Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 B 5 Stóðum við orðin — unnum fýrir Guðríði „VIÐ sögðum að við ætluðum að vinna fyrir Guðríði og stóð- um við það,“ sagði fyrirliði Fram, Zelka Tosic, eftir leik- inn og bætti við að sigurinn hefði verið stærsta stund á handknattleiksferli sinum. „Við vorum rryög stressaðar fyrir leikinn og töluðum um að hafa vömina sterka. Þegar þær komust yfír, fór ég út úr horninu til að skjóta. Það gekk upp og við komumst aftur inní leikinn." Ætlaði ekki að byrja á því að tapa núna „ÉG hef aldrei tapað bikar- úrslitaleik og sagði stelpunum fyrir leikinn; að ég ætlaði ekki að fara að byija á því núna,“ sagði Hanna Katrín Friðriksen, sem gerði þijú mörk fyrir Fram og átti góðan leik. „Við spáðum mikið í fyr- ir leikinn hvernig Ragnheiður og Guðný hafa verið að skora og ætluðum að stöðva þær, en gefa Stjörnustúlkunum tækifæri til að komast inn úr liomunum. Að leika án Guðr- íðar þjappaði liðinu betur saman og eftir slæman kafla, small vömin saman og við tókum kipp.“ Ætluðum að vinna eftirtvo tapleiki „ÞETTA var nyög sveiflu- kennt en ég hafði ailtaf trú á að við tækjum þetta. Baráttan var mikil en við ætluðum að vinna eftir tvo tapleiki gegn Stjörnunni,“ sagði Þómnn Garðarsdóttir, sem átti góðan leik með Fram og skoraði fjögur mörk — m.a. sigur- markið úr horninu. „Þær vora svolítið hátt uppi fyrir leikinn og töluðu um að fara með „dolluna" heim, en ég veit ekki hvert heim þær áttu við.“ Ég er orðin þreytt á að tapa úrslitaleikjum „ÉG er orðin þreytt á að tapa i bikarúrslitum. Við vorum með höndina á bikamum," sagði Ragnheiður Stephen- sen, sem var markahæst lijá Stjörnunni með 7 mörk. „Við vorum ekki of sigurvissar en í framlengingunni frusum við og hugsuðum meira um að þær skoruðu ekki, svo að við gleymdum að hugsa sjálfar um að skora. Fyrir þá sem hafa gaman af líkindareikn- ingi þá eykur þetta líkurnar á að við vinnum Islandsmeist- aratitilinu því sjaldgæft er að lið vinni livort tveggja. Og ef okkur tekst ekki að ná honum með þremur leikjum, eigum við sigurinn ekki skiiið." Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fram, í siguivímu Stærsta stund á nítján ára ferli mínum „ÞAÐ tók geysilega á taugarnar að fylgjast með þessum átökum af bekknum — ég er alveg búin að vera. Þetta er stærsta stund- in á níiján ára handknattleiks- ferli mínum,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fram, með sigurbros á vör. „Þær fóra á taugum í síðari framlenging- unni en ekki við. Við ætluðum að stöðva Ragnheiði og Guðnýju og það gekk. Þegar Kolbrún varði lítið og þær náðu fjögurra marka forskoti [11:15] fór Zelka úr horninu í skyttustöðuna vinstra megin og gerði tvö mikil- væg mörk með skotum fyrir utan en við vorum einmitt búnar að æfa þetta síðustu tíu daga. Það er seigla í mínum stúlkum og baráttan frábær enda um- gjörðin um leikinn góð. Við vor- um mikið saman og stelpunum var gerð grein fyrir mikilvægi leiksins. Það sem við ætluðum að gera í Ieiknum gekk upp og við tókum þetta á samheldni, úthaldi og öllu,“ sagði Guðríður. Betra liðið vinnur í deildinni „Vörnin brást þjá okkur í lok- FOLK ■ GUÐMUNDUR B. Ólafsson formaður handknattsleikdeildar Fram sagði sigurinn sætari nú en í öðrum bikarúrslitaleikjum. „Áður fyrr var þetta nánast formsatriði en núna voru nokkur lið sem áttu möguleika“. ■ DÓMARAR í leik Fram og Stjörnunnar, Guðjón L. Sigurðs- son og Hákon Sigurjónsson, eru fyrstu varadómarar á heimsmeist- arakeppninni hér í maí. ■ KJARTAN Steinbeck var eftirlitsdómari hjá Guðjóni og Hákoni. ■ FRAMLENGINGARNAR urðu tvær í kvennaleiknum. Ef úrslit hefðu ekki ráðist í þeim hefði verið gripið til bráðabana þar sem hlutkesti er varpað um hvort liðið byijar með boltann og síðan vinnur það lið sem skorar fyrst. ■ STJARNAN spilaði í sínum bláa búningi en Fram í hvíta vara- búningnum sínum. Dregið var um hvort liðið spilað í sínum aðalbún- ingi. ■ FYRIR kvennaleikinn heilsuðu Steinunn Óskarsdóttir formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Ingimundur Sig- urpálsson bæjarstjóri í Garðabæ uppá leikmenn. Formenn hand- knattleiksdeilda beggja liða, Guð- mundur B. Ólafsson frá Fram og Bergþóra Sigmundsdóttir frá Stjörnunni, kynntu liðin. ■ BIKARINN sem féll sigurveg- ara í kvennaleiknum í hlut, brotn- aði sem kunnugt er á blaðamanna- fundi liðanna fyrir leikinn, þegar fyrirliðar tókust á um hann. Að sögn foráðamanna HSÍ var við- gerðin ekki auðveld og nota þurfti demantsbor til að getað borað göt svo hægt væri skrúfað eyrun aftur á. ■ NÝTING stúlknanna á færum var frekar slök. í fyrri hálfleik nýttust 9 sóknir af 24, eftir hlé átta af 23 og í framlengingunum fimm af 12 sóknum hjá Fram en 4 af 13 hjá Stjörnunni. in og taugarnar voru farnar að gefa sig hjá okkur, Framstúlk- urnar höfðu það fram yfir okkur — að fá of mörg ódýr mörk. Þær höfðu góðar gætur á Ragnheiði og Laufeyju og vita alveg hvað þær geta, enda höfum við spilað hvor við aðra í mörg ár. Kolbrún var vandamál í síðasta leik og mikil áhersla var lögð á að skora ly á henni. En við töpuðum á að þær spiluðu betri vörn,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar Guðný Gunnsteinsdóttir eftir leikinn. „Við vanmátum þær ekki, það var frekar að aðrir í kringum okkur gerðu það. Nú er bara að hirða íslandsmeistarartitil- inn. Þetta var einn leikur en í deildinni þarf þijá til að vinna og þar hlýtur betra liðið að vinna,“ sagði Guðný. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Sigurður Ingl Tómasson, for- maður melstaraflokksráðs kvenna ( Fram, fagnar Quðrfði Guðjónsdóttur, þjálfara Fram. Ákvadaðbæta fyrir mistökin KolbrúnJóhannsdóttirlokaði markinu þegará reyndi Þórunn Garðarsdóttlr skoraðl slgurmark Fram gegn Stjörn- unnl. náðu að halda gott betur en í horf- inu. Bæði lið fengu mörg færi á að gera út um leikinn en í tauga- spennuni gekk það ekki. „Ég trúi þessu varla ennþá. Það lak allt inní markið hjá mér í síðari hálfleik og vörnin hélt engu heldur svo að í stöðunni 14:17 hélt ég að þetta væri jafnvel búið. Þá ákvað ég að bæta fyrir mistökin mín og stelpumar börðust eins og ljón,“ sagði Kolbrún markvörður sem varði sem fyrr vel, að undanskildum síðari hálfleik þar sem tvö skot enduðu á henni. Sóknarleikurinn hjá stelpunum var ekki til að hrópa húrra fyrir en þær bættu það upp með góðum varnarleik og náðu að stöðva skyttur gestanna. Zelka Tosic gerði góða hluti ásamt Hönnu Katrínu Friðriksen. Aðrar sýndu að liðið hefur breidd og leggur ekki árar í bát þegar á reynir. Magnús Teitsson þjálfari Stjöm- unnar taldi að Framstúlkur hefðu haft ýmislegt með sér gegn liði sínu án þess að vilja fara nánar út í það. „En þær höfðu einnig reynsl- una og stelpurnar okkar voru hræddar við Kolbrúnu og hræddar við að skjóta. Þetta var dæmigerður bikarleikur," sagði Magnús. Stjörn- ustúlkur höfðu möguleika á að gera út um leikinn á 60 mínútum en gerðu sér ekki grein fyrir því hve vindar geta snúist skyndilega, sér- staklega í bikarúrslitaleik. Þær fengu annað tækifæri í framleng- ingunni en nýttu það ekki heldur og því fór sem fór. Vömin var góð en tilburðir skyttnanna vom of auð- lesnir. Fanney Rúnarsdóttir stóð sig vel í markinu í 60 mínútur en fékk ekki neitt við ráðið í framlenging- unni. Guðný fyrirliði var sterk í vörninni og á línunni, þar hún skap- ar stöðuga hættu. Inga Fríða Tryggvadóttir var góð og aðrar sýndi ágætis leik. SJALDAN hefur jafn tvísýnn úrslitaleikur farið fram í bikar- keppnikvenna eins og þegar Stjarnan og Fram tókust á í Laugardalshöll á laugardaginn, þegar boðið var uppá geysilega spennu í tvíframlengdum leik. Stemmningin í Höllinni var f rá- bær og leikurinn setti kvenna- handbolta á íslandi endanlega inná kortið. Það var síðan Fram sem hampaði bikarnum ílokin með 22:21 sigri og er það í ellefta sinn eftir jafnmarga úr- slitaleiki. Fyrirfram voru líkurnar taldar örlítið meiri Garðbæingum í hag en einnig alveg ljóst að í bikar- le>K)um getur allt Stefán gerst. Talað var um Stefánsson meiri breidd hjá skrifar þeim en að reynslan væri Fram megin. En í upphafí leiksins var taugaveikl- un í báðum liðum, þó sérstaklega hjá Fram, en Kolbrún Jóhannsdótt- ir markvörður Fram varði vítaskot í byijun og kippti Fram inní leik- inn. Jafnt var á nærri öllum tölum og 9:9 í leikhléi. Það tók Stjörnustúlkur tíu mínút- ur að gera tvö mörk eftir hlé en 15 mínútur liðu að fyrsta marki Fram. Sjálfstraustið var Stjörnu- meginn enda lak allt inn hjá Kol- brúnu i marki Fram og þegar um 5 mínútur voru til leiksloka var staðan 14:17 Garðbæingum í hag. En þá reyndi á reynslu Framara og með því að skora úr fimm sókn- um í röð tókst þeim að komast upp að hlið Stjörnunnar. Díana Guðjóns- dóttir jafnaði 17:17 úr vítakasti, sem hún heimtaði að fá að taka. í framlengingunum voru taugar Framstúlkna sterkari og leikreynsl- an skilaði sér á erfiðum augnablik- um, til dæmis þegar Frammarar voru tveimur leikmönnum færri en Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Zelka Toslc, fyrlrliðl Fram, hampar blkarnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.