Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 D 7 Það þarf að setja ný lög HÉRAÐSDÓMUR Austurlands kvað nýlega upp dóm, þar sem skip- stjóri var sýknaður af refsikröfu í ákæru vegna landhelgisbrots. Fyrir lá þó viðurkenning um að brotið hefði verið framið. Dóm- ur þéssi markar þáttaskil, sem ekki verður litið hjá. Nauðsyn þess að breyta löggjöfinni er augljós, og eðli- legt verður að telja Gísli Baldur að Þegar sé hafist Garðarsson handa um að setja ný landhelgislög. í máli því sem ég vísa til var skip- stjórinn á togaranum Bjarti frá Nes- kaupstað ákærður fyrir að skipið hafði farið inn fyrir landhelgislínu í hólfi, sem lokað var milli 8 á morgn- ana og 8 á kvöldin. Fram kom að um óhappatilvik var að ræða. Skipið var í beygju og hafði sigið inn fyrir markalínu hólfsins. Skipstjóri var sofandi neðan þilja þegar þetta gerð- ist, og var það ekki vefengt af hálfu ákæruvaldsins. Stýrimaður var á vakt, og játaði hann að hafa lent innan hólfsins. Engin ákvæði um að skipstjóri beri refsiábyrgð á brotum undirmanna Landhelgislögin frá 1976 eru sam- hljóða eldri lögum að því er tekur til refsinga, raunar allt frá lögum frá 1922. Þar er kveðið á um það að brot gegn lögunum varði sektum, og ef skipstjóri skips gerir sig sekan um ítrekað brot er hægt að dæma hann í fangelsi. Ennfremur er kveðið á um að afli og veiðarfæri skuli gerð upptæk. Engin ákvæði eru í lögunum um að skipstjóri beri refsiábyrgð á brotum undirmanna sinna, þ.e. refsi- ábyrgð án sakar. Sú réttarfram- kvæmd að skipstjóri sé látinn bera refsiábyrgð án sakar, hefur hins veg- ar þótt góð og gild hjá dómstólum þar til nú, þótt hún hafi verið nokkuð gagnrýnd. I máli skipstjóra Bjarts var því haldið fram, að með breyttum við- horfum í lögfræði væri ekki unnt að byggja dóm um refsingu vegna af- brots annars manns á lögum sem ekki hefðu að geyma skýra heimild til slíks. Var í því sambandi m.a. vísað til ákvæða Mannréttindasátt- mála Evrópu, sem nýlega hafa verið lögfest hér á landi. I ákvæðum sátt- málans, sem nú hafa verið lögfest sem lög nr. 62 frá 1994, segir að engan megi dæma til refsingar nema öll sönnun liggi fyrir um sök hans. Óheimilt að setja í lög Niðurstaða héraðsdóms var, að ekki yrði lengur byggt á þeim for- dæmum í hliðstæðum málum, sem fyrir liggja, vegna breyttra viðhorfa. Segir dómurinn m.a. að í þeim tilvik- um, sem það kunni að vera heimilt að víkja frá því skilyrði að verknaður sé unninn af ásetningi eða gáleysi, verði að koma til skýlaus lagaheim- ild. Hér er farið Iangleiðina í það að segja, að ákvæði um refsiábyrgð án sakar sé einfaldlega óheimilt að setja í lög. Dómurinn gengur að vísu ekki svo langt, en orðalagið „. .. sem það „En fyrst og fremst er brýnt að færa refsiþátt laganna í það horf, að sæmi nútíma réttarríki, og sé í samræmi við önnur lög og fjölþjóð- lega sáttmála,“ skrifar Gísli Baldur Garðars- son hér og segir enn- fremur: „Það er brýnt að þessi vinna hefjist þegar í stað.