Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 B 9 Cole kominn á bragðið Skoraði sigurmark, 1:0, Manchester United gegn Aston Villa á Old Trafford. Blackburn tapaði fyrirTottenham ANDY Cole opnaði markareikn- ing sinn hjá Manchester United um helgina og tryggði meistur- unum 1:0 sigur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Markið á Old Trafford kom eft- ir 18 mínútur f kjölfar horn- spyrnu frá Ryan Giggs og skalla frá Gary Pallister, en Cole, sem skoraði af stuttu færi, hafði ekki fagnað eigin marki í 10 deildarleikjum í röð eða síðan 26. nóvember. Giggs meiddist skömmu fyrir hlé eftir að John Fashanu hafði brotið á honum og léku þeir ekki meira. Newcastle var án átta fasta- manna vegna veikinda og meiðsla og mátti sætta sig við 3:0 tap gegn QPR á útivelli. Phil Babb varð fyrstur leikmanna Liverpool til að fá rauða spjaldið á tímabilinu en Liverpool gafst ekki upp í Nottingham og Robbie Fowler tryggði liðinu 1:1 jafntefli með góðu marki undir lokin. Tony Adams og John Hartson fengu báðir að sjá rauða spjaldið og níu leikmenn Arsenal töpuðu 3:1 fyrir Sheffield Wednesday. Ricky Newman hjá Crystal Palace var vikið af velli en liðið vann 2:0 í Ipswich. West Ham hafði betur í fallbar- áttuleik við Leicester og vann 2:1. Tony Cottee skoraði um miðjan fyrri hálfleik og fékk dæmda víta- spyrnu á 43. mínútu sem Julian Dicks skoraði úr. Mark Robins gerði fyrsta mark sitt á heimavelli Leic- ester skömmu síðar en nær komust heimamenn ekki og West Ham fagnaði fyrsta sigrinum síðan í lok desember. Everton bætti stöðu sína með 2:1 sigri gegn Norwich. Graham Stuart og Paul Rideout skoruðu fyrir Ever- ton en Mike Milligan minnkaði muninn 10 mínútum fyrir leikslok. Gary Flitcroft jafnaði 2:2 fyrir Manchester City tveimur mínútum fyrir leikslok en eftir að Matthew Le Tissier hafði gert annað mark Southampton stefndi allt í fyrsta sigur liðsins síðan 19. desember. Það var hins vegar Tottenham sem hleypti aukinni spennu í topp- baráttuna með 3:1 sigri gegn Black- burn. Júrgen Klinsmann, Darren Anderton og Nick Barmby skoruðu fyrir heimamenn en Tim Sherwood minnkaði muninn í 2:1 í byijun seinni hálfleiks. Klinsmann braut ísinn á 18. mínútu og gerði 18. mark sitt í 30 leikjum með Spurs. Þetta var fjórða tap Blackburn í deildinni og annað í síðustu fjórum leikjum, en Spurs hefur verið á hraðri siglingu síðan Gerry Francis ■tók við stjórninni í nóvember og eygir Evrópusæti. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 Reuter Jiirgen Klinsmann hefur betur í viðureign vlð Henning Berg, varnarmannl Blackburn. Klinsmann kom Tottenham á bragðið — skoraði fyrsta markið f sigurlelk, 3:1, á White Hart Lane. ítalskirstuðningsmenn hafa fengið sig fullsadda Nóg komið af ofbeldi I Jjm 400 stuðningsmenn ítal- skra knattspyrnuliða söfn- uðust saman í Genúa á sunnudag og lögðu blóm á staðinn þar sem 24 ára gamall maður var stunginn til bana fyrir leik í síðustu viku. Þessir stuðningsmenn eiga það sameiginlegt að vera í hópi þeirra æstustu, en þeir veifuðu treflum og veifum liða sinna og kröfðust þess að áhorfendur tækju sig sam- an f andlitinu. „Það er nóg komið af ofbeldi,“ sagði í yfirlýsingu þeirra og faðir fórnarlambsins sagði að slíkt morð mætti ekki koma fyrir aftur á knattspymu- velli en górir hafa týnt lffí á ftölsk- um knattspyrnuvöllum síðan 1979. 18 ára piltur frá Mílanó hefur verið ákærður fyrir fyrrnefnt morð en það varð til þess að öllum íþróttaviðburðum var frestað um helgina og lætur nærri að um tvær milljónir manna hafí orðið af þátttöku í annars fyrirhugaðri keppni. Reyndar lék Ítalía við Tékkland í Davisbikamum í tenn- is og veðreiðar fóru fóra fram en hófust stundarfjórðungi síðar en áætlað var til að minnast hins látna. Mario Pescante, formaður Ólympíunefndar Ítalíu hvatti ít- alska þingið til að styðja við bak- ið á Sþróttaforystunni með því að setja ströng lög til að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi og glæpi á meðal áhorfenda og gaf til kynna að hann vildi fá svipaða lagasetningu og gildir í Englandi. ítölsk knattspymufélög hafa verið sökuð um að sýna æstustu stuðn- ingsmannahópum of mikla linkind en gert er ráð fyrir að Knatt- spyrnusamband Ítalíu ákveði í vikunni að félögum verði bannað að gefa fólki í umræddum hópum miða á leiki eða gera þvl auðveld- ara að fara á útileiki með því að niðurgreiða eða styrkja