Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1995, Blaðsíða 6
O D FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1995 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ Hrist upp í ferðamálaráði j» ÞÓTT Sviss- lendingar geri sér fulla grein fyrir mikil- vægi ferða- mannaþjón- ustu hefur þeim ekki tek- ist að tileinka sér vingjamlegt viðmót við ferðamenn. Þessu vill ferðamálaráðið breyta undir nýrri stjóm. Ferðamálaráð Sviss var fast i gamaldags fari og starfsemi þess bar ekki tilætlaðan árangur. Utanaðkomandi ráðgjafar gerðu könnun og lögðu til ýmsar skipulagsbreytingar sem nú em að komast í framkvæmd. Fækkað var í stjóm ferðamálaráðs úr 50 í 13 og er hún skipuð hæf- um mönnum í stað frægs fólks, fag- maður frá Swissair varð stjómar- formaður í stað stjómmálamanns og nýr framkvæmdastjóri var ráð- inn. ímynd Svlss þarf aft verða IJúfarl Marco Hartmann var ferðamála- stjóri kantónunnar Graubunden í 10 ár áður en hann tók við fram- kvæmdastjórastöðu ferðamálaráðs. Hann þykir hugmyndaríkur og MARCO Hartmann framtakssamur. Graubiinden er ein af helstu ferðakantónum landsins. Þar vom menn á undan öðmm í þvi að leggja áherslu á úmhverfisvæna ferðaþjónustu a.m.k. í orði og áttaðu sig snemma á framtíðarmöguleikum í ijallahjólaferðum, golfi og heilsu- böðum. Eitt af helstu verkefnum Hart- manns er að hrista upp í kynningar- málum Sviss. „Við höfum meira en osta, úr og súkku- laði,“ sagði hann. Ollum er ljóst að Sviss er dýrt en hann segir að það þurfí ekki að fæla ferðamenn frá svo fremi þeir fái þjónustu sem þeir ætlast til. Marg- breytileg fegurð landsins, áreiðanleiki og hreinlæti höfða til margra. Þessir eig- inleikar þurfa ekki að hafa stirðbusagang og strangar reglur í för með sér. Hartmann vill gera ímynd Sviss ljúfari og líflegri. Á fyrsta blaða- mannafundi sínum kynnti hann nýtt auglýsingamerki sem á að lokka fólk í frí til Sviss. En hann var fáorður um hvemig á að fara að því að gera Svisslendinga vingjamlegri. Paul Reutlinger, stjómarformaður ferða- málaráðs, sagði að það yrði þáttur í alhliða gæðastjómun Sviss sem ferðamálaráð ætlar nú að tileinka sér. aó. ■ x. ■ Bæklingur um „hjarta Bandarikjanna“ FERÐAMÁLARÁÐIN í Virginíu, Washington DC. og Maryland í Bandaríkjunum hafa í samvinnu við Flugleiðir gefíð út upplýsingabækl- ing fyrir ferðamenn. Þar eru skil- merkilegar upplýsingar um ferða- möguleika, skemmtilega staði og ýmsar ökuleiðir fyrir þá sem ferðast á bílaleigubílum, verslun og einnig viðburði ársins 1995 svo nokkuð sé nefnt.- Fá svæði í Bandaríkjunum tengj- ast sögu þjóðarinnar eins náið og þessi þijú og em íbúar mjög stoltir af því. Náttúrufegurð er viða mikil og söguminjar hafa verið gerðar að- gengilegar fyrir ferðamenn. Mikið af ágætum litmyndum prýðir bækl- inginn. Hann er að fá á söluskrifstof- um Flugleiða og hjá ferðaskrifstof- um. ■ RÓSAVAFNINGSVIÐURINN vefur sig upp hvítkalkað húsið og grát- víðirinn slútir í garðinum, fíðrildin flögra og engisprettur suða, einhver- staðar geltir hundur og þrumuveðrið færist nær. í Ijarska stinga eldingar sér til jarðar. Kvöldið er 30 stiga heitt, marglitir ávextir í skál og skín- andi stjömur á himinhvolfinu. Fyrsta kvöldið mitt í Ungveijalandi. Ég ætlaði eins og flestir bara til Búda- pest. Eftir að hafa ráðfært mig við Paul Richardsson hjá Ferðaþjónustu bænda var afráðið að ég færi hring- veginn um Ungveijaland en