Morgunblaðið - 28.01.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.01.1995, Qupperneq 6
6 C LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Jónsson MYNDMÁLS- KEÐJA Myndlistarmaðurinn Kristján Jónsson heldur sína fyrstu einkasýningu hér heima í Hafnarhúsinu eftir nám í Barselóna. Súsanna Svavarsdóttir ræóir vió hann um ólíkt viðhorf Spánverja og íslendinga til listar- innar og um þá hringrás sem myndsköpun hans er. I*HAFNARHÚSINU, sýningarsal við Tryggvagötu, opnar Kristján Jónsson, myndlistarmaður, í dag sína fyrstu einkasýningu hér á landi, en hann nam við Escola Massana í Barselóna. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni og eru stundum fólk og stundum borg og stundum landslag — hulið mistri, hulið letri og áhorfandinn þarf að lesa í hvert tákn, hvem lit, hvem tón; verkið breytir stöðugt um merk- ingu þar til í lokin að viðtakandinn skilur verkið — sínum eigin skilningi. Þetta eru jarðarlitir, dulúðugir skuggar fljóta kringum menn og hús og land. Kennileiti em íslensk — en hvaðan koma litimir? Koma þeir erlendis frá eða hérlendis frá, eða em þeir spuming um viðhorf? Hafa til dæmis Spánveijar annað viðhorf til forms og lita — eða bara listarinn- ar almennt? „Já,“ svarar Kristján, „þeir hafa annað viðhorf. Mér fannst mjög gott að vera i Barselóna — fram að Ólympíuleikunum. Spánveijar vom á menningarfylleríi. Það var hátíð sumar, vetur, vor og haust og þeir settu fram allt sem þeir áttu.“ Er þá vel búið að listamönnum þar? „Nei, þetta var dálítið svindl, því þegar partíið var búið var byijað að skera niður. Strax eftir leikana var byijað á að loka sýningarsal sem einbeitti sér að því að sýna verk ungs fólks sem ekki hafði sýnt áður. Þetta hafði aldrei verið í alvöru. Þetta vom bara leiktjöld. Hins vegar á kúltúrinn sér mun dýpri rætur á Spáni en hér. Til dæmis finnur maður á venjulegu fólki hér. Það segir kannski við mann: „Jú, þetta er fallegt, en ég skil þetta ekki.“ Það er svo mikil hræðsla við að listaverk; það er veggur milli þess sem listamaðurinn er að gera og þeirra sem eiga að taka við því. Þegar ég var úti á Spáni að bera myndirnar mínar heim úr skólanum, BORGARLANDSLAG Morgunblaðið/Sverrir stoppaði ég stundum á hverfisbarn- um. Og það var segin saga að eftir fimmtán mínútur vora allar kerling- arnar sem voru að koma af markaðn- um farnar að tjá sig um myndimar. Skólinn var í niðumíddu hverfi þar sem ekki bjó ríkt fólk eða menntað, en það var alveg til í að fara út í hrókasamræður um myndimar. Þetta með ólíka litaskynjun er kannski mikil klisja. En Spánveijar segja í sambandi við litina hjá mér: Þú ert greinilega úr norðrinu. Og maður sér það strax að þeir eru að horfa öðmvísi á liti og myndir en við geram. Þeir hafa meiri áhuga á abstraksjónum. Þeir vilja hafa my- stík, en ekki vísindalegan skilning á myndlist. Ef allur þessi mystíski partur er farinn, finnst þeim allt tómt og innihaldslaust." Myndimar á sýningunni hefur Kristján unnið á ámnum 1993-94 og óhætt er að segja að mystískur hugsunarháttur þeirra Spánveija hafi haft einhver áhrif á hann. Þó em þarna kennileiti sem