Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 5
f MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 D 5 DAGLEGT LIF RLSDOTTIR, 54 ARA m^ ^- 1 HÉ MH h BnB^* i# ^m ^jjB ;«i '•« m j ffl wá *^* ð- ídi a Iri r- iiu kringum augun, en annars voru augnskuggar í jarðarlitum; gulum, beige og brúnum. Til að fá frísk- legan blæ og forðast skörp skil, var sólarpúður notað sem kinnalit- ur. Augabrúnir voru skerptar með dökkbrúnum, þurrum augn- skugga. Lína var dregin umhverfis varir og þær hafðar í mildum rauð- um lit. Morgunblaðið/Þorkell samræmi við g andlitsfall llum aldri þurfi að farða sig og snyrta. ð læra að breyta um stíl eftir því sem t.v., og Kristín Hlín t.h. með kvöldförð- íína með dagförðun. af stilknum. Rífið blómkálið í sundur og sjóðið ívatninu og nýmjólkinni í • u.þ.b. 15 mínútur undir loki. Færið þá blómkálið upp úr pottinum og setjið í blandara ásamt 1 ausu af soðinu og maukið uns verður slétt og kekkja- laust. Hellið þá maukinu aftur saman við soðið í pottinum og bætið súputen- ingunum, saltinu og piparnum út í. Bætið því næst rjómanum í og látið suðuna koma upp. Setjið eggjarauð- una í skál og hrærið smá lögg af súp- unni saman við, takið þá pottinn af hitanum og hrærið eggjablöndunni út í. Athugið að súpan má ekki sjóða aft- ur eftir að eggjarauðan er komin í. Þessi súpa er frábær með nýbökuðu brauði. Fallegt er að skreyta súpuna með klipptri steinselju. Að segja upp samviskubitinu ÞEGAR foreldrar koma heim eftir vinnu og börnin vilja ólm spila eða láta lesa fyrir sig eftir matinn kem- ur upp hugsunin „ég ætti nú að". Skiptir engu þó þreytan sé að yfír- buga foreldrið. Eða þegar lítill tími hefur gefist með syninum sem biður um eitthvað sem léttir pyngjuna allt- of mikið. „Ég hef ekki sinnt honum nógu vel undanfarið. Ég þarf að bæta honum upp..." Þetta eru uppskriftir að samvisku- bitinu í hnotskurn, - eyðandi og nagandi fyrirbæri sem margir for- eldrar finna fyrir þegar uppeldið er annarsvegar. Andrés Ragnarsson sálfræðingur ætlar að fjalla um samviskubitið í Norræna húsinu kl. 13 á morgun, laugardag. Hann segist þekkja tilfinninguna af eigin raun, hafa .. \ verið að kljást lengi við sitt sam- viskubit. Ekkl rugla saman sam- visku og samvlskubitl „Það má ekki rugla saman \ samviskunni sjálfri og samvisku- ýk bitinu" segir Andrés. „Samviskan ^ er nokkurskonar siðgæðisvörðui j vitundarinnar," segir hann og þann- ; ig er samviskan góð og nytsamleg, hún heldur vörð og pikkar í okkur til að leiðrétta misfellur. „Samviskubitið hinsvegar er sá hluti samviskunnar sem hefst með orðum eins og „Ég ætti nú að, ef ég hefði bara, ég þarf að..." og við gerum þessar setningar að dómurum yfir okkur sjálfum sem segja jafnvel að við séum ekki góðar manneskjur. Sumir eru því með ævilangt sam- viskubit." Andrés segir að allir foreldrar geri eins vel og þeir geti í uppeld- inu. En það er hraði í samfélaginu og kröfurnar miklar. „Þjóðfélagið sem við höfum búið okkur er að sumu leyti fjandsamlegt fjölskyld- unni. Við reynum að veita börnunum okkar það sem neyslusamfélagið býður á sama tíma og við viljum vinna minna og eyða meiri tíma með fjölskyldunni." Hefur fjölskyldan forgang? Andrés segir að ef foreldrar séu inntir eftir