Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Nær Þorbjörn þrennunni ? Úrslitalelkur í Evrópukeppni meistaraliða íMiinchen Islandsmeistari ¦SÍMÍK 1977 1978 <N 1979 1980 p I ¦!¦ Þorbjörn Jensson "C var þjálfari og ¦j2 .0» leikmaður með cu MalmölFK 1 1986-1988. ^ Sigurvegari í 1. ileild 1988. Að gera Valsmenn að íslandsmeisturum þrjú ár í röð? Eins og hann varð sjálfur sem leikmaður með Val. É«É Ílfil 2 í 1989 3 { I 1 g iil mmm <t> I 1 »¦0 LEIKMAÐUR 1990 1991 1992 ÞJÁLFARI 19 9 3 1994 --------1 ---------1 9 • <N. "C "C: «3 «3 y> Co <u <U i F § c: CQ <u cs »J2 1995 ¦ TALSVERT hefur verið rætt um körfuna sem Jón Kr. Gíslason gerði fyrir Keflvíkinga í fyrri leikn- um gegn Grindvíkingum á föstu- daginn og ekki var dæmd gild. ¦ SÁ misskilningur hefur verið uppi að eftirlitsmaður leiksins, Pét- ur Hrafn Sigurðsson hafi úrskurð- að að Ieiktíminn hafi verið runninn út þegar Jón Kr. skaut. Starf eftir- litsmanns er að fylgjast með að allt sé í lagi á ritaraborðinu en ekki að segja dómurum fyrir verkum. Hann getur sagt dómara sitt álit, leiti dómari eftir því, en það er ávallt dómarinn sem verður að taka ákvörðunina. Kristinn Albertsson gerði það í þessu tilviki, en ekki eftirlitsmaðurinn. ¦ BRYNJA Þorsteinsdóttir frá Akureyri varð í 42. sæti í svigi á heimsmeistaramóti unglinga í alpa- greinum, sem fór fram í Voss í Noregi um helgina. Brynja var eini íslenski keppandinn. ¦ GUÐJÓN Guðmundsson ís- landsmeistari í fimleikum tók þátt í Evrópubikarmóti í París um helgina og varð þar í 32. sæti en FOLK keppendur voru 58 talsins. Guðjón fékk 8,60 í einkunn fyrir gólfæfing- ar, 7,45 fyrir bogahest, 8,45 fyrir hringi, 8,70 fyrir stökk, 8,35 fyrir svifránna og 7,95 fyrir tvíslánna. ¦ GUÐJÓN fer í dag til Moskvu þar sem hann mun dvelja við æfing- ar fram að Evrópubikarmóti sem þar fer fram innan skamms. ¦ MICHAEL Jordan körfuknatt- leikssnillingurinn sem hóf að leika á nýjan leik með Chicago Bulls um helgina, hætti að leika með lið- inu fyrir 17 mánuðum. Þá hafði hann leitt Chieago til þriggja meistaratitla á jafn mörgum árum og sagði hann að hungrið væri horf- ið, hann hefði ekki að neinu að keppa lengur. Hann fór að æfa hafnabolta með Chicago White Sox komst ekki í aðalliðið og í vet- ur hefur verið verkfall og því engir leikir. Hungrið í að fá að spila var því farið að segja til sín hjá Jord- an, og hann sló til. ¦ MIA Audina, 15 ára gömul bad- mintonkona frá Indónesíu, er kom- in í 8-manna úrslit á All-England mótinu sem nú stendur yfir í Birm- ingham. Hún sigraði Takako Ida frá Japan 10:12, 11:8 og 11:4 í 3. umferð í gær og er yngst kvenna til að komast svo langt í sögu keppninnar. ¦ JOKO Suprianto, fyrrum heimsmeistari frá Indónesíu, féll óvænt úr keppni á All-England mótinu í 2. umferð. Hann tapaði fyrir Park Sung-woo frá Suður- Kóreu, 15:11 og 15:4. Suprianto var í þriðja sæti á styrkleikalita mótsins en hefur átt við bakmeiðsli að stríða sem tóku sig upp í leikn- um. Heryanto Arbi og Ardy Wir- anata frá Indónesíu, sem eru í fyrsta og öðru sæti á styrkleikalist- anum, komust nokkuð auðveldlega í þriðju umferð. ¦ ¦ fíRTROn vni f\\ju Enn einu sinni hefur fyrir- komulagið í handboltanura, og reyndar körfunni líka, sannað sig. Úrslitakeppni greinanna höfðar jafnt til virkra sem óvirkra