Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. MARZ 1995 ÁHÖFN BJÖRGVINS HEIÐRUÐ • ÍSLENSKAR sjávarafurðir veittu nýverið áhöfn og útgerð togarans Björgvins EA frá Dal- vík viðurkenningu fyrir upp- byggingu gæðakerfis. Að sögn Aðalsteins Gottskálkssonar hiá ÍS hefur fyrirtækið ákveðið að veita fyrirtælgum og skipum við- urkenningar fyrir góð vinnu- brögð og vel unuin störf og var þetta iiður í því fr» mtaki. Á meðfylgjandi mynd getur að líta Vigfús Jóhannesson skip- stjóra og áhöfnina á Björgvin Morgunblaðið/Búnar t>ór ásamt fors varsmönnum Útgerð- arfélags Dal víkinga hf. og þeim Aðaisteini Gottskálkssyni og Sæ- mundi Guðmundssyni sem veittu viðurkenninguna fyrir hönd ís- lenskra sjávarafurða. Borgarplast hf. tvöfaldar útflutning á fiskikerum Meira en 10.000 ker seld á síðasta ári REKSTUR Borgarplasts hf. gekk mjög vel á síðasta ári. Velta fyrirtæk- isins jókst um 70% frá árinu 1993 og var 230 milljónir króna í fyrra. Munar mestu um stóraukna sölu fiski- kera og voru þá í fyrsta sinn seld fleiri en 10.000 ker á ári, en söluaukning varð einnig í öðrum vöruflokkum. Sala innan lands var um 70% heildarinnar og útflutningur um 30% og jókst hann um 120% á árinu. Fyrirtækið skilaði allgóðum hagnaði að sögn framkvæmdastjóra þess, Guðna Þórðarsonar. Mikil áherzla er lögð á vöruþróun, gæði og hagræðingu í rekstri og var um 7% af veltu ársins varið til þeirra mála. Guðni Þórðarson, segir að miklu máli hafí skipt, að fyrirtækið hafí feng- ið ISO 9001 gæðavottun á framleiðslu sína á miðju ári 1993. Þá hafí sjávarút- vegssýningin í Reykjavík haustið 1993 skipt fyrirtækið miklu. „Við settum okkur á sínum tíma ákveðin markmið. Annað var að ná 50% markaðshlutdeild á fískikerum hér heima og flytja út fyrir meira en 100 milljónir króna. Fyrra markmiðinu er náð og það síð- ara nálgast,“ segir Guðni. 7.000 kerseld innanlands ísland er líklega stærsti markaður í heimi fyrir einöngruð fiskiker. Talið er að hér séu í notkun um 90.000 ker. Endurnýjunarþörf og viðbót árlega er um 12.000 til 14.000 ker, en á síðasta ári nam sála Borgarplasts á fískikerum innan lands 7.000 stykkjum en utan fóru 3.060. Bor- garplast hefur til þessa lagt mesta árherzlu á Norður-Evrópu og helztu markaðslöndin eru Danmörk, Skotland og Svíþjóð, en á síðasta ári bættust fjarlæg lönd í hópinn eins og Indland, Nýja Sjáland og Perú. Hér heima eru innlendir fiskmarkaðir stórir viðskipta- vinir, en af einstökum fyrirtækjum hér má nefna Miðnes, Vinnslustöðina, Sig- urð Ágústsson hf., Fiskverkun Soffaní- asar Cecilssonar, Borgey, Ritur og Ósvör. Unnið allan sólarhrlnginn Fyrirtækið leggur vaxandi áherzlu á útflutning og auk fjarlægra landa er Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORSTEINN Óli Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri og Elías Bjarnason, sölustjóri, við fiskiker frá Borgarplasti. ákveðin sókn suður á bóginn inn á Evrópu. Þátttaka í sjávarútvegssýning- um er snar þáttur í markaðssókninni og í ár eru þijár sýningar framundan, í Boston, Brussel og Kaupmannahöfn. „Kerin frá Borgarplasti hafa mest ver- ið seld til fískvinnslu og fískeldis í landi. Við eigum enn eftir að koma þeim um borð í fiskiskipin erlendis og þar er mikill markaður fyrir hendi. Þar að auki er markaða víða að leita, svo tölu- verð aukning ætti að vera möguleg. Nú er unnið við framleiðsluna á þrem- ur átta tíma vöktum allan sólarhringinn og aukist eftirspurn enn, er næsta skrefið að auka framleiðslugetuna," segir Guðni. Gæðavottun forsenda árangurs Guðni segir að vönduð framleiðsla og ISO 9001 gæðavottunin sé forsenda þess að ná árangri á þessu sviði. Vöru- þróun hafi verið ríkjandi þáttur í fram- leiðslunni og sá þáttur hafi skilað sér í vandaðri vöru og nýjum vörum. Þá sé verið að vinna að því að gera kerin end- urvinnanleg. það sé meðal annars gert í samvinnu við erlenda aðila, en slík ker hljóti að verða eitt- hvað dýrari en þau, sem fyrir eru. Borgarplast rekur frauðplastkassagerð í Borgarnesi. Þar hef- ur einnig fengizt ISO 9001 gæðavottun, en mikil aukning hefur verið á framleiðslu frauðkassanna, sem að mestu leyti eru notaðir við útflutning á ferskum fiski. mr FOLK „Lítill tími til frístunda“ ■ BJÖRN Hafliði Einarsson er starfsmaður Fiskiðjunnar Skagfirðings á Hofsósi. Hann er 58 ára, kvæntur Elsu Jóns- dóttur sem einnig starfar í frystihúsinu. Þau eiga 4 uppkomin - börn, 2 drengi og 2 stúlkur. Bjöm hefur starfað