Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 1
IV Níu af tiverjum tfu farbegum á afslattarmiðum í FERÐAFRÉTTABLAÐINU Iaside segir að 517 milljónir Bandaríkjamanna hafi ferðast með flug vélum á liðnu ári eða 6% fleiri en árið á undan. Far- miðatekjur lækkuðu þó um 3,5% og ástæða þess er að níu af hverj- um tíu farþegum flugu á ein- hvers konar afsláttarfargjaldi og meðaltal þessara fargjalda var um 60% af fullu fargjaldi. Margrét Hauksdóttir hjá upp- lýsingadeild Flugleiða sagði að- spurð, hvort svipað hlutfall væri hér, að hún teldi að mjög áþekka sögu væri um okkur að segja. Þó væri hlutfallið líklega ívið hærra hér eða 91-92%. Trúlega væru meðalfargjöld Flugleiða nokkru lægra hlutfall en það sem kæmi fram í Inside. Síðustu ár hefðu fargjöld frá íslandi far- ið lækkandi og mætti ætla að sérfargjöld nú væru tiltölulega lægri en fyrir nokkrum árum. Margrét vildi þó benda á að allar flugleiðir okkar væru tölu- vert langar, flestar svokallaðar millileiðir en fargjöld eru hag- kvæmari eftir því sem leiðir eru lengri. Innan Bandaríkjanna væru vitanlega bæði langar, stuttar leiðir svo og millileiðir. Foreldrar kvarta undan starfsdögum kennara STARFSDAGUR kennara er í mörgum grunnskólum í dag, en i reglugerð er alls gert ráð fyrir 12 starfsdögum á skólaári. Er þeim varið til „annárra starfa en kennslu" og mæta nemendur ekki í skóla þessa daga. í upphafí og lok skólaárs eru þrír starfsdagar, en 6 dögum er dreift yfír skólaárið. Margrét Harðardóttir hjá menntamálaráðuneyti segir að foreldrum fj'ölgi sem kvarta undan starfsdögum kennara, enda börn útivinnandi foreldra oft.í reiðileysi þessa daga. „Foreldrar hafa samband við okkur í auknum mæli og spyrja hvort leyfílegt sé að fella niður kennslu þessa daga. Það er leyfilegt samkvæmt reglu- gerð." Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur og Trausti Þorsteinsson fræðslustjóri Norðurlands eystra eru bæði þeirrar skoðunar að heppilegra væri að starfsdagar kennara væru allir í upphafi og við lok skólaárs, í ágúst og júní. „Þá væri skólastarf skipulagt fyrir allt skólaárið áður en kennsla hæfist og auk þess myndu starfsdagar kennara ekki bitna á börnunum." Al- gengt er, að sögn Áslaugar og Trausta, að kennarar noti starfsdaga á þessum árstíma til að undirbúa þemavikur og skipuleggja þær, eða til að undirbúa foreldraviðtöl. Dans og áfallahjálp Ýmsir fræðslufundir standa kenn- urum í Reykjavík til boða og skipulégg- ur Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur þá í samvinnu við fræðsludeild þjóðkirkj- unnar, endurmenntunardeild Kennara- háskóla íslands, menntamálaráðuneytið og Námsgagnastofnun. Fræðslufundir eru gjarnan haldnir á starfsdögum Starfsdagar í upphafi eða lok skóla- árs myndu ekki bitna ó börnunum. kennara og í dag er t.d. fræðsluerindi um áfallahjálp. Kennurum er hins veg- ar í sjálfs vald sett hvort þeir sædkja fundina. Matthildur Guðmundsdóttir kennslu- fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur, sem hefur umsjón með þessu starfi, segir kennara áhugasama um að auka þekkingu sína og margir hafí t.d. sótt dansnámskeið, sem bekkjarkennurum sex ára barna stóð til boða. Einnig hafí marg- ir kynnt sér nýtt lestr- armat, nýjar aðferðir við stærðfræðikennslu og sótt fræðslufund um sorg og sorgarviðbrögð. „Við eigum sterka kennarastétt sem vill greinilega auka þekk- ingu sína á hinum ýmsu sviðum, enda komast færri að á námskeiðum en vilja." Þegar allir grunnskólar verða ein- setnir segist Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík telja að ekki verði lengur þörf fyrir starfsdaga kenn- ara á miðjum vetri. „Þá verða allir kenn-' arar í skólanum á sama tíma og ef skólastjörar geta farið fram á fasta viðveru á vinnustað, verður hægt að halda samræmingarfundi þá. Um þetta verður hins