Til undirbúnings fram- kvæmdanna var gert líkan af ósnum hjá Vita- og hafnamálastofnun og er það einn hundraðasti af raun- verulegri stærð óssins. Eftir miklar tilraunir og útreikninga virðist rétta lausnin vera fundin, en um ósinn fer á hverjum degi gífurlegt magn af vatni og jarðefnum. Fram- kvæmdir hefjast á næstunni, en víða um heim er fylgzt með fram- gangi mála. Hornafjarðarós hefur verið af mörgum talin ein torfærasta sigl- ingaleið við íslandsstrendur, sökum mikils straums og hættu á brotum á grynnslum ef um einhvern sjó er að ræða útifyrir. Eiga margir um sárt að binda vegna ástvinamissis því mannskæð slys hafa átt sér stað í grynnslunum í gegn um útgerðar- söguna. Oft og tíðum hafa lands- lagsbreytingar líka átt sér stað, þó ekki stórvægilegar nema með ára- löngu millibili og ósinn þá oftast horfið til fyrri lögunar aftur. Landnáma og Njála segja frá sfgllngum um ósinn Fyrst er getið um siglingar til Hornafjarðar í Landnámu og í Njálu er vitnað til skipalægis við hann og siglinga þaðan. Á síðasta hluta sextándu aldar sigldu þýðverskir verslunarmenn á Hornafjörð en samkeppni um verslunarhafnir á þeim tíma rak þá víða í hafnir þó ekki væru greiðfærar. Með einok- unarverslun Dana lagðist Horna- fjörður af sem verslunarhöfn og þurfti fólk úr Skaftafellsþingi að sækja verslun til Berufjarðar. Ávallt var þrýstingur frá Skaft- fellingum að skip sigldu inn til Hornaíjarðar með varning. En árið 1879 samþykkir alþingi frumvarp um löggildingu Hornafjarðar sem verslunarstaðar, samkvæmt ósk sýslubúa. Eftir þann tíma fjölgar siglingum smátt og smátt um ós- inn, bæði verslunarskip og einnig byijaði árviss útvegur nokkurra árabáta, en vélbátaútvegur hófst 1908. Einhveijar breytingar áttu sér stað á ósnum upp frá því eða 1912- 1913 opnast einnig ós vestan Hvan- neyjar og setti einhveija vantrú að fólki um varanleika þessarar sigl- ingaleiðar, en á fáum árum færðist allt til fyrra horfs og ósinn fellur austan eyjarinnar. Árið 1948 er næst opið vestan megin og einnig 1978, en í báðum tilfellum hverfur til fyrra horfs á fáum árum og virð- ist vera um einhverskonar ferli að ræða. Svo 1990 rofnar vestan við vonandi í síðasta skipti. Jarösagan Ef vikið er að jarðsögunni þá segir Guttormur Sigþjarnarson jarð- fræðingur þetta um myndun lands- lags á þessu svæði: „Láglendi á Hornafjarðarsvæðinu er myndað sem svonefndur strandflötur sem einkennir strandsvæði margra jök- ulsorfinna landa. Einkenni strand- flatarins eru öldóttar rofsléttur, þar sem skiptast á óregluleg klappar- holt og öldur og lægðir að nokkru leyti setfylltar. Ofan strandflatarins taka við skriðubrattar fjallshlíðar og fjarðarmúlar, sem bera einkenni stórkostlegs jökul- og sjávarrofs. Strandflöturinn hallar svo smátt og smátt í átt til sjávar út frá fjalls- rótunum. Ofan sjávarmáls er lands- lagið á strandfletinum klapparholt og mýrarsund með tjörnum og vötn- um á milli, nema þar sem aurvötn hafa náð að setfylla allar lægðirnar í honum. Utan við ströndina birtist strandflöturinn sem eyjar og sker, boðar og grynningar með dýpri álum á milli. Það eru svonefndar