því hvað hafi forgang í lífi þeirra nefni a.m.k. 90% fjölskyldu sína. Þegar þessir sömu foreldrar eru spurðir hvernig þeir forgangsraði tíma sínum verður svarið allt annað, - í vinnu. Hann segir þetta andstæð- ur sem vert sé að velta fyrir sér. w*M „Erum við á þeirri leið sem við viljum og höfum við forgangsraðað þeim gildum sem fá mest vægi í okkar tilveru?" Snýst vlð þegar barnið er veikt Andrés segir að þegar foreldrar eigi veikt barn, fatlað, krabbameins- sjúkt eða barnsem sem er háð vímu- efnum snúist dæmið við. Þá fer öll orka i að sinna þessu barni. Andrés þekkir það; hann hefur verið ein- stæður faðir með fjölfatlaðan dreng sem þarf umönnun allan sólarhring- inn. „Um tíma runnu vinna og frítími út í eitt því þegar vinnudegi lauk tóku við nefndarstörf í þágu fatlaðra eða umönnun heima. Tómstundum fækkaði, mínar þarfir viku fyrir öllu öðru og ég varð einangraður," segir hann. Sólarhringurinn dugði ekki til að gera það fyrir drenginn sem hann „þurfti að gera". „Ég var með stöð- ugt samviskubit og einn daginn rann það upp fyrir mér að þetta gekk ekki. Það var þá sem ég ákvað að segja upp samviskubitinu. Andrés segir að það þurfi ekki foreldra veikra barna til svo að þeir burðist með samviskubit. „Það er meira en nóg að foreldrar ráði ekki við kröfurnar og séu með samvisku- bit ef þeir telja að það besta sem þeir geti sé ekki nóg." Tekur einungls tíma og orku frá foreldrum - En hverju breytir það að segja upp samviskubitinu? „Það verður ekki munaður að sinna sjálfum sér heldur algjör nauð- syn fyrir foreldrið sem uppalanda. Ef foreldrið hleður ekki eigin batterí verður lítið að gefa. Forsendan er að fólk geri sér grein fyrir að samviskubitið fær engu breytt. Það eina sem það fær áork- að er að taka ómældan tíma og orku. Þá er komið að því að temja sér nýjan hugsunarhátt. En skilningur á samviskubitinu er forsendan," segir Andrés. „Ég gef engar töfralausnir því þær eru ekki til. Ég bendi á leiðir en síðan kemur þetta hægt og ró- lega." Til að losna við samviskubitið þurfa foreldrar að láta „sitt besta" duga. Þeir þurfa að fyrirgefa sjálf- um sér og fyrirgefningin er jafn erfið og hún er mikilvæg. Ef að for- eldrar fyrirgefa sér fortíðina og vanda sig í nútíð gengur betur. Bók um samvlskubltlð Andrés er ekki einungis að semja^ fyrirlestur um samviskubitið því þessa dagana vinnur hann hörðum höndum að_ bók um efnið fyrir danska t útgefendur en hún verður gefin út á.veg- um norrænu ráðherra- nefndarinnar. „Bókin er aðallega hugsuð sem kennslu- bók og fræðsluefni fyrir foreldra sem eru með veik börn en hún verður eflaust fáanleg í almennum bókabúðum líka. Bókin verður gefin út á finnsku og dönsku og kannski á islensku líka þó það hafi ekki verið rætt enn." - Ert þú laus við sam- viskubitið? „Viltu ekki heldur spyrja hvort ég sé farinn að losa mig við það," Andrés Ragnarsson með syninum Huldari Erni. segir hann? „Þá er svarið já. Ég tók ákvörðun fyrir sex árum og fram til þessa hefur mér gengið vel. Ég þarf hinsvegar stöðuga áminningu." ¦ GuðbjörgR. Guðmundsdóttir =S-»..~.'-"«-=«"¦-•=?«" UnEÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einhig gott fyrir aldraba

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.