Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Trefjar hf. festa kaup á Barkar-húsi TREFJAR hf. í Hafnarfirði sem sérhæfa sig m.a. í framleiðslu á plastbátum og heitum pottum hafa keypt um 6 þúsund fermetra hús- næði á Hjallahrauni 2 í Hafnar- firði. Þetta húsnæði hefur stundum gengið undir nafninu Barkarhúsið en þar var áður til húsa Börkur hf. sem framleiddi plaströr og síðar húseiningar. Jafnframt hafa Trefjar selt um 2 þúsund fermetra húsnæði sitt við Stapahraun. Að sögn Auðuns Oskarssonar, framkvæmdastjóra Treíja, þarf fyr- irtækið á auknu húsnæði að halda vegna fyrirhugaðrar framleiðslu á skemmtibátum til útflutnings. Eins og fram hefur komið í viðskipta- blaði keypti fyrirtækið mót af slík- um bátum frá Bretlandi á síðasta ári og hefur haft framleiðslu þeirra í undirbúningi um nokkurt skeið. Er stefnt að því að framleiða einn skemmtibát á mánuði en til þess þarf um 1.500 fermetra húsnæði. Trefjar kynntu nýja gerð af fiski- bátum fyrir skömmu, svonefnda Skel 86, og hefur sala þeirra geng- ið vel. Auðunn segir að búið sé að selja alla báta sem hægt verði að afhenda fram á sumar. Þá sé áætl- að að hefja skemmtibátaframleiðsl- una í lok júlí en áfram verði fram- leiddar akrýlvörur á borð við heita potta. Nýja húsnæðið henti vel til framleiðslunnar því þar hafi áður verið ein stærsta plastverksmiðja landsins. Til dæmis sé fyrir hendi góð loftræsting í húsinu og stórt svæði fyrir utan það en hvort tveggja sé mjög nauðsynlegt vegna framleiðslu fyrirtækisins. mest seldu fólks- bílategundirnar Br frá fyrstu 2 mánuðina fyrra ári 1995 % % 1 Toyota 139 19,7 -33,2 2. Hvundai 94 13,3 -4,1 3. Nissan 92 13,0 -2,1 4. Volkswaqen 81 11,4 +47,3 5. Subaru 53 7,6 +657,0 6. Opel 52 7,4 +643,0 7. Renault 30 4,2 +50,0 8. Mitsubishi 27 3,8 -56,5 9. Lada 23 3,2 +4,5 10. Volvo 19 2,7 -24,0 Aðrar teg. 97 13,7 -33,3 Samtals 707 100,0 -4,8 Innflutningur bifreiða í janúar 743 og febrúar 707 1994 og 1995 1993 1994 | - FÓLKSBÍLAR, nýir VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 61 I 1993 1994 NÝSKRÁNINGUM fólksbíla fjölgaði 11 % í febrúar sl. samanborið við sama mánuð í fyrra, eða úr 389 í 433. Það sem af er árinu hafa 707 fólksbílar verið nýskráðir samanborið við 743 á sama tíma í fyrra. Fækkunin milli ára nemur tæpum 5%, enda voru nýskráningar fólksbíla í janúar sl. mun færri en í janúar 1994, eða 22%. Það sem af er árinu hefur mest verið selt af Toyota fólksbílum. Markaðshlutdeild þeirra er um 20%, en sala Toyota bíla hefur dregist saman um 33% frá janúar og febrúar 1994 eins og sést á töflunni hér að ofan. Það er athyglisvert að sjá mikla söluaukningu hjá Subaru og Opel bílum eða 657% og 643%. Þannig hefur nýskráningum Subaru fjölgað úr 7 í 53 fyrstu tvo mánuði ársins og Opel úr 7 í 52. Raforka næstódýr- ust hér RAFORKA er hvergi ódýrari í Evr- ópu en á íslandi, nema í Noregi. Þetta er niðurstaða könnunar sem breska fagtímaritið Corporate Loc- ation stóð fyrir og birtist í nýjasta tölublaði þess. Helsta niðurstaða könnunarinn- ar er að sögn tímaritsins að þeir sem leita eftir ódýru og ómengandi rafmagni eigi að horfa til Norður- landanna eða Eystrasaltsríkjanna. „Hreinasta“ raforkan er sögð vera í Svíþjóð, Lettlandi og Frakklandi. ísland og Noregur eru ekki nefnd í því sambandi, hugsanlega vegna skorts á upplýsingum en búast má við að þau yrðu ofarlsga því hann byggir á þeim forsendum að vatns- og vindorka er talin hreinust. í grein Corporate Location er fjallað nokkuð um hinn sameinlega orkumarkað ESB, sem ganga á í gildi næsta ár, þó að ritið segi ólík- legt að það markmið náist. Tekið er fram að tvö ódýrustu löndin, Noregur og Ísland, verði fyrir utan ESB og orkumarkaðinn. Réttíndi minnihluta aukin ínýjum hlutafélagalögum UNDIRBÚNINGUR hefur ekki hafist að setn- ingu sérstakra laga um yfírtökutilboð eins og kveðið var á um í