Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 1
ftOTA ?. 5CVOHTr/i7fS'.U 7) SL Iltorðitnltfáfeife SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Ð PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR S. APRIL 1995 BLAÐ EFNI Fyrirtæki 3 Hagnaður IS jókst um 38 milljónir króna í fyrra Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Síldarvinnslan í IMeskaupstað eykurvinnsluá síld og rækju Greinar Gísli Baldur Garðarsson hdl. ÞORSKURINN RANNSAKAÐUR MwgutiUaðið/Muggur KRISTJÁN Krisrjánsson og Valur Bogason, líffraðingar, rannsaka hrygningarþorsk nndir stjorn Guðrúnar Marteinsdóttur leiðangurs- stjóra á Árna Friðrikssvni. Framleiðsla á vegum í S jókst um 7,3% milli ára Reksturinn skilaði tæplega 90 milljóna króna hagnaði AFKOMA íslenzkra sjávarafurða og dótt- urfyrirtækja þess var góð á síðasta ári og skilaði reksturinn 89,3 milljóna króna hagnaði á móti 51,4 milljónir árið áður. Þessar upplýsingar komu fram í ávarpi formanns stjórnar ÍS, Hermanns Hanssonar, á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði einnig að árið 1994 hefði verið ár mikilla breytinga í starfsemi félagsins. Samdráttur hefði orðið í framleiðslu botnfiskafurða, en mikil aukning í framleiðslu á frystri loðnu, síld og rækjuafurðum. Auk þess hefði verið mikill þróttur í hinni alþjóðlegu starfsemi fyrirtækisins. 28,6 mllljóna hagnaöur í Bandaríkjunum Framleiðendur innan vébanda ÍS heima og erlendis framleiddu alls 56.240 tonn á árinu 1994, sem er 7,3% aukning frá árinu 1993 og er það metframleiðsla á einu ári. Afurðasala félagsins á árinu nam 13,5 milljörðum króna og jókst um 0,7% milli áranna 1993 og 1994. Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki ÍS í Bandaríkjunum, skilaði 28,6 milljóna króna hagnaði miðað við gengi dollars í dag, en á sama gengi var hagnaðurinn árið 1993 um 11 milljónir króna. Sala fyr- irtækisins í magni talið jókst milli ára úr 63 milljónum punda í 67 milljónir og söluverðmæti varð 7,7 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, sem er litlu meira en á síðasta ári. Hagnaöur lceland Seafood Ltd. 11,6mllljónir Iceland Seafood Limited, dótturfyr- irtæki ÍS í Bretlandi, rekur þrjár sölu- skrifstofur, í Bretlandi, Þýzkalandi og Frakklandi. Hagnaður fyrir skatta nú varð 115.000 sterlingspund, eða 11,6 milljónir króna, en í fyrra var hagnað- ur þess 140.000 sterlingspund eða rúmar 14 milljónir króna. Töluverður kostnaður var lagður í vöruþróun og sölu og dró það úr hagnaði fyrirtækis- ins. Samdráttur heima fyrir í fram- leiðslu hefðbundinna afurða hafði áhrif á gang mála ytra og nam salan nú alls 26.400 tonnum, þúsund tonnum minna en árið áður. Söluverðmæti í fyrra nam rúmum 6 milljörðum króna, sem er nokkru minna en árið áður. Sjá Hagnaður ÍS jókst... D3. Fréttir Ymsa þætti þarf að endurskoða • ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu sem hann flutti á aðalfundi íslenskra sjávar- afurða hf. að hann teldi þörf á að endurskoða ýmsa þætti í fiskveiðistjórnunar- löggjöfinni og hann teldi mikilvægt að endurskoða þau ákvæði sem takmarka framsal á aflakvóta. Þor- steinn sagði að þegar á heildina væri litið teldi hann íslenskan sjávarútveg standa sterkt í dag og vera í sókn, þrátt fyrir undan- gengna erfiðleika og ýniis óleyst úrlausnarefni í sjáv- arútvegi./2 Gæftaleysi í Grímsey • NÁNAST stanslaust gæftaleysi hefur verið hjá smábátaeigendum í Gríms- ey undanfarna fjóra mánuði og ásamt banndagakerfinu hefur þetta leitt til þess að afkoma þeirra hefur aldrei verið verri. Um 15 bátar róa frá Grímsey og hafa flestir þeirra sem bæði eiga króka- báta og kvótabáta leigt frá sér kvótann. Atvinnulífið í eyjunni hefur því að mestu oítið á krókabátunum í vet- ur, en frá áramótum er al- gengt að einungis hafi verið hægt að fara í 3-5 róðra í mánuði vegna óveðurs./5 Sölutregða ísaltfiski • NORÐMENN hafa átt í nokkrum erfiðleikum við söíu á saltfiski til Portúgal í vetur. Töluverðar brigðir eru í Noregi og sölutregðu gætti í febrúar. I marz lækkaði verðið og er fiskur- inn nú seldur á 22 til 23 norskar krónur kílóið eða í kringum 225 krónur ís- lenzkar./5 Margir ætla í Síldarsmuguna • ALL AR líkur eru á því að mörg loðnuskip stundi veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum innan lög- sögu okkar og í Síldarsmug- unni í vor. í þessum mánuði verður farinn leiðangur á vegum Hafrannsóknastof n- unar á síldarslóðina fyrir Austurlandi og er reiknað með því að nokkur loðnu- skip fylgi leiðangursmönn- um til að kanna sIóðina./8 Markaðir Sérvinnsla eykst hjá f S • SÉRVINNSLA framleið- enda innan vébanda ís- lenzkra sjávarafurða hefur aukizt hratt síðustu ár og er áætluð um 4.700 tonn á þessu ári. Arið 1991 nam þessi vinnsla 1.503 tonnum. Á síð- asta ári var framleiðsla af þessu tagi 7% af heildar magni útfluttra afurða. Þarna er bæði um að ræða vinnslu úr bolfiski og flat- fiski, ýmist smásölupakkn- ingar eða pakkningar fyrir veitingahús. Aukningin staf- ar meðal annars af notkun nýrra niðurskurðarvéla, en ekki sízt af þeim virðis- og tekjuauka, sem vinnslan skil- ar framleiðendum. Islenskar sjávarafurðir: Þróun sérvinnslu 1991-95 2.700/ 2.000 tonn 2.188/ 1.389 2.160/ 1.540 1.352/ 1.141 684/ 819 "91 L—J L_J I___J '92 '93 '94 fc <o a c w-<u «0 <o £ '95 Aastlað Mestu pakkað af rækjunni Islenskar sjávarafurðir: Skipting tilrauna- vinnslu Pilluð rækja Annað — Brauðun Skelrækja Kolarúllur, 8,4% • NOKKUD hefur einnig verið framleitt af skelfiski og síld í neytendapakkning- ar. Á síðasta ári nam slík framleiðsla 170 tonnum en er áætluð 300 tonn á þessu ári. Helztu framleiðsluflokk- arnir eru „brauðun", pilluð rækja, skelrækja og kola- rúllur, sem njóta mikilli vin- sælda í Belgíu. Úflutningur þessara afurða skiptist milli Evrópu og Bandaríkjanna. Sérpakkningar fyrir veit- ingahús fara vestur um haf og til Evrópu, en smásölu- pakkningarnar eingöngu til Evrópu./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.