við þekkjum mjög vel. „Mér finnst gaman að reyna að ná þessari tengingu sem við höfum við það umhverfi sem við búum í og okkur ætti að þykja vænt um; ætti að finnast fast Iand undir fót- um,“ segir hann. „Þegar ég byijaði að mála borg- arlandslagsmyndir, byijaði ég á Ijós- myndum en það mistókst gersam- lega og ég þróaði mig yfir í bland- aða tækni. Sýningin er hringferli, vegna þess að það var dálítið reið- ur, ungur maður sem fór að mála umhverfí sitt að námi loknu. Fígúra- tívu myndirnar, sem eru málaðar hér heima, em hins vegar viðleitni til að ná fótfestu hér. Borgarlands- lagið hefur verið að geijast hjá mér mun lengur. Kannski er þetta endurspeglun á eigin kúltúr, eigin rætur og síðan á umhverfið." Hvaðan koma litirnir? „Ég fmn allan minn litaskala úr jarðarlitum. Ég er alltaf að punkta hjá mér hluti, eitthvað sem kemur mér á óvart. Eins og; ,já, þarna er græni liturinn sem ég var að leita að í seinustu viku.“ Hann er sjaldnast á sendiferðabíl. Fremur í fjallshlíð. Jarðarlitir eru útgangspunkturinn." Svo letrarðu í myndimar. „Já, letur kemur mjög mikið fyrir í myndunum mínum. Það kom fyrst fyrir í myndum þar sem ég er að tengja við menningarrætur mínar hér sem Islendingur. Letrið virkar fyrir mig sem tákngervingur fyrir þessá menningarhefð sem við búum að. Svo fer ég að setja skrift sem er eigin heimur í mínum myndum. Til dæmis orð sem tengjast borgar- myndum og er hægt að lesa — og hver getur skilið sínum skilningi. Svo eru orð í myndum sem tengjast landslagi; eru oftast latnesk og vísa til upprunans, móður jarðar. Þau eru einn hlutinn af þeirri myndmálskeðju sem ég hef búið mér til.“ FULLKOMNUN Í EINFALDLEIKANUM SYSTURNAR og fidluleikararnir Sigrún og Sigurlaug Edvaldsdœfur,leika á tónleikum Kammermúsikklúbbs- ins, ásamf Helgu Þórarinsdótfur, lágfióluleikara og Richard Talkovsky, knéfióluleikara. FJÓRÐU tónleikar yfirstandandi starfsárs Kammermúsík- klúbbsins verða á morgun, sunnu- daginn 29. janúar. Að vanda verða þeir haldnir í Bústaðakirkju og hefj- ast klukkan 20.30. Flytjendur á tónleikunum em Sigrún Eðvalds- dóttir, fiðluleikari, Sigurlaug Eð- valdsdóttir, fíðluleikari, Helga Þór- arinsdóttir, lágfiðluleikari og Ric- hard Talkowsky, knéfiðluleikari. Á efnisskránni em verk eftir Mozart og Haydn. Tónleikamir hefjast á Dúói nr. 1 fyrir fíðlu og lágfíðlu í G-dúr, eftir Mozart, sem þær Sigrún Eðvaldsdóttir og Helga Þórarinsdóttir flytja. Þá verður leik- inn Strengjakvartett í B-dúr, op. 76.4, eftir Haydn og eftir hlé verð- ur Strengjakvartett nr. 16. í Es- dúr, K. 428, eftir Mozart á efnis- skránni. í yfirliti sem Einar Baldvin Páls- son hefur tekið saman um verkin sem leikin verða, kemur fram að tvíleikur fíðlu og lágfiðlu er óvenju- leg uppistaða í tónverki og að það eigi vissulega einnig við um tildrög- in að því að Mozart samdi tvö dúó fyrir, þessi hljóðfæri árið 1783. „Mozart fæddist og ólst upp í Salz- burg. Faðir hans, Leopold, fíðluleik- ari og tónskáld, var í þjónustu erki- biskupsins í Salzburg. Þar var einn- ig Michael Haydn, sellóleikari og tónskáld, yngri bróðir Josephs, góð- vinur