þingsályktunartillögu sem samþykkt var á alþingi í mars 1992. Þess í stað var höfð hliðsjón af þingsályktunartillögunni við setningu nýrra laga um hlutafélög sem alþingi samþykkti skömmu fyrir jól en þar voru réttindi minnihluta aukin. Þetta kom fram í svari Sig- hvats Björgvinssonar, viðskiptaráðherra, við fyr- irspum frá Matthíasi Bjamasyni á alþingi þann 20. febrúar sl. Matthías spurðist fyrir um það hvers vegna ráðherra hefði ekki farið að fyrirmælum alþing- is sem fram hefðu komið í þingsályktun sem samþykkt var 19. mars 1992 um að lagt yrði fyrir 116. löggjafarþingið fmmvarp um yfírtök- utilboð og önnur almenn tilboð í hlutafélögum, þannig að slík lög gætu tekið gildi 1. janúar 1993 og vemdað félagsmenn og aðra sem hags- muni ættu að gæta. Þá spurði Matthías einnig að því hvaða áhrif ráðherrann teldi það hafa haft fyrir minnihluta hluthafa í einstöku hlutafé- lögum, einkum íjölmennum félögum, að hafa ekki löggjöf sem tryggði rétt þeirra. Fram kom í svari Sighvats Björgvinssonar, viðskiptaráðherra, að lagafmmvarp um þetta efni [fmmvarp til laga um hlutafélög] hefði ver- ið lagt fram snemma árs 1994 eftir að leitað hefði verið umsagna og afgreitt skömmu fyrir jól 1994. í því frumvarpi hefði verið gerð grein fyrir þvi að hliðsjón hefði verið höfð við þingsá- lyktunartillöguna við breytingu á ákvæðum um innlausnarskyldu. Réttindi minnihluta í hlutafé- lögum og nú einnig einkahlutafélögum hefðu verið aukin til muna. Þar væri ekki lengur mið- að við innlausnarskyldu eins og í eldri hlutafélög- um þegar móðurfélag ætti meira en níu tíundu hlutafjár I dótturfélagi heldur nægði að hluthafí ætti meira en níu tíundu hlutafjár í hlutafélagi. Kom fram að þetta ákvæði hefði verið sótt í dönsk lög um sama efni og ekki hafí verið ann- að vitað en að þingið sem afgreiddi hlutafélags- löggjöfina svo og allir umsagnaraðilar hefðu talið ákvæðin fela í sér eðlilega lausn á málinu. Þá greindi Sighvatur Björgvinsson frá því að í Bandaríkjunum væru ekki reglur um innlausn- arskyldu þegar eignaraðild færi yfir ákveðinn hundraðshluta. Sú regla væri heldur ekki al- mennt fyrir hendi í ríkjum á Evrópska efnahags- svæðinu. Samkvæmt tillögu Evrópusambandsins sem lögð hefði verið fram í janúar árið 1989 væri sá áðili sem eignaðist þriðjung af heildarat- kvæðisrétti í félaginu skyldur til að gera tilboð í öll eftirstandandi bréf í félaginu. Samkvæmt tillögunni tæki hún í bráð aðeins til hlutafélaga sem væru skrá á verðbréfaþingi. Sighvatur sagði ekki unnt að meta áhrif þess á minnihluta í fjölmennustu hlutafélögunum, þeim fáu félögum sem skráð væru á Verðbréfa- þingi, ef miðað hefði verið við lægra mark en níu tíundu, þ.e. einn þriðja sem almenna reglu. Óvíst væri hvort alþingi hefði talið rétt að setja slíka reglu á sínum tíma og alls óvíst væri hvern- ig tillögunni reiddi af í Evrópusambandinu og EES. Umsagnir innlendra aðila gætu einnig haft áhrif við mat á þvi hvort slík regla yrði sett. Verðbréfafyrirtæki telja að vemda þurfi réttindi minnihluta í hlutafélögum Reglur þarf um yfirtökutilboð Kynning- armiðstöð opnuð KYNNINGARMIÐSTÖÐ Evrópu- rannsókna, KER, verður formlega opnuð á morgun, föstudag þann 3. mars. kl. 15.00 á Scandic Hótel Loft- leiðum. Henni er m.a. ætlað að að- stoða fyrirtæki og stofnanir við þátt- töku í rannsókna- og tækniþróunará- ætlunum Evrópusambandsins, sem íslendingar hafa nánast fullan að- gang að, segir í frétt frá Iðntækni- stofnun. Vincente Parajón Collada, ráðu- neytisstjóri hjá ESB, mun fjalla um möguleika íslenskra fyrirtækja og stofnana til að nýta niðurstöður úr rannsóknum sem stundaðar hafa verið í Evrópu. Einnig hafa framsögu Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráð- herra, Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra og Vilhjálmur Lúðvíks- son framkvæmdastjóri Rannsóknar- ráðs íslands. Þeir munu fjalla