“ kann að vera heimilt", gefur ótví- rætt til kynna að dómendur telji ekki einhlítt að það sé heimilt. Þótt skipstjórinn hafi verið sýkn- aður af refsikröfunni í málinu, komst dómurinn að þeirri niðurstöðu, að fortakslaus ákvæði laganna um skyldu til að gera upptækan afla og veiðarfæri, yrði að skýra á þann veg að það væri óháð niðurstöðunni um sýknu af refsikröfunni. Var því dæmt, að afli og veiðarfæri skyldu gerð upptæk. Ber að taka á þessu máli strax Nú hefur máli skipstjórans á Bjarti verið áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. Hæstiréttur mun að líkindum ekki kveða upp dóm í málinu fyrr en í haust. Þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm, ríkir hér nokkur óvissa um það hvað sé gildandi réttur. Það er mín skoðun, að löggjafanum beri að taka á þessu máli strax, en bíða ekki eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að staðfesta héraðsdóm er aug- ljóst, að ný löggjöf þarf að koma til. Ef niðurstaðan verður á hinn bóg- inn sú, að horfið yrði til fyrra horfs í réttarframkvæmdinni og skipstjór- inn dæmdur til refsingar án þess að bein og skýr iagaheimild sé fyrir hendi, þá er engu að síður ljóst, að svo marktæk gagnrýni er fram kom- in á lögin, að við það verður ekki látið sitja. Má því ætla að slík niður- staða leiddi til þess að málinu yrði skotið til Mannréttindadómstóls Evr- ópu. Tvenns konar breytingar Sama hver niðurstaða Hæstarétt- ar verður, þarf að setja ný lög. Það er til þess fallið að spara tíma og peninga, að láta þá ádrepu duga, sem í dómi Héraðsdóms Austurlands felst, og ganga í að setja ný lög strax. í leiðinni væri ekki úr vegi að skoða ákvæði um refsiábyrgð án sakar sem er að finna í öðrum lögum, t.d. í tollalögum. I nýrri löggjöf um landhelgismál þyrftu fyrst og fremst að koma til tvenns konar breytingar í refsiþætti laganna. I fyrsta lagi skýr ákvæði er kvæðu á um að sá sem stjórnaði skipinu hveiju sinni gæti einn orðið ábyrgur gerða sinna. í annan stað þarf að breyta ákvæðum um upptöku afla og veiðarfæra. Þau sjónarmið, að eðlilegt sé að gera afla og veiðarfæri upptæk, eiga sér rætur í fyrri tímum, þegar verið var að beijast við ásækinn flota fisk- veiðiskipa_ frá Bretlandi, og raunar víðar að. Útgerðir þessara skipa gáfu þeim á stundum fyrirmæli um að virða ekki landhelgismörk. Það var því eðlilegt að reynt væri til hins ítr- asta að gera viðurlög við slíkum brot- um þannig úr garði að kæmi við kaunin á útgerðunum. Þessi sjónar- mið eiga ekki við lengur. í nágrannalöndum okkar eru í lög- um ákvæði í þá veru, að sá afli, sem fæst við veiðar innan bannsvæða, skuli gerður upptækur. Þetta tel ég að sé eðlilegt sjónarmið og geti vel átt heima í nýjum lögum. Raunar var slík ákvæði að finna í landhelgis- lögunum frá 1922. Þar var kveðið á um upptöku á ólöglegri eða óverk- aðri veiði skipsins. Akvæði um upp- töku ólöglegs ávinnings er alþekkt fyrirbæri í lögum. En ég tel að lengra verði ekki gengið. Ekkl hægt að réttlæta upptöku afla og veiðarfæra í dag eru aðstæður þær, að ekki er með nokkru móti hægt að rétt- læta upptöku afla og veiðarfæra í heild. Það særir réttlætistilfinningu flestra, ef tekið er dæmi um að frysti- togari, sem væri á heimleið með afla- verðmæti upp á 100 milljónir króna, færi inn fyrir lokað hólf, t.d. fyrir vangá stýrimanns. Sama dag hefði dagróðrabátur framið nákvæmlega sama brot. Farið inn í sama hólf. Refsivendinum yrði í þessu dæmi beitt mjög mismunandi. Sama brot, annar fengi að sjá á bak 100 milljón- um en hinn e.t.v. 100 þúsund króna verðmæti í veiðarfærum. Svona rétt- arframkvæmd er óréttlátt, og ekki sæmandi í réttarríki. Þótt niðurstaða dómstóla hafi hingað til verið sú, að upptaka afla og veiðarfæra með þessum hætti