Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 6
6 D FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALOG
ívænu
umhverfi
á Skiphól
" SUMAR flugstöðvar hafa betri
áhrif á mig en aðrar. Sumar eru
svo viðskiptavinavænar að ég get
með hinu glaðasta geði unað mér
langtímum saman, rápað um, setið
á veitingastöðunum, horft á fólkið.
Ein þeirra er Skiphóll við Amster-
dam. Ég er ekki ein um þessa skoð-
un; Skiphóll hefur síðustu ár verið
ofarlega/efst á öllum listum yfir
bestu flughafnir í heimi.
Þó Skiphóll sé giska stór og
mikill um sig er stærðin samt við-
ráðanleg og þekkilega fyrir flestu
hugsað. Það er hlýr stíll yfir versl-
unum og i stað þess að hver sé
með sína liti og æpandi auglýsinga-
spjöld eru allar verslanir á Skiphól
eins úr garði gerðar. Merktar á
sama hátt og með sömu litunum.
Það skapar samræmi sem ég fann
en tók ekki eftir. Ekki fyrr en
Leon Verhallen, einn markaðs-
stjóra Skiphóls, benti mér á þetta.
Því virkar umhverfið rólegra en
t.d. á Kastrup, sem mér þykir þó
líka viðkunnalegur staður.
Leon Verhallen gekk með mér
um flughöfnina Skiphól þegar ég
var þar á ferð í haust og sýndi
mér húsakynni. Eins og alkunna
er stendur yfir stækkun, enda ekki
vanþörf á, því Skiphóll er 4.
stærsta flughöfn í Evrópu. Um
völlinn fór 21,3 milljónir farþega
árið 1993. Þar af voru 17,7 milljón-
ir í áætlunarflugi, 3,1 í leiguflugi
og 500 þúsund biðfarþegar. Leon
sýndi mér tölur sem segja alltaf
sögu; árið 1989 voru farþegar
15,7 milljónir. Næsta ár var^aukn-
ing, en 1991 stóð farþegátala í
stað. Það er ekki slæmt í sjálfu
sér, þegar haft er í huga að það
var ár Flóastríðsins og flugumferð
hrundi um heim allan. Síðan 1992
hefur verið 8-16% aukning á ári.
Það er ekki vafi að Skiphóll
¦ hefur átt ómetanlegan þátt í að
koma Hollandi á heimskortið.
Stiklaú
ð sðgunni
SÚ BORG sem heitir Búdapest - síðan 1873 en það ár sameinuðust
Búda, Óbúda og Pest í eina stóra borg - og landið Ungverjaland síðan
896 eiga sér býsna langa menningarsögu. Fyrir okkar tímatal bjuggu
Keltar hér á bökkúm Dónár og höfðu bækistöð þar sem nú heitir Gellert-
hæð í Búda á vestari bakka árinnar. Keltarnir voru siðmenntaðir og not-
uðu járn kunnáttusamlega og smíðuðu skartgripi úr gulli sem varðveist
hafa og skoða má í söfnum. Eflaust hafa þeir líka ort þótt ekki sé það vitað.
ÁREYNSLULAUST samræmi - það er Skiphóll.
„Auðvitað erum við vel í sveit sett,
en samt er stórkostlegt að þetta
litla land skuli hafa náð öðrum
eins árangri," sagði Leon og ekki
skaðar orðstír ríkisflugfélagsins
KLM.
Það er hægt að gera sér ýmis-
legt til dundurs sem höfðar að vísu
ekki til mín; glænýtt spilavíti,
heilsuræktarstöð, golfvöllur. Ágæt
aðstaða er fyrir börn og svo eru
tvö ódýr hótel þarna einhvers stað-
ar. Ótal setustofur fyrir farþega í
hinum og þessum vildarklúbbum,
salir með tolvum, föxum, tækjum
og tólum fyrir viðskiptamenn.
Að því er hagræði að farþegar
þurfa ekki að ganga nema fáein
skref eftir að komusal sleppir til
að geta stigið upp í lest. Og rútur
og leigubflar eru á hverju strái. Á
hinn bóginn er sjálfsagt að reyna
lestina og spara gyllini.
