Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 C 3 IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR Sigri „stolið" meistaralega „BORGNESINGAR eru rosaiega erfiðir á heimavelli, spila agað og vel," sagði Teitur Orlygsson leikmaður Njarðvíkinga eftir að Njarðvíkingar sigruðu Borgnes- inga naumlega, 79:80, föðrum leik liðanna í undanúrslitum úr- valsdeildarinnar í körfuknattleik í Borgarnesi á sunnudaginn. Þeir slógu okkur út af laginu í seinni hálfleik og náðu góðu forskoti og við voru heppnir að missa BBBBHH l';l '''^' 'engra frú Theodór okkur. En við gáf- Þórðarson umst ekkert upp og skrífar tókum áhættuna á að brjóta og stoppa þannig klukkuna, þeir klikkuðu síð- an á vítum og Frikki kláraði þetta síðan með því að setja niður 3ja stiga skot alveg í restina," sagði Teitur. „Við getum verið stoltir af frammistöðu okkar í þessum leik," sagði Tómas Holton leikmaður og þjálfari Skallagríms. „Við unnum upp 10 stiga forskot í seinni hálfleik og settum okkur í stöðu til að vinna leikinn með frábærri liðsheild og frábærum stuðningi áhorfenda. En síðan hentum við sigrinum frá okkur á síðustu sekúndunum og af því verðum við að læra og gera betur næst." Borgnesingar höfðu í fullu tré gegn Njarðvíkingum nær allan fyrri hálfleikinn og var leikurinn jafn og spennandi. Undir lokin vildi boltinn ekki ofaní hjá Borgnesingum og liðs- menn Njarðvíkur voru eldfljótir upp í sóknina og refsuðu grimmilega, komust síðan framúr og náðu 11 stiga forskoti fyrir leikhlé, 38:49. Allt var í járnum fram undir miðj- an síðari hálfleikinn en þá fóru hlut- irnir að ganga upp hjá liðsmönnum Skallagríms. Þar fóru fremstir þeir Tómas, Ermolinskíj og Henning. Borgnesingarnir náðu að saxa á for- skot Njarðvíkinga og síðan að kom- ast yfir þegar 3 mínútur voru eftir. Heimamenn voru síðan yfír næstu mínúturnar og virtust Njarðvíkingar ekki eiga neitt svar við leik liðsins. Teitur örlygsson náði þó að minnka muninn en Skallagrímur var tveimur stigum yfír þegar 4 sekúndur voru eftir af leiktímanum. Þá fékk Friðrik Ragnarsson boltann og náði að skora 3ja stiga körfu fyrir Njarðvíkinga og gerði þar með út um leikinn. Liðin mætast þriðja sinni í kvöld, í Njarðvík, og með sigri komast Is- landsmeistarar Njarðvíkinga í úrslit. HANDBOLTI Morgunblaðið/Bjami MARK Allen Mltchell, nýjl BandaríkjamaAurlnn f llði Qrlndvfk- Inga, lék ágætlega i leiknum í Keflavík. Það var aðeins annar lelkur hans með llðinu þvf Mitchell kom til Grindavíkur í síð- ustu vlku, eftlr að Frank Booker var látlnn fara. Keflvíkingar jöfnuðu gegn Grindvflungum „ÉG var alveg rosalega stress- aður og get varla lýst því hvern- ig mér leið þegar fyrra skotið geigaði, en svo hitti ég úr seinna skotinu og það var góð tilfinning," sagði Kristján Guð- laugsson leikmaður Keflvíkinga eftir að hann hafði tryggt liði sínu sigur gegn Grindvíkingum i öðrum leik liðanna í undanúr- slitum íslandsmótsins. Villa var dæmd á Grindvíkinga þegar 1,7 sekúnda var eftir af leiknum og staðan 89:89. Kristjáni mis- tókst ífyrra skotinu, en hitti úr því síðara 90:89, - og leik- tíminn rann út án þess að Grindvfkingum tækist að