sé ekki brot á ákvæðum stjórnarskrár- innar um vernd eignarréttinda, er sú niðurstaða ekki óumdeild. Þarf að endurskoða fleiri ákvæði Eðlilegt væri að í nýja löggjöf væru tekin ákvæði um nokkuð víð- tæka sektarheimild gagnvart hinum brotlega. Jafnframt væri kveðið á um það, að það magn afla, sem sann- anlega hefði veiðst innan marka, mætti gera upptækt, sem og veiðar- færi, ef sérstök ástæða þætti til. Lengra er óeðlilegt að ganga. Vafalítið þarf að endurskoða fleiri ákvæði í landhelgislögunum en þau er lúta að refsingum. Ég tel að það væri t.d. þarft verk að hreinsa út úr lögunum talsverðan texta er lýtur að hólfaskiptingum. En fyrst og fremst er brýnt að færa refsiþátt laganna í það horf, að sæmi nútíma réttarríki, og sé í samræmi við önnur lög og fjölþjóðlega sáttmála. Það er brýnt að þessi vinna hefjist þegar í stað. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. Island fyrirmynd Kanada? „SEX ÞUSUND íslenskir fiskimenn sækjá jafn mikinn afla í greipar ægis og 65.000 kanadískir starfs- bræður þeirra og fá þar að auki helm- ingi meira verð fyrir hann. Þá hafa fiskveiðar við Kanada orðið fyrir hveiju áfallinu á fætur öðru.á sama tíma og fiskveiðar við Island hafa haldið sínu striki.“ Þetta kom fram í fréttaskýringaþætti í kanadíska sjónvarpinu á dögunum |)_ar sem Is- land var ofarlega á baugi. I þættinum „W5“ sem líkt hefur verið við „60 mínútur" var sýnd heimildarmynd um Island og landið borið saman við Nýfundnaland sem byggir afkomu sína einnig á fiskveiðum. Þjóðlífið á íslandi var í þættinum sagt njóta góðs af tekjum af fiskveið- um og fullyrt að góðir fiskimenn séu afar vel launaðir. Skýringarnar sem sjónvarpsmennirnir kanadísku gáfu á velgengninni voru einkum þijár: Viðhorf, frumkvæði og menntun. Kanadískir fjölmiðlamenn létu reyndar ekki þar við sitja í umfjöllun sinni um íslenskan sjávarútveg og tók Tom Regan blaðamaður í Halifax í Nova Scotia upp þráðinn í dagblaðs- grein. Hann er þeirrar skoðunar að Island sé verðug fyrirmynd íbúa í New England og á Nýfundnalandi, þar sem fiskveiðar eiga undir högg að sækja. „ísland er gott dæmi um það hvað er hægt er að gera ef við erum reiðubúin að gera nauðsynlegar breytingar." Regan telur að viðhorfið sé mikil- vægasta dyggðin sem nefnd var í þættinum og bendir á ólíkt viðhorf Islendinga og Kanadamanna til fisk- veiða máli sínu til stuðnings; Kanadamenn líti á þær sem aðferð til að skapa atvinnu en íslendingar sem aðferð til að skapa auð. „ísland hefur einnig fengið að kenna á hruni þorskstofna. En í stað þess_ að fórna höndum í örvæntingu hafa íslending- ar sótt í aðra stofna og efnt til sam- banda í nýjum löndum til að mark- aðssetja fiskinn.“ Regan bendir einnig á þá kald- hæðnislegu staðreynd að Fisheries Products International, eitt stærsta sjáyarútvegsfyrirtæki Kanada, leiti til Islands eftir fiski til að selja lönd- um sínum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg TILRAUNIR á stórlúðu hafa staðið yfir um hríð í Tilraunaeldis- stöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík. Lúðunni var safnað árið 1987 og var hún í fyrstu notuð i þéttleikatilraun- ir, að sögn Agnars Steinarssonar líffræðings. Efnablandan „Q one“ VERINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóhannesi Arasyni til birtingar: Vegna athugasemdar RF í síðasta tölublaði Versins, þá