Nú nota 78 flugfélög Skiphól,
49 evrópsk, 8 frá Miðausturlönd-
um, 11 frá Austurlöndum fjær, 2
frá S-Ameríku og 4 frá Afríku.
Til að átta sig á þeirri mikiu
umferð sem er um völlinn er auð-
vitað gaman að sitja og horfa þeg-
ar vélarnar fara á loft. En þá er
líka sniðugt að glugga í tölur: frá
Amsterdam eru 2.213 ferðir á viku
til 105 staða innan Evrópu og 496
á viku til 109 staða utan Evrópu.
Árið 2000 munu fara 30 milljónir
árlega um völlinn.
Það lætur því nærri að vél taki
á loft frá Skiphól 400 sinnum á
hverjum degi. Það er hægt að
gleyma sér yfir öðru eins. ¦
Jóhanna Kristjónsdóttir
Á 1. öld e.Kr. komu Róm-
verjar hingað og stökktu Kelt-
*y um á brott og reistu borg
¦5 nokkru norðar við ána þar sem
^ nu heitir Kastalahæð. Borgina
¦ kölluðu Rómverjar Aquincum
*5# og vard hún höfuðborg í einu
flB margra ríkja þeirra, Neðri
SPannóníu. Þegar flest var
bjuggu 25-30 þús. manns þar
og voru sannkallaðir borgarar:
handverksmenn, kaupmenn,
Mkm prestar. Hermennirnir höfðust
*JJ* við í búðum sunnar þar sem
2j heitir nú Óbúda eða Gamla-
flB Búda.
Greinilegar menjar um þessa
rómversku byggð sjást enn í dag.
í Óbúda eru rústir af hringleika-
húsi sem sumir telja að hafi verið
stærra en Colosseum í Róm og rúm-
aði um 15 þús. áhorfendur. A milli
Óbúda og Aquincum má sjá leifar
af vatnsveitukerfi Rómverja, en sið-
menning þeirra og velmegun þeirra
hér, svona langt frá móðurborginni
Róm, byggðist að hluta til á heita-
vatnsuppsprettum sem voru fjöl-
margar og eru enn og búa yfir
undarlegum lækningamætti.
Útlínur Aquincum-borgar eru
enn á sínum stað eftir nær 2.000
ár. Skammt frá borgarkjarnanum
er annað hringleikahús, allmiklu
minna en hitt. Þar heitir vestara
hliðið Hlið dauðans eftir gladíator-
unum sem féllu í valinn í bardögum
og voru bornir út um þetta hlið.
Þrjú búr að nokkru uppgerð liggja
að ljónagryfjunni sem var. Nýlegar
mannvistarleifar má á þessum
nöpru, döpru vetrar- og efnahags-
kreppum dögum sjá í gömlum vflli-
dýrabúrum: rúmdýnugorma, saur,
plastpokarifrildi, landsteina, bjór-
dósir. Hér lýstur saman glæstri,
kannski grimmri fornöld og dreggj-
um nútímans, undanrennu komm-
únisma og kapítalisma.
Til að verjast ásókn barbara úr
austri reistu Rómverjar varðstöð á
eystri bakka árinnar og kölluðu
Contra-Aquincum. Enn sjást rústir
hennar. Rétt hjá hefur verið settur
upp nútíma skúlptúr sem sýnir róm-
verska hermenn á varðbergi, gón-
andi í allar áttir eftir barbörum.
Seinna var byggður varnarvegg-
ur í hálfhring í kringum dálítið
svæði austur af Contra-Aquincum.
Hann lá innanvert við þá hring-
braut sem nú spannar Mið-Pest og
kallast Litli-hringur. Brot af honum
má enn sjá á stöku stað ef vel er
gáð. Hann eins og vex inn í hundr-
að ára gömul hús við Litla-hring,
en tilfellið er auðvitað að húsin eru
byggð upp að veggnum beggja
megin frá.
Rómaveldi liðaðist í sundur eins
og öll stórveldi gera fyrr eða síðar.
