Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tvítugir bræður af íslenskum ættum með fyrirtæki á Intemeti í Bandaríkjunum TÖLVUNETIÐ Intemet teygir anga sína um allan heim og innan þess eru þúsundir fyrirtækja af ýmsu tagi. íslendingar tengjast netinu eflaust víða og heyrði Morg- unblaðið meðal annars af bræðrunum Andrew og Richard Denmark, 22 og 20 ára, sem voru síðastliðið haust meðal stof- enda fyrirtækisins Mediabridge Infosy- stems. Fyrirtækið býður upp á alls kyns upplýsingar um New York, hvort sem um er að ræða skemmtanir, hótel, verslanir eða samgöngur, svo dæmi séu tekin. Meðfram þessu reka eigendur Mediabridge einnig ráðgjafarfyrirtæki á sviði tölvuvinnslu. Bræðurnir voru staddir hér í jólafríi í heimsókn hjá ömmu sinni og afa, Asu As- geirsdóttur og Ólafi Þóri Jónssyni. Hvorug- ur þeirra talar íslensku, enda hafa þeir alla sína tíð búið í Bandaríkjunum. Þeir hafa þó komið þrisvar til landsins og líkar vel. Móðir þeirra, Hrefna Ólafsdóttir Denmark, starfaði ung sem hjúkrunarfræðingur hér á landi en fór rúmlega tvítug til Bandaríkj- anna til frekara náms og rannsókna og giftist þar. Eftir að drengimir fæddust hef- ur hún ekki starfað utan heimilis. Það var eiginlega fýrir tilviljun að fyrirtækið Mediabridge var stofnað. Gerðist það í kjölfar þess að Andrew Lih fór að gamni sínu að raða saman hagnýtum upplýsingum um New York, sem hann ásamt Andrew Den- mark mataði tölvuna í Columbia- háskólanum á. Andrew Lih er nú forstjóri fyrir- tækisins, en hann var um þessar mundir að útskrifast með mastersgr- áðu í tölvufræðum. „Allt í einu var starfíð orðið svo viðamikið og hætt að vera eingöngu áhugamál. Og vegna þess hversu mikil viðbrögð við fengum frá fólki sem sáu síðurnar á Intemeti, eygðum við aukna mögu- leika með því að stofna fýrirtæki utan um upplýsmgamar. Þá vomm við orðnir sex manns um verkefnið, allt vinir sem~ emm í mismunandi tölvunámi,“ sagði Andrew Kennedy. Netfang fyrirtækisins er: http://www.mediabridge.com/. Enn- þá eru upplýsingarnar ekki mjög viðamiklar en von er á verulegum breytingum. „Á næstu mánuðum munum við að bæta við fjölda upplýs- inga eins og þrívíðri mynd af borg- inni, allri gmnngerð hennar, þ.e. skipulagningu og uppbyggingu," sögðu þeir og vísuðu til síðu fyrirtæk- isins Virtual Tourist í Buffalo, með netfang: http://wings.buffalo.edu/world/, sem þeir nota hugmyndina frá og verða í samstarfí við. Þar er hins vegar að fmna heimskort með upplýsingum um miðlara (servera) í hveiju landi fyrir sig. „Intemet- notendur munu þá fara fyrst í gegnum okk- ar miðlara áður en þeir tengjast öðram fyrir- tækjum. Kortin af götunum eru nú þegar tilbúin og við bíðum eftir því að fyrirtækið í Morgunblaðið/Árni Sæberg BRÆÐURNIR Richard og Andrew Denmark eru meðal þeirra sem stofnað hafa fyrirtæki á Intemeti. Heitir það Mediabridge og er upplýsingabanki um New York. Bræðumir eiga ís- lenska móður en bandariskan föður. Áhugamál breyttist í fyrirtælq'arekstur Viðskiptin fara fram á ver- aldarvefnum Með tilkomu Intemets hefur opnast nýr heimur í upplýs- ingatækni. Þúsundir alþjóðlegra fyrirtælqa af ýmsum toga em inni á netinu. Hildur Friðriksdóttir ræddi við tvo bræður af íslenskum uppmna sem stofnað hafa eitt slíkt en það inniheldur ótal upplýsingar um New York. Buffalo beini sínum miðlara yfir til okkar. Samvinnan verður þannig að þegar netfang Wings er kallað upp birtist alheimskort á skjánum. Sé músinni smellt á New York þrisvar til fjórum sinnum sinnum birtist borgarkort og þegar ýtt er t.d. á Manhatt- an eram við komnir í gegn.“ Aðspurðir hvemig þeir afli upplýsinga segjast þeir þekkja borgina vel, enda séu þeir aldir þar upp. Á línuskautum um borgina „Það fer þó töluverður tími í upplýsinga- öflun. Við ferðumst um borgina á línuskaut- um, söfnum bæklingum, upplýsingamiðum, kortum og veljum síðan úr það sem við hyggjumst nota. Einnig höfum við nýtt okkur skráðar upplýsingar eins og þær sem birtar era um bókaverslanir í upplýsinga- bankanum. Þar höfum við leyfí frá viðkom- andi til að nýta upplýsingarnar, enda kem- ur nafn hans þar fram,“ sagði Andrew, sem gjaman hefur orð fyrir þeim bræðram, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Richards til að kom- ast að. Andrew kveðst hafa séð um að safna upplýsingum um verslanir og lýsingar á þeim séu hans skoðun. „Við erum einnig með „markaðssvæði“ þar sem hægt er að koma auglýsingum á framfæri og höldum því okkar eigin skoðunum og