óska ég eftir að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. „Q-One“ er náttúrulegt hjálparefni til að riá fram auknu geymsluþoli í fiski. í „Q-One“ blöndunni er efnið „rosmarin", sem seinkar þránun, mislitun og niðurbroti fisksins. Þráa- varnareiginleikar „rosmarin“ eru engin nýlunda, því efnið hefur verið notað mikið í kjöt- og kjúklingaiðn- aði og eins í lýsisiðnaði tii varnar þráa. Framleiðandi þess „rosmarin-ext- rakts“ sem notaður er í „Q-One“ er efnafyrirtækið Kalcec inc. USA. Þeg- ar ég hafði samband við þá á árinu 1991 höfðu þeir lengi unnið að til- raunum til að nýta eiginleika „ro- smarin" til náttúrulegrar þráavarnar í fiskiðnaði, án þess að hafa fundið endanlega lausn, vegna of sterks bragðs efnisins. Þeir sendu mér allar upplýsingar um efnið og mér tókst fljótlega að leysa þennan vanda, þ.e. að hota „rosmarin" ásamt öðrum náttúrulegum efnum án þess að hafa áhrif á bragð fisksins. Þarna var ég kominn með lausn á stóru vanda- máli í fiskiðnaði á Nýja Sjálandi sem er þránum og mislitun á „hoki“ (lang- hala). Þetta hefur síðan þróast þar í að vera notað við vinnslu ýmissa annarra tegunda í þeim heimshluta. Til íslands kom ég fyrst með þetta „Q-One“-efni í nóvember sl. og voru þá gerðar prufur á nokkrum íslensk- um fiskitegundum og vil ég nota tækifærið og þakka RF og doktor Grími Valdimarssyni fyrir að gefa mér tækifæri til að nota þeirra að- stöðu. Sérfræðingur frá Kalsec inc, Tom Jones, var viðstaddur þær til- raunir, sem voru algjörlega á okkar ábyrgð. í framhaldi af þeim gerðu RÉ og Grímur og ég með okkur trún- aðarsamning um efnainnihald „Q- One“, til að einfalda á seinni stigum nánari úttekt á efninu. í desember 1994 gerðu P. Bröste a.s. og Jóhannes Arason með sér samning um framleiðslu og markaðs- setningu á „Q-One“ og er Broste nú að vinna að athugunum í nokkrum löndum á virkni efnisins á fiski t.d.: Þorski, frystum, ferskum söltuðum. Karfa, frystum og ferskum, skar- kola, lausfrystum, laxi, ferskum og reyktum, hörpudiski, frystum, rækju, frystri og í legi, makríl, frystum, síld, frystri. Framundan eru verkefni í Namibíu og Suður-Afríku og prófanir á Al- aska-ufsa í samvinnu við fiskirann- sóknardeild háskólans í Kodíak. Einnig hefur verið ákveðið að fá RF til að rannsaka ákveðna þætti á virkni „Q-One“ og treystum við eng- um aðila betur til þess. „Q-One“ er ekki E-merkingar- skyld vara og FDA skilgreinir efnið sem „GRAS“, þ.e. öruggt. Eiginleikar „Q-One“ til bættrar nýtingar er mismunandi eftir fram- leiðslutegundum og geta verið háðar ástandi hráefnis og árstíð. Ég starfa um þessar mundir sjálf- stætt, sem ráðgjafi fyrir og með P. Broste as. við kynningu á „Q-One“ með það að markmiði, að ná fram betri og staðlaðri framleiðslu." Til sölu Frystigámur, 20 fet, ný pressa. M. Benz 10.17, árgerð 1982, með 7 metra flutningakassa. Góður bíll. Snyrtilína fyrir flök með kari. Upplýsingar í síma 655 765 í vinnutíma. Til sölu Baader 153 karfaflökunarvél, Baader 424 karfahausari, 2 stk. Kværner plötufrystar f/skip, blástursfrystir 12-14 tonn/dag. Mikið úrval af notuðum búnaði til fiskvinnslu. Leitið upplýsinga. Ingvar Co, Aðalstræti 4, 101 Reykjavík, sími 55 289 55, fax 55 289 54. —1 L_ KVáuftTABANKINN Þorskkvóti til leigu Einnig ýsa og ufsi. Vantar krókaleyfi. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.