Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.01.1995, Blaðsíða 12
RÁÐ H.F. CONSULTANTJS LÖGFRÆÐI OG REKSTRARRÁÐGJÖF ^ STOFNANIR SVEITARFÉLÖG @ FYRIRTÆKI EINSTAKLINGAR % ^SGARÐASTR. 38, RVK.g 552-8370^ VIÐSKIPri AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Sífellt fleiri fyrirtæki ráða erlenda háskólanema tímabundið til starfa Fjárfesting sem má græða á FIMMTÁN íslensk fyrir- tæki nýttu sér þjónustu AIESEC, Alþjóðafélags viðskipta- og hagfræði- nema, og réðu erlenda há- skólanema til þess að sinna fyrir sig sérvérkefnum á síðasta ári. Að sögn Brands Þórs Ludwigs, hjá AIESEC á íslandi, hefur þessum fyrirtækjum ijölg- að frá ári til árs undanfar- ið og helst væru það minni fyrirtæki sem hefðu upp- götvað kosti þessarar þjón- ustu. Fiskútflutningsfyrirtækið FISCO hf. er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa nýtt sér þjónustu AI- ESEC, en undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið ráðið 5 erlenda háskóla- nemendur til að sinna sérverkefn- um. Að sögn Karls Jóhannessonar, markaðsstjóra FISCO, hefur þessi rá4stöfun reynst fyrirtækinu vel. Með því að skipuleggja vel komu slíkra nema mætti hiklaust græða á þeirri fjárfestingu sem þarna væri um að ræða. „Þau markmið sem við höfum sett okkur með tímabundinni ráðningu erlendra háskólanema hafa undantekn- ingalaust náðst,“ sagði Karl. Ódýrar upplýsingar Starfsmiðlun AIESEC hefur verið starfrækt hér á landi frá árinu 1961 og þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér miðlunina skipta tugum. „Það færist í vöxt að fyrirtæki taki nema í starfsnám," segir Brandur Þór hjá AIESEC íslandi. „Það má segja að mesti vöxturinn sé hjá smærri fyrirtækjum sem sjá sér þama leik á borði til að nálg- ast upplýsingar á ódýran máta.“ Brandur Þór sagði að þó vöxtur- inn væri mestur hjá smærri fyrir- tækjum hefðu mörg stórfyrirtæki nýtt sér þessa þjónustu. Til dæmis mætti nefna Tollvörugeymsluna sem hefði óskað eftir og fengið háskólanema frá írlandi til þess að vinna að úttekt á fríverslunar- svæði þar í landi. „íslensk fyrirtæki geta notað fyrir: SKRIFSTOFUNA? Él Ljósritunarpappír, tölvupappir, faxpappír, bréfabindi, plastmöiDpur, skrifblokkir, stílabækur, gatarar, hettarar, pennar o.m.fl. Hagstætt verð. Líttu við og skoðaðu úrvalið! Með allt á hreinu ! REKSTRARVÖRUR Rfi RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 587 5554 nemana til að afla upplýs- inga um markaði í heima- landi þeirra og jafnvel til að koma á samböndum við væntanlega erlenda við- skiptavini. Það eru jafnvel dæmi um að nemar hafi sinnt markaðsrannsóknum í heimalandi sínu fyrir við- komandi fyrirtæki áður en þeir koma hingað til lands til starfa,“ sagði Brandur Þór. AIESEC var stofnað í Stokkhólmi árið 1948 með það að markmiði að efla tengsl á milli þjóða í Evrópu. AI- ESEC er nú starfrækt í yfír 800 háskólum í 84 löndum. Fólk Breytingar hjá Lýsi hf. ■NOKKRAR skipulagsbreytingar hafa orðið hjá Lýsi hf. eftir að nýr forstjóri, Baldur Hjaltason, tók við um áramótin. Rekstri fyrirtækisins hefur verið skipt upp í fjögur svið, framleiðslu, fjármál, markaðsmál og vöruþróun. Baldur mun veita vöru- þróunarsviði forstöðu ásamt sínu forstjórastarfi. Þá hefur verið skipuð framkvæmdastjórn sem skipuð er forstjóra, framkvæmdastjóra fram- leiðslusviðs og framkvæmdastjóra Qármála. WHAUKUR M. Stefánsson er framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Lýsis hf. Hann er fæddur 24. apríl 1955 og útskrifaðist frá St. Pauli Tekniska skola sem tæknifræðing- ur árið 1977. Að því loknu hóf Hauk- ur nám í verkfræði við Lunds Tekn- iska Högskola og lauk þaðan Msc prófi í vélaverkfræði 1982. Hann starfaði hjá Landssmiðjunni hf. 1982-1986 en það ár hóf hann störf sem verksmiðjustjóri hjá Lýsi hf. UANDRI Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjár- T o r g i ð Baldur Haukur málasviðs auk þess sem hann mun sinna mark- aðsmálum. Andri er fæddur 24. september 1966. Hann útskrifað- ist frá viðskipta- og hagfræðideild HI árið 1992. Á AndriÞór meðan námi stóð og eftir nám var Andri rekstrar- stjóri kvikmyndahússins Regnbog- ans en réðst að því loknu til Al- menna bókafélagsins sem mark- aðsstjóri. Að undanförnu hefur Andri starfað við ráðgjöf. Andri var m.a. formaður Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta og í stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands. Peningana eða „fittið ií 2.000- 1.500- 1.000- 