Morgunblaðið - 07.02.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 07.02.1995, Síða 6
Morgunblaðið/Rúnar Þór Patrekur og „skallinn“ Patrekur Jóhannesson var krúnurakaður í bikarleiknum á laugardaginn. Ástæðan var sú að hann lét lita á sér hárið fyrir helgi, en litunin misheppnaðist og því lét hann raka allt hárið af sér. Misheppnað „Hárið átti að vera í KA-litunum, en það klikkaði svo rosalega og ég varð að raka það allt af. Ég gat ekki látið nokkurn mann sjá mig með mislitað hár. Ég ákvað því í samráði við konuna mína að raka það allt af. Ég held að ég sé skárri svona,“ sagði Patrekur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Patrekur lætur krúnuraka sig og mætir þannig til leiks. Hann og Sigurður Bjarnason, þáverandi fé- lagi Patreks í Stjömunni, létu báðir krúnuraka sig á heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð 1993. 6 B ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR1995 B 7 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Aldrei verið eins þreyttur - sagði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður bikarmeistara KA Alfreð átti þetta inni Bikarinn kominn heim SiGMAR Þröstur Óskarsson og Alfreð Gíslason voru að vonum ðnægðir við komuna tii Akur- eyrar 6 laugardagskvöld með bikarinn í farteskinu. Hér sýna þeir fjölmörgum stuðnings- mönnum KA-manna, sem tóku á móti þeim á Akureyrarflug- velli gripinn eftlrsótta. Lög- reglumenn ð staðnum áætluðu að um 300 manns hefðu verið samankomnir ð flugveliinum til að fagna hetjunum. ÓLAFUR Schram, formaður HSÍ, var ánægður með bikarleikina báða í Höllinni á laugardaginn. „Þetta hefur verið frábær bikardagur, það er ekki hægt að hugsa sér meiri spennu. Þetta sýnir hvað spennan er mikil í þessari íþrótt. Báðir leik- irnir voru skemmtilegir og vel spil- aðir og mikil spenna. Þetta er lif- andi íþrótt og það er allt annað að vera viðstaddur svona leiki en að horfa á þá í sjónvarpi. Maður upplif- ir stemmningu eins og hún gerist best. Vonandi er þetta forsmekkur- inn að því sem koma skal í heims- meistarakeppninni í vor,“ sagði for- maður HSI. Ólafur sagði sigurinn hafa getað lent hvorum megin sem var. „Ég er ánægður með að bikarinn lenti Alfreðs megin. Þetta eru allt ungir menn í Valsliðinu og þeir eiga möguleika á að vinna síðar. Eg held að það sé farið að halla undan hjá Alfreð og hann er búinn að þjóna þessari íþróttagrein í svo mörg ár að hann átti þetta inni. Þetta er líka lyftistöng fyrir íþrótt- ina að bikararnir geta farið eitthvað annað en á Reykjavíkursvæðið. Það er það skemmtilega í þessu,“ sagði Ólafur. Spurning um milli- metra - segir Geir Sveinsson Geir Sveinsson, fyrirliði Vals, sagði að leikurinn hafi boð- ið upp á allt sem góður handbolta- leikur getur boðið uppá. „Ég er fyrst og fremst ánægður fyrir hönd handknattleiksins á íslandi að fá svona spennandi leik. Auð- vitað er ég svekktur að tapa en þó ekki eins svekktur og ég átti von á. Þetta var kannski spurning um nokkra millimetra hvoru meg- in sigurinn lenti. Ég vil bara óska KA-mönnum til hamingju. Þeir eru búnir að vinna vel fyrir þessu og eru vel að titlinum komnir. Við áttum að geta gert betur, vamarlega séð og eins áttum við að leysa vömina þeirra. Það tók mikinn toll að vinna upp forskot þeirra í byijun og ég hélt satt að segja að forlögin væru okkur í hag er Guðmundur varði vítið í lok venjuiegs leiktíma," sagði Geir. Geir var ekki sáttur við dóm- gæsluna. „ Flest öll vafaatriði í leiknum féllu KA-mönnum í hag. Ég hefði viljað sjá þá taka fastar á ýmsum brotum KA manna, sérstaklega í framlengingunum. Bæði félögin lögðu fram bókun fyrir leikinn og óskuðu eftir því að þetta par dæmdi ekki. Ég skil ekki, og ég hef ekki enn hitt þann mann sem skilur, hvers vegna Gunnar Kjartansson dæmdi vítakast á síðustu sekúndu leiksins. Ef við emm að tala um næst besta dómarapar landsins sem dæmir vítakast vegna þessa „brots“ á þessu augnabliki í leikn- um, er eitthvað mikið að. Þó að ég hafi ekki verið sáttur við dóm- arana vil ég ekki eigna þeim það að hafa unnið leikinn fyrir KA.