þátttakenda. Leikmenn, þjálfarar og dómarar finna hver ððrum allt til ^^^^^ foráttu og stuðn- ingsmenn sameinast gegn öllum sem fylgja ekki sama lit. Allir hafa ávallt rétt fyrir sér en þár sem íþróttir eru þess eðl- is að fylgja ber settum reglum verða sumir að sætt'a sig við að fá ekki öilu sínu fBamgengt. í hita leiksins er ýmislegt gert sem betur væri ógert, ýmislegt sagt sem betur væri ósagt. En þegar frá líður gleymast pústrarnir og stóryrðin, því þð enginn sé ann- ars bróðir í leik skilja sannir Sþróttamenn sáttir að leikslokum. Þrátt fyrir þetta venjulega — útaf með dómarann, aðsúg að einstökum leikmönnum sem ann- aðhvort eru aðsópsmiklir eða brotlegir og hróp að þjálfurum sem halda ekki ró sinni og skipta sér af dómum — er ekki hægt annað en dást að áhorfendum. Tii að eiga möguleika á að kom- ast inn í húsin verða þeir að mæta tímanlega, helst um það bil klukkutíma fyrir !eik. Síðan fer um þá eins og síld í fullri tunnu þar til vel eftir leik, enginn getur sig hrært nema þa í takt við næsta mann og þeir gera það snilldarlega. Eins og þeir hafi aldrei gert annað. Reyndar fengu einhverjir sting sem þeir réðu ekki við í átta liða úrslitunum í handboltanum og vildu heilsa dómururo, að sjóarasið eins og einhver kallaði það en menn virð- ast sjóast f þessu eins og öðru. Oft er það svo í boltanum að kappið hleypur með menn í gönur en leikmenn mega almennt eiga það að þeir reyna að læra af reynslunni. Jafnvel leikmenn, sem einhverra hluta vegna hafa Urslítakeppni höfðar til allra en deildar- keppni síður fengið það orð á sig að vera gróf- ir, hafa tekið sig saman í andlit- inu. í síðustu handboltaleikjum hefur verið áberandi að mönnum hefur lent saman en eftir að hafa látið nokkur vel valin orð fjúka hafa þeir sæst og tekist í hend- ur. Það er framkoma sem ber að virða enda til eftirbreytni. Emhverjir þjálfarar létu í sér heyra I átta liða úrslitum en sfðan hafa þeir róast. Þeir vita líka sem er að það sem ekki gengur upp er ekki allt öðrum að kenna. A vissum tímapunkti, i átta liða úrslitum, eiga þjálfarar stundum erfitt með sig, einkum þeir sem falla úr keppni, en þegar lengra er komið taica menn gleði sína á ný. Brosa af mistökum. Úrslitakeppnin er við hæfi en sama verður ekki sagt um sjálfa deildarkeppnina og á það jafnt við um handboltann sem körfuna. Allan veturinn er hugurinn víðast hvar við lokaslaginn. Pyrir vikið er áhugaleysið alls ráðandi lengi vel á keppnistímabilinu og það hlýtur að vera áhyggjuefni hjá þeim sem málið varðar — breyt- inga er þörf ef vilji til að vertíðin standi undir nafni. Steinþór Guðbjartsson Hvað er Islandsmeistarinn EIIMAR SIGURGEIRSSON að fást við íÞýskalandi? Tenniskappi á faraldsfæti EINAR Sigurgeirsson var f imm ára gamall þegar fjöl- skylda hans reif sig upp og f lutti yf ir hálfan hnöttinn til Ástralíu. Þarlend stjórnvöld vantaði vinnuafl í byrjun átt- unda áratugarins, buðu ókeypis f lugfar og öruggt starf og fjöldi íslendinga flutti búferlum. Einar hóf að stunda tennis ytra en hann hefur orð- ið íslandsmeistari í þeirri grein sex síðustu ár og hyggst reyna fyrir sér á atvinnumóta- röðum í þeirri grein næsta haust. Það er ekki skrýtið að Einar skuli tala íslenskuna með nokkrum hreim því á 28 ára langri ævi hans hefur hann lengst af verið með fasta