við erum að aðstoða þá við uppbyggingu bændagistingar. Ég hefði ekki viljað missa af að kynnast sveitinni og upplifun mín á Búdapest varð sterk- ari. Rómantískir sólblómaakrar, dul- arfullir skógar og einmanalegar sléttur setja svip á landið. Gestrisn- ara fólk hef ég ekki hitt. Það hefur nægan tíma og dekrar við gestina á alla lund. Ekki spillir að verðlag er ótrúlega lágt á mat, gistingu og ferð- um. Frlftur, skeljar efta tómatsafl Ég sit í garðinum hjá Miklós og Erzebét, hef borðað ungverskt gúllas með papriku um kvöldið og eplaköku í ábæti. Þau tala enga ensku og ég ekki ungversku, svo við stofnum leikhús. „Ég skil alltaf börnin," seg- ir Erzebét. „Við fluttum frá Búda- pest fyrir 8 árum og settum á fót heimagistingu í þessu litla þorpi, Kozárd, búin að fá nóg af stórborg- inni. Það er gaman að taka á móti gestum. Fólk kemur til að fá að vera í friði og fjölskyldur til að vera saman. Tvö frönsk pör lágu í keleríi undir sitthvoru plómutrénu í tvær vikur, þau voru yndisleg. Gesturinn ræður ferðinni, ef hann vill frið, fær hann frið, vilji hann félagsskap, fær hann það. Þá förum við í ferðir um nágrennið eða spjöllum saman. En mér sýnist gestir okkar hafa ríka þörf fyrir frið og samveru. Það er oft erfítt að öðlast það í stórborgun- um.“ Húsið þeirra hjóna ilmar af töfrum. Veggteppi, dúkar, fornir kilir og dauft ljós frá antíklömpum gefa ævintýrablæ; fiðla á veggnum og rússnesk tarína á hillu. Þau eru opin og elskuleg einsog við værum aldavinir. „Gesturinn getur kveikt eld, lesið bækur, farið í gönguferð- ir,“ segir Miklós, „eða grafíð eftir 23 milljón ára skeljum í garðinum. Við fundum nokkrar í fyrra og í nágrannaþorpi fannst dýnósárus. Hann er þar til sýnis en stingur stundum höfðinu innum eldhús- gluggann og fær sér grænmeti. Við bjóðum líka uppá grænmetisfæði. Smakkaðu á tómatadjúsi sem Erze- bét bjó til, engin aukaefni. Loftið er hreint og tært, við ræktum græn- meti og ávexti. Það er velkomið að taka þátt í því. Við reynum að upp- fylla allar óskir en flestir vilja njóta friðarins." Daginn eftir förum við í bíltúr. Landið er hæðótt og kjarri vax- ið. Við komum auga á gamlan sígauna- vagn, hálffalinn í ijóðri. Miklós leggur fingur á vör, við meg- um ekki vekja sígaun- ana. Mig langar mest að banka uppá og biðja um fíðluleik eða framtíðarspá. Við ökum til Höll- ökö sem er lítið þorp sem SÞ létu friða. Þar standa gömlu húsin enn úr leir og tré, með strá- þaki en svo uppgerð að þorpið er einsog safn. Flest húsin eru í eigu ríkra íbúa frá Búdapest. Ég vildi heldur vera nokkra daga, út af fyrir mig, í venjulegu þorpi einsog Koz- ard. Á leiðjnni til baka heimsækjum við Szécsény, en þar vörðust Ung- veijar hetjulega innrás Þjóðveija í seinna stríði. Ég fæ að skoða einn af þúsundum kastala, sem hefur verið breytt í safn og skoða muni frá steinöld og eins er tveimur fræg- um veiðimönnum gerð skil. Allstaðar er mér tekið með kostum og kynjum. Á bóndabæ í Austur-Ungveijalandi, rétt hjá Nyíregyháza, vappa endur og gæsir í hlaðvarpanum, læða með kettlinga hefur hreiðrað um sig á veröndinni og hestar frísa í girðingu en Ungveijar bjóða gestum sinum gjama í útreiðar. Það er verið að draga uppskeruna heim í hlöðu á hestvagni. Þarna eru ræktuð sólblóm og plómur. Húsfreyjan býður heima- bruggað plómubrandí, eftir lyktinni að dæma er það ljúffengasti drykk- ur. Hún sýnir mér gestaherbergin; þessi þjóð