Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KORFUKNATTLEIKUR Borgnesingar burst- uðu „Stólana“ Theodór Þóröarson skrifar Eg er mjög ánægður með þennan leik, vömin var mjög góð hjá okkur, eins og sést best á skorin,u hjá andstæðingun- um, sagði Ari Gunn- arsson leikmaður Skallagríms eftir sig- ur á Tindastóli 76:51. „Stólamir vom ekki í stuði og létu dómarana fara í taugamar á sér. Þetta var barátta framan af og við hittum illa í fyrri hálfleik en vorum þó alltaf yfír. En síðan áttum við mjög góðan kafla um miðjan síðari hálfleik sem gerði útslagið." „Við vissum alveg að þetta yrði erfíður leikur," sagði Páll Kolbeins- son þjálfari og leikmaður Tindastóls. „Borgames er með topp lið í hinum riðlinum og við flestir ungir og óreyndir. Þetta var ágætt framan af en síðan tókum við áhættu og fómm út í svæðisvöm sem gekk ekki upp. En við vomm undir og urðum að pmfa eitthvað nýtt.“ Borgnesingar vom öryggið upp- málað strax frá byijun leiksins og höfðu undirtökin allan leiktímann. Munurinn var þó ekki mikill á liðun- um fyrr en undir miðjan síðari hálf- leikinn en þá hristu liðsmenn Skalla- gríms „Stólana" endanlega af sér og komust í 20 stiga forskot. Leikmenn Tindastóls byijuðu leikinn sæmilega en gáfu síðan fljótlega eftir og náðu sér síðan aldrei á strik eftir það. Þeir mættu seint til þessa leiks vegna ófærðar og kannski hefur ferðaþreyt- an sagt eitthvað til sín. John Torrey, Hinrik og Ómar Sigmarsson sýndu mestu baráttuna hjá Tindastóli. Liðsmenn Skallagríms stóðu sig flestir mjög vel í þessum leik en best- ir vom, baráttujaxlinn, Henning Henningsson og Ari Gunnarsson sem skoraði 5 þriggja stiga körfur á mjög mikilvægum tíma leiksins. Þriðji tapleikur Hauka í röð með einu stigi Haukar töpuðu sínum þriðja leik í röð, með einu stigs mun, nú gegn KR á Seltjamamesinu á sunnu- dagskvöldið, 76:75. í þetta skiptið áttu þeir alla möguleika á því að vinna stigin tvö því Sveinbjöm Bjömsson átti skot í upplögðu færi þegar þtjár sekúndur vom eftir. Það geigaði og KR-ingar fögnuðu innilega að leikslokum. Leikmenn beggja liða fóm sér hægt í stigaskomn á fyrstu mínútum. Þegar 3 mínútur vom liðnar var stað- an 3:2. Lengi fram eftir fyrsta leik- hluta var mikið um klaufaskap á báða bóga í vöm og í sókn. KR-ingar vom þó ívið sterkari og höfðu undir- tökin. Þeir tóku þó aðeins við sér þegar nær dró lokum í fyrri hluta og náðu niu stiga forystu, 38:29. Þegar þama var komið við sögu tóku Haukar við sér og náðu að jafna fyr- ir hálfleik, 40:40. Haukar hófu síðari hálfleikinn mun betur, sérstaklega var Sigfús Gizura- son „heitur" á upphafsmínútnum. Hann skoraði tólf fyrstu stig Hauka og þegar Pétur Ingvarsson hafði bætt fjórum við, vom Haukar komn- ir með foiystu, 49:56. Leikmenn Hauka leiddu leikinn fram undir lok- in að KR náði að komast stigi yfir, 69:68. Lokamínútnar vom hnífjafnar og æsispennandi og þar höfðu KR- ingar betur. „Við vomm tvisvar sinnum búnir að ná þægilegri stöðu í leiknum en hleyptum þeim svo inn í hann að nýju og því er ég mjög ánægður að hafa sloppið með bæði stigin út úr viðureigninni," sagði Axel Nikulás- son, þjálfari KR, að leikslokum. Bestir KR-inga vom Falur Harða- son, Ólafur Jón Ormsson og Ósvaldur Knudsen. Haukar eiga greinilega í erfíðleikum. Meiri þolinmæði vantar oft í sóknir þeirra og einbeitingar- leysi virðist hijá liðið á köflum. Sig- fús Gizurason og Pétur Ingvarsson vom bestir f liði Hauka, þó hefur Pétur oft hitt betur. Ivar Benediktsson skrifar Bjöm Blöndal skrifar frá Keflavík Keflvikingar tryggöu sér sigur á sídustu sekúndunum #%etta mátti ekki tæpara standa og ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið sætur sigur því Þórsarar em með sterkt og gott lið sem ekki er auðsigrað," sagði Jón Kr. Gísla- son þjálfari og leik- maður Keflvíkinga eftir að lið hans hafði unnið nauman sigur á Þór á sunnudagskvöldið. Lokatölur urðu 95:92 og skoraði Einar Einarsson sigurkörfu Keflvíkinga með 3ja stiga skoti þegar aðeins nokkrar sekúndur voru til