um stefnuna í tæknisamstarfí íslendinga við aðrar Evrópuþjóðir. Þá verður haldin sýning á þeirri þjónustu sem Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna býður fyrirtækjum og þeim sem hafa áhuga á tæknisam- ■ starfí við önnur evrópsk fyrirtæki, stofnanir og háskóla. M.a. verður hægt að leita að hugsanlegum sam- starfsaðilum gegnum gagnabankann CORDIS. KER er rekin af Rannsóknarráði íslands með aðstoð Iðntækistofnunar og Rannsóknaþjónustu Háskólans. FORRÁÐAMENN verðbréfafyrir- tækja eru sammála því sjónarmiði að setja beri einhvers konar reglur á verðbréfamarkaði til að vernda hagsmuni minnihluta í hlutafélög- um. Eiríkur Guðnason, formaður stjórnar Verðbréfaþings varpaði fram hugmyndum um þetta efni á ársfundi þingsins á mánudag, eins og skýrt var frá á viðskiptasíðu Morgunblaðsins á þriðjudag. Eirík- ur sagði ekkert því til fyrirstöðu að reglur um yfírtökutilboð gætu mótast þótt löggjafinn hefði ekki látið þær til sín taka. Tók hann sem dæmi siðareglur í Bretlandi þar sem kveðið er á um að sá sem eignast yfír 30% af hlutafé félags skuli bjóða öðrum hluthöfum að kaupa þeirra hlutabréf á ekki lægra verði en því hæsta sem hann greiddi undangengna 12 mánuði fyrir þannig hlutabréf. „Það er vissulega ástæða til þess að setja reglur sem verja réttindi minnihlutaeigenda," sagði Guð- mundur Hauksson, forstjóri Kaup- þings. „Þetta á sérstaklega við núna þegar fyrirtæki eru að breytast úr því að vera í höndum fárra aðila í það að vera almenningshlutafélög í vaxandi mæli. Ég er því fylgjandi því að menn velti því vandlega fyr- ir sér að það þurfí að setja reglur um yfirtökutilboð. Hitt er annað að það getur verið hættulegt að ganga of langt ef það verður til þess að hefta eðlilegra starfsemi. Islenski markaðurinn er í mótun og þess vegna verðum við gæta okkar í því að setja ekki of stífar reglur. Reglugerðarsetning og stíft eftirlit er of ríkt í íslensku þjóðfélagi. Þetta drepur niður frum- kvæði manna sem þarf einmitt að fremur að örva. Reglur þurfa að miðast við það að menn fái að njóta sín með sínar hugmyndir." Guð- mundur kvaðst sammála því sjónar- miði sem fram kom hjá Eiríki Guðnasyni, á ársfundi Verðbréfa- þings að markaðurinn sjálfur setji sér sínar eigin reglur fremur en þær verði settar af hinu opinbera. Pálmi Sigmarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Handsali, telur sömuleiðis eðlilegt að siðareglur verði settar á verðbréfamarkaði varðandi yfirtökutilboð. Efasemdir um rétt meirihlutans í ÚA Gunnar Helgi Halfdánarson, for- stjóri Landsbréfa, segir sjónarmið stjómarformanns Verðbréfaþings mjög eðlileg. „Það er spurning hvort að það sé heppilegt að miða við 30% í þessu sambandi því íslenskt þjóð- félag er mun gegnsærra en það breska. Reyndar er spurning hvort einn stór hluthafi með meirihluta geti farið með verulega hagsmuni fyrirtækisins á stjómarfundum. Það hafa ýmsir sett fram efasemdir um hvort einn stór hluthafí geti tekið ákvörðun um lykilhagsmuni án samþykkis annarra hluthafa hluta- félags t.d. í tilviki Útgerðarfélags Akureyringa." Þá sagði Gunnar Helgi að í regl- um Verðbréfaþings væru sérstakar flöggunarreglur um skráningu hlutabréfa. Þar væri gert ráð fyrir að stjórn þingsins yrði tilkynnt strax og félagi yrði kunnugt um ef eignaraðild einhvers hluthafa, einstaklings eða lögaðila, hefði breyst þannig að atkvæðisréttur hækki upp fyrir eða lækki niður eftirtalin þrep: 10%, 20%, 33,3%, 50% og 66,7%. „Þessi grein hefur litla þýðingu ef ekki eru til neinar reglur." Hann kvaðst hins vegar ekki vera viss um hvort siðareglur væru nægilega sterk viðmiðun í þessu sambandi því markaðurinn væri mjög ungur. Það kynni að vera réttara að veija framkvæmd reglnanna með lögum en þó þannig að þau tækju fullt tillit til smæðar og séreinkenna íslenska markaðar- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.