Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 KOSNINGAR 8. APRIL MORGUNBLAÐIÐ Fiskveiðistefnan HELDUR þótti mér ömurlegur málflutn- ingur hjá fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, Eggert Haukdal, þegar hann í sjónvarpsþætti sagði að öllu atvinnuleysi mætti útrýma strax með breyttri fiskveiði- stefnu. Að sjálfsögðu útfærði hann það ekk- ert nánar, nema að það ætti að auka veiðiheim- ildir bátaflotans og þó sérstaklega smábáta og koma á heimalönd- unarbónus en ekkert minntist hann á frá hveijum ætti að taka auknar fískveiðiheimildir eða vill hann kannski koma á óheft- um veiðum og þannig ganga endan- lega frá þorskstofninum. Hvar væri þá öll atvinnan sem hann lofaði eða er þessi málatilbúningur bara glam- ur sem hann veit að hann þarf aldr- ei að standa við. Svona málflutning- ur sæmir ekki reyndum þingmanni og opinberar þekkingarleysi hans á sj ávarútvegsmálum. Sú var tíðin að því var almennt fagnað þegar hingað komu stór og vel búin skip sem voru nauðsynleg til að halda sem jafnastri atvinnu í fískverkunarhúsum landsins þann- ig að fískverkunarfólk byggi við starfsöryggi á við aðrar starfsstétt- ir í þessu þjóðfélagi. Nú eru eigend- ur þessara skipa orðnir hálfgerðir glæpamenn í augum þingmannsins. Þessi stóru og vel búnu skip munu í auknum mæli sækja á úthafíð í framtíðinni og færa þannig mikinn auð í þetta þjóðarbú en það liggur ljóst fyrir að samið verður um allar úthafsveiðar á næstu árum. Fiski- skipin munu í auknum mæli landa frystum afurðum sem verða síðan fullunnin í frystihúsum landsins og skapa mikla vinnu og þá gleymast fljótt þessar bábiljur um frystitog- ara hjá mönnum sem sjá ekki lengra en daginn á enda. Kvótakerfíð er í reynd búið að vera í 3 áf. í sjö ár þar á undan var alltaf veitt langt umfram það sem áætlað var, bæði í skrapdagakerfinu og sóknarmarki. Heldur virðist þorskstofninn vera að taka við sér og vonandi þarf ekki fleiri skerðingar. Innan fárra ára verður hægt að bæta við veiðiheim- ildir en á meðan svo naumt er skammtað sem nú er verður eng- inn ánægður og þetta skapar öllum þröngar skorður þannig að allt tal um nýtt kerfi og að þessu físk- veiðistjómunarkerfí sé bara hent er hrein fásinna sem erfítt er að trúa að nokkur meini í alvöru. Það eina sem hægt er að gera er að sníða agnúana af og laga kerfið að aðstæðum á hveijum tíma. Ef ein- hveijar betri leiðir fínnast sem gera þetta fískveiðistjómunarkerfí ás- ættanlegra fyrir sem flesta þá á að breyta því. Við verðum að þrauka þangað til fískistofnanir stækka og veiðiheimildir aukast því flotinn og afkastageta fískistofnanna þurfa að vera í sem mestu jafnvægi. Málefni bænda hafa verið mikið rædd fyrir þessar kosningar enda landbúnaður nú í miklum erfíðleik- um þó misjafnt sé eftir greinum. Til dæmis em bændur sem eru með kúabú og þokkalegan mjólkurkvóta sæmilega settir en þeir sem em í sauðfjárrækt í miklum erfiðleikum. Ég held að enginn nema bændurnir geti komið með tillögur um þær lausnir sem munu duga til þess að koma greininni á réttan kjöl. Frá mínum sjónarhóli era það sölu- og markaðsmálin sem verður að taka duglega til endurskoðunar og koma í viðunandi horf, en þar á ríkið að koma til aðstoðar. Það er hægt að hugsa sér að nota fisksölukerfið sem er orðið nokkuð gott og sterkt til að koma landbúnaðarafurðum á markað en öll markaðssetning er Við verðum að þrauka þangað til fiskistofnam- ir stækka, segir Einar Sigurðsson, og veiði- heimildir aukast. dýr og tekur langan tíma. Við búum í tiltölulega ómenguðu landi sem ætti að fleyta okkur langt. Þó ýms- um fínnist heilbrigðiseftirlit og skoðunarstofur ganga út í öfgar þá á það kannski eftir að hjálpa okkur í þessum efnum í framtíðinni og til lengri tíma litið. Garðyrkjan á einnig við vaxand erfíðleika að etja sökum samkeppni erlendis frá. Þeirri grein verður að skapa þau skilyrði sem þarf. T.d. lægra orkuverð svo að hún geti keppt við innflutning og flutt út á þeim ártímum sem best til þess henta. Ferðaþjónusta hefur vaxið gífurlega á seinni árum og þar hef- ur