Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG A EIGIN VEGUM Malarboð hjá teppasala BLÁR klútur um háls og höfuð karls var merki þess að hann væri berbi, af þeim fer það orð að þeir séu slyngir í viðskiptum, jafnvel slyngari en gyðingar. Ég stóð fyrir framan teppabúð í Essaouría, litlum bæ í Marokkó, og sá ekki betur en karlinn ætti búðina. Prútt og þolinmæöi Prútt og þolinmæði eru lykilorð þegar verslað er í Marokkó, enda eru viðskiptahættir þar gjörólíkir því sem við eigum að venjast. Sölumenn eru margir mjög ágeng- ir og nánast toga viðskiptavini inn í sjoppur sínar. Þessi var rólegur og kurteis, svo ég ákvað að kíkja á teppin. Þar með hafði hann unn- ið áfangasigur. Teppasalinn lét mig í friði með- an ég skoðaði, þuklaði teppin og rifjaði upp það sem ég hafði heyrt og lesið um ofin og útsaumuð teppi berba. Teppi berba eru unnin í höndum kvenna og fara mynstur m.a. eftir hjúskaparstöðu þeirra og viðhorfum til lífsins. Litir eru misjafnir eftir jurtum sem vaxa í umhverfinu, enda garnið í ósvikn- um berbateppum litað með jurta- litum. Ólfkt notaglldl Teppin skipta miklu máli í dag- legu lífi hirðingja, sem nota þau sem rúm, ábreiður og sessur í tjaldbúðum sínum. Þau hafa löng- um notið vinsælda meðal erlendra ferðamanna sem hengja þau á vegg til skrauts eða hafa á stofu- gólfum. Nú er svo komið að vél- unnin teppi eru innan um þau ósvi- knu í teppabúðum og erfitt fyrir aðra en sérfræðinga að greina muninn. Ég efast um að nokkur teppasali í Marokkó segi frá því að fyrra bragði að teppi sé vélunn- ið, ef einhver sýnir áhuga á að kaupa það. Til hvers, ef kaupandi fer glaður út úr búðinni með teppi sem hanri heldur að sé handgert og hann hafi fengið á frábæru verði? Teppasýnlng og myntute Eftir nokkra stund bauðst karl- inn til að sýna mér ólík afbrigði teppa og fræða mig um þau. Hann talaði góða ensku, dró fram nokk- ur samanbrotin teppi og bauð mér sæti. Hann bauð líka myntute, þjóðardrykk Marokkóbúa, sem ég þáði með þökkum. Hann fletti í sundur hverju tepp- inu á fætur öðru og fylgdist vel, en lúmskt, með viðbrögðum. Frá- sögn hans af teppunum var í sam- ræmi við það sem ég hafði heyrt annars staðar og jókst traust á karlinum því svqlítið. í fyrstu sýndi hann mjög ólíkar gerðir teppa, en smám sam- an áttaði hann sig á hvaða stærð, gerð, litir og mynst- ur höfðuðu mest til mín. Varð teppa- sýningin sér- hæfðari upp úr því og eftir rúman klukkutíma kom að því að sýna það sem hann kallaði gullmolana Morgunblaðið/BT KARLINN og félagi hans gerðu nauðsynlegar lagfæringar. sína. Voru mörg þeirra teppa hreinasta augnakonfekt og þá stóðst ég ekki freistinguna að spyrja um verð. Þar lék ég af mér Þegar viðskiptavinur spyr um verð hefur hann gefið færi á sér. Karlinn kættist og nefndi upp- hæðir sem tekið hefði mig ein- hverja mánuði að skrapa saman. Hann bauð meira myntute og leiddi talið að öðru, sagði frá dvöl sinni í Kanada og innkaupaferð- um í Sahara-eyðimörkina. Stund- um var hann sannfærandi, en öðru hverju fékk ég á tilfinning- una að annaðhvert orð sem hann segði væri lygi. Ramadan, föstumánuður músl- ima, stendur nú yfir og varð hann okkur umfjöllunarefni. í heilan mánuð fasta múslimar frá sólar- upprás til sólseturs. Börn eru MorgunblaÆð/BT 200 km ferð í leigubíl var lokahluti samningsins. Fylgdarmaður minn stendur í brúnum kufli á leigubílastöðinni í Essaouira. Morgunblaðið/BT KVÖLDMATUR í teppabúð var fjðlbreyttur og bragðgóður. undanskilin, ófrískar konur og sjúklingar. Við sólsetur glymur kall úr hátalarakerfi nærliggjandi mosku, þar sem menn eru minntir á grundvallaratriði islam og hvattir til bænagjörða. Karlinn sagðist ekki „praktísera", en fasta eins og aðrir. Þegar líða fór að kalli frá moskunni féllu niður frekari tilraunir til sölumennsku og karl- inn bauð mér að snæða kvöldverð með honum og öðrum starfsmönn- um búðarinnar. Langþráður matur Lítill pjakkur kom með tága- körfu fulla af mat og hófst þá undirbúningur kvöldmáltíðarinn- ar. Samstarfsmenn söfnuðust saman við lítið borð og um leið og kallið heyrðist var mjólkurhrist- ingi með banana-mauki hellt f glösin. „Það er gott fyrir tóman maga að drekka þetta," sagði karlinn og allir drukku. Þykkri bauna- og grænmetis- súpu var hellt beint úr potti í súpuskálar og drukkið úr þeim. Með henni var borðaður