“ Fyrst við töpuðum er ég ánægður að það var KA Jón Kristjánsson sagði að leik- urinn hafi verið mjög erfiður. „Við vorum frekar daprir í byijun en svo komumst við inní leikinn og hann var ekkert ósvipaður og ég bjóst við. Við vorum líka svolít- ið smeykir við svörtu karlana fyrir leikinn og ég held að ástæð- an fyrir þeim ótta hafi komið í ljós. Við vomm óþarflega oft útaf fyrir smábrot miðað við hörkuna sem leyfð var í leiknum. Þá fannst mér við fá að kenna frekar á því en þeir. KA-menn spiluðu þennan leik mjög skynsamlega og áttu sigurinn skilið er upp var staðið. Auðvitað er maður alltaf sár að tapa en úr því að við urðum að tapa fyrir einhverju liði er ég ánægður að það skuli hafa verið KA,“ sagði Jón sem lék með KA áður en hann gekk til liðs við Val. 12 22 54,0 F.h 10 21 47,6 10 22 45,0 S.h 12 22 54,0 22 44 50,0 Alls 22 43 51,0 4 9 44,4 F.fr.l. 4 10 40,0 3 6 50,0 S. fr.l. 2 6 33,3 27 59 46,0 Alls 26 59 44,0 10 Langskot 7 4 Gegnumbrot 2 2 Hraðaupphlaup 8 0 Horn 3 5 Lína 3 6 Víti 3 „ÞÁ ER þessi eftirsótti titill loksins kominn íhöfn,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA-manna, ör- þreyttur eftir leikinn. „Þetta var ansi erfið fæðing og hún gerði næstum útaf við mig. Eg hefði ekki getað spilað mínútu lengur, ég var alveg gjörsamlega búinn og held að ég hafi aldrei áður verið eins þreyttur eftir nokkurn leik. Ég var kominn með sinadrátt í báða kálfana," sagði þjálfar- inn í sigurvímu eftir leikinn. Alfreð sagðist hafa verið orðinn ansi hræddur um að lið hans myndi klúðra þessum leik eftir fyrri framlenginguna. „Við vorum tvisvar með unninn leik í höndun- um en klúðruðum í bæði skiptin og þá hélt ég að þetta væri búið hjá okkur. Ég er mjög stoltur af mínum strákum að þeir skyldu taka áföllunum svona vel og halda áfram og gáfust aldrei upp. Ég held að það sé ekki hægt að fá betri auglýsingu fyrir handboltann en þennan leik. Valsmenn eru með algjört topplið og ég held að leikur- inn í heild hafi verið frábær. Þetta var alvöru handbolti, sterkur varn- arleikur, markvarslan góð og hann bauð upp allt sem einkennir góðan leik. Umgjörðin hjá hjá HSÍ var líka til fyrirmyndar. Éf þetta er það sem koma skai í heimsmeist- arakeppninni í vor erum við í góð- um málum,“ sagði Alfreð um leið og hann tilkynnti strákunum í lið- inu að nú yrði gefið frí frá æfíng- um fram á þriðjudag. Morgunblaðið/Bjarni STUÐNINGSMENN liðanna létu sitt ekki eftir liggja í lelknum eins og sjð má á þessum myndum. Tókst í þriðju tilraun VALDIMAR Grímsson, fyrrum Valsmaður, var að vonum ánægður eftir leikinn. „Það er bara eitt orð yfir þetta; Frábært. Þetta var rosalega spennandi leikur. Það má segja að við köstuðum sigrinum frá okkur tvisvar áðar en það tókst loks í þriðju tilraun. Sennilega hefur það verið reynsluleysi okkar að ná ekki að klára þetta í fyrstu tilraun. En við lærðum með hverri framlengingunni og vissum hvað við gerðum rangt og slepptum bikarnum ekki frá okkur. Sigurinn var fyrst og fremst liðsheildarinnar. Við lögðumst allir á eitt og það komst aldrei innfyrir okkar dyr að tapa þessum leik. Ég hef unnið marga titla með Val og þó svo að hver