Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR21.MARZ1995 C 9 KNATTSPYRIMA Fyrsti sigur Atletico í La Coruna í 24 ár ARGENTINUMAÐURINN Alfio Basile, fyrrum landsliðsþjálf- ari Argentínu, sem er átjándi þjálfarinn sem hefur stjómað Atletico Madrid á átta árum, er að gera góða hluti hjá lið- inu. Hann stjórnaði þvítil sig- urs í La Coruna, þar sem það vann sinn fyrsta leik á Riazor- leikvellinum í 24 ár. La Coruna varð fyrir áfalli eftir aðeins tíu mín., þegar fyrirlið- inn og leikstjórnandinn Francisco Fran varð að fara af leikvelli, meiddur á hné. Heimamenn réðu gangi leiksins, en gestirnir léku varnarleik og voru skyndisóknir þeirra hættulegar. Manolo Sanchez skoraði sigurmark Atletico með skalla. Gestirnir léku tíu síðustu tólf mín., eða eftir að Toni Munoz var rekinn af leikvelli. Barcelona varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Valencia á heimavelli, þar sem 68 þús. áhorfendur voru ekki yfir sig ánægðir. Real Madrid stefnir að meistaratitlinum á Spáni — það var Ivan Zamorano sem skoraði sigurmark, 1:0, liðsins gegn Espanol. Þetta var tuttuguasta og fyrsta mark hans á keppnistímabil- inu. Real Madrid lék án Michael Laudrup og Fernando Hierro, sem voru veikir. Paco Buyo, markvörð- ur, lék sinn 500. deildarleik fyrir Madridar-liðið. Reuter A flugi LEIKMENN Arsenal eru komnir í undanúrsllt Evrópukeppni bikarhafa, en hafa ekkl verið í mlklum ham á heimavígstöðvum undanfarið. Hér er Glenn Helder „á flugi" eftir að Robbie Elliot hjá Newcastle braut á honum á St. James' Park um helgina. Stoichkov settur í bann BULGARSKI landsliðsmaðurinn Hristo Stoichkov hjá Barcelona, lék ekki með liðinu gegn Valencia um helgina, þar sem Johan Cruyff, þjálfari, setti hann í fimmtán daga keppnisbann vegna yfirlýsinga eftir að Barcelona féll úr Evrópukeppninni í sl. viku. Stoichkov hefur sagt að Cruyff hafi gert mistök þegar hann lét danska landsliðsmanninn Michael Laudrup fara til Real Madrid. Búlgarinn mun ekki missa af öðrum leik en gegn Valencia, þar sem ekki er leikið á Spáni fyrr en um þar næstu helgi, þar sem Spánverjar leika landsleik í næstu viku. Stoichkov segist hafa hug á að ljúka keppnisferli sínum hjá Barcelona. Blackbum í góðri stöðu MANCHESTER United mátti sætta sig við tap, 2:0, gegn Liverpool á Anfield Road á sunnudag og hefur Blackburn náð sex stiga forskoti í barátt- unni um Englandsmeistaratitl- inn. „Það var slæmt að tapa þessari viðureign. Við höfum aðeins náð einu stigi út úr tveimur síðustu leikjum okkar — fyrir fáeinum dögum gerð- um við jaf ntefli við Tottenham heima og nú kom tapleikur. Við þurftum á sigrum að halda í báðum viðureignunum," sagði Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United. Jamie Redknapp skoraði fyrra mark Liverpool, eftir fyrirgjöf frá Robbie Fowler á 25 mín. Að- eins stuttu síðar bjargaði Peter Schmeichel meistaralega skoti frá Fowler. Andy Cole, sem á við meiðsli að stríða — og byrjaði á varamannabekknum hjá United, var sendur inná í seinni hálfleik. Leikmenn United gerðu harða hríð að marki Liverpool og þurfti mark- vörðurinn David James tvisvar að taka á honum stóra sínum. Fimm mín. fyrir leikslok gerðu leikmenn Liverpool út um leikinn þegar Michael Thomas sendi knöttinn til Steve McManaman, sem skaut að marki — Steve Bruce, fyrirliði United, varð þá fyrir því óhappi að stýra knettinum framhjá Schmeichel. Blackburn lagði Chelsea-að velli, 2:1. Gestirnir fengu óskabyrjun þegar Mark Stein skoraði eftir aðeins þrjár mín., en Alan Shearer náði að jafna fyrir Blackburn — skoraði sitt hundruðusta deildar- mark. Hann lagði síðan upp sigur- markið sem fyrirliðinn Tim Sher- wood skoraði. Bruce Grobbelaar lék ekki í markinu hjá Southamptön, sem tapaði 0:3 fyrir Nottingham Forest á City Ground. Hollendingurinn Bryan Roy skoraði tvö mörk og Stan Collymore eitt. Peter Beardsley