einstaklingsframtakið staðið sig gríðarlega vel og augljóst er að ferðaþjónustan mun vaxa vemlega á næstu ámm. Ferðaþjónusta og reyndar allar greinar eru mjög við- kvæmur fyrir sveiflum í verðlagi, því er forsenda fyrir heilbrigðu at- vinnulífí stöðugleiki í peningamál- um. Verðbólga má ekki vera hærri en í nágrannalöndunum og takast verður að haida þeim stöðugleika sem skapast hefur á liðnum ámm undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ágætu kjósendur, tryggjum Sjálfstæðisflokknum örugga for- ystu á Suðurlandi og landinu öllu, það er besta tryggingin fyrir stöð- ugleika á næstu áram sem mun skapa atvinnu fyrir fleiri og aukinn kaupmátt. (Leyfum flokksbrotun- um á vistri vængnum að þrasa hvert við annað á næstu áram.) Höfundur er útgerðarmaður í Þerlákshöfn. Einar Sigurðsson Umhverfismálin Öfug’lieitið „Framsókn“ NÚ SEM endranær býður Framsóknar- flokkurinn sig fram í þágu almenns aftur- hvarfs og sérhags- munagæslu. í nokkuð athyglisverðum kynn- ingarþætti hans var sagt að flokkurinn hefði aldrei aðhyllst öfgastefnur til hægri eða vinstri. Mikið rétt, en þess var þó ekki getið að hann aðhylltist fráleita útópíu frá Eng- landi 19. aldar, vel til hliðar við raunveraleik- ann, sem boðaði að stöðva skyldi frekari þéttbýlismynd- un og — í íslenskri útgáfu Jónasar frá Hriflu — fráhvarf frá öðram eins óþarfa og sjósókn. Iðnaður var þó sú pest sem mest skyldi varast. lega fyrir þá einu sök að búa í þéttbýli. Vinstri vesöld Ekki má gleyma því að þar með ykist Framsókn styrkur til að mynda og stýra 4 flokka vinstri stjórn. Engin slík hefur setið út heilt kjörtímabil. Allar hafa þær hækk- að skatta. Allar hafa þær safnað skuldum. Þetta þrennt era allt atriði sem þjóðin þarf hvað minnst á að halda þessa stundina, ef frá eru skilin örlög Atlantis forðum, sem sökk í sæ, eða hrein og klár ragnarök. Atkvæði greidd Framsókn, og Árni J. Magnús Sporin hræða Þetta er arfur Framsóknar- flokksins enn í dag. Aldrei var of- veiði meiri en í tíð Halldórs, sem hefur síst verið útgerðinni til gagns til langs tíma litið, né þjóðinni. Flokkurinn hefur barist ötullega gegn jöfnun atkvæðisréttar og þar með gegn því að fólk í þéttbýli fái notið sannmælis og réttlætis í kjör- klefanum. Tengsl flokksins við iðn- að eru lítil, en þó má minnast af- stöðu Páls frá Höllustöðum gagn- vart litasjónvarpi, sem segir alla söguna. I ljósi þessa eru tilraunir Fram- sóknar í þéttbýlinu nokkuð hláleg- ar. Ólafur Ö. Haraldsson, annar maður á lista í Reykjavík, segist vera hlynntur jöfnun atkvæðisrétt- ar. Það má vel vera, en hversu máttugt er þetta viðhorf í flokknum í heild? Það má sín einskis og Fram- sókn mun verða síðust til þess að breyta því hróplega óréttlæti sem þessi mismunum milli kjördæma er í raun. Kjósi Reykvíkingar Ólaf era þeir einungis að bæta þingmanni við flokk sem ítrekað hefur leitað leiða til að skattleggja þá sérstak- Framsókn er í eðli sínu afturhaldssinnuð, segir Arni J. Magnús, og hjal flokksins um jafnan atkvæðisrétt markleysa ein. raunar hvaða félagshyggjuflokki sem er, hækka vísitölu og ömurleika hérlendis. Það er einungis hægt að forðast vesöld vinstri stjórnar með því að krossa við D-lista Sjálfstæð- isflokks. Tveggja flokka stjórn í hans forystu er ekki h'klegur til að snúa baki í þjóðina þegar á reynir. Hann borgar skuldir í stað þess að safna þeim, horfir til framtíðar í stað þess að vera fastur í sveitaróm- antík og sósíalisma frá síðustu öld. Kjörseðill stílaður á A, B, G, J eða V verður ekki fískaður upp úr kass- anum eftir kosningar. X-D fyrir fyrir betra ísland. Höfundur er nemi í Háskóla íslands. íöndvegi ÞESSA daganna fer fram í Berlín fyrsta ráðstefna þeirra ríkja sem undirritað hafa rammasamninga Sam- einuðu þjóðanna um vemd andrúmsloftsins. Samningurinn gerir ráð fyrir að iðnríkin dragi úr losun C02 og ann- arra gróðurhúsaloft- tegunda út í andrúms- loftið þannig að um aldamót verði losunin ekki meiri en hún var árið 1990. Samkvæmt útreikningum vísinda- manna frá íjölmörgum löndum er nauðsynlegt að draga enn frekar úr C02 