Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 B BLAÐ^ Treystir þú fjögurra flokka vinstri stjóm fyrir varnar- og öryggismálum? LITIÐ hefur verið rætt um utan- ríkismál í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir og nánast ekkert um vamar- og öryggismál. Islendingar eru skiljanlega uppteknir af málum sem hafa áhrif á daglegt líf þeirra, eins og efnahags- og atvinnumálum. Fæstum þykir ástæða til að hafa áhyggjur af vamar- og öryggismál- um. Br ekki bjöminn í austri unninn? Er ekki runninn upp tími samvinnu og vináttu Evrópuþjóða, sem allar vinna að sama markmiði, þ.e. öryggi og hagsæld í Evrópu allri? Geta ekki íslendingar snúið sér áhyggjulausir að öðmm brýnni viðfangsefnum, eða hvað? Aðstæður geta breyst með skjótum hætti Það er vissulega rétt að hernað- arógn er ekki yfirvofandi á Norður- Atlantshafi í dag. Austur-Evrópu- þjóðir og NATO-þjóðir starfa saman á öllum sviðum. Þó að ástandið í Rússlandi sé að mörgu leyti ógnvekj- andi, stafar okkur á þessum tíma ekki hemaðarleg ógn af því. Þrátt fyrir þessar staðreyndir megum við ekki falla í þá freistni að álíta að vamar- og öryggismál skipti ekki lengur máli - að afstaða stjórnmála- flokka og stjórnmálamanna til þeirra skipti ekki máli. Island er Evrópuþjóð. Það sem gerist á meginlandinu hefur beinar og óbeinar afleiðingar fyrir okkur. Evrópa í dag á við gífurleg öryggis- vandamál að glíma, þó að þau vanda- mál séu vissulega annars eðlis en á kaldastríðsárunum. Spenna ríkir víða í álfunni. Vandamál í mörgum fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna hrannast upp. Lausn Bosníudeilunnar er enn hvergi í sjónmáli. Frek- ari þjóðemisdeiiur geta blossað upp fyrirvaralít- ið. Ljóst er að þessi vandamál verða ekki leyst nema með þátt- töku Bandaríkjamanna. Jafnframt má ekki gleyma því að aðstæður geta breyst með skjótum hætti. Rétt eins og eng- an óraði fyrir sundurlið- un Sovétríkjanna og frelsi Austur-Evrópu- ríkja mánuðum og jáfn- vel vikum áður en þessir atburðir áttu sér stað, getum við ekki séð fyrir um þróun mála í dag. Endurnýjun varnarsamningsins og aðild að NATO Staða varnarstöðvarinnar í Kefla- vík er vissulega önnur í dag en fyrir örfáum ámm. Það er samt alveg ljóst að þó að ekki sé þörf á jafn öflugri starfsemi þar í dag og áður, hefur hún enn mikilvægu hlutverki að gegna. I ársbyijun 1994 var gert sam- komulag til tveggja ára um vamar- styrk í Keflavík með tilliti til breyttra aðstæðna. í samkomulaginu stað- festa ísland og Bandaríkin skuld- bindingar sínar samkvæmt vamar- samningnum, en ákveða jafnframt að aðlaga starfsemina að nýjum að- stæðum. Orrustuþotum í Keflavík er fækkað, starfsemi tveggja smærri deilda flotans er hætt og báðir aðilar samþykkja að gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr kostnaði. Þessar að- gerðir em raunhæfar og skaða ekki vamar- hagsmuni íslands. Jafnframt er gert ráð fyrir samráði ríkjanna um endurskoðun á samkomulaginu og skal sameiginleg niðurstaða liggja fyrir 1. janúar 1996. Varla þarf að taka fram hve mikil- vægt er að málið fái farsæla lausn, þar sem hagsmunir beggja aðila eru tryggðir. A næsta kjörtímabili þurfum við íslendingar að vinna áfram að því að treysta öryggi ökkar. Aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin em hornsteinar stefnu okkar í þessum málum í dag sem áður fyrr. Annars vegar þurfum við áfram sem hingað til að leggja áherslu á mikilvægi Atlantshafs- tengslanna innan NATO. Það_ er og verður gmndvallaratriði fyrir Islend- inga. Hins vegar verðum við að ljúka við endurskoðun samkomulagsins frá 1994 fyrir næstu áramót þannig að báðir aðilar megi vel við una. Þannig er ljóst að varnar- og öryggismál skipta okkur enn máli. Spurningin er hvers konar stjórn er líkleg til að