tryggði New- castle sigur, 1:0, gegn Arsenal á St. James' Park, þegar hann skor- aði glæsilegt mark af 25 m færi á síðustu mín. leiksins. Vince Bartram, markvörður Arsenal, átti ekki möguleika á að verja. Jtirgen Klinsmann skoraði sigurmark Tottenham, 1:0, gegn Leicester á 82. mín. og hefur hann skorað 24 mörk fyrir liðið í vetur. Tottenham hefur aðeins tapað þremur leikjum af 24 síðan Gerry Francis tók við stjórninni af Ossie Ardiles í nóvember. Þjóðverjinn Uwe Rössler skoraði tvö mörk fyrir Manchester City, sem var undir 0:2 gegn Sheff. Wed. á heimavelli. Paul Walsh skoraði þriðja markið og leikmenn City fögnuðu sigri, 3:2. Law hrósar Shearer AL AN Shearer skoraði hundraðasta mark sitt í deildarkeppninni, þegar Blackburn vann Chelsea. Hann hefur skorað 77 mörk fyrir Blackburn í 95 leikjum, en þess má geta að hann skoraði ekki nema 23 mörk fyrir Southampton í 105 leikjum. Denis Law, fyrrum markverðahrellir hjá Manchester United, hrósaði Shearer mikið. „Hann er besti miðherjinn í ensku knattspyrnunni — mjög yfirvegað- ur og kraftmikill leikmaður, sem hefur mikla hæfileika til að skora frábær mörk. Þá er hann miklu meira en markaskorari, því að hann er leikmaður liðsheildarinnar. Ég hefði svo sannarlega viljað leika við hliðina á honum," sagði Law, sem skoraði 236 mörk í 293 leikjum. Shearer er mjög hamingjusamur hjá Blackburn. „Við leggjum mikið upp úr því að skemmta okkur. Það er mikil barátta í liðinu og leikmenn eru tilbúnir að leggja hart að sér." Glenn Hoddle, framkvæmdastjóri Chelsea, gat akki annað en hrósað Shearer, eftir að hann skoraði 30. deildarmark sitt í vetur, með skalla. „Shearer er mjög sterkur skallamaður, þá er hann sterkur með knöttinn og vinnur vel fyrir lið sitt." United tapaði á Anfield ROBBIE Fovuler lék vel með Liverpool gegn Manchester Un- ited. Hér er hann, t.v., í baráttu um knöttinn við Lee Sharpe, sem var sklpt út af í leikhléi í stað Andys Coles. FOLK ¦ F/AWSK/framherjinn JariLit- manen skoraði þrjú mörk fyrir Aj- ax, sem vann Nijmegen 5:1 í hol- lensku deildarkeppninni. ¦ STEPHANE Chapuisat, sviss- neski framherjinn snjalli hjá Dort- mund í Þýskalandi meiddist mjög illa á hné á æfingu á föstudaginn; krossbandið og annað liðbandið slitnuðu auk þess sem liðþófi skemmdist. Hann verður frá keppni í a.m.k. hálft ár og jafnvel í átta mánuði. ¦ BANDARÍSKI landsliðsmaður- inn Wynalda lék um helgina fyrsta leikinn fyrir Bochum síðan hann meiddist á haustdögum. Liðið komst úr fallsæti í fyrsta skipti í langan tíma eftir 2:1 sigur í Frei- burg. ¦ JUVENTUS á ítalíu hefur áhuga á að kaupa Mario Basler frá Werder Bremen í Þýskalandi, skv. fréttum þýskra blaða. ¦ LOTHAR Matthaus, fyrirliði Bayern Miinchen, sem meiddist illa í vetur, kom á óvart í viðtali um helgina er hann sagðist stefna að því að verða tilbúinn í úrslitaleik- inn í Evrópukeppni meistaraliða 24 maí í Vínarborg. Þegar hann sleit hásin var talið öruggt að hann yrði ekki meira með í vetur — jafnvel að ferillinn væri á enda. Og hvað úrslitaleikinn varðar á Bayern eftir að mæta Ajax í undanúrslitum! ¦ CIRIACO Sforza, svissneski landsliðsmaðurinn hjá Kaiserslaut- ern vill fara frá félaginu. Mestar líkur eru taldar á að Bayern Miinc- hen næli í hann. ¦ BENFICA lagði Chaves að velli 1:0 í Portúgal. Liðið lék án mark- varðarins Michel Preud'homme, sem var í leikbanni. Þá voru tveir leikmenn liðsins reknir af leikvelli — Paulo Pereira og Claudio Can- iggia. ¦ SAUTJÁN ára piltur lét lífið í kjölfar óláta sem brutust út eftir leik Galatasaray og Fenerbache í tyrknesku deildinni í knattspyrnu um helgina. Fenerbache vann 3:0 en sumir stuðningsmenn Galatas- aray sættu sig ekki við það og létu öllum illum látum. Pilturinn, sem var stuðningsmaður Fenerbache, var fluttur á sjúkrahús en þar tókst ekki að bjarga lífi hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.