þeirra sé stórmerkilegur verð ég að viðurkenna að þetta er einn af þeim sætari vegna þess að þetta er fyrsti titill sem KA vinnur í handbolta og það er gaman að eiga þátt í því. Það er líka gaman að stuðla að því að handbolt- inn bijóti sig út úr þessari þriggja liða hefð. Ég held að allir, jafnt áhorfendur sem leikmenn, hafi fengið allt sem hægt var að fá út úr þessum leik,“ sagði Valdimar. Vorum tilbúnir í slaginn SIGMAR Þröstur Óskarsson, mark- vörður, átti mjög góðan leik og varði 23 skot og þaraf 4 vítaskot. „Ég fann mig mjög vel. Vörnin var líka mjög góð fyrir fram og gerði mér auðveldara með að komast inní leikinn í byijun," sagði Sigmar Þröstur. „Við stjórnuðum leiknum nær allan tímann. Þetta var orðið mjög spennandi í iokin. Við fengum tvívegis tækifæri á að klára leikinn en klúðruðum því. Það var ekki hægt að klúðra þessu í þriðja sinn,“ sagði Sigmar. „Við trúðum því allan tímann að við gætum unnið. Við undirbjugg- um okkur sérstaklega vel fyrir leik- inn bæði andlega og líkamlega. Við vorum tilbúnir í þennan slag.“ - Nú hefur þú fagnað bikartitli bæði með ÍBV og Stjörnunni, var þessi sigur eitthvað öðruvísi? „Þessi var meira spennandi og „dramatlskari" en hinir. Við náðum algjörum toppleik. Það hafa alltaf verið baráttuleikir milli þessara liða og þessi var engin undantekning. Þetta er í annað sinn sem ég tek þátt í að vinna bikar fyrir lands- byggðina, ætli ég fari ekki á ísa- fjörð næst,“ sagði Sigmar og brosti. Ekki kominn niður á jörðina ,,ÉG ER ekki næstum því kominn niður á jörðina og trúi þessu varla,“ sagði Patrekur Jóhannesson, sem átti stjörnuleik. „Við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Ég held að það hafi ráðið úrslitum að við vorum hungraðari í titilinn en Valsmenn. Það small allt saman hjá okkur. Vörnin var frábær og Sigmar varði eins og hann gerir best og eins var Alfreð að gera hluti sem hann hefur ekki verið að gera mikið í vetur. Hann hefur lík- lega verið að spara sig fyrir þennan leik og það er þá mjög gott. Hann tók af skarið, sérstaklega í byijun og gaf þannig tóninn. Þetta er frá- bær tilfínning og engin orð fá henni lýst,“ sagði Patrekur. SÓKNARNÝTING í bikarúrslitaleik karla 1995 Maður getur ekki unnið alK - sagði Þorbjöm Jensson, þjálfari Vals „ÞETTA var spennandi leikur og kannski enn meira spenn- andi en ég bjóst við fyrirf ram. Sigurinn gat nú fallið á báða vegu. KA-menn voru alltaf yfir og við höfðum á brattann að sækja en komum til baka og síðan var jafnt og svo í fram- lengingunni misstum við þá aft- ur framúr okkur, en alltaf kom- um við til baka. Eg var farinn að halda að þetta væri leikurinn okkar. En því miður töpuðum við og ég vil bara óska KA- mönnum til hamingju með sig- urinn,“ sagði Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals. orbjörn sagði að liðið sitt hafí ekki ráðið nægilega. vel við vörnina hjá KA. „Þeir geta leyft sér að spila vörnina aftarlega og við erum ekki með bestu skytturnar í deildinni en aftur vel spilandi leik- menn. Við eigum að geta klárað okkur á móti þessari vörn en það tekur bara lengri tíma og sóknirnar verða lengri fyrir bragðið.