Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ______AÐSENDAR GREINAR_ Dómarar fá aðhald VEGNA greinar Sig- mundar 0. Steinars- sonar á íþróttasíðu Morgunblaðsins þriðjudaginn 7. mars sl. og annarrar um- fjöllunar um hand- boltadómgæslu óskar undirritaður fyrir hönd dómaranefndar HSÍ að koma eftirfarandi at- hugasemdum á fram- færi: Undanfarin ár hefur það mjög færst í vöxt að aðstandendur hand- knattleiksfélaga hafi talið handknattleiks- dómara orsök lélegra úrslita í leikj- um liða sinna. Nú orðið tapar lið vart svo leik í deildarkeppni karla að dómurum sé ekki kennt um. Þjálfarar og leikmenn rífast í dómurum frá fyrstu mínútu og verða svo hissa þegar þeir fá reisu- passann fyrir kjaftbrúk. Sumir áhorfendur eru helmingi verri, nema hvað það þýðir ekki að gefa þeim reisupassann. Sorakjaftur þeirra gagnvart dómurum þykir alveg sjálfsagður og sumir skemmta sér yfir því. Orð eins og asnar, svín, aular, hálfvitar og svona mætti lengi telja, dynja á dómurum. Sem betur fer finnst ekki öllum þetta sjálfsagt og man ég eftir einu atviki í fyrravetur þar sem áhorfendur skikkuðu áhorf- anda af yngri kynslóðinni til að fara til dómara eftir leik og biðja hann afsökunar á orðbragði sínu. Mjög oft er búið að ákveða það fyrirfram að dómararnir séu ómögulegir. Það er sama hvað þeir dæma, flestum dómum fyjgja öskur og læti frá áhorfendum. í einhvetj- um tilfellum virðist það vera stefna einstakra áhorfenda að taka dóm- ara á taugum. Það getur verið erf- itt að standa á velli með 500 til 1.000 öskrandi áhorfendur, 14 leik- menn inn á vellinum sem telja sig þekkja leikreglurnar betur en nokk- ur annar og 10 manns á hvorum skiptimannabekk sem telja sig sjá atvik betur en þeir sem eru inni á vellinum. Það er bara eðlilegt að eitthvað láti undan. Margir leikmenn hafa þann leiða vana að vera sífellt að leiðrétta dómara leiksins, þ.e. mótmæla dómum. í einstaka leikjum fá dóm- arar ekki vinnufrið fyrir málgleði leikmanna. Ég sæi þessa sömu leik- menn í anda, ef dómarar gagn- rýndu þá fyrir misheppnaðar send- ingar, ídaufaleg brot, léleg skot eða annað það sem leikmönnum verður á í leikjum. Dómarar láta leikmenn um að spila leikinn innan ramma leikreglna og í staðinn er eðlilegt að leikmenn láti dómarana um að dæma leikinn meðan þeir gera það innan ramma leikreglnanna. Síendurtekin mótmæli leik- manna, hvort sem það er beint við dómara eða með því að snúa sér að skiptimannabekk eða áhorfend- um, eru neikvæð fyrir íþróttina. Þau ýta undir frekari mótmæli leik- manna og starfsmanna liðanna og að ég tali ekki um hnjóðsyrði frá áhorfendum. Sumir leikmenn koma inn á leikvöllinn með það í huga að einstakir dómarar leggi þá í ein- elti. Síðan skoða þeir hvern einasta dóm með og móti sér með þetta í huga. Eftirlitskerfi í vetur og fyrravetur hefur verið í gangi eftirlitskerfi til að taka út frammistöðu dómara í leikjum. Kostnaðarins vegna hefur ekki ver- ið hægt að senda eftirlitsdómara á alla leiki, en a.m.k. reynt að fylgj- ast með eins mörgum og kostur er í 1. deild karla og þeim leikjum í 1. deild kvenna og 2. deild karla þar sem dómarar eru að fást við ný verkefni. Niðurstöður úr eftirlit- inu eru svo notaðar til að ákveða hvaða dómarar fá verkefni í 1. deildum karla og kvenna og 2. deild karla. Með þessu kerfi er verið að skoða hvaða atriði hand- knattleiksdómarar þurfi að bæta til að verða betri. Þetta er sama fyrirkomulag og alþjóðasamböndin nota. Að leik loknum fer eftirlitsmaður yfir athugasemdir sínar með dómurum og svo skilar hann skýrslu til dómaranefndar. Er það mitt álit og fleiri sem ég hef rætt við, að dómgæsla sé betri í dag en hún var áður en eftirlitskerfið var tekið upp. Eins og búast mátti við hefur frammistaða dómarapara verið misjöfn. Engin tvö pör dæma eins, frekar en að tveir leikmenn leiki eins. Unnið hefur verið að því að samræma túlkun, en gæta verður að því að sjaldán eru tvö brot eins. Handboltadómgæsla byggir mjög Gefum dómurum vinnu- frið á leikvelli. Komum fram við