leiksloka. í hálf- leik var staðan 48:42 fyrir heima- menn. Keflvíkingar höfðu lengstum forystuna í leiknum og þegar þeir náðu upp 14 stiga mun, 71:57, í síðari hálfleik áttu flestir von á að eftirleikurinn yrði þeim auð- veldur. En norðanmenn gáfust ekki upp og með góðri báráttu tókst þeim að jafna og komust síðan yfir 86:80 þegar rúmlega 3 mínútur vom til leiksloka. Síðustu mínútumar urðu æsispennandi og þar höfðu Keflvíkingar betur eftir að Þórsarar höfðu misst 2 lykil- menn útaf með 5 villur, þá Sandy Anderson og Konráð Óskarsson. „Við tókum áhættu með því að lofa þeim að taka 3ja stiga skotið en ég var ekki sáttur við þann dóm þegar Konráð fékk ásetningsvillu í lokin og tel að það hafí ráðið úrslitum," sagði Hrannar Hólm þjálfari Þórs eftir leikinn. Bestu^ menn Keflvíkinga vom Albert Óskarsson, Lenear Bums og Davíð Grissom lék vel í fyrri hálfleik. Kristinn Friðriksson, Konráð Óskarsson og Sandy And- erson vom bestu menn Þórs. FOLK ■ LEIKUR KR og Hauka hófst fimmtán mínútum seinna en gert var ráð fyrir. Ástæðan var að dans- keppni var í íþróttahúsinu á Sel- tjarnamesi og henni lauk seinna en gert var ráð fyrir ■ LEIKMENN KR fengu dæmdar á sig sjö villur á fyrstu fímm mínút- unum j síðari hálfleik gegn Hauk- um. Áttunda villan kom skömmu síðar og við það fengu Haukar skotrétt. Þeim tókst hinsvegar ekki að færa sér hann nægjanlega vel til tekna í leiknum. ■ HAUKAR vom hins vegar öllu spakari í brotum á leikmönnum KR. Þegar Haukar voru komnir með skotrétt um miðjan síðari hálfleik- inn höfðu Haukar aðeins fengið dæmda á sig eina villu. I öllum síð- ari hálfleiknum voru einungis dæmdar þrjár villur á Hauka. ■ SÓKNARLEIKUR KR-inga og Hauka var oft ekki upp á marga fiska á sunnudagskvöldið. Sem dæmi má nefna að í síðari hálfleik kom fimm mínútna kafli þar sem ekki var skoruð ein einasta karfa. ■ ÞEGAR haila tók undir fæti hjá KR í upphafi síðari hálfleiks gegn Haukum stóð einn leikmaður KR upp á varamannabekknum og hvatti áhorfendur til þess að hvetja KR-inga til dáða. Það hafði tilætluð áhrif, stuðningsmenn KR-inga tóku við sér og hrópuðu allt hvað af tók þar til yfír lauk og sigur var í höfn. Stefán Stefánsson skrifar Bíðum eftir að hinir gefist upp Oftast bíðum við eftir að hin liðin gefi sig því við erum með meiri mannskap. Stundum verðum við jafnvel betri þegar nýir menn koma inná og við spiluð- um allir vel,“ sagði Nj arðvíkingurinn Jóhannes Krist- bjömsson eftir 78:105 sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda á sunnudaginn. Fjörið byijaði á fyrstu mínútu og hraðinn var mik- ill. Valsmenn voru ekki síðri en stigahæsta lið úrvalsdeildarinnar og eftir 10 mínútur voru 60 stig komin á töfluna. Þá skiptu Njarð- víkingar fersku og óþreyttu liði inná sem skilaði þeim í gott for- skot. Eftir hlé héldu gestimir uppi hraðanum og bættu jafnt og þétt við forskot sitt svo að sigurinn var aldrei í hættu. Bragi Magnússon var bestur hjá Val. Liðið spilaði vel saman en gerði mikið af klaufamistökum, tapaði til dæmis boltanum 24 sinn- um og það gengur ekki gegn Njarðvíkingum. í einvígi bestu er- lendu leikmannanna var Jonathan Bow með 22 stig og 14 fráköst en Ronday Robinson hélt honum niðri. Að eiga tíu boðlega leikmenn á skýrslu eins og Njarðvíkingar, er hveiju liði stór biti að kyngja og það sýndi sig rækilega í leiknum gegn Val þegar frískt lið kom inná. Jóhannes var sprækur en minna sást til Ronday en venjulega. „Ég elti Bow stanslaust til að þreyta hann,“ sagði Ronday, sem tók 18 fráköst og gerði 21 stig. Bikarmeistaramir með sýningu Skagamenn voru lítil hindrun fyrir spræka Grindvíkinga í úrvals- deildinni á sunnudagskvöld. Þeir komust reyndar yfír 6:0 en þá vöknuðu heimamenn til lífsins og tóku leikinn í sínar hendur og unnu 105:77. Heimamenn léku oft á tíðum mjög skemmtilega saman. Áhorfendur kunnu svo sannarlega að meta það en aldrei eins og þegar Guðjón Skúla- son henti knettinum í spjaldið og Guðmundur Bragason kom á eftir og tróð með tilþrifum. Þetta léku þeir einu