Morgunblaðið - 21.03.1995, Side 1

Morgunblaðið - 21.03.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAWNA SUND JHioviðnmMídö ií> 1995 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ BLAÐ Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Var Rússum byrlað eitur? Fimm leikmenn CSKA Moskvu fluttir á sjúkrahús skömmu fyrir leik Formaður rússneska körfuboltafélags- ins CSKA Moskva sagði í gær að leikmönnum sínum hefði verið byrlað eit- ur fyrir leik liðsins gegn gríska liðinu Olympiakos í átta liða úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða í Aþenu fyrir helgi. Gríska liðið vann 79:54 en fímm leikmenn CSKA foru fluttir á sjúkrahús skömmu áður en viðureignin hófst og fylgdust þeir þar með leiknum í sjónvarpi. Að sögn formannsins fengu leikmenn- irnir allt í einu krampa og svimaði eftir að hafa drukkið vatn og sjálfur sagðist hann hafa fengið höfuðverk eftir að hafa'fengið sér aðeins einn sopa af vatn- inu. Hann sagði að vatnið hefði verið tekið til rannsóknar og blóð- og þvag- sýni tekin af leikmönnunum. Yfirlýsing yrði gefin út þegar niðurstöður lægju fyrir, sennilega í dag, en hann vildi ekki kenna gestgjöfunum um. „Við ætlum ekki að saka gestgjafana. Allar flöskurn- ar voru innsiglaðar en þeir eiga jafn marga óvini og vini í Grikklandi. Þetta er spurning um peninga,“ sagði hann. CSKA gat aðeins teflt fram fimm mönnum og þrír menn luku leiknum þar sem tveir voru farnir af velli eftir að hafa fyllt villukvótann. Bryndís í landsliðið BRYNDÍS Ólafsdóttir, sundkona úr Ægi, er kominn á ný í landslið- ið í sundi og mun keppa með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í maí. Sautján sund- menn fara til Lúxemborgar. Ey- dís Konráðsdóttir og Berglind Daðadóttir, Keflavík, Elín Sigurð- ardóttir og Birna Björnsdóttir, SH, Þorgerður Benediktsdóttir, Óðni, Lára Hrund Bjarnadóttir, Margrét Vilborg Bjarnadóttir, Bryndís Ólafsdóttir og Hildur Einarsdójttir, Ægi. Logi Jes Krist- jánsson, IBV, Magnús Konráðs- son, Keflavík, Óskar Örn Guð- brandsson, IA, Arnar Freyr Ólafs- son, Þór, Ómar Þorsteinn Árna- son, Óðni og Richard Kristinsson, Sigurgeir Þór Hreggviðsson og Magnús Már Ólafsson, Ægi. Þeir sundmenn sem eru í afreks- mannahópi Sundsambandsins eru Eydís, Elín, Arnar Freyr, Magnús Már, Magnús Konráðsson, Logi Jes og Sigurgeir Hreggviðsson og Óskar Örn Guðbrandsson, sem syntu sig inn í hópinn í Vest- mannaeyjum. Þjálfarar eru þeir Martin Rademecher, Keflavík, og Auðunn Eiríksson, Óðni. Þrjú íslandsmet EYDÍS Konráðsdóttir frá Kefia- vík var ótvíræður sigurvegari á Meistaramóti íslands í sundi innanhúss sem f ram f ór í Vest- mannaeyjum um helgina. Hún vann besta afrek mótsins í kvennaflokki, setti þrjú ts- landsmet og náði auk þess lág- marki á Evrópumeistaramótið. ■ Meistaramótið / C4 KORFUKNATTLEIKUR Einar reynir fyrir sér á atvinnu- mannamótum EINAR Sigurgeirsson ætlar að reyna fyrir sér á atvinnumótaröðunum í tennis næsta haust. Einar hefur æft í Þýskalandi frá því í haust hjá klúbbi í Karlsruhe en kom hingað til lands og keppti á Meistaramóti TSÍ í Tennishöllinni um helgina. „Það fylgja þessu mikil ferðalög og ég kem til með að sækja mót í Afríku og Asíu og freista þess að fá ATP-punkta sem gefa mér rétt til að leika á stærri mótum,“ sagði Einar sem hyggst reyna fyrir sér á „Satelite-mótaröðinni. Ég á að minnsta kosti þrjú til fjögur mjög góð ár eftir og mig langar að sjá hvað ég kemst langt.“ Atvinnumótaraðimar sem viðurkenndar eru og veita styrkleikastig Alþjóða-tennissambands- ins eru þrjár og misjafnar að styrkleika, „Sate- lite-mótin“ eru þau veikustu en þeir sem ná góðum árangri í þeim mótum fá styrkleikastig og eiga möguleika á að keppa á mótum á „Chal- langing röðinni," síðan er mót í „World-series“ og sterkari spilararair í þeirri deild fá rétt til að keppa á risamótunum sem gjarnan eru nefnd „Grand slam“. „Ég hef verið að æfa stíft upp á síðkastið og það þýðir ekkert að fara út í þetta öðru visi en í toppformi. Mér hefur gengið þokkalega, unnið þijú peningamót í Frakklandi en á ennþá ekki möguleika á sama árangri í Þýskalandi þar sem mótin eru sterkari þar,“ sagði Einar. ■ Einar / C2 ■ Meistaramótlð / C7 Guðní með Bolton á Wembley Spurning hvernig ég verð klæddur GUÐNI Bergsson skrifaði í gær undir rúmlega eins árs samning við enska félagið Bolton Wand- eres sem leikur í 1. deildinni og á góða mögu- leika á að komast upp í úrvalsdeildina því liðið er í öðru sæti deildarinnar. „Ég skrifaði undir í dag og er mjög feginn að þetta er búið, það var kominn tími á að eitt- hvað kæmist á hreint í þessu máli því ég er búinn að vera hér úti í einar níu vikur," sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðni var spurður hvort hann færi á Wembl- ey en þar leikur Bolton til úrslita við Liverpool í deildarbikarkeppninni 2. apríl. „Já, ég fer á Wembley, það er bara spurning hvernig ég verð klæddur, hvort ég verð sitjandi eða hlaupandi. Annars geri ég ekkert frekar ráð fyrir að leika mikið á þessu tímabili. Vörnin hefur leikið vel að undanförnu og ég á því allt eins von á að þurfa að bíða talsvert eftir leik og naga því ekki neglurnar þó ég leiki ekki á Wembley, þó óneitanlega yrði það gaman," sagði Guðni. Landsleikur við Færeyinga 2. júlí KSÍ hefur verið í viðræðum við Knattspyrnusam- band Færeyja og eru Færeyingar tilbúnir að leika landslcik hér á landi sunnudaginn 2. júlí. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vill KSÍ leika á Austfjörðum en það er háð samkomulagi heimamanna. Eins er verið að kanna möguleika á því að íslenska U-21s árs liðið leiki við b-lið Færeyinga í Færeyjum á sama tíma. Það færi þá liéðan á laugardegi, Færeyingar tækju sömu flugvél til baka, færu heim strax eftir leik og íslenski hópurinn nýtti ferðina til íslands. Ómar í Stjörnuna ÓMAR Sigtryggsson gekk um helgina frá fé- lagaskiptum úr Fram í Stjörnuna sem er í 2. deild. Knattspyrnumaðurinn er i námi í Banda- ríkjunum en kemur heim í lok apríl. Hann kemur í staðinn fyrir Bjarna Benediktsson sem meiddist í fyrra og virðist vera úr leik. KORFUKIMATTLEIKUR: MICHAEL JORDAN AFTUR MEÐ CHICAGOINBA / C12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.