Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 B 3 ÍÞRÓTTIR Meist- arapar PATRIK Johansson frá Svíþjóð og Leena Pulliainen frá Finn- landi urðu Norðurlandameistar- ar í einliðaleik í keilu. Patrik vann landa sinn Reymond Jans- son í úrslitaleik 427:382 og Pull- iainen vann löndu sína Pauliina Aalto, sem hafði leitt keppnina í einliðaleik allt mótið, 377:359, í úrslitaleik. Leena lék þrjá leiki í úrslita- keppninni — tvo áður en hún varð áskorandi Pauliinu. Fyrst lagði hún löndu sína Reija Lund- én í leik, sem hún náði fimm fell- um í röð og síðan lék hún gegn dönsku stúlkunni Trine Simons- en í leik, sem endaði sögulega. Þegar Leena var búin að ljúka leik sínum og var með 181; lauk hún leik sínum með með tveimur fellum og níu keilum í bónus- skoti. Trine var með 172 þegar hún undirbjó síðustu köst sín. Finnski þjálfarinn Jarl Kylmán- en gekk þá til Leenu, klappaði henni á öxlina, sem gaf tU kynna að hann taldi möguleika hennar á að komast áfram ekki lengur til staðar. Trine þurfti að ná tíu keilum í tveimur skotum til að gera út um leikinn og tryggja sér bónusskot og gulltryggja sig- ur sinn. Það hefði ekki átt að vera neitt stórmál fyrir dönsku stúlkuna, en heppnin var ekki með henni — sjö keilur féllu, en eftir stóð erfið glenna. Trine Norðurlandameistarar Morgunblaðið/Jón Svavarsson SVÍIIMN Patrik Johansson og flnnska stújkan Leena Pulllainen urðu Norðurlandamelstarar í elnllðalelk í Kelluhölllnnl í Öskjuhlíð. Eftir mótlð var þelm eklð um Reykjavík í Cadillac-glæsikerru. náði að fella tvær keilur og það munaði ekki miklu að hún næði glennunni og tryggði sér sigur. Svo var ekki, þannig að staðan var jöfn 181:181. Þær léku þá bráðabana — níunda og tíunda rammann. Leena byrjaði á því að senda átta keilur niður, en eftir var glenna. Hún gerði sér lítið fyrir og náði glennunni. Trine sendi niður níu keilur og lokaði siðan ramman- um með þvi að leggja tíundu keiluna. Leena kom aftur fram á sviðið — náði tveimur fellum og síðan níu keilum í þriðja skoti sínu. Trine byijaði á því að fella, en síðan brást henni bogalistin — sendi niður níu keilur og lokaði í öðru skoti. Leena vann bráða- banann 40:38 og tryggði sér rétt til að leika gegn Pauliinu, sem hafði leikið best allra í mótinu, var með meðalskor 202,2 á móti 193,7 Pauliinu. Það sem háði Pauliinu í úrslitaleiknum, var að hún var köld — var búin að bíða eftir hver yrði mótherji hennar. Hún náði sér ekki á strik — tap- aði fyrri leiknum 164:204, en vann þann síðari 195:173, en það nægði ekki. Norðurlandamótið heppnaðist rpjög vel og var Keikusambandi íslands til sóma. Ursllt / B11 ÍÞRÓmR FOLX ■ ÞÓRIR Rúnarsson silfurhafi á Afmælismóti JSI, í opnum flokki og + 86 flokki, er bróðir Friðriks Rúnarssonar, þjálfara Grindavík- ur í körfubolta. ■ EINSog yfirleitt er skemmtileg keppni í opnum flokki á júdómótum og mikil þyngdarmunur á keppend- um. Sigurður Bergmann var þyngsti keppandinn í ogna flokkn- um á Æfmælismóti JSÍ um helg- ina. Hinn efnilegi Vignir Stefáns- son var hins vegar léttasti keppand- inn, 63 kg. Þeir Sigurður og Vign- ir mættust í opna flokknum og tókst Vigni að standa í Sigurði um tíma. Fór svo eftir tvær mínútur að Sigurður lagði Vigni á Ippon. ■ VIGNIR Stefánsson keppir allt- af í opnum flokki á þeim mótum sem hann tekur þátt í þrátt fyrir að vera ungur að árum og mjög léttur, en hvers vegna? „Það er ekki alltaf aðalatriði hjá mér að vinna heldur vera með. Eg fæ góða reynslu af því að keppa í flokknum auk þess sem það er gaman að glíma við „gömlu“ karlana," sagði Vignir Stefánson, aðspurður í við- tali við Morgunblaðið. ■ EINN erlendur dómari var á Afmælismóti JSÍ um helgina, Finn- inn, Tapio Isonokari.Hann býr um þessar mundir hér á landi, nánar tiltekið í Grindavík. ■ HALLDÓR Hafsteinsson tók ekki þátt í mótinu um helgina. Hann er nýkominn frá Kanada þar sem hann var við æfingar. ■ ELÍAS Bjamason meiddist á ökkla í glímu sinni við Jón Gunnar Bjarnason og varð að hætta keppni. . JUDO / AFMÆLISMOT JSI KEILA / NORÐURLANDAMOT Sigurvegar- inn í Skjaldar- glímunni keppti íjúdó INGIBERG- UR Sigurðs- son, sem sigraði i 83. skjaldar- glímu Ár- manns á laugardag- inn, lét það ekki nægja um helgina heldur tók hann einnig þátt í Afmælis- móti JSÍ á sunnudaginn, og stóð sig vel. Varð í þriðja sæti í + 86 kg. flokki og , einnig i