Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 D 3 FRAMLEIÐSLA SJÁVARAFURÐA Hagnaður ISjókst um 38 milljónir króna í fyrra STARFSEMI íslenskra sjávaraf- urða hf. á árinu 1994 gekk vel og var í samræmi við stefnumörkun aldrei verið ineiri °g áætlanir félagsins. Framleið- endur innan vébanda ÍS heima og erlendis framleiddu alls 56.240 tonn á árinu 1994, sem er 7,3% aukning frá árinu 1993 og þar með metframleiðsla á einu ári. Afurðasala félagsins á árinu nam 13,5 milljörðum króna á móti 13,4 milljörðum árið áður, sem er 0,7% aukning milli ára. Heildarvelta ÍS, að meðtalinni sölu umbúða, rekstrarvara og veiðarfæra, nam alls 14,2 milljörðum króna á móti 14,0 milljörðum króna árið 1993, sem er 1,1% aukning. Framleiðsla hefur Fjárfestingar móðurfélagsins á árinu 1994 námu alls 285,5 millj. króna og var mest fjárfest í eignar- hlutum í sjávarútvegsfélögum, en ijárfestingar samstæðunnar allrar námu samtals 384,0 millj. króna. Veltufé frá rekstri móðurfélags var 148.6 millj. krónaen samstæðunnar allrar 209,4 millj. króna. Arðsemi eiginíjár móðurfélagsins var 10,3% á árinu 1994 á móti 7,7% árið áður og hefur arðsemin aldrei verið meiri. Sölugengi hlutabréfa var 1,25 í árslok 1994 og hafði hækkað um 0,15 eða 13,6% á árinu. Afkoman — samstæðan Niðurstaða rekstrarreiknings samstæðu árið 1994 var jákvæð um 89.3 millj. króna, en árið áður var afkoman einnig jákvæð og þá um 51.4 millj. króna. Rekstrartekjur námu alls 19.216.6 millj. króna, en voru 18.424,0 millj. árið 1993, og rekstr- argjöld, án fjármagnsgjalda, námu 18.938,0 millj. króna á móti 18.233,1 árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 159,4 millj. króna, en var 97,8 millj. árið 1993, sem er 61,6 milljóna króna aukning frá fyrra ári. I efnahagsreikningi samstæðunnar kemur fram að heildareignir í árslok voru bókfærð- ar á 5.833,0 millj. króna. Skuldir námu alls 4.606,5 millj. króna og samanlagt eigið fé allra félaganna í árslok því 1.226,5 millj. króna, á móti 1.156,9 millj. í árslok 1993. Eiginfjárhlutfall í árslok 1994 var 21,0% en var 20,0% í árslok 1993. Starfsmenn ÍS og dótturfélaga þess voru að jafnaði 478 á árinu 1994, en voru 418 árið áður. Mest- ur er starfsmannafjöldinn í Banda- ríkjunum 390. Afkoma — móðurfélag Hagnaður af rekstri móðurfé- lagsins árið 1994 var 89,3 millj. króna en 51,4 árið áður. Heildarút- flutningur (umboðssala) árið 1994 var 13.473,3 millj. króna á móti 13.383.6 millj. árið 1993. Rekstrartekjur félagsins námu 1.080,2 millj. króna á móti 963,6 millj. árið áður. Rekstrargjöld án fjármagnsgjalda námu 943,7 millj. kr. á móti 858,7 millj. árið 1993. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 121,3 millj. króna á móti 76,9 millj. árið áður, sem er 57,7% aukn- ing. Þess skal getið að í lok rekstrar- ársins 1993 var greiddur 5% arður til hluthafa félagsins, samtals að upphæð 32,2 millj. króna. I efnahagsreikningi móðurfé- lagsins kemur fram að heildareign- ir í árslok voru bókfærðar á 3.586,5 millj. kr. Skuldir námu alls 2.672,5 millj. og er eigið fé móðurfélagsins í árslok 1994 því 914,0 millj. króna, á móti 862,6 millj. í árslok 1993. Til eigna í efnahagsreikningnum er m.a. talinn allur ógreiddur út- flutningur, ásamt innstæðum á gjaldeyrisreikningum. Skuldamegin