búsetu erlendis. ¦¦¦¦¦i Hann bjó í Ástralíu Eflif til 23 ára aldurs, Frosta var næstu fimm Eiðsson árin í Alabama þar sem hann nam sálarfræði. Síðasti kaflinn í ferða- sögu hans hófst í Þýskalandi sl. haust en hann hefur leiðbeint og æft tennis hjá klúbbi í Karlsruhe frá því í haust. Einar var hér á landi um helgina og tók þátt í Meistaramóti TSÍ. Hvernig stóð á því að þú fðrst að æfa tennis? „Ég reyndi fyrir mér í krikket og áströlskum fótbolta. Þegar ég var fimmtán ára byrjaði ég að spila tennis og fann að það var frábær íþrótt. Eftir sex mánuði var ég farinn að æfa á hverjum degi og veðrið er þannig í Perth að hægt er að æía. alla daga árs- ins utanhúss. Ég fluttist síðan til Sydney þar sem möguleikarnir eru enn meiri." Hvað með ísland. Vissurðu að leikinn værí tennis þegarþú komst heim frá Ástralíu? „Já, tennis er vinsæl grein í Ástralíu þannig að ég gekk eigin- lega að því sem vísu. Það kom mér svo mikið á óvart hvernig aðstæðurnar voruog ég átti erfitt með að trúa því. Ég man eftir því að fyrsta árið æfði ég á bílastæði í Laugardalnum. Mikið hefur breyst síðan þá, sérstaklega á fímm, sex síðustu árum og að- stæðurnar eru allt aðrar í dag." Þú hefur ekki f hyggju að flytja til íslands? „Ég kom oft hingað á sumrin og um jól. Núna get ég ekki verið hérna ef ég ætla að stefna að at- vinnumennsku. Þá mundi ég detta niður, ég gæti ekki æft nóg og lítið spilað á mótum gegn sterkari spilurum. Vonandi verður það samt hægt í framtíðinni og það munar mikið um það hérna að hafa þjálfara sem jafnframt eru góðir spilarar." Morgunblaðið/Fro8ti EINAR Slgurgeirsson, íslandsmelstari í tennls býr nú í Karlsruhe í Þýskaiandi, þar sem hann kennlr og æfir tennls. Af hverju Þýskaland? „Ég var búinn að vera fímm ár í Bandaríkjunum og vildi komast á stað þar sem ég gæti æft mikið og jafnframt fengið laun fyrir að þjálfa. Þýskaland er frábær staður upp á það að gera. Tennis er stærsta fþróttin á eftir fótboltan- um. Áhuginn er mjög mikill í Bad- en. Það er sama ríki og Boris Becker og Steffi Graf fæddust í. Það er frábært að geta sameinað þetta tvennt og kaupið er ágætt í Þýskalandi." Hefurðu keppt við einhverja sterka spilara? „Jú, ég æfi með fólki, unglingum sem efnilegir eru og ofarlega á tennislistanum og líka spilurum sem náð hafa sér í ATP stig og réttindi til að keppa á atvinnu- mótaröðunum." Hvaða eiginleika þarf góður tennisspilarí að hafa? Tennis er mikil sálfræði og menn þurfa að trúa á sjálfan sig mjög vel. Menn tapa oft, 32 kepp- endur skrá sig í mót og 31 þeirra tapar og menn mega ekki láta töpin draga sig niður heldur að fá áhuga til að æfa betur. Svo er margt sem þarf að læra og það tekur langan tíma að tileikna sér margt. Góðir spilarar þurfa að vera rólegir en jafnframt að geta æst sig upp eins og þegar menn byrja að finna fyrir þreytu." Hefur þú þessa eiginleika? „Ég hef alltaf trúað því að ef ég æfí nóg og held áfram að berj- ast þá muni ganga vel. Ég byrjaði seint að æfa og tapaði þar af leið- andi oft fyrstu árin. Það tók stund- um á taugarnar en ég lærði þá lexíu að tapa án þess að vera að svekkja mig á því. Sumir efnilegir spilarar eiga frá unga aldri erfítt með að sætta sig við töp þegar út í atvinnumótin er komið og gefast upp."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.