í opna flokknum. „Ég hef æft júdó í eitt ár en glímu i átta ár. Það er margt svipað með þess- um íþróttum og grunnurinn sem ég hef úr glimunni kemur sér mjög vel í júdó- inu. Að mínu mati hefur það komið mér til góða í júdóinu að hafa byrjað á að æfa glímuna á undan. Nú vantar mig aðeins meiri keppnis- reynslu í júdóinu til þess að ná lengra á þeim vett- vangi,“ sagði, Ingibergur Sigurðsson, aðspurður um hvort það færi vel saman að æfa þcssar tvær íþróttir á sama tíma. Hann lét ekki neinn bilbug á sér finna eftir keppnir helgarinnar og ætlar að halda áfram að æfa bæði glímu og júdó. „Þetta var jám í jám“ ívar Benediktsson skrifar TUTTUGU og níu júdómenn tóku þátt í Afmælismóti Júdó- sambands íslands um sl. helgi í íþróttahúsinu við Austurberg. Bráðfjörug keppni var í flestum flokkum og hressilega tekið á. Keppendur voru frá fjórum fé- lögum, hér sunnanlands, en júdómenn frá Akureyri tóku ekki þátt. Þrír keppendur voru skráðir til leiks í opnum flokki kvenna. Þar bar Gígja Sigurðardóttir, Ár- manni, sigur úr být- um, sigraði and- stæðnga sína af ör- yggi. „Nei mér þótti þetta alls ekki létt, þær Berglind og Hólmfríður stóðu sig vel,“ sagði Gígja, að lokinni keppni. „Ég hef æft júdó í 6 ár en það er misjafnt hversu mikið ég æfi. Frá áramótum hef ég æft þrisv- ar í viku tækniæfingar, auk þess að lyfta. Við erum í nálægt tíu stúlk- ur sem æfum júdó að jafnaði hjá Ármanni." í - 55 kg flokki karla var hörku- keppni og fór svo að lokum að Ólaf- ur Baldursson, Ármanni, stóð uppi sem sigurvegari og Funi Sigurðs- son, JFR, varð annar. Hlynur Helga- son og Kristján Gunnársson, báðir frá Ármanni, urðu jafnir í þriðja sæti. Höskuldur Einarsson hafði yfir- burði í - 60 kg flokki, sigraði alla andstæðinga sína af öryggi. Ólafur Baldursson varð annar og Bjarni Tryggvason í því þriðja. Allir eru þeir frá Ármanni. „Það þarf alltaf að hafa fyrir þessu. Bjarni Skúlason er á uppleið og er mjög sterk- ur,“ sagði Vignir Stefánsson, Ármanni, en hann bar sigur úr býtum í - 65 kg flokki. Hann lagði alla andstæðinga sína á Ippon eftir stuttar við- ureignir. Bjami Skúlason, Selfossi, varð annar og Eirík- ur Gunnarsson, Ármanni, þriðji. Aðeins einn keppandi var skráður til leiks í - 71 kg. flokkij Eiríkur Ingi Kristins- 'son, Ármanni. Hann brá því á það ráð að færa sig upp í - 78 kg flokkinn. í þeim flokki var hörð keppni á milli hans og Karels Halldórssonar, Ár- manni. Hinir keppendurnir í flokknum voru Gunnar Gunn- arsson, JB, og Stefán Hall- dórsson," Ármanni. Úrslita- glíma Eiríks og Karels var mjög tvísýn og stóð í fimm mínút- ur. Á endanum varð að leita dóma- raúrskurðar. Þar dæmdu tveir dóm- arar Karel sigur, en einn dæmdi Eiríki í vil. „Eg er léttari en hann (Karel) og hefði átt að keppa í - 71 kg flokki, en samt ég átti að hafa hanh,“ sagði Eiríkur Ingi að keppnislokum. I - 86 kg flokki var keppni nærri hnífjöfnog varð ekki Ijóst fyrr en á síðustu glímu hver stæði uppi sem sigurvegari. Baldur Pálsson, Sel- fossi og Jón Gunnar Björgvinsson, Ármanni, háðu hörku úrlsitaglímu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Mlklð var um falleg tllþrlf á Afmællsmóti JSÍ um helglna. Hér er Vlgn- Ir Stefánsson, Ármannl, að leggja BJarna Skúlason, Selfossi, á Ippon í úrslltagllmunnl I - 65 kg flokki. sem Baldur sigraði naumlega. Jón A. Jónsson, Ármanni, varð þriðji. Hinn gamalreyndi glímukappi, Sigurður Bergmann, frá Grindavík, mætti til keppni á elleftu stundu í + 86 kg flokki og hann lagði Ingi- berg Flosason og Þórir Flosason af öryggi og mætti Þóri Rúnarssyni í úrslitaglímu. Sú glíma var jöfn en svo fór að Sigurður sigraði á stigum þar sem honum tókst að skora Yuko hjá Þóri auk þess sem Þórir fékk á sig refsistig fyrir að standa of lengi á rauðu línunni sem afmarkar keppnisvöllinn. Þórir Rúnarsson ■varð því annar og Ingibergur Sig- urðsson þriðji. „Það er alltaf erfitt að glíma við hann Þóri, sem er sterkur strákur,“ sagði Sigurður Bergmann, að lok- inni glímunni við Þóri. En Þórir sagði; „Þetta var járn í járn og mér tókst ekki að hafa hann í þetta sinn.“ í opna flokknum voru ellefu keppendur og bráðfjörug keppni. Sigurður Bergmann sigraði alla andstæðinga sina á Ippon, Þórir Rúnarsson varð annar. Eiríkur Kristinsson og Ingibergur Gíslason urðru jafnir í þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.