standa ógreidd greiðsluflýtingarlán, eftirstöðvar sjávarafurða og ógreiddar fraktir, að upphæð 1.873,9 millj. króna. Að þessu frá- dregnu var eiginfjárhlutfall í árslok 1994 53,4% í stað 57,5% 1993. Arðsemi eiginfjár jókst úr 7,7% 1993 í 10,3% 1994. Hlutafé íslenskra sjávarafurða hf. í lok ársins 1994 var 700 millj. króna, þar af voru 23,3 millj. króna í eigu félagsins sjálfs, en 676,7 millj. króna í eigu hluthafa. Heildarvelta í millj. kr. Heildarvelta íslenskra sjávaraf- urða hf. árið 1994 var 14.184,4 millj. króna borið saman við 14.028,9 millj. árið áður eða 1,1% aukning milli ára. Veltan í frystum afurðum var 13.461,4 millj. króna, á móti 13.213,8 millj. árið áður, sem er 1,9% aukning milli ára. Velta ann- arra afurða var 11,9 millj. króna, borið saman við 169,8 millj. árið áður, sem skýrist af því að hætt var sölu á mjöli og skreið. Velta Vöruhúss ÍS var 584,8 millj. króna, á móti 551,3 millj. árið áður. Ýms- ar rekstrartekjur námu alls 126,3 millj. á móti 94,0 millj., eða sam- tals 14.184,4 millj. á móti 14.028,9 millj. árið 1993 eins og áður segir. HelldarframlelAsla frystra afurða á íslandi Heildarframleiðsla frystra afurða árið 1993 varð sú mesta í sögu IS ef með er talin framleiðsla erlendis, eða 56.240 tonn á móti 52.410 tonnum árum áður sem er 7,3% aukning. Framleiðsla ÍS á þorskaf- urðum dróst saman um þriðjung sem endurspeglar þá minnkun sem varð í þorskafla landsmanna. Fram- leiðsla á ýsu og sjófrystum karfa jókst á milli ára, ýsa 29,1% og karfi 27,7%. Framleiðsla á steinbít, land- frystum karfa, ufsa og grálúðu dróst saman en samdráttur varð í veiðum á þessum tegundum á landsvísu. Framleiðsla á landfrystri rækju jókst um fjórðung og veruleg aukning varð í framleiðslu loðnu og loðnuhrogna. Metár varð í fram- leiðslu ÍS á síld og nam aukningin 129,4% milli ára. Framlelðsla ÍS erlendls Undir framleiðslu erlendis falla afurðir framleiddar af Seaflower Whitefish Corporation í Namibíu, afurðir framleiddar um borð í togar- anum Admiral Zavoiko á Kamc- hatka, auk afurða af erlendum tog- urum. Á síðasta ári nam þessi fram- leiðsla alls 6.480 tonnum á móti 250 tonnum árið á undan. Þar munar mest um rúmlega 4.000 tonn af lýsingi frá SWC í Namibíu. Hér á eftir fylgir samandregið yfirlit yfir heildarframleiðslu síðastliðinna fjögurra ára. Helldarútflutningur í magnl og saia á afurðum framlelddum erlendls Heildarútflutningur íslenskra sjávarafurða hf. nam 51.360 tonn- um á árinif 1994, samanborið við 54.070 tonn árið áður, sem er 5% minnkun milli ára. Saíh’ á afurðum framleiddum erlendis jókst úr 250 tonnum í 5.110 tonn. MarkaAsdrelflng frystra afurAa Svipuð þróun varð árið 1994 í markaðsdreifingu frystra afurða miðað við magn, eins og árið á undan. Samdráttur varð í útflutn- ingi til Evrópu en Bandaríkin héldu sínum hlut. Útflutningur til Asíu jókst þriðja árið í röð og munar þar mest um vaxandi sókn í úthafs- karfa og góða loðnuvertíð. Vöruþróun og tllraunavinnsla í starfí vöruþróunar árið 1994 var lögð megináhersla á verkefni er lúta að nýrri útfærslu á eldri á eldri vörum fyrir nýja markaði og nýja kaupendur. Nýjar neytenda- pakkningar vonl þróaðar og mark- aðssettar, og má þar t.d. nefna kolarúllur, brauðuð formflök, „sea- food