Mozart-fjölskyldunnar. Þótt ✓ A tónleikum Kammermúsík- klúbbsins veröur G-dúr dúó Moz- arts, fyrir fiðJu og lógfiðlu, flutt ósamt tveimur strengja kvartettum. Wolfgang Amadeus yrði víðfrægur sem undrabarn, tókst honum ekki að fá fasta vinnu, er hann óx úr grasi, nema hjá erkibiskupnum í Salzburg. Nýr erkibiskup, Collo- redo, tók við starfí 1772. Hann var auðugur aðalsmaður, drambsamur og skapbráður. Fór svo, að Wolf- gang Ámadeus þoldi ekki ofríki hans og gekk úr vistinni, en var jafnframt rekinn. Hann flutti til Vínarborgar 1781, 25 ára gamall og kvæntist ári síð- ar. Árið 1783 fór hann til Salzburg til þess að kynna konuna föður sín- um og systur. Hann heimsótti þá vin sinn Michael Haydn, en sótti illa að honum. Erkibiskup hafði skipað honum að semja sex dúó fyrir fiðlu og lágfiðlu og sett honum frest að viðlögðum launamissi. Mic- hael hafði lokið fjómm, en nú var hann sjúkur og fresturinn að renna út. Erkibiskup hafði þegar neitað að sjúkleiki væri gild afsökun. Sag- an segir að Mozart hafí haft snör handtök, samið tvö dúó og gefíð vini sínum með leynd en biskup fengið sex dúó með nafni Michaels Haydns. Mikill munur er á því hvemig þeir Michael Haydn og Mozart semja dúó sln. Haydn semur þau sem fiðlusóló með undirleik lágfíðl- unnar en hjá Mozart em bæði hljóð- færin jafngild. Þessi verk em talin meðal hins besta sem Mozart samdi af kammertónlist. Árið 1783 samdi Mozart einnig strengjakvartettinn K. 428. Vegna áhrifa af kvartettum Josephs Ha- ydns hafði hann um skeið sökkt sér niður í slík verkefni og — að eigin sögn — lagt í þau mikla og erfiða vinnu. Slík umsögn var óvenjuleg af hans hendi. Árangurinn varð sex strengjakvartettar, sem Mozart til- einkaði Joseph Haydn. Kvartettinn K. 428 er hinn þriðji í röð „Haydn- kvartetta" Mozarts. Þessir kvartett- ar vom stórt skref á ferli hans. Þeir eru efnismiklir og leyna á sér, svo að samtímamenn töldu þá þunga áheyrnar. Um snilldina er ekki að efast. Þegar þetta gerðist var Joseph Haydn, stórmeistari sinfóníu og strengjakvartetts, kominn yfir fimmtugt og frægastur tónskálda, en Mozart vel innan við þrítugt. Haydn fannst mikið til um hina nýju kvartetta. Þeir örvuðu hann til nýrra dáða og hann hélt áfram að semja kvartetta. Þeir urðu alls 82 og sífellt veigameiri tónsmíðar. Einn hinna síðustu er op. 76.4.“ Þær Sigrún Eðvaldsdóttir og Helga Þórarinsdóttir léku saman B-dúr dúó Mozarts á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins árið 1991. „Forsvarsmenn klúbbsins pöntuðu þá hjá okkur flutning á G-dúr dúó- inu,“ segir Helga. „Þeim fannst þetta mjög skemmtilegt." Þeir fjórir hljóðfæraleikarar sem leika í kvartettinum hafa allir leikið saman áður, þó ekki sem kvartett. Helga segist þó vona að samstarfíð haldi áfram. „Þetta er okkur mjög hollt,“ segir hún. „Við komum úr ólfkum áttum. Sigrún úr einleiks- geiranum og við hin úr hljómsveit- argeiranum — og hinu og þessu. Það er ákaflega gott að koma sam- an og spila kammertónlist. Það er eins og að koma heim. Kammertónl- ist er líka svo fullkomin í einfald- leika sínum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.