vinna að þessum málum með trúverð- ugum hætti. Verður stefnubreyting á næsta kjörtímabili? Það er athyglisvert að ennþá hafa Treystir þú fjögurra flokka vinstri stjóm til þess að ganga frá endurskoðun á sam- komulagi íslands og Bandaríkjanna um vamarmál? spyr S61- veig Pétursdóttir. Alþýðubandalag og Kvennalisti ekki viljað taka þátt í samstarfi þing- manna NATO-ríkja á sviði Norður- Atlantshafsþingsins. Það er furðu- legt, ekki síst í ljósi þess að fulltrúar Austur-Evrópuríkja og Rússlands taka nú fullan þátt í þessu samstarfi og hafa lagt ríka áherslu á mikil- vægi þess að fá að vera með á þess- um vettvangi. Það vekur athygli að á íslandi skuli enn finnast slík við- horf sem virðast koma úr allt öðmm hugarheimi en hjá þorra almennings í gjörvallri Evrópu. Slíkt fólk verður vart tekið alvarlega þegar að því kemur að tryggja hagsmuni íslands innan NATO og í tvíhliða samningi íslands við Bandaríkin. Væntanlega em til einstaklingar innan vinstri flokkanna sem vilja taka á þessum málum af ábyrgð. Ýmsir fyrrverandi herstöðvarand- stæðingar hafa m.a.s. horfið frá villu vegar síns. Hinu er þó ekki að neita að enn -eru sterk öfl innan þessara flokka, a.m.k. innan Alþýðubanda- lags og Kvennalista, við sama hey- garðshornið. Um afstöðu Þjóðvaka í þessum málum er minna vitað. Enn heyrast sterkar raddir um að leggja eigi NATO niður og að við eigi að taka einhvers konar óskilgreind „heimsfriðarsamtök“. Einræðisherr- ar og ógnarstjómir víða um heim hafa mikið dálæti á hugmyndum af þessu tagi og eru þakklátir þeim Vesturlandabúum sem halda slíkum skoðunum á lofti. Það er því full ástæða til að hafa áhyggjur af hugs- anlegri stefnubreytingu í þessum málum ef vinstri flokkamir verða við völd á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfestan Þó vissulega sé sá hópur lítill á ís- landi sem heldur í gamla kaldastríðs- hatrið á NATO og vamarliðinu, þá gæti sá hópur verið mjög til vandræða í fjögurra flokka vinstri stjóm. Hann gæti dregið úr trúverðugleika okkar og skaðað hagsmuni íslendinga með upphlaupum af ýmsu tagi. Treystir þú fjögurra flokka vinstri stjóm til þess að vinna að hagsmunum íslands í NATO? Treystir þú slíkri stjóm til þess að ganga frá endurskoð- un á samkomulagi Islands og Banda- ríkjanna, um tvíhliða vamarsamning landanna, sem á að ljúka fyrir 1. jan- úar 1996? Ef svarið er nei er aðeins eitt til ráða. Tryggja verður Sjálfstæð- isflokknum afdráttarlausan styrk til þess að mynda hér tveggja flokka rík- isstjóm að ioknum kosningum. Sjálf- stæðisflokkurinn er kjölfestan í vam- ar- og öiyggismálum íslendinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Sólveig Pétursdóttir Launamál kvenna UMRÆÐUR um jafnréttismál í tengsl- um við launamál kvenna hafa verið áber- andi í kosningabarátt- unni undanfarið ekki síst í kjölfar skýrslu jafnréttisráðs um launamyndun og kyn- bundin launamun, sem kom út fyrir stuttu. Könnunin staðfestir vel þekktar staðreyndir um að aukin menntun kvenna skilar þeim ekki launajafnrétti, að Iægri laun eru greidd í at- vinnugreinum þar sem konur eru í meirihluta og að störf kvenna eru lægra metin þótt þau séu jafnkrefjandi og feli í sér jafnmikla ábyrgð og álag og störf sem karlar að öllu jöfnu gegna. Í kosningastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins fyrir alþingiskosningar um jafnréttismál segir eftirfarandi: „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að leita leiða til að útrýma hinum mikla launamun milli kynj- anna. Stórt skref í þá átt er að við- horfsbreyting verði og mun Sjálfstæðisflokkur- inn vinna markvisst að henni. Viðhorf líðandi stundar gagnvart verka- skiptingu kynjanna hafa beint konum og körlum inn á ákveðnar brautir og þannig þrengt frelsi beggja kynja til að