mix“, karfasteikur, humar, reyktan lax, síldarflök o.fl. Ending neytendapakkninga er stutt en með aðlögun að þörfum markaðarins má lengja hana, t.d. með breytingu á þyngd, tilfærslu frá breytilegri vigt yfír í fasta, nýjum umbúðum o.s.frv. Af vörum fyrir veitingahúsa- markaðinn, sem unnið var að, má nefna sagaða teninga úr bitablokk, brauðuð karfaflök, formflök og ferska rækju. Erlend verkefni á árlnu 1994 Hlutur erlendra verkefna í starfí ÍS fór vaxandi á síðastliðnu ári, og nam erlend framleiðsla um 10% af heildarframleiðslu á vegum fyrir- tækisins að magni til. Samstarf um sölu og framleiðslu á Alaskaufsa í A-Rússlandi, sem hófst 1993, gekk vel á síðast ári, og var starfsemin útvíkkuð með tilkomu nýrra afurða á borð við Alaskaufsahrogn og Kyrrahafssíld. í maí var gengið frá kaupum á 20% hlut í nýju sjávarút- vegsfyrirtæki, Seaflower Whitefísh Corp. í Namibíu, sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á Suður-Afríku- lýsingi. Seaflower Whitefish gerði út þrjá togara á árinu, þar af tvo frystitog- ara, auk eins linubáts. Frystihús félagsins hóf starfsemi í ágúst í Liideritz, þar sem höfuðstöðvar fyr- irtækisins eru. Nokkur fjöldi íslend- inga starfar hjá fyrirtækinu í Namibíu í tengslum við rekstur skipanna og frystihússins. í septem- ber voru gerðar skipulagsbreyting- ar hjá ÍS þar sem meðal annars nýsköpunarsvið var stofnað, en til- gangur með stofnun þess er fyrst og fremst útvíkkun á starfí fyrir- tækisins erlendis. VlnnslustöAin hf. Þann 30. október síðastliðinn keyptu íslenskar sjávarafurðir hf. rúmlega 30% hlut Bjarna Sighvats- sonar og fjölskyldu hans í Vinnslu- stöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin er eitt af stærstu fyrirtækjum í sjávarútvegi á íslandi í dag. Á síðasta ári nam útflutnings- verðmæti afurða 2,5 milljörðum. Starfsemi Vinnslustöðvarinnar skiptist í fískvinnslu, útgerð og fiskimjölsverksmiðju. GæAakerfi ÍS Gæðakerfi íslenskra sjávaraf- urða hf. hefur verið vottað skv. al- þjóðlega staðlinum ISO 9001. Vott- unaraðili var Vottur hf., en ráðgjöf annaðist Ráðgarður hf. Úttekt fór fram dagana 16.-18. nóvember og var skírteinið afhent við formlega athöfn 10. desember síðastliðinn. Gæðakerfið nær yfir sölu, hönn- un og markaðssetningu sjávaraf- urða á alþjóðlegum mörkuðum frá íslenskum framleiðendum, ásamt innkaupum og sölu á umbúðum, rekstrarv.örum og veiðarfærum. lceland Seafood Corporatlon Iceland Seafood Corporation, dótturfélag ÍS í Bandaríkjunum, sem annast sölu og markaðssetn- ingu á afurðum framleiddum á ís- landi og rekur fiskréttaverksmiðju, náði viðunandi árangri í sölu á ár- inu. Hagnaður varð af rekstri félags- ins, sem nam 454.000 dollurum fyrir skatta, en árið áður var Heildarvelta í milliónum króna Ár Útfl. CIF Salaáerl. Vöruhús ÍS Önnur velta Samtals verðm. m.kr. afurðum m.kr. sala án VSK m.kr. m.kr. m.kr. 1991 13.013,3 0,0 497,8 63,8 13.574,9 1992 12.631,9 0,0 473,0 66,9 13.171,8 1993 13.334,6 49,0 551,3 94,0 14.028,9 1994 12.638,3 835,0 584,8 126,3 14.184,4 Heildarframleiðsla frystra afurða í tonnum Ár Framleitt á Framleitt erlendis Samtals Island (tonn) (tonn) (tonna) 1991 52.070 0 52.070 1992 50.200 0 50.200 1993 52.160 250 52.410 1994 49.760 6.480 56.240 Heildarútflutningur og sala erlendra afurða Ár