skeija- garðsstrendur, sem víða eru algeng- ar. Við ströndina sjálfa stjórna ríkj- andi ölduhreyfingar, sjávarstraumar ásamt aðgengilegu magni af möl og sandi, hvernig rif og grandar tengja saman eyjar og sker. Þannig myndast lónin og leirurnar. Við Hornafjörð er brimaldan sterkasta aflið, sem ákvarðar hvernig strand- rifin liggja á hveijum tíma. Fræði- menn hafa ekki verið á eitt sáttir með það, hvernig strandfletir mynd- ast, en fullyrða má, að bæði sjávar- rof og efnisflutningur og rof rótar- jökla eigi þar mikinn hlut að máli.“ Tilvitnun lýkur. Þegar sýni voru skoðuð sem tekin voru víða við rennu þá sem er notuð til siglinga innan fjarðar, kemur í ljós að grófleiki efnisins er meiri en svo að straumur sá sem um fjörðinn fer hafi ráðið að einhvetju marki um mótun hennar. Verður þá að skoðast að stærri öfl hafi verið þar að verki svo sem framskrið jökuls. Ef litið er til efnis sem er vestan óss innan fjarðar, kemur í ljós þessi sami grófleiki sem segii' okkur að varanleiki þeirrar lögunar sem nú er sé þó nokkur, þótt misstreymi ýmiskonar setji léttara efni tíma- bundið á suma staði. Brimið ráðandi á veturna Ef skoðaðar eru þær litlu breyt- ingar sem orðið hafa í manna minn- um þá virðist brimið vera þó nokkuð ráðandi um þær yfir vetrartímann, en straumurinn meira ráðandi yfir sumarið. Nærtækt dæmi, þegar um áramót 1989-1990 rofnar skarð í suðurfjörur og opnast vestan Hvann- eyjar. Hafnarbúar horfðu upp á brimið bijóta niður þó nokkuð háan malarkamb sem kastaðist að miklu leyti inn í ósinn og er talið að um hálfa milljón rúmmetra hafi verið að ræða, einnig voru miklar breyt- ingar á austurfjörutanga, en þaðan er talið að um 200.000 rúmmetrar hafi komið í ósinn. Spurningar vöknuðu, er ósinn að lokast? Er útgerð að leggjast af hér? Og mönnum varð ljósara en nokkru sinni fyrr mikilvægi þessarar hafnar fyrir byggðarlagið og reynd- ar Suðaustuiiand allt. Eftir spekú- leringar heimamanna í samráði við Vita- og hafnarmálastofnunina var ákveðið að loka þessum ós sem hafði opnast vestan Hvanneyjar svo fljótt sem auðið væri og flýta þannig fyr- ir því ferli sem þekktist frá fyrri tíð. Saltpokar sem fylltir voru með sandi voru notaðir til að mynda garð og loka þessum nýja ós og beina straumnum öllum í sinn gamla far- veg. Frá því 25. maí 1990 til 29. ágúst sama ár er talið að straumur- inn hafi hreinsað út um 450.000 rúmmetra af því efni sem kastaðist inn ósinn þá um veturinn. Sýnir það að Hornafjarðarós er með kraftmeiri sjávarfallaósum þó víða sé leitað. Af hveiju rofnar suðurfjaran? Ef flett er upp í bók Trausta Jónssonar veðurfræðings Veður í hundrað ár, kemur í ljós að helsta veðurfarsfrá- vik á öldinni sem er að líða er mjög lágur loftþrýstingur frá því í nóvem- ber 1989 og fram í janúar 1990 og verður að fara aftur til 1860-1870 til að finna hliðstætt dæmi. Sem kunnugt er veldur lágur loftþrýst- ingur hækkun sjávarborðs, en það með þeim veðurham sem fylgdi og suðlægar áttir ríkjandi jók mjög álagið á suðurströnd landsins. Aðrir kostir og varnargarðar Þegar hér var koinið sögu voru uppi efasemdarraddir um að Horna- fjarðarós