Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 T MORGUNBLAÐIÐ 2 DAGLEGT LIF Morgunblaðið/Sverrir JÓN Teitur Sigmundsson sem hefur haldið snj óbrettanámskeið. Aðalatriðið að gera sem flottastar kúnstir JÓN Teitur Sigmundsson er tví- tugur nemandi í fjölbraut í Ár- múla. Þetta er þriðji veturinn sem hann rennir sér á snjóbretti eða réttara sagt svífur í loftinu á snjóbretti. „Eg var gabbaður í þetta fyrir þremur árum og l'élí gjörsamlega fyrir brettunum," segir hann. Alltaf þegar tími gefst segist hann fara upp í Bláfjöll eða ann- að þar sem hann getur fest á sig brettið og brunað. „Málið er að gera sem flottastar kúnstir í lofti, reyna að grípa í brettið um leið og farið er í hring í loftinu og fara sem hæst og lengst." Fóru á snjóbrettamót í Svíþjóð Síðastliðið sumar fóru félag- arnir til Sviþjóðar á mót og end- uðu fyrir miðju. „Þarna voru bestu snjóbrettamenn i heimi, heimsmeistarinn frá Noregi og margir góðir frá Finnlandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Nor- egi." Jón Teitur segir að stelpur séu að hasla sér völl í þessari íþróttagrein og hann segir að þar fari fremst kona að nafni Tina Basich sem hefur verið fengin til að hanna bretti hjá þekktu snjóbrettafyrirtæki. Hlutfall kvenna hér heima fer líka hækkandi og hann segir •reyndar hópinn sem stundi þessa íþróttagrein hafa stækkað mjög í vetur. Til þess hefur verið tek- ið tillit á skiðasvæðum. „í Blá- fjöllum hefur verið hliðrað mikið til fyrir okkur, starfsfólkið verið frábært og það hefur komið fyr- ir að við höfum tekið það í tíma." Var með snjóbrettahámskelð Jón Teitur hélt snjóbrettanám- skeið í Kerlingarfjöllum síðast- liðið sumar og verður aftur með námskeið næsta sumar. Hann segir að til að byrja með hafi skiðakennararnir haft litla trú á þessu en þegar á leið hafi hann verið farinn að leiðbeina þeim eftir kennslu á daginn. „Það er samt ekki bara íþróttafólk sem stundar snjóbretti. Oft eru þetta krakkar sem hafa til dæmis aldr- ei stigið á skíði." ¦ Snjóbrettaæði er í uppsiglingu hjá ungu fólki ÞEIR bera það utan á sér að hafa áhuga á snjóbrettum. Klæðnaður- inn er nefnilega eins og einkennis- búningur. Buxurnar, eins og þær séu að detta niður um þá, buxna- rassinn nemur við hnésbætur, hólkvíðir bolir, stórar úlpur eða fóðraðar afaskyrtur, derhúfur og - vörumerkið verður að vera rétt. Og snjóbuxurnar eru eins og fimm númerum of stórar. „Æðislega töff," segja þeir og fara hvort sem er í heimsókn til ömmu í þessum fötum eða út að skemmta sér. Tónlistin sem „passar" við er hrátt rokk og þeir hörðustu hlusta á hljómsveitir eins og Penniwice og Rencid. Fermingargjöfin í ár? Konur hafa verið að sækja í sig veðrið á snjóbrettum, en það er erfiðara að þekkja þær úr fjöldan- um því yfírleitt klæðast þær ekki ofangreindum einkennisbúningi. Snjóbrettaæði? Það stefnir í það segja þeir sem þekkja til. Æ oftar sést fólk í' Bláfjöllum renna sér og jafnvel fara í há- loftunum niður brekkurnar á skærlitum snjóbrettum. Þau eru á óskalistanum hjá mörgum ferm- ingarbörnum í ár og á meðan kennaraverkfallið hefur staðið yfir hafa ýmsir farið daglega með snjó- brettið sitt á Hengilssvæðið, í Blá- fjöllin eða annað þar sem snjór og brekka er. Snjóbrettl ekki tískubóla Snjóbretti eru ekki nýtt fyrir- bæri, þau hafa fengist hér í nokk- ur ár og margir segja þetta ekki tískubólu. Það er engu að síður núna fyrst sem landinn er að taka TVEIR fulltrúar Verzlunarskóla Islands. Helmingur nemenda í Verzlunarskólanum vinnur með námi og fjorði hver nemi á einkabifreið TÆPLEGA 25% nemenda Verzlunarskóla íslands eiga einka- bifreið og njóta flestir þeirra fjár- hagslegs stuðnings foreldra. Þó eru 30% bifreiðaeigenda fjárhags- lega sjálfstæðir, en þess má geta að heildarverðmæti bílaflotans er yfir 100 milljónir króna. Um helm- ingur nemenda skólans vinnur samhliða náminu, flestir 6-10 klst. á viku og telja