vegar að semja við kenn- ara. Áður voru mánaðafrí reglulega í skólum, en þá daga áttu kennarar frí. Hlutverk skóla hefur breyst síðan þá og líklega er meiri þörf á samstarfi kennara nú en áður. Það breytir því þó ekki að mér finnst óheppilegt að kennsla skuli vera brotin upp öðru hverju um miðjan vetur." ¦ Búist við 800 körlum á jafnréttisráðstefnu JAFNRÉTTISRAÐHERRAR Norðurlanda standa fyrir ráð- stefnu um karla og jafnrétti í Stokkhólmi 27. og 28. apríl n.k. Ákvörðunin var tekin á ráð- herrafundi, sem var í tengslum við kvennaráðstefnuna Nordisk Forum sl. sumar. Á undanförnum mánuðum hefur staðið yfir undirbúningur karlaráðstefnunar á Norður- löndunum. Sigurður Svavarsson formaður karlanefndar Jafn- réttisráðs, er fulltrúi íslands í samnorrænni undirbúnings- nefnd. Ráðstefnan er að nokkru leyti hugsuð sem mótvægi við Nordisk Forum, en stefnt er að því að um 800 manns frá öllum Norðurlöndunum sæki hana. Megintilgangur er að efla um- ræður um hlutverk og ímynd karla í breyttu samfélagi, þar sem gerðar eru kröfur um jafn- ari skiptingu ábyrgðar á heimil- islífi jafnt sem atvinnulífi. Karlanefnd Jafnréttisráðs, sem sett var á laggirnar í byrjun sl. árs, telur afar mikilvægt að þátttaka íslenskra karla í ráð- stefnunni verði sem myndarleg- ust. Umræðan um karla og hlut- verk þeirra er talsvert skemmra á veg komin hér en í nágranna- löndunum. Því er mikilvægt að nýta það færi sem þarna gefst til að færa hingað nýjar hug- myndir ojg tnnblástur. Fjölda- þátttaka Islendinga í opinberum norrænum ráðstefnum er frekar óalgeng ef frá eru taldar kvenn- aráðstefnurnar 1988 og 1994. Því hefur sú hugmynd verið viðr- uð hvort stjórnvöld geti styrkt einstaklinga til fararinnar líkt og þá mun hafa verið gert. Dagskrá fundarins er viða- mikil og verða þrír Islendjngar meðal frummælenda. Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur, fjall- ar um gjald karlmennskunnar, Bragi Skúlason, sjúkrahúsprest- ur, um stráka og karla og Mar- grét Pála Ólafsdóttir ræðir um /F*i- kynjaskiptingu leikskólabarna. Ráðstefnan er aðallega ætluð körlum og verður reynt að svara ýmsum spurningum s.s.: Hvern- ig eru norrænir karlar? Hvernig þjóðfélag dreymir norræna karl- menn um í framtíðinni? Hverjar eru óskir og kröfur karla í bar- áttunni fyrir réttlæti í samskipt- um kynjanna? Hvaða ljón sjá karlar á þeim vegi? Hvernig geta norrænir karlmenn beitt sér fyrir betra þjóðfélagi? Frumsýnd verður sænsk heimildamynd um norræna karla og skoðað verður hvernig karlmaðurinn hefur birst í auglýsingum síðustu ára- tugi. Á dagskránni verður gam- anleikhús og sett upp sýningart- org með ýmsu framlagi frá körl- um o.fl. í lokin taka jafnréttis- ráðherrar Norðurlandanna þátt í pallborðsumræðum um karla og jafnrétti. ¦ Bokanir goðar á Selfossi Selfossi. BÓKANIR ferðamannahópa hjá Hótel Selfossi og Gesthúsum á Sel- fossi eru mun meiri en á sama tíma í fyrra. Bókanirnar eru mun þéttari yfír mitt sumarið auk þess sem þær eru meiri í maí og í september. „Maður finnur fyrir verulegri aukningu og sumarið lofar góðu," sagði Heiðar Ragnarsson hótelstjóri á Hótel Selfossi. Hann sagðist taka við bókunum frá mun fleiri en áður og sumar vikur væri biðisti. Hótel Selfoss er með 20 herbergi og 18 í sumarhótelinu I Þóristúni. F.'á maí til september eru bókan- ir miklar hj'á Gesthúsum og sumar vikur fullbókaðar. Gesthús hafa gistingu í sumarhúsum og geta gestir valið um heimilismat eða fínni mat í þjónustumiðstöð á sum- arhúsasvæðinu. Mikið er um að haldin séu þoi-ra- blót og minni fagnaðir í Gesthúsum og þykir þá gestum sem koma langt að gott að geta gist á staðnum. Sumarhúsasvæðið tengist tjald- svæði staðarins við Engjaveg. Þar er andatjörn sem setur heimilisleg- an svip á umhverfið. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.