við frystihúsið á Hofsósi samfleytt í rúm 25 ár, eða frá árinu 1969. Lengst af hefur hann unnið við flök- un, í tækjasal og móttöku, þar sem hann starfar nú ásamt því að keyra starfsfólk til og frá vinnu. Á löngum starfsferli hefur Björn orðið vitni að ýmsum breytingum og framfömm í vinnslu sjávarfangs, ekki síst vinnunni í móttökunni, sem var mikil erfíðisvinna áður en farið var að nota lyftara, en einnig hefur orðið mikil fram- þróun í vélasal, vinnslusal og kaffíaðstöðu starfsfólks. „Eitt hefur þó ekki breyst og það er frystiklefínn en þar er lágt til lofts og ekki hægt að not- ast við lyftara svo öll vinna þar er mjög erfíð og þreyt- andi,“ segir Bjöm. Hann álítur að menn hafi ekki fundið fyrir neinum sérstökum breyting- um síðan Fiskiðjan tók við, en bætir við að starfsmennirn- ir vilji gjaman vita hver staða fískvinnslunnar á Hofsósi er, hvort þar er tap eða hagnað- ur. Eins og nú er háttað fá menn bara að vita heildar- stöðu Fiskiðjunnar, ekki stöðu einstakra deilda og það skapi óöryggi um framtíðarhorfur meðal starfsfólks. „Það er að sjálfsögðu mikið hagsmuna- mál að frystihúsið starfi áfram því flestir þorpsbúar og einnig margir í sveitinni hafa lífsaf- komu sína þar,“ bætir hann við. Aðspurður segist Björn hafa lítinn tíma til frístunda nú, en tími til tómstunda hafi verið meiri á ámm áður. „Helgamar notár maður núorðið mest til að hvíla sig og safna kröftum fyrir nýja vinnuviku,“ segir Björn í sam- tali við Fréttabréf Fiskiðj- unnar Skagfirðings. Pálmar Sveinn til Fiskiðjunnar ■ Pálrnnr Sveinn Ólafsson tók við starfí framleiðslu- stjóra hjá Fiskiðjunni Skag- firðingi, Sauðárkróki þann 1. októ- ber sl. Pálm- ar er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Kona hans er Sigríður Stephensen, Pálmar Sveinn Ólafsson leikskólakennari og eiga þau saman fjögurra mánaða son. Pálmar stundaði nám í Vél- skóla íslands, Tækniskóla íslands og þaðan lá leiðin til Álaborgar í Danmörku, þar sem hann lauk mastersnámi í rekstrarfræðum, með fram- leiðslu á fískafurðum sem sér- svið. Að námi loknu hóf hann störf hjá Nordreco í Svíþjóð, en það fyrirtæki þróar fískaf- urðir fyrir hið heimsþekkta fyrirtæki Nestlé. í störfum Pálmars hjá Nordreco fólst meðal annars að meta hráefni frá hinum ýmsu löndum heimsins og því fylgdu mikil ferðalögúm Evrópu gjör- valla. Pálmar er því vel kunn- ugur fiskframleiðslu og mörk- uðum í Evrópu. Eftir heimkomuna 1991 starfaði hann sem fram- leiðslustjóri hjá íslenskum sjávarafurðum hf. þar sem aðalstarfsvið hans var í fram- leiðslu skelfísks, síldar og loðnu og gæðastjómun. Hjá íslenskum sjávarafurðum starfaði hann þar til hann tók við starfi hjá Fiskiðjunni. Áhugamál Pálmars eru mörg, svo sem ljósmyndun, matreiðsla og ferðalög, en á sínum yngri ámm var hann virkur skáti og ferðaðist þá mikið um ísland. Pálmar telur að sú reynsla sem hann fékk er hann var við nám og störf erlendis hafí verið mjög þroskandi og góð, þar hafí hann öðlast mikið sjálfstæði og fmmkvæði. Pálmar er mjög áhuga- samur um þær breytingar sem nú eiga sér stað hjá Fisk- iðjunni og telur þær jákvæðar og skynsamlegar. Hann telur einnig möguleika fyrirtækis- ins mjög marga í framtíð- inni. „Starfið er áhugavert og fjölbreytilegt og maður er ekki eins bundinn við skrif- borðið og í fyrra starfi," seg- ir Pálmar í samtalið við Fréttabréf Fiskiðjunnar Skagfirðings. ÞAÐ á vel við að huga að matreiðslu á rækju þessa dagana, enda góðar horfur I veiðum og vinnslu. íslend- BPff-TílfTTffli 'nííar eru um Þessar mudir stærstu framleiðendur á kaldsjávarrækju i heiminum og verð á rækjunni fer hækkandi. Nemendur Hótel- og veitingaskóla Islands leggja Verinu því til uppskrift nú, sem þeir kalla Rækjuböggul. í réttinn þarf: 200 g rækjur 40 g gulrætur 40 g blaðlauk 4 stór blöð biöðrukál Grænmetið skorið í litla teninga, forsoðið og kælt. Blöðrukálið er mýkt í 30 sek, kælt og lagt á borð. Rækj- urnar og grænmetið lagt ofan á kálið og pakkað inn. Að lokum er pakkinn skorinn í tvennt og lagður opinn á disk. í sósuna fara: 10 stikar af steinselju 1-2 jarðarber 100 g blaðlaukur, græni hlutinn 1 dl hvitvínsedik 2 egg olía salt og pipar eftir smekk Steinseljustilkarnir, jarðarberin og blaðiaukurinn eru maukuð í matvinnsluvél. Hvitvinsedikið er hitað upp og bætt í svo og eggjunum. Síðan cr oliunni bætt rólega í. Kryddað með salti og pipar og að síðustu sigtað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.