auglýsingum aðskildum,“ sagði hann. Hverjir geta stofnað fyrirtæki? - Getur hver sem er stofnað fyrirtæki á Internet eða þarf mikla tölvuþekkingu til þess? „Einhver vitneskja um tölvur verður að vera til staðar en viðkomandi þurfa ekki að vera sérfræðingar. Hagnýt þekking fólks þarf einnig að vera góð. Ógerlegt er að koma í veg fyrir að aðrir api eftir það sem maður fæst við, þannig að þeir sem vilja vera fremstir í tölvuviðskiptum verða að vera hugmyndaríkir og koma endalaust með nýjungar. Með því að vera betri en aðrir tekst að sigra í samkeppninni,“ sagði Andrew. „Ég tel að það sé ekki ýkja erfítt að stofna fýrirtæki núna vegna þess að Intemet er tiltölulega nýtt,“ bætti Richard við. „Þar era reyndar nokkur þúsund heimasíður á mismunandi sviðum og þeim fjölgar mjög hratt. Ennþá ætti því að vera auðvelt að koma með eitthvað sem er ekki inni á kerfínu.“ * Þeir segja að stofnkostnaður hafí verið í lágmarki og þeir uppskeri eng- in laun ennþá. Tekjur muni þeir eink- um fá með auglýsingaöflun á „mark- aðssvæðinu" eins og áður er getið, því ekkert kostar að komast inn í upplýsingabankann. Ráðgj afarstörf Meðal ráðgjafarverkefni Media- bridge má nefna endurskipulagningu tölvukerfis Journalism School of Col- umbia. Þar stendur til að gjörbylta kennslu í sambandi við fjölmiðlun og fara í auknum mæli inn á hvemig fjölmiðlun fer fram í tölvum eins og Interneti og tölvuvinnslu í heild, þar sem notuð er grafík, hljóð og lifandi myndir. Fyrirtækið á ennfremur í viðræðum við eitt af söfnum New York-borgar, sem hafði samband eftir að hafa séð heimasíðu Mediabridge á Intemeti. Hafa þeir óskað eftir að fá aðstoð við að útbúa eigin heimasíðu. Auk þess hafa þeir unnið á sama hátt fyrir fyrirtæki í Wall Street. „Við leit- umst eftir að afla okkur fleiri slíkra við- skiptavina,“ sagði Richard. Þar sem fyrirtækið er ekki nema örfárra mánaða er ljóst að heimasíðan á eftir að taka miklum breytingum á næstunni, með- al annars þegar kortin yfir New York verða komnar inn, svo og markaðssíðurnar. „Ég býst við að þessar upplýsingar verði komn- ar innan mánaðar,“ sagði Richard að lokum. Límmiðaskammtarar fyrir miða á örkum, samhangandi , tölvumiða og miða á rúllum. Allt að helmings tímasparnaður, léttir og meðfærilegir. Einfaldir í notkun. Verð frá kr. 41.571,- staðgreitt. KRÓKHÁlSt 6 • SÍMI 5Ó7-1900 * FAX 567-1901 Samtök neytenda í heiminum öflugri en fyrr London. Reuter. AUKIÐ lýðræði í Austur-Evrópu og víðar í heiminum hefur eflt alþjóða- hreyfingu neytenda og hún hefur aldrei látið eins mikið að kveða og nú að sögn baráttumanna hennar. Nafni Alþjóðasamtaka neytenda- félaga (IOCU) hefur verið opinber- lega breytt í Alþjóðasamband neyt- enda (CI). „Aðildarfélögum Alþjóðasam- bands neytenda hefur fjölgað um 20% á síðustu þremur árum í rúm- lega 200 samtök í 83 löndum,“ sagði framkvæmdastjóri sambandsins, Ja- mes Firebrace. „Þetta er mesti gró- skutíminn í 30 ára sögu Alþjóðasam- bands neytenda." Aukið svigrúm borgara Hann sagði að grundvallarbreyt- ingar í Austur-Evrópu og útbreiðsla lýðræðis til heimshluta eins og Mið- Ámeríku og Afríku hefðu veitt sam- tökum borgara pólitískt svigrúm. „Helmingur félaga CI er í þróunar- löndum, sagði hann, „þar sem barátt- an snýst um einföldustu grundvallar- réttindi neytenda. Villandi auglýs- ingar eru útbreiddar: kynntar eru fæðutegundir, sem eru ekki nógu næringarríkar, og eru stundum hættulegur ungbamamatur." Neytendahópar hafa dafnað vel í Austur-Evrópu síðan kommúnisminn leið undir lok að sögn virkra baráttu- manna, þrátt fyrir fjárskort. „Fólk er áhugasamt og vill læra,“ sagði Anna Tomlinson, fulltrúi CI í málefnum Mið- og Austur-Evrópu. Þar segir hún að mest sé talað um misheppnuð gróðafyrirtæki á borð við Caritas, sem varð gjaldþrota í Rúmeníu í fyrra og skuldar milljó- numn manna stórfé. Annað áhyggjuefni sé upphitun húsa. í Austur-Evrópu býr fólk yfir- leitt í fjölbýlishúsum með miðstöðv- arkyndingu fyrir alla blokkina. Það getur ekki stjórnað því hvemig kynt er á þeirra eigin heimilum.“ Minni leynd Firebrace sagði að eitt helzta markmið hreyfingarinnar væri að túlka málstað neytenda í alþjóðasam- tökum. CI beitir sér fyrir því að minni leynd verði yfir starfí Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar WTO en GATTs, sem hún Ieysir af hólmi. Firebrace telur þetta nauðsynlegt til þess að starf WTO njóti trausts venjulegra borgara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.