Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 6
6 D FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ "H : FERÐALOG Ævintýrasloöir í Ammassalik FERÐALÖG snúast m.a. um að uppgðtvá nýjar slóðir og opna nýja heima. Við förum oftar en ekki langar leiðir af þessu tilefni og höfum ólíkar hugmyndir um hvað sé áhugavert og skemmtilegt og hvað ekki. Rúmlega 650 km vestur af íslandi, í aðeins éins og hálfs til tveggja stunda flugfæri, er ævin- týraheimur sem menn geta lokið upp án mikillar fyrirhafnar. Þar eru sumarhitar oft 10-25 stig, sólfar mikið bæði vetur og sumar, en kalt og þurrt á veturna. Þar rísa naktir klettar úr sjó vfða án fjörubeltis, 500-2000 m fjöll gnæfa að baki, skriðjöklar sjást hundruðum saman og margir hrika- legir jökulfossar kelfa í sjó við bæjardyr, en tígulegir borgarisjakar skína við um allan sjó. Fuglalíf er líflegt, selif og hvalir bylta sér skammt undan. Sumarblóm, eíns og bláklukkur, ljónslappi og fífa, leita dalverpis en silungur og lax vakir í árósum. Þetta er Austur- Grænland, nánar tiltekið Tassilaq- hérað með höfuðstaðnum Ammass- alik og þorpunum sjö. Þetta er eina byggðin á hrikalegri strandlengju svo þúsundum kílómetra skiptir. Og það er einmitt mannlífið sem ljær þessum ævintýraslóðum svo sérstætt yfirbragð og gerir okkur svo auðvelt að nálgast þær og njóta. í öllu héraðinu búa um 3 þúsund manns, þar af um 1600 í Ammassa- ? lik. Eina byggða héraðið til viðbótar á allri austurströndinni er norður við Scoresbysund og heitir Ittoqq- ortoormiit. Flug og hundasleðar Austur-Grænlendingar bjóða ekki upp á flug, gistingu og bíl heldur flug, gistingu og bát eða hundasleða. Grænlandsflug flýgur til Kulusuk frá Keflavík og Odinair frá Reykjavík allan ársins hring, en á sumrin bætast Flugleiðir við með tíðar ferðir. Þyrla Grænlands- Ljósmyndir/Ragnar Th. Sigurðsson í smáþorpinu íkáteq, sem hef- ur að geyma fjögur hús og kirkju. Hehningur kirkjunnar er nýttur sem barnaskóli. Lít- ill verðandi veiðimaður virðir fyrir sér selsspik og leyfar. Grænlensk móðir og barn slappa af undir berum himni. Morgunblaðið/Alfons SIGURÐUR Valdimarsson og Guðrún Sigurðarsdóttir, eigendur Gist iheimilis Ólafsvíkur. Nýtt gistiheimili a Olafsvlk Morgunblaðið. Ólafsvfk. NÝVERIÐ opnuðu hjónin Sigurður Valdimarsson og Guðrún Sigurðar- dóttir Gistiheimili Ólafsvíkur sem stendur við Ólafsbraut. Sigurður keypti staðinn af Landsbanka íslands fyrr í vetur. í boði eru tuttugu og átta 2ja manna herbergi og tekur staðurinn allt að 140 manns í sal og einnig eru fund- arsalir fyrir þá sem hyggjast not- færa sér þá þjónustu. Sigurður sagði í samtali við Ferðablaðið að hann hefði verið mjög ánægður með þær viðtökur sem ekki hefðu látið á sér standa og væri hann bjartsýrui á framtíð- ina enda augljóst að Snæfellsnesið væri í sókn sem ferðamannastaður. í tilefni opnunarinnar fengu þau hjónin Gunnar I. Guðjónsson list- málara til að vera með sýningu á verkum sínum. Á gistiheimilinu starfa nú sex manns-og er fyrirhugað að bæta fleirum við í sumar. Matsveinn verður Eiður Baldursson. ¦ EKKI er amalegt útsýnið frá Hótel Ammassalik yfir bæinn, þar sem íbúar eru um 1.600 talsins. þegarými sigla í áætlun til byggð- anna, allt upp í tveggja daga ferðir fyrir nokkur þúsund krónur. Fyrir allmargar þúsundir króna má fara sömu leiðir á þyrlu á skammri stundu, hátt yfír landi og sjó með tilheyrandi útsýni. Þar líkist kraðak tinda, fjarða og dala helst risastóru völundarhúsi. Þyrlan 'flytur líka ferðafólk