svara. í hálfleik var staðan jöfn 46:46. Þetta var annar leikur liðanna í undanú rslitunum og er staðan jöfn 1:1 en það lið sigrar sem fyrr sigrar í þrem leikjum og mætast liðin í þriðja leik í Grindavík í kvöld. Leikurinn í Keflavík var jafn og spennandi frá fyrstu til síðustu mínútu og góð stemmning meðal HMMai u0() áhorfenda Björn sem fylgdust með Blöndal- honum. Grindvík- skriíarírá ingar náðu góðum Keflavik kafla - upphafl fyrri hálfleiks og náðu þá.ll stiga for- skoti og virtust vera að stinga af, en Keflvíkingar svöruðu með því að setja 14 stig í röð og komust þar með inn í leikinn að nýju. Loka- " mínúturnar voru æsispennandi, Grindvíkingar náðu 4 stiga for- skoti þegar um 2 mínútur voru eftir og virtust líklegir til sigurs, en heimamenn voru ekki á þeim buxunum og með feiknagóðri bar- áttu tókst þeim að knýja fram sig- ur. „Þetta var hálf klaufalegt hjá okkur í lokin, því við vorum komn- ir með góða stöðu en gerðum þá mistök nokkrum sinnum mistök í vörninni sem kostuðu okkur sigur- inn í leiknum," sagði Friðrik Rún- arsson þjálfari Grindvíkinga eftir Ieikinn. „Ég vil þakka ungu strákunum hvernig fór því þeir. voru hvergi hræddir og voru tilbún- ir til að taka af skarið þegar á þurfti að halda. Eins munaði mikið um að Burns setti nú 23 stig en aðeins 8 í Grindavík," sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. Bestir í liði Keflavíkur voru Lenear Burns, Davíð Grissom, Kristján Guðlaugsson, Sverrir Þór Sverrisson, Albert Óskarsson Jón Kr. Gíslason og Gunnar Einarsson. Hjá Grindvíkingum var Guðmundur Bragason mjög góður, Helgi Jónas Guðfinnsson og Nökkvi Már Jóns- son voru góðir í fyrri hálfleik. Guð- jón Skúlason og Mark Allen Mitc- hell voru einnig ágætir. Konurstjórna hjá Skallagrími ÞÆR eru þrjár konumar sem stjórna körfuknattleiksdeild Ungmennafélgsins Skallagríms í Borgarnesi, Sólrún Rafnsdóttir sem er formaður, Ingibjörg Hargrave gjaldkeri og Anna Steinssen ritari. Auk þeirra eru tveir meðstjórnendur, Gísli Hall- dórsson og Bjarni Steinarsson — og er stjórnin á myndinni hér til hliðar. Það var kátt á hjalla hjá stjórninni er Morgunblaðið leit við á hádegisfund í Brúarnesti í Borgarnesi. Aðspurðar hvort stjórn deildarinnar væri ekki álíka mikið mál og heimilisrekst- ur sögðu konurnar að þetta væri heldur meira mál og segja mætti að pottarnir væru bæði fleiri og miklu stærri, veltan fyrir sl. keppnistímabil hjá deild- inni hefði t.d. skipt milrjónum króna og væri álíka mikil og hjá litlu fyrirtæki. Aðspurð um fjáröflun sögðu stjórnarmenn að reksturinn væri léttari núna en á síðasta keppnistímabili. Miklu munaði núna að haf a komist í úrslit. Annars væri það misskilningur að fjáröflunin byggðist einvörð- ungu á sölu aðgöngumiða, þar kæmi fleira til. Körfuknattleiks- deildin væri aðallega studd fjár- hagslega af Sparisjóð Mýrasýslu og Mjólkursamlagi Borgfirðinga en auk þeirra kæmi einnig stuðningur frá bæjarstjórn Borgarbyggðar svo og fjölmörg- um fyrirtækjum í héraðinu. Þá aflaði deildin einnig tekna með gos- og sælgætissölu á leikjum og sölu á fatnaði og varningi merktum deildinni. Sólrún Rafnsdóttir formaður Morgunblaðið/Thcodór sagði að í vetur hefðu um 180 manns æft körfubolta á vegum deildarinnar, þjálfun yngri flokka stæði ekki fjárhagslega undir sér en stefnan væri líka að styrkja ungviðið því þaðan kæmu leikmenn framtíðarinnar. Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar frá Eyjum Eyjamenn öruggir meðsæti í 1. deild Eg bjóst ekki við að þetta mundi ganga svona fljótt — að við yrðum komnir upp þegar við eigum þrjá leiki eftir í úrsli- takeppninni. Við fórum mjög afslapp- aðir í þessa úrslita- keppni, höfðum allt að vinna en engu að tapa," sagði Erlingur Richardsson ÍBV eftir að eyjamenn höfðu sigrað Fram 21-19 í Eyjum á sunnudagskvöld og tryggt sér þar með réttinn til að leika í 1. deild á ný eftir eitt ár í 2. deildinni. ÍBV tók ekkert stig með sér í úrslitakeppnina, þannig að dæmið leit ekkert allt of vel út fyrir Eyja- menn, en þeir hafa svo sannarlega verið á toppnum á réttum tíma undir stjórn Sigurðar Gunnarssonar þjálfara. ÍBV hefur sigrað í öllum sjö leikjum sínum í úrslitakeppn- inni, og þrátt fyrir að enn séu eftir þrír leikir eru Eyjamenn öruggir með 1. deildar sæti á næsta tímabili. Leikurinn gegn Fram var í járn- um allan tímann. Það var nauðsyn- legt fyrir Framara að fá stig úr þessum leik og baráttan var til stað- ar hjá þeim, en það dugði ekki til Eyjamenn höfðu frumkvæðið undir lokin og sigruðu með tveimur mörk- um, 21-19. Það var enginn sem stóð uppúr í liði ÍBV, liðið í heild lék vel og hefur svo verið um flesta leiki þess í úrslitakeppninni. í þessum leik voru alls tíu leikmenn sem komust á markaskoraralistann. Zoltan Bel- any, sem hefur verið atkvæðamest- ur Eyjamanna og var það einnig í þessum leik, gat lítið leikið vegna meiðsla; haltraði inná til að taka vítaköst og lék reyndar nokkrar mínútur en var svo studdur útaf. Hjá Fram var Hilmar Bjarnason einna bestur. RAÐSTEFNUR Samskipti fjölmiðla og stjórnenda íþróttamóta ÓLYMPÍUNEFND íslands, Samtök íþróttafréttamanna og HM'95 efna til ráðstefnu um samskipti stjórn- enda íþróttamóta og fjölmiðla næst- komandi föstudag. Fyrirlesarar verða tveir: Audun Tjomsland, sem var blaðafulltrúi á Vetrarólympíuleikunum í Lille- hammer á síðasta ári og Samúel Örn Erlingsson, starfandi deildar- stjóri íþrótta á Ríkisútvarpinu. Eins og yfirskrift ráðstefnunnar ber með sér, þá verður einkum fjall- að um hvernig samskipti geta orðið sem best á milli þeirra aðila innan íþróttahreyfingarínnar sem stjórna íþróttamótum annars vegar bg fjölmiðlafólks hins vegar. Til ráð- stefnunnar er boðið forystumönnum í íþróttahreyfingunm, íþróttafrétta- rnönnum og öðru áhugafólki um þessi mál. Að loknum erindum þeirra Aud- uns og Samúels verður ráðstefnu- gestum gefinn kostur á að bera upp spurningar. Ráðstefnan verður á föstudag, 24. febrúar, sem fyrr segir, í fundarsal ÍBR í íþróttamiðstöðinni í Laugardal (húsi 1) og hefst kl. 16.30. Þátttaka í ráðstefnunni er ókeypis, en vegna takmarkaðs rýmis er óskað eftir því, að þátttakendur skrái sig ekki síðar en í dag, þriðjudag, á skrif- stofu Ólympíunefndar, í símum 687380 eða 813377.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.