þá með fullri virðingu, segir Marinó G. Njálsson. Áhorfend- ur, sem ekki geta hamið skapsmuni sína og orð- bragð, verða að halda sig utan íþróttahúsanna meðan á leik stendur mikið á mati dómara. Var leikmað- ur hindraður, tók hann fjögur skref, var hann lentur áður en hann sleppti boltanum, fékk hann frítt skot og svona má lengi telja. Það er eðlileg krafa að dómarar dæmi svipað eða eins á sams konar brot leik eftir leik. Það sem skiptir meira er að dómarar dæmi eins á sams konar brot í sama leik. íslenskir áhorfendur eru kröfu- harðir. Þeir ætlast til þess að leik- menn standi sig vel og vinni and- stæðingana. Því miður ruglast þeir oft og halda að dómarar leiksins séu andstæðingarnir. Það er nauð- synlegt að gefa dómurum vinhu- frið. Þeir eru óijúfanlegur hluti leiksins. Við getum eyðilagt hand- boltann með því að níðast sífellt á dómurunum. Þeir eru að gera sitt besta og við getum ekki farið fram á meira. Athugasemdir biaðamanns Að lokum vil ég reyna að svara beint þeim spurningum og athuga- semdum, sem Sigmundur Ó. Stein- arsson kemur fram með í grein sinni: 1) „Hvernig undirbúa dómarar sig fyrir keppnistímabilið?“ Fyrir upphaf hvers keppnistímabils halda dómarar fund þar sem farið er yfir leikreglur, tekið er skriflegt próf úr leikreglunum og tekið er hlaupa- próf. Til að fá rétt til að dæma í 1. deild karla og kvenna þurfa dóm- arar að ná 80% árangri á skriflegu prófi og hlaupa 2.400 metra á ekki lengri tíma en 12 mínútum. 2) „Hvernig er líkamlegt ástand þeirra þegar út í slaginn er kom- ið?“ Plestir dómarar stunda ein- hverjar íþróttir ásamt dómgæslunni til að halda sér í formi. Auk þess dæma þeir 40 til 60 leiki á hverri leiktíð, auk æfíngaleikja, saman- borið við að hver leikmaður spilar 30 til 40 leiki, auk æfingaleikja. 3) „Hafa þeir þrek til að taka þátt í hinum mikla dansi sem stig- inn er þegar í úrslitakeppnina er komið, þar sem eins dauði er ann- ars brauð?“ Bestu dómarar landsins eru látnir dæma í úrslitakeppninni. Margir hveijir eru alþjóðadómarar. í úrslitakeppninnni í vetur hefur ekki komið fram í eitt einasta skipti að dómari hafí ekki haft líkamlegt þrek til að dæma leikina og það þó tvíframlengt hafi verið. Hvort að dómarar hafi alltaf haft andlegt þrek, eftir gegndarlausar svívirð- ingar áhorfenda, til að halda fullri einbeitingu allan leikinn, er allt annað mál. Dómarar eru alveg meðvitaðir um mikilvægi þeirra leikja sem þeir dæma. Þeir vita að annað liðið þarf að tapa leiknum. En þeir geta aldrei leyft sér, og gera það ekki, að horfa á sjálfan sig sem orsakavald. Dómara ber að dæma á brot sem hann sér. Það er leikmaðurinn sem brýtur af sér. Dómarinn fær í mesta lagi 1-2 sekúndur til að ákveða hvort hann eigi að dæma. Hann er með eitt sjónarhorn á brotið. Út frá þessu sjónarhorni verður hann að taka ákvörðun sína. 4) „Þetta gera menn sem hafa lítið sem ekkert aðhald.“ Ég hef áður nefnt hér í grein minni að dómarar hafi aðhald. Þeir hafa aðhald frá sjálfum sér, eftirlits- mönnum/dómurum, leikmönnum, aðstandendum liða, áhorfendum og fjölmiðlum. Því miður hefur aðhald leikmanna, aðstandenda liða, áhorfenda og fjölmiðla ekki reynst raunhæft. Til þess er þekking þess- ara aðila á leikreglum alltof lítið. Mjög oft stangast álit þessara aðila á. Tökum dæmi: Dómarar fá um- sögnina dómgæsla á heimsmæli- kvarða hjá blaðamanni, einkunnina 41 (sem með því betra sem sést) hjá eftirlitsdómara og ummælin „dómararnir eyðulögðu leikin og ættu ekki að fá að dæma í úrslita- keppninni" hjá þjálfara tapliðsins. Það er enginn dómari sáttur við að fá lélega umsögn. Það er mark- mið allra dómara að standa sig vel í einasta leik. Dómari, sem gerir mistök, skoðar í mörgum tilfellum upptökur af leiknum til að læra af mistökunum. 5) „ ... þrátt fyrir að sjáist á myndböndum, að þeir gerðu rangt.