er gefín fyrir að láta sér Staður ídal Áfjalli (sm) (sm) Badgastein/ Bad Hofgastein Bad Kleinkirchheim Flachau/Wagrain Innsbruck Kitzbuhel/Kirchberg Lech/Zurs Saalbach/Hinterglemm 30 130 Sölden/Höchsölden 15 105 St. Anton/St. Christoph 80 370 StJohann/Obemdorf HHKSOf Zell am See 40 100 25 190 50 40 115 5 160 35 100 110 250 Lista- og menningartiátíð um gjðrvallt Bretland ÁRIÐ 1995 er sannkall- að listaár í Bretlandi. Borgir og bæir eru í há- tíðarskrúða og kynna það besta sem Bretar hafa fram að færa í tón- list, myndlist, leiklist og öðrum listgreinum. The National Trust, vemdari sögulegra bygginga og ósnortins landslags, stendur fyrir margvís- legum hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis stofnunarinnar. Auk þess er einnar eða margra alda fæðingar- og dánarafmæli þekktra listamanna, t.d. skáldsins John Keats, leirkerasmiðsins Josiah Wedgewood og tónskáldsins Henry Purcell minnst með sýningum og tónleikum, innan dyra og utan. Breska ferðamálaráðið hefur, í samvinnu við þarlendar ferðaskrif- stofur, skipulagt hátíðahöldin og gefíð út greinagóða kynningarbækl- inga, sem m.a. fást á skrifstofum Flugleiða. Efalítið finna allir eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir eru unnendur Shakespeareleikrita, söng- leikja, ópera, rokktónlistar eða sí- gildrar tónlistar, bal- letta, nútímamyndlistar og byggingarlistar. Listahátíft í Lundúnum Margir listviðburð- anna eru í Lundúnum, en þar er sérstök listahá- tíð í febrúar og mars, annað árið í röð. Rose Hughes hjá Breska ferðamálaráðinu sagði að í fyrra hafi tekist afar vel, ferða- menn hafí streymt til borgarinnar í meira mæli en áður. „Á þessum árs- tíma er lista- og menningarlíf í blóma- en mannmergðin ekki yfirþyrmandi. Kjörið tækifæri til að skipuleggja ferðir í tengslum við listir og menn- ingj), bjóða sértilboð og skemmtileg- ar uppákomur fyrir einstaklinga og hópa,“ segir Rose. Það er ekki að ósekju að 51% ferðamanna nefnir fjölskrúðugt lista- og skemmtanalíf helstu ástæðu komu sinnar. Eftir dvöl í Lundúnum eina helgi í byijun febrúar tek ég hiklaust í sama streng. Vitaskuld má deila um hvað er list og hvað er LARRY Branson sem Roy Orbison í „Only the Lonely“. skemmtun. Þar sem ég er ekki háal- varlegur menningarviti, valdi ég bara það sem mig fýsti að sjá og heyra með bækling BTA og „Time Out“- tímaritið að leiðarljósi, auk þess sem ég var ákveðin í að spara ekki við mig í mat og drykk. ítalir glaðhlakkalegir Á Rathbone-hótelið við samnefnda götu kom ég um 10 leytið á fimmtu- dagskvöld. Covent Garden, Soho- hverfið, Leicester Square og fleiri staðir þar sem mest er um að vera að kvöldlagi eru í göngufæri. Af fenginni reynslu vissi ég að Bretinn tekur kvöldið fremur snemma og skemmtanalífíð hefði ekki upp á margt að bjóða svona síðla kvölds. Ég byijaði á að fá mér að snæða á ítölsku veitingahúsi „Sig. Grilli" rétt hjá hótelinu. ítalir eru alltaf einkar vinalegir og glaðhlakkalegir við kon- ur og sú varð raunin þarna. Veitinga- maðurinn mælti með „Pollo Sor- presa“, sem er innbakaður kjúklingur með smjöri, hvítlauk og steinselju. Þetta bragðaðist með miklum ágæt- um eins og mér fannst allur matur sem ég smakkaði þessa helgi, hvort heldur var sexrétta máltíð á kín- verska veitingahúsinu „Ming“ í So- ho, kanínukjöt í „La Tavernetta “, lambakjötsréttur á marokkanska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.