djúp- steiktur smá- fiskur, djúp- steiktar dísæt- ar og kryddað- ar kökur, döðl- ur, sætabrauð, gráfíkjur, brauð og auð- vitað drukkið myntute. Maturinn var borðaður með fingrunum og var afar ljúf- fengur. Samnlngar takast Eftir mat tóku karlinn og félag- ar hans upp hassmola og vöfðu sér vindlinga, sem ég afþakkaði pent, en drakk því meira myntute. Karl var nú orðinn tvíefldur og tók upp þráðinn í sölumennskunni. Hann bauð snoturt teppi á 12 þúsund krónur og ég bauð helm- ingi lægri upphæð fyrir teppið og annað til. Karlinn sagðist vera bæði sár og móðgaður yfir gagntil- boðinu, en það þóttist ég vita að væri hluti af sölutækninni. Það tók nokkurn tíma að ná samningum, sem enduðu þannig að ég fékk bæði teppin á 11 þúsund krónur með því skilyrði að hann annaðist svolitlar lagfæringar sem voru nauðsynlegar. Þar sem ég hafði aðsetur í öðr- um bæ, í 200 km fjarlægð, og hafði ekki nægilegt fé meðferðis varð að samkomulagi að teppasal- inn sendi mann með mér að sækja síðari hluta greiðslunnar. Eftir svolítið þóf samþykkti hann að bera kostnað af leigubíl þangað, sem nam 200 krónum á mann. Á heimleiðinni læddist að mér sú hugsun að karlinn hefði grætt stórlega á þessum viðskipt- um og ég hefði verið bjálfi að ganga að kaupunum. En þegar allt kom til alls og ég tók með í reikninginn ómælt myntute, mat- inn, fróðleikinn og reynsluna, fannst mér ég hafa gert reifara- kaup og var alveg sama þótt hlakkaði í karli yfir árangri sínum í viðskiptum við útlending. ¦ Brynja Tomer Til Cancun eða Parísar, Benidorm eoa Kanarí ,BEINT flug til Cancun í 1 Mexíkó, Parísarferðir á ódýru verði, Benidorm og Kanarí- eyjar eru meðal þess sem Heimsferðir kynna í sumar- áætlun sinni sem er nýkomin |fi út. Verður hér mimist á ýmsa mm kosti sem eru í boði og er **J rétt að taka fram að því fyrr HB sem menn bóka sig eða fyrir 10. mars fá menn betri kjör og oft ódýrara verð. Heimsferðir bjóða ferðir með beinu leiguflugi og án millilend- ingar með Taesaflugfélaginu. Fyrstu 100 sætin verða seld á 69.800 kr. og er þá miðað við tvo í herbergi og dvöl í 14 daga. I bæklingi er tekið fram að all- margir Mexíkófarþegar noti tæki- færið og fari í þriggja daga ferð til Kúbu og kostar það 240 doll- ara. Kanaríeyjaferðir að sumri til hóf Heimsferðir í fyrra og mæltist það vel fyrir. Nú geta menn komist til Kanaríeyja í 2 vikur á verði sem er frá 39.900 kr. og í 3 vikur fyr- ir 49.100 kr. Benidorm á Spáni er á áætlun og er þar einnig sértilboð á fyrstu 100 sætin, þ.e. 29.900 kr. Ef menn bóka sig fyrir 10. mars fá þeir ókeypis viku. Þriggja vikna dvöl á Benidorm kostar frá 47.600 kr. Parísarferðir bjóðast með flugi og gistingu frá kr. 33.600 og ef menn kaupa bara flugið er verðið um 20 þúsund kr. Ýmislegt fleira er að sjá í bækl- ingi Heimsferða og rétt er að taka fram að það verð sem hér hefur verið talið upp er alltaf lágmarks- verð og fer m.a. eftir því hvernig hótel menn velja og hvenær þeir fara. ¦ j.k. FERÐIR UM HELGINA FOSTUD.17.janúar kl.20 hefst helgarferð í Tindafjöll og verður gist í skála Alpaklúbbs- ins. Þarna er gott skíðagöngu- land. Gengið á Ými og Ymu ef tími vinnst til. Komið aftur á sunnudag. Á sunnud.l9.febrúar verða fj'órar dagsferðir. Kl. 10,30 er ökuferð að Se\jalandsfossi og farið um Fljótshlíð til baka. Kl.10,30 er skíðagangan Btó- fjöll-Lambafell. Og kl.13 er skíðagangan Hellisheiði- Hverahlíð og einnig kl. 13 Við- ey að vetri. Siglt frá Sundahöfn og gengið um eyjuna. Brottför frá Umferðarmiðstöð nema í Viðeyjarferðina. ÚTIVIST Á afmælisári Útivistar verður mánaðarlega rifjaðar upp valdar gönguleiðir frá fyrri árum. Á sunnud. 19.febr verður alls- érstæð gönguferð sem var farin þ. 8.okt. 1989 sem lokaáfangi í tveimur raðgöngum sem félagið hafði farið í landnámi Ingólfs. Þessi ferðamáti í dagsferðum, raðgöngurnar hefur síðan verið fastur liður hjá Útivist. I ferðinni þá var gengið frá Hrauni í Ölfusi og út á nýja Óseyrarbrú. Var efnt til reiptogs á brúnni milli liðsmanna landn- ámsmanna sitt hvoru megin við ána. Hugmyndin er að endur- taka þetta nú og stofna til tveggja ferða. 1 aðra er farið frá Hrauni, hina frá Eyrarbakka. Brottför frá BSÍ kl.10,30 á sunnudagsmorgun. Einnig má koma í rútuna við Fossnesti á Selfossi kl.11,30 og ganga frá Eyrarbakka. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.