“ - Hvað fannst þér helst vanta hjá þínu liði? „Við hefðum þurft að koma miklu ákveðnari til leiks í byijun og við ætluðum okkur að gera það en ein- hverra hluta vegna var það ekki. Við vorum að hreinsa upp eftir okk- ur allan leikinn. Við áttum auðvitað að spila örlítið betur. Við áttum alla möguleika á sigri er við við kom- umst í 21:20 í fyrri framlengingunni og fengum aftur sókn. Dagur skaut í stöngina í stað þess að við færum í 22:20. Þetta var aðeins spurning um nokkra millimetra. Ég held að þetta hafi verið vendipunkturinn ef hægt er að tala um vendipunkt. Maður getur ekki unnið allt, en maður reynir. Nú eru tveir titlar í boði og við eigum möguleika á þeim báðum og við ætlum að gera okkar besta, þjappa okkur saman og setja þennan leik fyrir aftan okkur og horfa til framtíðar," sagði Þorbjörn. Kraftaverkamaðurinn Alfreð Morgunblaðið/Bjarni ALFREÐ Gíslason, þjálfari KA, fór fyrir sínum mönnum í blkarúrslitaleiknum á laugardaginn. Hann átti mög góðan lelk og dreif félaga sína áfram með sínum einstaka krafti og viljastyrk. Hér skorar hann eitt sex marka sinna og Dagur SigurAsson fórnar höndum. Morgunblaðið/Bjami Patrekur Jóhannesson átti stórlelk og var markahæstur allra með 11 mörk. Hér fagna stuðnlngsmenn honum eftir leiklnn. Frábær skemmtun KA-menn fögnuðu fyrsta bikarmeistaratitlinum í stórkostlegum tvíframlengdum leik KA-MENN fögnuðu bikarmeistaratili ífyrsta sinn á laugardaginn í mest spennandi úrslitaleik sem fram hefur farið hér á landi. Leikur KA og Vals var tvíframlengdur, stemmningin gríðarleg í Höllinni og hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Lokatölur urðu 27:26. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 20:20 og síðan 24:24 eftir fyrri framlengingu. Leikurinn verður lengi í minnum hafður, enda ekki á hverjum degi sem menn upplifa slíka spennu. Valur B. Jónatansson skrifar KA-menn komu vel stemmdir í leikinn og náðu fljótlega afger- andi forystu og fór Alfreð Gíslason þar fyrir sínum mönn- um. Hann dreif liðið áfram með sínum ein- staka krafti og smitaði þannig út frá sér. Þeg- ar 8 mínútur voru efir af fyrri hálf- leik var staðan 10:5 fyrir KA og stefndi í stórsigur Norðanmanna. Valsmenn, sem eru þekktir fyrir að gefast ekki upp, söxuðu forskotið niður í tvö mörk fyrir hlé. 12:10. Frosti Guðlaugsson var dijúgur á lokakafla fyrri hálfleiks og gerði þijú síðustu mörkin. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru Valsmenn bún- ir að jafna, 12:12. Þá hrökk Patrekur í gang, en hann fór sér frekar hægt í fyrri hálfleik. Hann gerði þijú mörk á skömmum tíma og aftur var KA komið með tögl og hagldir. En Seigl- an í Valsliðinu var enn til staðar og aftur var jafnt, 17:17 og 19:19. Dag- ur kom liði sínu yfir 19:20 þegar rúmlega ein mínúta var eftir en Pat- rekur jafnaði, 20:20, þegar 45 sek- úndur vqru eftir og allt á suðu- punkti. í næstu sókn Valsmanna varði Sigmar Þröstur frá Degi og KA-menn brunuðu upp og Patrekur fékk dsemt vítakast, sem var reyndar ákaflega furðulegur dómur. Valdimar tók vítið þegar leiktíminn var úti en Guðmundur varði og því var fram- lengt. Patrekur allt í öllu Jón Kristjánsson gerði fyrsta markið fyrir Val í framlengingunni, 20:21 og í næstu sókn varði Guð- mundur af línunni frá Leó. Dagur fékk tækifæri til að auka forskot Vals í tvö mörk, en skaut í stöng og Patrekur svaraði með tveimur mörk- um áður en flautað var til hálfleiks, 22:21. Patrekur var aftur í aðalhlut- verki eftir hlé og kom KA í 24:21 þegar 1,50 sekúndur voru eftir. Á þessum tímapunkti voru KA-menn farnir að fagna, en það var aðeins of snemmt því Valsmenn voru ekki búnir að leggja árar í bát. Þeir léku maður á mann og uppskáru þrjú mörk áður en tíminn var úti, 24:24. Ingi R. Jónsson lék mjög vel áþessum kafla og gerði tvö af þremur mörkum Vals og það síðara þegar sjö sekúnd- ur voru eftir. Og enn var framlengt. KÁ með pálmann i höndunum Patrekur kom KA yfir í 25:24 og í næstu sókn varði Sigmar Þröstur vítakast frá Degi. Valdimar renndi sér inn á línuna og fékk sendingu frá Alfreð sem hann skilaði