Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 3. MARZ 1995 n 450 evrópskir víkingar koma á mót í Hafnarfirði í sumar 50 Msiffld gestir á ferðakaupstefnuna BÚIST er við 50 þúsund gestum einkum úr ferðageiranum á ferðakaupstefnuna í Berlín sem er hin stærsta í heimi og hefst á morgun. Þar kynna fímm þúsund ferða- heildsalar frá 164 löndum vöru sína. Nýir þáttakendur eru frá ferðamálaráðum Níger- íu og Kirgistan og allmörg hótel og fyrir- tæki í ferðaþjónustunni bætast við. Kaupstefnan tekur yfir 97 þús. fermetra svæði og eru sýningarsalir alls 26. Norður- löndin, Island, Finnland, Svíþjóð, Danmörk og Noregur, verða þar með sameiginlegt sýningarsvæði og í sama sal Bretland og írland. Ferðakaupstefnunni lýkur 8. mars. Auk þess að ferðaheildsalar, ferðakaup- endur og fjölmiðlamenn sæki kaupstefnuna og kynni sér það sem í boði er verður mik- ið um fyrirlestrahald, verðlaun verða veitt fyrir bestu ferðakvikmynd, ferðagreinar, ferðabækur og viðurkenningar til þeirra sem hvað best og mest eru taldir hafa unn- ið að framgangi ferðaþjónustu á sínu svæði. Eins og áður hefur komið fram er ferða- þjónusta nú stærsta atvinnugrein í heimin- um. Samkvæmt tölum frá Alheimsferðaráð- inu voru tekjur af greininni 321 milljarður dollara á síðasta ári og er það um 5,1% aukning frá 1993. ¦ <3i VÍKINGAHÁTÍÐ verður haldin í Hafnarfírði dagana 6.-9. júlí n.k. Setningarathöfnin verður á Þing- völlum, en aðalmótssvæðið á Víði- staðatúninu, auk þess sem ýmsar uppákomur verða í miðbæ Hafnar- fjarðar. Að sögn Rögnvalds Guðfnunds- sonar, ferðamálafulltrúa og fram- kvæmdastjóra Landnáms h.f., hlutafélags verkefnisins, koma 450 víkingar hvaðanæva úr Evrópu, taka sér búsetu í víkingatjöldum á Víðistaðatúninu, kynna handverk víkinga, t.d. siífursmíði, tréskurð og brauðbakstur. Ýmsir hópar sýna fornar íþróttir, leiki, vopnaburð, hestamennsku o.fl. Kappkostað verður að hafa allt í líkingu við það sem tíðkaðist á víkingatímanum. „Markmið víkingamótsins er að vekja athygli á menningararfleifð hinna norrænu víkinga og sýna hve mikilvægu hlutverki ísland gegndi sem vagga fræða og söguritunar auk þess sem við viljum laða ferða- menn til Hafnarfjarðar. Búið er að skipuleggja dagskrána og kennir þar margra grasa; fyrirlestrar, glímuleikir, leikrit og sýningar á fornum munum og minjum. Hafnarfjarðarbær, Flugleiðir og fleiri fyrirtæki styrkja verkefnið, kostnaðaráætlun liggur fyrir og verið er að prenta kynningarbækl- inga, sem sendir verða út á land og til útlanda," segir Rögnvaldur. HANDVERK vikingatimans, framleiðsla áhalda og muna, verður kynnt af áhugahópum sem koma víðs vegar að úr heiminum. Poppkorn meihtur sökudólgur í tapi bíóhúsa vestra Morgunblaðið/SVE ÍSLENSKIR bíógestir hafa ekkert dregið úr poppkornsneyslunni. BANDARÍSKIR leikhúss- og bíóeigendur eru í öngum sínum vegna minnkandi sölu popp- korns í kjölfar rannsóknar sem Miðstöð vís- inda um almannaheill í Washington gerði. Þar er miðlungsstór skammtur af poppkorni sagður innihalda jafn mikla fítu og „Big Mac"-hamborgari og stór skammtur af frönskum kartöflum. Fréttin virðist skjóta bandarískum áhorf- endum meiri skelk í bringu en stórfelldar lík- amsmeiðingar og blóðsúthellingar sem þeir eru alla jafna vanir að sjá á hvíta tjaldinu. Heiftarleg viðbrögð lýsa sér í minnkandi poppkornssneyslu, sem hlýtur að benda til að þeir tilheyri að stórum hluta hópi betri borgara, sem hefur verið gagntekinn heilsu- fárinu í allmörg ár. Engar „poppkornsmyndir"? How'árd Lichtman, talsmaður „Cineplex Odeon of Toronta", þriðju stærstu leikhúss- og bíósamsteypu Bandaríkjanna, þykir súrt í brotið og segir minnkandi poppkornsneyslu nema 43% af tapi fyrirtækisins, sem var tæpir tíu milljarðar ÍKR á síðasta ári. „Árið 1993 sýndum við „Júragarðinn", og þá var gríðarleg poppkornssala, næsta ár „Forest Gump", sem samkvæmt gömlu formúlunni átti að vera meiri háttar „poppkornsmynd", en kolféll að því leyti," segir Lichtman. . . .hella bræddu smjöri og sykri yfir popplÁ Oft er hitt og þetta, sem einn daginn er sagt vera hollt, talinn hinn mesti skaðvaldur þann næsta. Inga Þórsdóttir, dósent ínæring- arfræði, kannast ekki við niðurstöður rann- sóknarinnar í Washington. Poppkornið segir hún hollt því maíisinn sé sterkja með trefja- efni utan um. Hins vegar skipti máli að gæta hófs í notkun smjörlíkis eða olíu þegar poppað er, en olían sé öllu betri kostur, því þannig fita sé ekki eiris óholl. Skelfingu heilsusinnaðara bíógesta vestra segir Inga trúlega helgast af því að að þeir séu vanir að fá poppkornsskammtinn sinn með bræddu smjöri ofan á eða þaðan af verra; sykurbjúp- aðan. Forsvarsmenn nokkurra bíóhúsa í Reykja- vík sögðu poppkornssölu ekki hafa dregist saman, ekki höfðu þeir heldur heyrt minnst á óhollustu poppkorns og töldu fullvíst að sama máli gegndi um bíógesti. Þeir sögðu láta nærri að annar hver gestur keypti sér popp og væru unglingarnir þar fremstir í flokki. ¦ Febrúargestir 1500 fleiri nú en í fyrra I SKYRSLU Útlendingaeftirlitsins fyrir febrúar kemur fram að 7.594 útlendingar komu til landsins mið- að við 6103 sama mánuð.í fyrra og eru erlendir febrúargestir því 1491 fleiri en þá. Um 1100 fleiri íslendingar komu til landsins og er aukning alls fyrstu tvo mánuði ársins um 2600 manns. Þegar gestir eru flokkaðir eftir þjóðernum í febrúarmánuði reyn- ast Bandaríkjamenn flestir eða 1622, Danir 1281, þúsund Svíar, 835 Bretar og 820 Þjóðverjar. Norðmenn voru 673 og Finnar 340 talsins. Við lestur yfirlitsins vekur at- hygli að 145 Japanir komu í ný- liðnum mánuði en þeim hefur fjölgað hingað jafnt og þétt. Alls komu hingað menn af 63 þjóðern- um og 19 sem eru skráðir ríkis- fangslausir. ' . ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.