ferðirnar. Hagi hélt upp á afmælið Rúmenski landsliðsmaðurinn Gheorghe Hagi hélt upp á þrítugsafmælið með frábærum leik í 3:1 sigri Barcelona gegn Sporting í spænsku deildinni í fyrradag. Reyndar komu gestirnir á óvart með því að ná forystunni snemma leiks en Hagi jafnaði 10 mínútum síðar og var allt í öllu í spili heimamanna að viðstöddum 79.000 áhorfendum. Þeir kunnu líka vel að meta inná- skiptingar Johans Crayffs, því vara- mennirnir gerðu bæði mörk liðsins í seinni hálfleik. Fyrst Javier Escha- ich sem lék fyrsta leik sinn og síðan Ivan Iglesias sem skipti við Stoic- hkov stundarfjórðungi fyrir leikslok. Real Madrid vann Sevilla 2:0 og er með þriggja stiga forystu í deild- inni, 31 stig eftir 20 leiki. Hinn 17 ára Raul Gonzalez skoraði um miðj- an seinni hálfleik og í kjölfarið reyndu gestirnir allt hvað þeir gátu til að jafna en Mikel Lasa innsiglaði sigurinn á síðustu stundu. Paco Buyo, markvörður Real, hélt hreinu sjöunda leikinn í röð og er það fé- lagsmet. Deportivo gerði markalaust jafn- tefli við Athletic Bilbao og er með 28 stig I öðru sæti en Barcelona er með 27 stig. ■ DAVID Robertson tryggði Rangers 1:1 jafntefli gegn Dundee United í skosku úrvalsdeildinni en Hibernian tapaði óvænt 2:1 fyrir botnliði Partick Thistle og er Ran- gers, sem hefur leikið 14 leiki í röð án taps, með 15 stiga forystu þegar 12 umferðir eru eftir. ■ MARK Hateley, sem er 33 ára, var í byrjunarliði Rangers í fyrsta sinn frá jólum. ■ NANTES, sem er taplaust í frönsku deildinni og með 10 stiga forystu, tapaði í vítakeppni fyrir St. Leu í 2. umferð bikarkeppninn- ar. St. Leu er hálfatvinnumannalið í 13. sæti 3. deildar A, en Nantes tapaði fyrir Bastia í deildarbikarn- um fyrir 10 dögum. ■ MÓNAKÓ tapaði 3:1 fyrir Po- itiers, sem er í 3. deild. ■ PATRICK Kluivert gerði tvö mörk í 3:1 sigri Ajax gegn Breda í hollensku deildinni og er marka- hæstur með 15 mörk en Ajax er með þriggja stiga forystu í deildinni. ■ ALVIN Martin, miðvörður West Ham, var rekinn af velli gegn Sheffield Wednesday á dögunum en sleppur við leikbann; talið var að hann yrði úrskurðaður í þriggja leikja bann, en dómarinn viður- kenndi síðar, eftir að hafa grand- skoðað atvikið á myndbandi, að það hefðu verið mistök að reka Martin út af, því leikmaðurinn hefði hrasað og fellt framheijann Mark Bright óviljandi. ■ JOHN Smith, fyrrum stjómar- formaður enska knattspyrnufélags- ins Liverpool, lést á miðvikudag eftir langa baráttu við krabbamein. Smith, sem var 74 ára, var stjórn- armaður félagsins í 17 ár, frá 1973 til 1990 og á þeim tíma vann félag- ið til 22 meiriháttar verðlauna; sigr- aði fjórum sinnum í Evrópukeppni meistaraliða, varð 10 sinnum ensk- ur meistari, þrisvar enskur bikar- meistari, sigraði fjóram sinnum í ensku deildarbikarkeppninni og einu sinni í UEFA-keppninni. ■ JÚGÓSLA VÍA fékk að taka þátt í fjögurra liða æfingamóti í Hong Kong og fagnaði sigri — vann Suður-Kóreu 2:1 í úrslitaleik um helgina. ■ ÞETTA var í fyrsta sinn í þrjú ár sem landslið Júgóslavíu keppir á opinberu móti, en Dragan Stojkovic, sem leikur með Nagoya Grampus Eight í Japan, var besti maður liðsins. ■ MARK Hughes hefur gert nýjan tveggja ára samning við Manchest- er United og var greint frá því fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace á laugardag. Félagið hafði hafnað óskum leikmannsins um fjögurra ára samning og síðan tveggja ára samning en staðan breyttist þegar ákveðið var að setja Eric Cantona í bann út tímabilið. ■ VINNIE Jones, leikmaður Wimbledon og Wales, sagði í blaðaviðtali um helgina að sér væri sama þó hann spilaði ekki knatt- spyrnu framar. Hann á dóm yfir höfði sér vegna ósæmilegs orð- bragðs við Kevin Keegan, yfír- þjálfara Newcastle, í leik liðanna fyrir skömmu og segist vera búinn að fá nóg af „litlum mönnum" sem stjórni öllu og séu tilbúnir að fóma sér fyrir orðbragð sem heyra megi I sjónvarpinu á hveijum degi. ■ GEORGE Foreman, heims- meistari í þungavigt hnefaleika, hefur ákveðið að veija titil sinn í bardaga gegn Þjóðveijanum Axel Schulz í apríl, þrátt fyrir þá hótun eins heimssambandanna þriggja, WBA, að svipta hann heimsmeist- aratitlinum. Astæða þeirrar hótun- ar er að Schulz þykir ekki nægilega mikill bógur, og vildi WBA (World Boxing Association) heldur að Foreman mætti sterkasta hnefa- leikakappa sem völ væri á í hringn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.