upp á jökul Ammassalik- eyju og sést þá vítt yfir, m.a. inn á meginjðkul Grænlands. Á veturna flýgur þyrlan um allt áfram en bátsferðir eru úr sög- unni. Hafís þekur firði og voga að mestu. Hvít þykk breiða með snjó- lagi efst en borgarísinn gnæfir hér og þar upp af hellunni. Þá losa Inú- ítar hunda sína til sleðaferða og þá er Austur-Grænland í essinu sínu. Ferðafólki bjóðast allar útgáfur af hundasleðaferðum, ffá klukkustund- ar skreppi upp í eins til 3ja daga ferðir til byggðanna. Oftast er farið frá Ammassalik eða Kulusuk. íbúar Ammassalik og nágrennis lifa af veiðum og ferðaþjónustu. Sjö til átta þúsund gestir koma árlega, margir í stuttar Kulusuk-ferðir ein- göngu. Hundasleðarnir eru aðallega notaðir til veiða en sá sem slæst í för með ekli og hundum hans sem ferðamaður í einhverri ferðanna, sem gestum er boðin, gleymir því DANS ANDI norður Ijós yfir íbúðarhúsi í Ammassalik. flugs er notuð til að ferja fólk frá Kulusuk-flugvelli til Ammassalik. Flugið tekur um 10 mín: og köstar um 4 þús. ÍKR aðra leiðina hafi menn ekki keypt „ferðapakka" en Grænlandsstjórn vinnur að því að lækka flugverð sem þykir of hátt. Af gistingu er allt gott að segja. Hún fæst í . þorpunum, ýmist í. litlum húsum eða sam- komuhúsum en í Ammassalik er prýðilegt 38 herbergja hótel með fyrsta flokks aðstöðu og ágætum mat. Hótelið er efst í bænum og er óvíða jafn glæsilegt útsýni úr hótelglugga og þar. Helmur fsa og fjalla Stutt sjóferð að sumarlagi á litl- um báti eða 35 tonna kútter er afar skemmtileg. Smáspölur er að gneyptum hamraveggjum, háum borgarísjökum, eyjum og skerjum með fugl og sel. í lengri ferðum komast menn að skelfandi jökulj- öðrum og fara um þröng sund eða firði með firnaháum fjöllum og 50-100 tonna stálbátar með far- Hversu heitt Abidjan Acapulco Auen. Anchorage Auckland Bagdad Bogota Bombay BuenosAires Casablanca Damascus Dubai Fíladelfía Harare Honolulu Jedda Kinshasa Leipzig Lima Nairobi Nassau Riö Saloniki Sao Paulo Seattle Shanghai Singapore Sydney Tel Aviv Túnisborg Zagreb HHH Bl 32 31 30 1 27 22 21 30 26 19 18 24 11 26 25 29 31 8 26 26 27 29 14 27 12 13 31 24 21 18 11 Heimild: Executive Travel KANARIEYJAR Her er mér gott að koma ÞENNAN morgun vöknuðum við undir kátum söng kanarífuglsins. Hótelið er í hamraskál efst í Agatedalnum og er kennt við Gu- arminu prinsessu. Hvílíkt um- hverfi! Þetta er staður sem býr um sig í huganunrog er með þér það sem eftir er. Við ókum niður frá hótelinu og eins og hendi væri veifað opnaðist okkur sýn yfir sumardal undir háum fjöllum. Einhvers staðar gelti hundur og áður en varði fyllt- ist dalurinn af hundgá, sem flæddi upp hlíðarnar og steig til himins eins og hvítir þotustrókar. Ekkl regn heldur ró Agaete er fallegur bær með þröngum götum og sögulegu ívafi. Aðal hans er sagður grasagarður- inn, sem m.a. skarti fögrum blóm- um og trjám, þar sem listamenn sér lehgi uni. Hins vegar fóru fjallbúar til forna um með furu- grein í hönd til strandar og flengdu sjóinn biðjandi um regn. Við fórum líka til strandar, í hafnarbænum Puerto de las Niev- as, en báðum ekki um regn heldur ró og frið. Mér var kunnuglegt að koma á þennan stað. Við sátum frammi á bryggju og nutum hádegissólar- innar. Út liggur hamraströndin og undir henni kletturinn Fingur Guðs. Hér hefur verið gott að koma að landi, en súgurinn við bergið varasamur. Af hverju finnst mér það? En mitt í þessum hugrofum komu íslenzkar raddir niður Á %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.