sinni í hvorum hálfleiknum. Seinni hálfleikur var mun jafnari en sigur heimamanna var öruggur eins og tölumar gefa til kynna. Grindavíkurliðið átti í heildina góð- an dag. Guðmundur spilað mjög vel ásamt Booker sem stjórnaði spilinu eins og honum einum er lagið. Helgi Jónas, Unndór, Guðjón og Marel stóðu sig einnig vel. Það hafa sjálfsagt margir beðið eftir að sjá til B.J. Thompsons í liði Skagamanna og hann stóð vel undir væntingum til að byrja með, mjög laginn leikmaður. Hann lenti þó snemma í villuvandræðum og dalaði þegar á leið. Brynjar Sigurðsson hélt þá merki gestanna á lofti og átti mjög góðan seinni hálfleik þar sem hann gerði 27 af 29 stigum sínum. Frímann Ólafsson skrifar frá Grindavik SKAUTAR Surya Bonaly vann & laugardaginn fimmta Evróputitlllnn í röð í listhlaupl á skautum. Bonaly meist- arifimmta áriðíröð Vantar aðeins einn sigurtil aðjafna met Sonju Henie og Katarinu Witt FRANSKA stúlkan Surya Bona- ly vann á laugardaginn fimmta Evróputitilinn í röð í listhlaupi á skautum. Bonaly var undir miklum þrýstingi eftir fyrri dag keppninnar þar sem hún varð f öðru sæti. En hún gerði engin mistök síðari daginn; tók sjö sinnum þrefalda skrúfu, fékk hæstu einkunn fyrir listfengi og fór upp fyrir Olgu Markovu frá Rússlandi, sem hafði for- ystu eftir fyrri daginn. Ef hún nær að vinna Evróputitilinn aft- ur næsta ár jaf nar hún met norsku stúlkunnar Sonju Henie (1931-1936) og Katarinu Witt (1983-88). Bonaly er aðeins 21 s árs og ætti því að eiga möguleika á sigri næsta ár og jafna metið og komast á stall með frægustu skautadrottn- ingum heims. Franska stúlkan kunni vel við sig á svellinu í Dort- mund á laugardaginn. Hún fékk 5,9 í einkunn frá tveimur af níu dómurum fyrir tækni og þrisvar sinnum 5,9 fyrir listfengi. Hún var að vonum ánægð með útkomuna, en sagði að meiðsli í fæti hafi hijáð sig fyrir keppnina. „Þetta er árang- ur mikillar vinnu. Dómaranir gáfu mér nú þá einkunn sem ég verð- skulda, og vonandi verður það líka á HM. Ég finn ekki fyrir meiðslun- um þegar ég er á svellinu en get varla gengið án þess að haltra.“ Hún var síðust í röðinni út á svellið á laugardaginn og horfði ekki á hinar sem á undan henni voru. „Ég var í búningsklefanum, mjög afslöppuð. Það var best fyrir mig að horfa ekki á hinar stúlkurn- ar,“ sagði Bonaly. Næsta skref hjá henni verður þátttaka í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Birmingham á Eng- landi í næsta mánuði. „Ég hlakka til að mæta á HM og vinna stúlkur frá öðrum álfum en Evrópu. Ég er búin að þurrka út vonbrigði síðasta heimsmeistaramóts. Þetta er nýtt ævintýri," sagði Bonaly, sem hefur aldrei orðið heimsmeistari og tapaði fyrir Yuko Sato frá Japan í fyrra. Markova var óánægð með sig. „Ég er ekki sátt við frammistöðu mína vegna þess að ég náði ekki þeim stökkum sem ég ætlaði að framkvæma. Ég hafði mikla löngun í að vinna Evrópumeistaratitilinn og verða um leið fyrst kvenna frá Rússlandi til að gera það, en því miður tókst það ekki í þetta sinn,“ sagði Markova. BLAK Víkingsstúlkur senn deildarmeistarar Víkingsstúlkur svo gott sem tryggðu sér deildarmeistaratitil- inn eftir að hafa lagt HK stúlkur að velli í Digranesi á Guðmundur sunnudaginn. Hrin- Helgi umar enduðu 15:6, Þorsteinsson 8:15, 15:13 og 15:3 skrifar fyrir Víking en Vík- ingsliðið þarf að tapa öllum Ijórum leikjum sínum sem eftir eru til að deildarmeistaratitillinn gangi þeim úr greipum en telja verður það nán- ast útilokað. HK stúlkur voru klaufar að vinna ekki þriðju hrinuna en þær leiddu hana, 13:7 þegar dæmið snerist í höndum þeirra. Þjálfari HK, Særún Jóhannsdóttir hefði mátt taka leikhlé fyrr til að róa sitt lið niður en hún beið með það þar til staðan var orðin 13:13 og eftir það missti HK liðið gjörsamlega flugið í leiknum. Oddný Erlendsdóttir var sem oft fyrr at- kvæðamest í Víkingsliðinu og skellti grimmt í gólfíð hjá HK, en búast má við mikilli baráttu milli HK, ÍS og KA um annað til fjórða sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.