Morgunblaðið - 21.03.1995, Page 12
KORFUKNATTLEIKUR
Jordan
snýr
aftur
MICHAEL Jordan lék fyrsta leik
sinn með Chicago í NBA-deild-
inni í 656 daga er liðið mætti
Indiana á heimavelli sínum á
sunnudaginn. Þó svo að
Chicago hafi tapað leiknum
103:96 eftir f ramlengingu sýndi
Jordan að hann hefur litlu
gleymt. Hittnin var að vísu ekki
eins og hún var fyrir tveimur
árum, en líkamlegt ástand
kappans er mjög gott og með
meiri leikæfingu rata skotin
ofaní. Hann lék samtals í 43
mínútur.
Jordan sagðist ánægður með að
vera mættur i slaginn á ný.
„Tímasetningin á skotunum er ekki
alveg eins og hún var
Frá en það kemur. Þetta
Gunnari er aðeins fyrsti leik-
Valgeirssyni urinn og ég þarf smá
í Bandaríkjunum t;ma til að ná rétta
taktinum aftur. Ég er ekki ánægður
með að tapa fyrsta leiknum en er
þó sáttur við minn leik,“ sagði Jord-
an á blaðamannafundi eftir leikinn.
Hann hitti aðeins úr sex skotum
af 28 utan af velli. „Ég snéri aftur
einungis vegna þess að ég hef yndi
af leiknum. Ég er ekki að gera þetta
peninganna vegna því ég fæ jafn
mikið hvort sem ég spila eða ekki.
Ástæðan fyrir því að ég hætti á
sínum tíma var sú að ég var orðinn
mjög þreyttur og ég ætlaði ekki að
byija aftur. En aðstæður hafa
breyst og ég var orðinn hungraður
í að fá að spila aftur. Ég vildi gera
eitthvað jákvætt fyrir körfuboltann
því umræðan hefur verið svolítið
neikvæð í NBA-deiIdinni síðan ég
hætti.“
Jordan, sem er 32 ára, byrjaði
Reuter
JORDAN valdl aö vera númer 45 eins og í hafnaboltanum en gamla númerlö
hans, 23, var sett á heiðurstall og má enginn nota þaö hjá félaginu framar.
frekar illa og hitti ekki úr fyrstu sex skotum
sínum. Og skoraði fyrsta stigið sitt úr víti
þegar 8 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik
en síðan bætti hann sex stigum við fyrir
hálfleik. Hann náði sér ekki á flug eins og
hann var þekktur fyrir — að hanga í loftinu
og leggja boltann í körfuna. Hann notaði
mest stökkskot í leiknum. „Hann fór rólega
af stað og var svolítið hikandi. Það eru að-
eins þrír leikmenn í liðinu sem hafa leikið
áður með honum og það hafði sitt að segja,“
sagði Phil Jackson, þjálfari Bulls. „Hann
kemur til með að leika mun betur og það
sama á við um liðið.“
Indiana byijaði betur og komst í 13:2 og
leiddi með tíu stigum í hálfleik, 47.37. Indi-
ana hafði forystu í leiknum allt þar til Scottie
Pippen jafnaði, 92:92, með þriggja stiga körfu
þegar 19 sekúndur voru eftir og tryggði fram-
lenginu. En gestirnir voru sterkari á enda-
sprettinum og unnu 103:96. Chicago hitti
aðeins úr tveimur af 13 skotum sínum í fram-
lengingunni. Pippen var stigahæstur í liði
heimamanna með 21 stig en Reggie Miller
gerði 28 stig fyrir Pacers.
Chicago á 17 leiki eftir í riðlakeppninni
og segir Jackson, þjálfari, að stefnan sé að
komast upp í 5. sæti í riðlinum, en liðið er
núna í sjötta sæti. Ef röðin verður eins og
hún er nú myndi Chicago mæta New York
í fyrsta leik í úrslitum og það vilja Jackson
og félagar helst ekki.
„Kóngurinn" er
kominn til baka
PHIL Jaekson, þjálfari Chicago Bulls, tilkynnti
formlega á æfingu á laugardag að Michael Jord-
an myndi spiia gegn Indiana á sunnudaginn. „Það
er búið að ganga frá öllu og „HANN“ er kominn
til baka,“ var það eina sem þjálfarinn sagði um
endurkomu hans við blaðamenn. Jordan vildi sjálf-
ur byrja sl. fimmtudag i leik gegn Milwaukee,
en stóðsjt ekki læknisskoðun.
Miðar seldust á
65 þúsund krónur
UPPSELT var á leik Chicago og Indiana fyrir
tveimur vikum síðan, en þá átti enginn von á að
Jordan myndi spila. Þegar fréttist að hann myndi
spila fóru miðar á 1.000 dollara, cða 65 þúsund
krónur, á svörtum markaði. Daginn fyrir leik
þurfti að bæta við aðstöðu fyrir 200 blaðamenn
vegna endurkomu Jordans og komust færri blaða-
menn að en vildu.
Þénar um tvo
milljarða á ári
ÞEGAR Jordan hætti fyrir 18 mánuðum var
hann samningsbundinn Chicago út þetta keppn-
istímabil og það næsta. Hann fær 4 miljjónir
dollara (260 milljónir íslenskar krónur) á ári
fyrir þann samning og skiptir ekki máli hvort
hann spilar eða ekki. Talið er að hann þéni um
30 milljónir dollara, eða um tvo miiyarða is-
lenskra króna á ári í formi auglýsingatekna.
Hann var stigahæsti leikmaður NBA-deiIdarinn-
ar sjö ár í röð og með hæsta meðalskor allra
leikmanna frá upphafi með 32,3 stig í leik.
Lottóvinningurtil
NBC-sjónvarpsins
EFTIR að það fréttist að Jordan hyggðist byrja
aftur í körfuboltanum hækkuðu verðbréfin í þeim
fyrirtækjum sem hann hefur auglýst fyrir um
tvær miUjónir doUara á einni viku. „Þetta er eins
og vinna í lottóinu," sagði einn forráðamanna
NBC- sjónvarpsstöðvarinnar, sem hefur einkarétt
á beinum útsendingum frá NBA-deildmni.
HANDKNATTLEIKUR / HM 95
ENGLAND: 111 121 211 X221 ITALIA: 221 X1X 21X X11X
Morgunblaðið/Sverrir
Verdlaunagripirnir afhjúpadir
EFTIR tæplega s]ö vlkur hefst HM í handknattleik á íslandl.
Á laugardaglnn voru 50 dagar í fyrsta leik og af því tllefni
var sérstök hátíö í Kringlunni. M.a. voru verAlaunagripir HM
95, sem Jens Guðjónsson gullsmlöur hannaðl, afhjúpaðlr og
á myndinnl til hllAar skoAa gestir gripina en á efri myndlnni
afhendir Ólafur B. Schram, formaAur HSÍ, Blrgi ísleifi Gunn-
arssyni, seölabankastjóra, gullpening, eins og velttur verAur
fyrir 1. verAlaun á HM, til varAvelslu í safni bankans.