500- HJÁ bönkum og spari- sjóðum eru menn á einu máli um að útgáfum inni- stæðulausra ávísana hafi fækkað til muna eftir að notkun debetkorta varð almenn. Það er hins veg- ar ómögulegt að fá upp- lýsingar um það hversu tekjur banka og spari- sjóða vegna innistæðu- lausra ávísana hafa minnkað í kjölfarið - þar mun vera um að ræða viðkvæmar tölur sem menn vilja ekki að spyrj- ist út. Á meðfylgjandi línuriti sést hve útgáfa ávísana minnkaði á síðasta ári. Að sama skapi sést fjölg- unin í debetkortafærsl- um, en þó er merkjanlegur munur þar á sem skýrist væntanlega af því að vaxandi fjöldi fólks kýs að nota beinharða peninga í viðskipt- um. Þannig voru í desember 1993 bókaðar um 2.723 þúsund ávísan- ir samanborið við um 1.417 þús- und í desember 1994. Þá voru bókaðar um 702 þúsund debet- kortafærslur. Alls er fækkun bók- ana milli ára 22%. Þrátt fyrir að sjá megi svart á hvítu hversu mikið debetkorta- færslum hefur fjölgað á kostnað ávísana er ekki þarmeð sagt að innistæðulausum viðskiptum hafi fækkað hlutfallslega jafnmikið. Það er nefnilega hægt að „fara á fit" með debetkortum nema viðeig- andi ráðstafanir séu gerðar. Þar sem um er að ræða debet- kortafærslur fyrir lægri upphæð en 5.000 krónur er aöeins könnuð að meðaltali fimmta hver færsla handahófskennt. Og kostnaðurinn við að fara á „fit‘‘ með debetkorti er sá sami og þegar gefnar eru út innistæðulausar ávísanir enda er um sama „fit“-lista að ræða hjá bönkunum. í desember sl. var fjöldi útgefinna ávísana undir 5.000 krónum 53% af heildarút- gáfunni og má gera ráð fyrir að hlutfall debetkortafærslna undir 5.000 sé ekki lægra. Tékkanotkun 1993 og 1994 og notkun debetkorta 1994 3.000 þús. faerslur - 2.500- Tékkar1993- Ú. Tékkar 1994-7 — Debetkort 1994 J FMAM J J Á S O N D Síhringikort I bankakerfinu ætlast menn eðli- iega til þess að viðskiptavinirnir viti hvað þeir eiga inni á reikning- um sínum. Hins vegar hefur þar orðið vart við óánægju þeirra sem fara í gegn með innistæðulausar debetkortafærslur þar sem við- skiptavinirnir virðast almennt standa í þeirri trú að alltaf sé kann- að hvort innistæða sé fyrir hendi. Tæknin bjóði jú upp á slíkt eftirlit. Það er rétt, tæknin býður upp á svokölluð „síhringikort" þar sem allar færslur eru kannaðar. Slík kort fá aðilar sem bankarnir treysta illa og hafa slæma sögu að baki í tékkaviðskiptum. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins geta menn farið fram á að sett verði „síhringi" í segulrönd- ina á debetkortum þeirra, en í flestum tilfella mun það þó vera viðkomandi banki sem óskar eftir slíku. Ekki var hægt að fá uppiýsingar um fjölda „síhringikorta" í banka- kerfinu. Hins vegar er ástæða þess að menn fá ekki sjálfkrafa „síhringi- kort“ sögð^sú að það myndi auka til muna álagið á Reiknistofu bank- anna og tefja alla afgreiðslu veru- lega. Endurskoðun tékkaiaga Þessa dagana er verið að vinna að endurskoðun á tékkalögum og má búast við að viðskiptaráðuneytið fái sérstaka greinargerð um málið i byrjun mars nk. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins má vænta þess að um viða- miklar breytingar verði að ræða. Meðal þess sem nefnt hefur verið sem líklegt til þess að taka breytingum er hin svokallað tíu daga regla sem bankar og sparisjóðir fara eftir varð- andi innistæðulausar ávís- anir, og nú innistæðu- lausar debetkortafærslur. Til þessa hefur reglan verið sú að innistæðulausar ávísanir eru ekki færðar fyrr en á tíunda degi og þá er viðkomandi reikningi lok- að. Reikningshafi fær þá ekki að stofna nýjan tékkareikning næstu tvö árin og gildir bannið í öllum bönkum og sparisjóðum. Viðkom- andi getur hins vegar verið með debetkort, enda gildi þá síhringi- reglan sem talað er um hér að framan. Samkvæmt því sem næst verð- ur komist eru allar líkur á að endur- skoðun laga um tékkaviðskipti muni m.a. leiða til þess að hróflað verði við 10 daga reglunni og þá til styttingar. Það er greinilegt að frekari breytingar bankakerfisins varðandi tékka- og debetkortaviðskipti eru í deiglunni. Almenningur hefur fylgst vel með hverju skrefi bank- anna frá því að umræðan um de- betkortin kom upp og þær aðgerð- ir bankanna sem framundan eru verða væntanlega undir smásjá viðskiptavina þeirra. Verði þeir ekki sáttir má búast við að þeim fjölgi enn sem sjái sér hag í að nota beinharða peninga sem helsta greiðslumiðilinn. HKF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.