í markið, 26:24. Valgarð minnkaði muninn fyr- ir Val úr vítakasti. Alfreð kom KA í 27:25 og Jón Kristjánsson svaraði fyrir Val, 27:26. í síðari hálfleik í síðari framlengingunni gekk hvorki né rak og sáu markverðir liðanna til þess. KA stóð með pálmann í höndun- um og var það mjög verðskuldað. Hungrið vó þungt hjá KA Eins og áður segir var leikurinn frábær skemmtun og bauð upp á allt sem góður handboltaleikur getur boð- ið uppá. KA-menn voru mjög hungr- aðir í sigurinn og það kann að hafa ráðið úrslitum. Þrír leikmenn KA báru sóknarleik liðsins uppi; þeir Patrekur, Valdimar og Alfreð. Þessir leikmenn áttu allir mjög góðan leik og mér er til efs að Patrekur hafi leikið betur í annan tíma. Varnarleik- ur liðsins var gríðarlega sterkur með þá Alfreð, Patrek og Erling á miðj- unni, Valdimar fyrir framan og Jó- hann G. Jóhannsson og Val Arnarson í hornunum. Að ógleymdum Sigmari Þresti sem átti stórleik í markinu. Leó Örn komst einnig ágætlega frá sínu. Valsmenn lengi í gang Valsmenn voru lengi í gang og vöknuðu ekki til lífsins fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleik. Það ber að hrósa liðinu fyrir það eitt að komast inní leikinn hvað eftir annað í nánast vonlausri stöðu. Það er mikill „kar- akter“ í liðinu og það gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Jón og Dagur byijuðu illa en óx ásmegin er á leið, sérstaklega Degi. Frosti spilaði vel í horninu og eins komst Valgarð vel frá sínu eftir að hann fékk tækifær- ið. Júlíus var öflugur í fyrri hálfleik en ógnaði lítið eftir það. Geir var sterkur og þó svo að hann hafí ekki skorað nema eitt mark þá fiskaði hann þijú vítaköst og stjórnaði varn- arleiknum. Ingi Rafn kom mjög öflugur inn í framlengingunni og hefði átt að fá að spreyta sig meira. Guðmundur stóð fyrir sínu í markinu að vanda og gerði vel í því að veija vítakastið í lok venjulegs leiktíma og hélt þannig spennunni í leiknum enn lengur. Mörk Sóknir % Valur Mötk Sóknir % „Drauma- úrslita- leikur“ JÓHANN Ingi Gunnarsson, fyrrum handboltaþjálfari, sagði ekki hægt að hugsa sér meira spennandi bikar- úrslitaleik. „Þetta var algjör drauma- úrslitaleikur. Það hafa ekki margir búist við svona spennandi leik fyrir- fram, sérstaklega eftir að KA fékk þetta afhroð gegn FH í fyrra. KA- menn lærðu greinilega af leiknum í fyrra og spennustigið var alveg hár- rétt. Mér fannst þetta sanngjarn sig- ur vegna þess að KA leiddi allan leik- inn og það hefði verið þjófnaður hefði Valur unnið. Valsmenn sýndu ótrú- legan karakter í nánast vonlausum stöðum og auðvitað gat þetta farið hvernig sem var. En það sem gerði gæfumuninn í þessum leik var að Alfreð Gíslason, sem hefur lítið beitt sér í undanförnum leikjum, beitti sér I þessum leik og Sigmar Þröstur lék einn besta leik sinn og minnti frammistaða hans á bikarúrslitaleik Víkinga og Vestmannaeyinga um árið. Síðan kom Patrekur upp á rétt- um tíma og liðið lék mjög öflugan varnarleik," sagði Jóhann Ingi. „Þetta er það sem gerir handbolt- ann svo skemmtilegan, að jafnvel lið sem fyrirfram eru ekki talin sigur- strangleg geta unnið, það er ein- kenni bikarleikja. Ég vil taka fram að það er ekki auðvelt að dæma svona leik, en mér fannst Gunnar og Óli komast mjög vel frá þessu. Þetta var erfiður leikur að dæma og þeir dæmdu hann mjög vel. Þetta var líka mjög heiðarlega leikinn leik- ur, menn börðust fast en það var ekkert ljótt í honum. Svona á hand- bolti að vera og þessi leikur er góð auglýsing fyrir handboltann. Það er langt síðan ég hef skemmt mér jafn- vel á handboltaleik.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.