“ Það væri hægt að skrifa langa rit- gerð um notkun myndbandsupptaka af leikjum. Vissulega gera dómarar mistök. En mistökin eru tvenns konar. Annars vegar rangir dómar, of strangir, brot búið til o.s.frv. Hins vegar brot sem dómurum yfir- sést. Eigi að nota myndbandsupp- tökur, þá verðum við að ákveða í hvaða tilfellum megi breyta úr- skurði dómara og hvenær ekki. Ég er alveg klár á að leikbönnum muni fjölga í kjölfarið. 6) „Kærur eru ekki rétta lausn- in.“ Það er ákvörðun hvers dómara hvort hann kærir ummæli í fjöl- miðlum sem honum finnst æru- meiðandi. Hafi einstaklingur þá skoðun á dómgæslu að hún hafi verið óhæf, þá verður hann að setja þess skoðun sína þannig fram að hún meiði ekki aðra. Heppnist það ekki, verður sá hinn sami að vera ábyrgur orða sinna. Verðum að fá vinnufrið Umfjöllun um dómgæslu undan- farnar vikur og mánuði hefur verið þannig, að mér er með öllu óskiljan- legt að einhver skuli gefa sig út í að dæma leiki í 1. deild karla. Dómarar hljóta að vera masókist- ar, að sitja undir þessum svívirðing- um og ávirðingum. Það er mál að linni. Gefum dómurum vinnufrið á leikvelli. Komum fram við þá með fullri virðingu. Áhorfendur, sem ekki geta hamið skaþsmuni sína og orðbragð, verða að halda sig utan íþróttahúsanna meðan á leik stendur. Sýnum öðrum virðingu, þá mun- um við njóta virðingar. Með íþróttakveðju. Höfundur er ritari dómaranefndar HSÍ. Marinó G. Njálsson INNANHÚSSMEIST Eydís me< EYDÍS Konráðsdóttir var maður Innanhússmeistaramótsins í Vestm náðl auk þess lágmarki fyrir Evrópumeistaramótið. H Eydís setti þvjú íslands- metíEyjum ur. Eydís synti ekki í úrslitum þessa sunds, valdi að synda frekar í 200 metra baksundi en mjög stutt var milli úrslita í þessum sundum. Og Eydís gerði _það líka gott í því sundi bætti eigið íslandsmet verulega eða um rúm- ar 3 sekúndur, synti á_2.18,58 en eldra metið var 1.21,74. Á sunnudeginum synti Eydís svo í 100 metra baksundi og enn setti hún íslandsmet þegar hún synti á 1.04,00 en eldra metið var 1.05,08 þetta sund gaf henni 848 stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu og var það besta afrek mótsins hjá konum samkvæmt þessari stigatöflu. Besta afrek mótsins hjá körlum átti Logi Jes Kristjánsson ÍBV þegar hann synti 100 metra baksund á 56,70 og fyrir það hlaut hann 888 stig, þessi tími Loga Jes var um einni sekúndu betri en hann átti í greinínni, en dugði þó ekki til að klekkja á Islandsmeti Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar sem er 56,21. Eðvarð Þór varð í öðru sæti í sundinu þrátt fyrir að vera í þessu meira af gamni en alvöru. „Ég er mjög svo ánægður með þetta mót þetta gekk svo til allt að óskum, þó ég hefði vilja komast nær íslands- metunum eða jafnvel taka þau, en það kemur tími eftir þennan tíma. Nú er bara að setja allt í botn fyrir Smá- þjóðaleikana sem eru fyrstu vikuna í júní. Nú fer ég aftur til Bandaríkj- anna og æfi náttúrulega restina af mars, allan aprll og hef svo allan EYDÍS Konráðsdóttir setti þrjú íslandsmet á Meistaramóti ís- lands f sundi innanhúss sem fram fór um helgina íVestmannaeyj- um. Þessi 17 ára gamla sund- drottning frá Keflavík setti met í 100 metra flugsundi og í 100 og 200 metra baksundi. Hún ásamt Loga Jes Kristjánssyni frá Vest- mannaeyjum unnu bestu afrek mótsins. Birkir Rúnar Gunnars- son setti þrjú íslandsmet í flokki blindra á mótinu. Eg er búin að æfa mjög vel og mik- ið á þessu tímabili og var búin að setja mér það markmið fyrir mótið að bæta metin í þessum þremur greinum sem ég setti Islandsmetin í og það gekk allt saman upp. Ég er ánægðust með metið í 100 metra baksundi því ég náði lágmarki fyrir Evrópumeistarmótið, það er mikill létt- ir að vera búinn að ná því og þurfa ekki að vera að rembast við það I allt sumar,“ sagði Eydís Konráðsdóttir að loknu móti en auk þess að setja þijú íslandsmet varð hún í þriðja sæti í 50 metra skriðsundi og í silfursveit Kefla- víkur í 4x200 metra skriðsundi. Fyrsta met sitt setti Eydís í undan- rásum á laugardeginum, þegar hún synti 100 metra flugsund á 1.03,68 og bætti þar met Bryndísar Ólafsdótt- Sigfús Gunnar Guömundsson skrifar frá Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.