Útflutningur frá Sala erlendra Samtals Islandi(tonn) afurða (tonn) (tonn) 1991 53.400 0 53.400 1992 52.920 0 52.920 1993 54.070 250 54.320 1994 51.360 5.110 56.470 Markaðsdreifing afurða frá íslandi Mark. USA Evrópa Asía Önnur lönd Samtals 1991 22,5 53,9 21,9 1,7 100 1992 18,9 59,5 19,4 2,2 100 1993 24,9 53,6 21,5 0,0 100 1994 24,5 49,4 25,9 0,2 100 Sala Iceland Seafood Corp. Sala Iceland Seafood Limited Ár 1991 1992 1993 1994 Ár 1991 1992 1993 1994 Magn Magn millj. lb. 66 57 63 67 þús. tonn 26,4 27,7 27,4 26,4 Verðm. Verðm. USD milj. 132,9 112,1 121,1 121,8 miltj. GBP 65,6 68,9 65,1 60,7 175.000 dollara hagnaður á rekstr- inum. Rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir betri afkomu en raun varð á, en gjaldfærsla óreglulegs kostnaðar og gjaldfærður kostnaður vegna skipulagsbreytinga ollu því að ekki náðist sá hagnaður í rekstri sem stefnt var að. Heildarsala félagsins á árinu 1994 nam 121,8 millj. USD sem er svipað verðmæti og á síðasta ári, en að magni til nam salan 67 milljónum lb á móti 63 millj. lb árið á undan. Magnús G. Friðgeirsson lét af starfi forstjóra 1. ágúst 1994 eftir sex ára starf og eru honum færðar þakkir fyrir störf sín í þágu félags- ins. Við starfí forstjóra tók Mr. Hal Carper, sem starfað hafði hjá félag- inu í tvö ár sem aðalsölustjóri. Þar áður starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- mála hjá Design Foods, einu af dótturfyrirtækjum Sara Lee Corp- oration í Bandaríkjunum. Ýmsar fleiri breytingar hafa orðið á starfs- fólki og skipuriti. Iceland Seafood Llmlted Iceland Seafood Limited, sem rek- ur þrjár söluskrifstofur í Evrópu í Bretlandi, Þýskalandi og Frakk- landi, skilaði góðum árangri á síð- asta ári. Vegna minnkandi framboðs á hefðbundnum afurðum frá íslandi varð lítilsháttar samdráttur í veltu, sjá töflu, en nýjar afurðir meðal annars frá Namibíu komu til sölu- meðferðar og gekk markaðssetning þeirra framar vonum. Afkoman á síðasta ári var heldur lakari en árið á undan og nam hagn- aður fyrir skatta 115.000 sterlings- pundum á móti 140.000 sterlings- pundum árið áður. Eignarhaldsfélög Til dótturfélags ÍS teljast tvö eignarhaldsfélög. í fyrsta lagi Út- vegsfélag samvinnumanna hf., sem hefur það hlutverk að fjárfesta og stuðla að fjárhagslegri hagræðingu í rekstri sjávarútvegsfélaga og í öðru lagi ísalda hf., sem hefur það hlut- verk að fjárfesta í áhættuverkefnum erlendis. Eignir félaganna samtals eru 354 millj. króna, en á þeim hvíla engar skuldir. Aöalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiöenda hf. fyrir áriö 1994 veröur haldinn í SúlnasaFHótels Sögu föstudaginn 21. apríl 1995 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. grein 4.03 í samþykktum félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis viö lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent á skrifstofu SÍF hf., Aðalstræti 6, Reykjavík, miövikudaginn 19. apríl milli kl. 9 og 16 og föstudaginn 21. apríl milli kl. 9 og 12. Um kvöldiö veröur haldiö aöalfundarhóf fyrir hluthafa og gesti þeirra í Súlnasal Hótels Sögu og hefst hófiö kl. 20.00. Húsiö verður opnaö kl. 19.30. Aðgöngumiöar á hófið veröa seldir á skrifstofu SÍF og á aðalfundinum. Stjórn SÍF hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.