ákveða lífsstíl, starfs- vettvang og barneignir. Skilgreina þarf jafnrétt- ismál sem sjálfsögð mannréttindi en ekki sem hluta af félagsleg- um úrræðum" Mörgum hefur ein- mitt verið tfðrætt um að viðhorfsbreytinga sé þörf til að unnt verði að jafna launamun kynjanna og stuðla að jöfnum rétti kynjanna til náms, staiífa og til eðlilegs fjöl- skyldulífs. Hins vegar hlýtur að vera eðlilegt að spyija hvað leiði af hveiju. Er viðhorfsbreyting forsenda þess að hægt verði að jafna út launamun? Eða mætti e.t.v fremur spyija hvort launajöfnun leiði ekki af sér nauðsyn- lega viðhorfsbreytingu? Hver er or- Samkvæmt skoðana- könnun treysta kjósend- ur Davíð Oddssyni bezt, segir Ásta Möller, til aðjafnaútlauna- munkynjanna á næsta kjörtímabili. sökin og hver er afleiðingin? Hugmyndir Sjálfstæðisflokksins í jafnréttismálum byggja á að hags- munir karla og kvenna fari saman, en séu ekki andstæðir og til að ná árangri í starfi sem heimilislífi verði að vinna sameiginlega að settu marki. Þetta eru grundvallarhug- myndir sem byggja á sjálfstæði og jafnræði, jafnframt viðurkenningu á mismunandi hæfileikum og getu. Að reka heimili og fjölskyldu er sameiginlegt verkefni þeirra sem að því standa. Það var staðfest í fyrr- greindri könnun að sá aðili sem hef- Ásta Möller ur meiri möguleika til að afla tekna fær meira svigrúm til þess. Launak- annanir sýna að í langflestum tilvik- um hafa karlar hærri laun og því dæmist það oftast á þá að gegna hlutverki aðalfyrirvinnu heimilisins. Með þessu er hefðbundnum hlutverk- um karla og kvenna viðhaldið hvað sem öllu jafnrétti líður og burtséð frá óskum og vilja viðkomandi. Kon- ur bera ábyrgð á rekstri heimilisins og barnauppeldi á kostnað möguleika til að nýta menntun sína og hæfileika í avinnulífinu á meðan karlar bera höfuðábyrgð á að afla heimilinu tekna á kostnað fjölskyldulífs. Raun- verulegt jafnrétti hlýtur að taka mið af því að skapa aðstæður til að báð- ir aðilar geti nýtt menntun sína og hæfileika og jafnframt notið eðlilegs fjölskyldulífs. Ég varpaði fram spumingum hér að framan. Svar mitt er að viðhorfs- breyting komi í kjölfar launajafnrétt- is. Að ærla sér að bíða eftir viðhorfs- - breytingu til aðjafna launamun kynj- anna er skálkaskjól til þess eins fall- ið af fresta því að taka á vandanum. Það er fyrst hægt að tala um að karlar og konu hafi raunverulegt val um hvernig markmiðum fjölskyld- unnar verður best náð, þegar launa- jöfnun er orðin staðreynd. Það vekur athygli að ein af meginn- iðurstöðum könnunar Jafnréttisráðs var að launamunur kvenna og karla eykst eftir þvi sem menntun þeirra verður meiri. Er þessi þróun merkileg fyrir þær sakir að hið gagnstæða gerist hjá nágrannaþjóðum okkar, þ.e. launamunur kynjanna minnkar eftir hærra menntunarstigi. Því virka raddir Alþýðubandalagsins, Fram- sóknarflokksinsogJóhönnu Sigurðar- dóttur ósannfærandi og hjáróma er þær boða jafnrétti kynjanna í launum. Ólafur Ragnar Grímsson var fiár- málaráðherra, Steingrímur Her- mannsson var forsætisráðherra og Jóhanna var ráðherra jafnréttismála þegar bráðabirgðalög voru sett á kja- rasamninga BHMR 1990. Með þau í fararbroddi var barátta stórra hópa kvenna fyrir bættum kjörum og jafn- rétti í launum færð aftur um mörg ár. A það má hins vegar benda að á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar haft kjark til þess að leiðrétta laun hefðbundinna kvennastétta, þótt þær leiðréttingar hafi ekki gengið þrauta- laust fyrir sig. Slíkur kjarkur vekur vonir, sem sést m.a. á því að skv. skoðanakönnunum treysta kjósendur Davíð Oddssyni einna best til að jafna út launamun kynjanna á næsta kjör- tímabili. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfneðinga og er í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.