væri besti kosturinn og bent var á Hornsvík við Stokksnes sem vænlegan kost. Að lauslega athuguðu máli um kostnað við gerð hafnarmannvirkja þar ásamt rekstri var ljóst að eftir milljarða kostnað sátu menn uppi með lítið betri höfn. þó að ágæti þess að byggja á traust- ari undirstöðum teljist kostur Horn- svíkur megin, var það mat reyndra skipstjórnarmanna, að sjólag væri mun verra þar en við Hornafjarðar- ós. Og fjarlægð var of mikil frá byggðarkjarna. Strax 1991 var ráðist í gerð sjó- varnargarðs úr stórgrýti á Suður- fjöru, því tímar eru breyttir og djúp- rista skipa önnur og meiri en hér áður fyrr. Staður eins og Hornafjörð- ur hefur ekki efni á að missa af þeim skipakomum sem myndu tap- ast ef ekki yrði gripið í taumana og komið í veg fyrir að ósinn grynnt- ist, þegar það ferli á sér, sem vitnað var til hér á undan. Þrátt fyrir gerð núverandi varnargarðs á Suðurfjöru er ennþá þó nokkur hreyfing á efni á Austurfjörutanga, sem lýsir sér í því að vetrarbrimið flytur efni austan að, lengir tangann, en sumarástand, það er þegar straumurinn er sterk- ara aflið, sverfur af honum aftur. I ljósi þeirra krafna sem gerðar eru til hafna í dag var ljóst að gera þyrfti breytingar í þá átt að nálgast myndi sumarástand allt árið. Viðamiklar rannsóknir og líkan af ósnum Gísli Viggósson, Sigurður Sigurð- arson og Vita- og hafnarmálastofn- un með dyggum stuðningi dr. Per Bruun sérfræðingi í gerð hafn- armannvirkja, hafa unnið að viða- miklum rannsóknum hvað náttúru við Hornafjarðarós varðar. Rann- sóknir þessar miðuðu að því að þekkja háttalag Hornafjarðaróss sem best áður en ráðist yrði í mikl- ar framkvæmdir. Gerðar voru ná- kvæmar mælingar með því að setja sjávarborðsmæla á valda staði, straummæla helstu staði til að þekkja skiptingu vatnsmagns og straumhraða milli ála. Öll þau gögn og staðreyndir sem söfnuðust voru notuð til að gera straumlíkan í tölvu sem verkfræði- stofan Vatnaskil sá um. Öldumæl- ingar sem framkvæmdar hafa verið til nokkurra ára, nákvæmar dýptar- mælingar sem gerðar voru á öllu svæðinu ásamt niðurstöðum úr tölvulíkaninu, voru notaðar til að kvarða líkan sem gert var af sigl- ingaleið inn til Hornaíjarðar. í lík- aninu, sem er í hlutföllunum 100:1, er hægt að framkvæma öll hugsan- leg föll og strauma ásamt ölduhæð sem mundi teija fimm og hálfan metra í náttúrunni. Með því að styðjast við þessi gögn svo og þekkingu heimamanna á hegðan straumsins verður að teljast að nákvæmni líkansins sé góður vísindalegur grunnur til að byggja á. Strax 1989 kom Gísli Viggósson með þá hugmynd að eyða mætti nær öllu misstreymi við Austurfjöru- tanga og veija tangann einnig með því að byggja leiðigarð sem myndi beygja aflíðandi og leiða strauminn í sem hentugastan fai-veg fyrir ósinn sjálfan og skip og báta. Þegar búið er að koma straumnum í sem jafn- ast horf og minnka efnisflutning líka til óssins má ætla að siglinga- leiðin héldist jöfn og djúp, og þar með sverfast af Óseyri sem oft og tíðum teygir sig í átt að Hvanney og þrengir siglingaleið fyrir stærri báta og skip. Með því að loka fyrir Miðós og auka þannig streymið