losun út í and- rúmsloftið ef ekki á að fara illa fyrir lífi á jörðinni. Því miður ber- ast af því fréttir frá Berlín að flest iðnríkin, dyggilega studd af olíu- framleiðsluríkjunum, séu ekki tilbú- in til að hlusta á viðvörunarorðin og vilji ekki taka á sig þær skuld- bindingar sem nauðsynlegar eru til að forðast hættuna. íslendingar hafa einnig skyldur Islendingar hafa löngum viljað trúa því að okkar skerfur til meng- unar jarðarinnar sé hverfandi og að við séum fyrirmynd annarra í umhverfismálum. Því miður er ekki svo. Losun C02 út í andrúmsloftið hér á landi er meiri að meðaltali á hvert mannsbarn en jörðin gæti með nokkru ihóti ráðið við ef ástandið væri alls staðar það sama. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að við lifum á fiskveið- um óg skipin brenna olíu. Einnig er bílaeign íslendinga mikil og al- menningsamgöngu- kerfið frekar lítt þróað. Það virðist því ekki í fljótu bragði vera mik- ið sem við getum lagt af mörkum til að minnka gróðurhúsaáhrifin. Og þó. Kvennalistinn hefur oftar en einu sinni lagt það til að íslenskum vís- indamönnum verði gert það kleift að gera rannsóknir á því, í sam- vinnu við erlenda vísindamenn, hvort og þá hvernig vetni gæti kom- ið í stað innfluttrar olíu. Við fram- leiðslu á vetni er notað vatn og raforka og hefur það verið fram- leitt hér á landi í áratugi í sements- verksmiðjunni í Gufunesi. Það er hins vegar vandkvæðum bundið að nota veti í stað olíu og bensíns á bíla, flugvélar og skip. Erlendis er þó víða verið að gera tilraunir með slíkt og binda margir vonir við að tæknilegum vandamálum verði ratt úr vegi fyrr en seinna ef olíufurstar heimsins koma ekki í veg fyrir það. Kvennalistinn hefur sett umhverfismálin í önd- vegi, segir Kristín Ein- arsdóttir, sem varar við frekari mengun and- rúmsloftsins. Umhverfismál í öndvegi Nauðsynlegt er að við alla stefnu- mótun verði ávallt spurt hvaða áhrif aðgerðir munu hafa á umhverfíð. Árið 1993 lagði ég ásamt tveimur öðrum þingmönnum fram framvarp þar sem gert var ráð fyrir að við lagasetningu skyldi ávallt metið sérstaklega hvaða áhrif fram- kvæmd laganna myndi hafa á um- hverfíð. Þetta framvarp fékk ekki framgang. Slík lög myndu verða til þess að þingmenn og aðrir þeir sem koma að lagasmíð yrðu að tileinka sér ný vinnubrögð og hugsunar- hátt. Það yrði að setja umhverfis- málin í öndvegi. Kvennalistinn hefur sett um- hverfismálin í öndvegi og mun gera það áfram eftir 8. apríl. Höfundur er þingmaður fyrir Kvennalistann í Reykja víkurkjördæmi. Kristín Einarsdóttir Draumur jafnaðar- manna — martröð almennings FLESTIR eiga sér draum, en færri sjá hann rætast. Marxistar, kommúnistar og sósíal- istar, eða hvað þeir hafa nú kallað sig í gegnum tíðina, sáu drauma sína rætast í sæluríkjunum austan jámtjaldsins. Um þá drauma, eða öllu heldur martraðir, þarf ekki að fjölyrða. Draumur jafnaðar- manna, félagshyggju- manna eða krata, eftir því hvaða nafngift þeim hentar að nota hveiju sinni, hefur ekki síður Draumurinn um velferðarríkið getur, að mati Haraldar Johannessen, snúist upp í martröð. ræst en draumur sósíalistanna, þótt menn hafi því miður veitt þvi minni athygli. Hann hefur ræst sem mar- tröð skattgreiðenda víð- ast hvar á Vesturlönd- um vegna sífellt um- svifameira ríkisbákns og sem martröð unga fólksins — skattgreið- enda framtíðarinnar — vegna stöðugs halla- reksturs ríkisins og gegndarlausrar skulda- söfnunar þess. Mest slá- andi dæmið í dag er lík- lega Svíþjóð, þar sem ríkisútgjöld hafa farið gersamlega úr böndum og ríkisstjórn krata fær ekki við neitt ráðið. Draumur jafnaðar- manna um velferðarríki snýst upp í martröð hins venjulega borgara sem sér að ríkið þrengir að honum á æ fleiri sviðum og að hann fær varla við nokkuð ráðið. í kosningunum 8. apríl næstkom- andi gefst okkur þó óvenju góður kostur á að sýna að við viljum ekki halda leið ríkisafskiptanna. Við skul- um læra af eigin reynslu og ann- arra. Við skulum hafna félagshyggj- unni. Höfundur er háskóianemi. Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.