Það kom í hlut Atla Húnakonungs
að hrekja Rómverja frá Aquincum
og Pannóníu á 5. öld e.Kr. En ríki
Atla stóð ekki lengi, ekki lengur
en hann staldraði sjálfur við í þessu
lífi. Á eftir Húnum komu Austgot-
ar, Langbarðar, Avarar. Þetta voru
Hvað eru íbúar
landanna margir ?
Land
Kína
Indland
Bandaríkin
Indónesía
Brasilía
Rússland
Pakistan
Japan
Bangladesh
Nígería
Mexíkó
Þýskaland
Víetnam
Filippseyjar
iran
Tyrkland
Thailand
Bretland
ítalía
Frakkland
Egyptaland
Búrma
Suður-Kórea
Suður-Afríka
milljónir
1.196,5
911,0
261,0
193,4
163,2
149,3
127,6
125,4
120,7
97,4
86,9
81,2
73,7
66,2
65,8
61,4
59,8
58,4
58,0
58,0
58,0
45,7
44,6
41,9
Ferð með björgum fram
OÉ UNDARLEG umskipti eru að
^f fara af suðurströnd Gran
¦J Canaria og yfir á vestur-
g" ströndina. Landið breytir um
^SSf svip, fjöllin skipta litum og
Qg náttúran tekur á sig þá mynd,
^ sem íslendingur á von á þar
2J syðra. Þetta land er svo víða
Síslenzkt að yfírbragði. Það
vantar bara vatnið.
Við ókum í vestur frá
Ensku ströndinni, meðfram strönd
og sums staðar utan í og gegnum
kletta. Suðurundan gráblár sjór,
þar sem enn gefur fisk, en landið,
sem áður var líf, er nú grjótbarin
óbyrja.
Hver ströndin tekur við af ann-
arri og ferðamannabæir, sem hafa
vaxið upp úr fiskiþorpum eða verið
búnir til úr engu. Enn má finna
andblæ liðins tíma, en hótelbygg-
ingar, sem eru hengdar utan í
skálahlíðarnar, bera sums staðar
allt ofurliði.
Drake fauk fyrir lítið
En skúturnar strekkja i legufær-
in í Arguineguinhöfn og Puerto
LITAÐYRÐ fjailanna
Rico. Og á sjó mátti sjá margt fley-
ið, fiskimenn og ferðamenn í bland
og seglbrettin á annarri hverri
öldu. Skyndilega birtist gamalt
seglskip líkt og þar færi Onedin
skipstjóri eða Francis Drake hefði
snúið aftur til að berja á þeim sem
hröktu hann hér frá ströndum fyr-
er Landmannalaugsk.
ir 400 árum. Það er svo eftir túris-
manum, að okkur var síðar sagt
að ferðamönnum væri boðið upp á
siglingu með slíku skipi. Hvernig
á maður að geta fundið söguna,
þegar Francis Drake fýkur fyrir
svona lítið!
Mogánhöfn er þessara staða
beztur. Þar mátti finna friðsæld,
sem var borin uppi af gömlum
húsum og gangandi fólki. Og á
Kafteininum fékk ég þá beztu
fiskisúpu, sem ég borðaði í þessari
ferð.
Tll betra lands
Upp Mogándalinn liggur leiðin
frá ströndinni til fjalla. Nú tekur
betra land við, dalur sem ber græn-
an lit og ávexti gróðursins. Og
gróðrinum fylgja dýr og fuglasöng-
ur í lofti.
Og af dalnum taka fjöllin við,
kjarriklædd neðra og svipmikil
uppi. Sjórinn er horfinn okkur.
Fjölbreytileiki þessara fjalla er
ótrúlegur; eins og hvert gil sé
heimur út af fyrir sig. Grjótið og
gróðurinn einhvern veginn öðru
vísi hér en þar. En puntur vex í
vegkantinum. Og litadýrðin í fjöll-
unum miðja vegu milli Mogán og
San Nicolás er landmannalaugsk.
Þegar hallar norður af sést aftur
til sjávar fram af gróðursældinni.
Við ökum um San Nicolas og um
La Aldea, þar sem okkur er sagt,
að merkar fornleifar hafí fundizt,
m.a. steingervingar. Þegar Aldea
sleppir tekur vegurinn með strönd-
inni aftur við. En vesturströndin
er með öðrum brag en syðra.