um 20% austan við Helli er líklegt að siglingarrennan frá Helli að Höfn- inni haldist hreinni. Heimsóknir skipstjórnar- og hafnsögumanna mikilvægar Starfsmenn hjá Vita- og hafnar- málastofnun sögðu mikils virði heimsóknir skipstjórnar- og hafn- sögumanna _sem þekktu til siglinga um ósinn. í fyrsta lagi til að fá sönnun á að líkanið væri nálægt raunveruleikanum og þekktu flestir aftur þau svæði þar sem bakstreymi og misstreymi ýmiskonar þekkist úr náttúrunni. í annan stað til að fá reynslumikla aðila til að meta þær endurbætur sem verið er að gera. í báðum tilfellum voru skip- stjórnarmennirnir látnir sigla skips- líkönum sem voru í hlutfallslega réttri stærð við líkanið og þeir þekktu af eigin raun. Prófaðar voru siglingar inn og út í misjafnlega miklu falli í báðar áttir og í mismun- andi ölduhæð til að kanna hvort framkvæmdirnar hefðu áhrif til hins verra á samspil ölduhreyfinga og straums, sérstaklega á útfalli. Einnig hvernig endurbæturnar bættu aðgengið innan fjarðar. Þó að þessar framkvæmdir bæti úr mörgum af þeim vandamálum sem eru samfara siglingum um ós- inn, megum við ekki hætta alveg að bera virðingu fyrir honum, því ekki verður komist fyrir þá miídu ölduhæð sem myndast stundum á grynnslunum fyrir utan. En með stækkun og yfirbyggingu skipa í gegnum tíðina hefur verið fækkað mannfórnum í þágu siglinga um Hornafjarðarós. Og með tilkomu talgervils sem er tengdur við öldu- hæðamæli, flóðstöðumæli og veður- athugunarstöð og sjófarendur geta hringt í allan sólarhringinn, er lagð- ur grunnur að gætni þeirri sem þarf að viðhafa þegar siglt er inn við slæmar aðstæður. Framkvæmdir hefjast brátt Framkvæmdir við gerð leiði- garðsins voru boðnar út á haustdög- um og eiga að hefjast nú upp úr áramótum. Áætlað er að vegagerð, útkeyrsla garðsins á þurru og að- föng í þann hluta sem er í sjó verði lokið fyrir júní nk., síðan verður leiðigarðurinn á Óseyri keyrður út á einum smástraum. Gerð garðsins er svokallaður gijóthrúgugarður en áratuga reynsla er af gerð slíkra garða hjá Vita- og hafnarmála- stofnun og eru íslendingar framar- lega í þróun þeirra. Þess má geta í lokin að fræðing- ar á sviði hafnarmála viða i heimin- um fylgjast af áhuga með fram- kvæmdum við Hornafjarðarós, en undanfari þess er viðamikil ráð- stefna um sjávarfallaósa sem haldin var á Hornafirði í júní sl. Charles W. Finkl, Jr., hjá Journal of Coast- al Research, sem er vísindarit um slík efni, lætur þess getið í riti sínu að með því að staðsetja ráðstefnuna við einn sterkasta sjávarfallaós í heimi, hafi hún orðið markvissari en ella og umræður í háum gæða- flokki. Þar voru saman komnir vel- menntaðir menn og með mikla reynslu á þessu sviði, en það sem hafi gert. umræðuna sérstaka, hafi verið framlag heimanna. Þeir hafi áratgua reynslu að umgangast ós af þessu tagi. LÍKANIÐ af Hornafjarðarósnum hjá Vita- og hafnamálastofnun er engin smásmíði. Hér standa sveitarstjórnarmenn frá Höfn og starfsmenn Vita- og hafnarmála á „Austurfjörutanga" og fylgj- ast með skipi á leið út ósinn, en langt er inn í höfnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.