flestir að vinnan hafi engin áhrif á námsárangur. Þetta kemur fram í skoðana- vetur og náði til um 800 nemenda. Greint er frá niðurstöðum í nýút- komnu tölublaði Verzlunarskóla- blaðsins og að sögn Agnars Tryggva Le'macks er enn unnið að frekari úrvinnslu könnunarinn- ar. Álf ar og trúarbrðgð Kannað var meðal annars við- horf nemenda til hjátrúar og kristni. Rúmur helmingur nemenda segist trúa á Guð eins og þjóðkirkj- nemenda trúa á líf eftir dauðann. Verzlunarskólanemar geta vart talist kirkjuræknir, því aðeins rúm 7% þeirra fara oftar en fímm sinn- um á ári í kirkju. Þótt hjátrú sé ekki ríkjandi í skólan'úm segjast 36% trúa á tilvist álfa eða huldu- fólks. Sjálfstæðisflokkurinn á marga stuðningsmenn innan skólans, um 75% nemenda, en þó nýtur núver- andi ríkisstjórn aðeins stuðnings 23,4% þeirra. Ein spurning um jafnréttismál var lögð fyrir nem- endur. Spurt var hvort nauðsynlegt væri að tryggja betri stöðu kvenna á vinnumarkaði svo að eftirlit yrði haft með jafnréttismálum. 74,6% sögðust telja það nauðsynlegt, en rúm 25% sáu ekki ástæðu til þess. Ást og kynlíf Ástin blómstrar greinilega í skólanum, því samkvæmt könnun- inni eru 30% nemenda í föstu sam- bandi og eru stúlkur í meirihluta. Þær virðast líka vera ánægðari í samböndum sínum en strákar. í könnuninni var gengið enn lengra og spurt um kynlíf. I niðurstöðum segir: „66% Verzlunarskólanema hafa glataað svein- eða meydómi sínum og því hafa aðeins 34% nem- enda varðveitt hreinleika sinn." Sá nemandi sem ekki er í föstu sam- bandi en stundar kynlíf af hvað mestu kappi kveðst hafa kynmök 8 sinnum eða oftar í viku. Yfír 30% stúlkna höfðu fyrstu kynmök 15 ára gamlar Nemendum líkar nám sitt nokk- uð vel, sérstaklega strákum. Tæp- lega 30% líkar námið mjög vel og um 40% líkar það frekar vel. Innan við 5% líkar námið mjög illa, ívið fleiri strákum en stúlkum. ¦ ~_ u_a_„ u„ Aii.. in_: • _»_ ntro/ Að hlusta á maka sinn er einn af lyklum að hamingjuríkara hjónabandi „MIKLU skiptir að gleyma ekki hjónabandi sínu eða sambúð í dags- ins önn. Einnig að nota það ekki eins og skart- gripi sem geymdir eru ofan í skríni og aðeins teknir upp til hátíða- brigða. Fólk á að njóta þess að vera í hjóna- bandi og njóta þess á hverjum degi sem hjónaband býður upp á," segir Sigríður Anna Einarsdóttir. Hún ber virðulegan starfstitil, er fjölskyldufræðingur og einbeitir sér að því að fræða fólk um hjóna- band og sambúð. Hún heldur meðal annars hjónanámskeið og segir helsta tilgang- inn þann að hjón og sambýlisfólk auki innsýn í eigin samband, þau efli tjáskipti sín, átti sig á vænting- um til sambandsins og komi betur auga á eigið atferli. „Menn átta sig oft ekki á eigin atferli, eiga erfitt með að hlusta á maka sinn og setja sig í spor hans, en það er undir- staða góðs og innihaldsríks hjóna- bands." Morgunblaðið/Þorkell Sigríður Anna Ein- arsdóttir, fjölskyldu- fræðingur: „Öll sam- bönd eiga góðar hliðar, en fólki geng- ur misvel að njóta þeirra." FJÖIskyldufræðl ískðla Sigríður Anna hefur mikla trú á fræðslu og álítur hana besta for- varnarstarfið. Henni þætti eðlilegt að fræðsla um fjölskyldu- líf og fjölskylduáætlun kæmi inn í skólakerfið. Með því móti yrði ungt fólk betur undir það búið að takast á við vandamál sem kunna að koma upp í sambúð. Einnig fínnst henni að fjölskyldur ætti að gera stefnumótandi áætlun á hverju ári og velta fyrir sér hvert lífsmottó fjölskyldunnar er. Starfsheiti Sigríðar Önnu, fjölskyldufræð- ingur, er ekki til í ís- lenskum orðabókum, en nær til þeirra sem lokið hafa háskólanámi í fjölskyldumeðferð. Það er þýðing á enska heitinu family therapy og s.l. vor stofnuðu fjölskyldufræðing- ar með sér félag. „Til að geta kafl- að sig fjölskyldufræðing þarf að hafa lokið 3ja ára háskólanámi, hafa 5 ára starfsreynslu í tengslum við fjölskyldur og hafa lokið viður- á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.