Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Matarkarfa Blöndals & Bjamasonar ÞAÐ kom mér ekki mikið á óvart þegar Halldór Blöndal afneit- aði eigin stefnu í Morg- unblaðsviðtali 19. mars sl. í allan vetur hafa fulltrúar fimm ráðu- neyta reynt að ná sam- an um hvaða tolla eigi að leggja á innfluttar landbúnaðarvörur þeg- ar opnað verður fyrir innflutning í kjölfar nýja GATT-samnings- ins um tolla og viðskipti. Meginástæðan fyrir því að ekki hefur náðst niðurstaða er sú að full- trúi landbúnaðarráð- herra, einn fulltrúanna í nefndinni, hefur sett það skilyrði að „ofurtoll- um“ verði beitt, eins og formaður Neytendasamtakanna kallar það. Til- gangurinn er að reisa nýja tollmúra kringum landbúnaðinn, og koma þar með í veg fyrir að neytendur geti notið góðs af „GATT“. Svo mikil vemd gengur hins vegar út yfír allan þjófabálk þar sem tollar verða allt að 700% og þar yfir fyrir sumar mjólkur- og grænmetisvörur. Tillögur Alþýðuflokksins í nefnd- inni hafa hins vegar gengið út á það að veita innlendum landbúnaði vissa vemd í upphafi, en vemdin trappist niður árlega á sex ámm. Matarkarfa Blöndals vemdartolla sem gera innfluttu matarkörfuna um 53% dýrari en Hag- kaupsverð. Matarkarfa Halldórs Blöndals varð hins vegar 187% dýrari, þegar hámarkstollum var beitt, þ.e. næstum þrefalt Hagkaupsverð. Það er von að Halldór Blöndal hafí nú fundið sig knúinn til að lýsa því yfír að aldrei hafí staðið til að nýta tolla- heimildimar til fulls. Þetta er að vísu ósatt. Fulltrúar landbúnað- arkerfisins innan þings og utan hafa marglýst þeirri kröfu sinni að ofurtollum verði beitt að fullu. Svo virðist sem mnnið hafí upp fyrir Halldóri ljós hversu fráleitar tillögur hans hafa verið. Verst er að hefði Halldór áttað sig á þessu fyrr þá væri búið að sam- þykkja nauðsynlegar lagabreytingar vegna nýja GATT-samningsins og við væmm ekki í skömm með efndir. ís- - land væri þá ekki í þeirri bagalegu stöðu að geta ekki staðið við gefin loforð, og að hafa þar með stefnt við- skiptahagsmunum sínum í hættu. Vonandi lætur Halldór ekki lengur hjá líða að gefa fulltrúa sínum í GATT-nefndinni ný fyrirmæli þannig að unnt verði að ganga frá fmmvarp- inu sem fyrst. Jón Þór Sturluson Hagfræðistofnun Háskólans var beðin að reikna út hversu mikla vemd tillögur Alþýðuflokksins myndu veita innlendri framleiðslu. Teknar vom tíu algengar vömtegundir (kjöt, græn- meti og mjólkurvörur) og reiknað út verð matarkörfunnar. Niðurstaðan sýndi að innflutningurinn yrði um 28% dýrari en Hagkaupsverð. Gefur það glöggt til kynna að allt tal Hall- dórs um að tillögur Alþýðuflokksins gangi út á tollfíjálsan innflutning landbúnaðarvara er tómt mgl. Önnur tillaga sem kom fram í nefndinni gerir ráð fyrir að leggja á Matarkarfan í Strassborg Bröltið í Halldóri Blöndal í þessu máli kom mér ekki á óvart. En það vakti furðu mína að lesa grein frænda Halldórs Blöndals, Bjöms Bjamasonar, í DV 28. þ.m. þar sem hann vænir Alþýðuflokkínn um að lofa upp í erm- ina á sér þegar hann segir að matar- verð muni lækka á íslandi ef gengið jnði í Evrópusambandið. Því til stuðn- ings hefur Alþýðuflokkurinn vitnað í tölur Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands um matarverð í ESB, sem Bjöm kallar úreltar. En Hagfræðistofiiun stendur fyllilega á bak við þær tölur. Matarkarfa Halldórs Blöndals varð hins veg- ar 187% dýrari, segir Jón Þór Sturluson, þegar hámarkstollum var beitt, þ.e. næstum þrefalt Hagkaupsverð. Það hafa allir kynnst því af eigin raun, sem hafa ferðast til Spánar eða annarra Evrópusambandslanda, að matarverð þar er nánast hlægilega lágt miðað við verðið á íslandi. Það veit einnig Bjöm Bjamason sjálfur, sem er tíður gestur í Strassborg og öðrum borgum Evrópu. í Evrópusam- bandinu er sameiginlegur markaður fyrir landbúnaðarvömr og verður verðið því aldrei mjög frábmgðið frá einu landi til annars (þótt mismunur geti verið á smásöluverði vegna mis- munandi virðisaukaskatts o.fl). Ef ísland gengur í ESB hlýtur matarverð að nálgast meðaltalið þar. Hagfræðistofnun áætlar að verð land- búnaðarvara á íslandi myndi lækka um 35-45% eftir inngöngu í ESB. Stofnunin stendur fyllilega við þær tölur, sem fyrr sagði, og telur þær jafnvel varlega áætlaðar. Hún segist hafa nýlegar upplýsingar undir hönd- um, sem benda til þess að matvæla- verð til neytenda sé að meðaltali 35% ódýrara í ESB-löndum en á íslandi. Munurinn á landbúnaðarvöram sé enn meiri. Þessar tölur séu þær traustustu sehi völ er á, þ.e. tölur OECD (Efna- hagssamvinnu- og þróunarstofnunar- innar). Hvers vegna vill Bjöm Bjama- son ekki að kjósendur hans í Reykja- vík njóti sömu kjara við kaup á mat- vælum og Bjöm nýtur á tíðum ferðum sínum til Strassborgar? Óneitanlega vakti það furðu mína að jafnvandaður maður og Bjöm Bjamason skyldi grípa til þess örþrif- aráðs að beita blekkingum þegar hann segir að Alþýðuflokkurinn vitni í „úreltar tölur“ og „haldlausar upp- lýsingar". Það veldur mér vonbrigð- um að horfa upp á Bjöm Bjamason beita kunnuglegum brögðum Ólafs Ragnars Grímssonar, þ.e. að sverta Háskóla íslands þegar niðurstöður hans em honum ekki að skapi. Höfuadur er formaður Sambands ungrajafnaðarmanna ogskipar 5. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins & Vesturlandi. Sagan af Alþýðubandala flutningsleiðimii og óháðum Jón Kristinn Jóhanna Snæhólm Vilhjálmsdóttir Útflutningsleiðin Eitt mesta grínið í þessari kosn- ingabaráttu er framboð Alþýðu- bandalagsins og óháðra og sú stefnu- skrá sem því fylgir. Nú er það ákveð- in útflutningsleið sem á að efla hér hagvöxt og borga allt að 10 milljarða króna kosningaloforð Ólafs Ragnars Grímssonar, en sú leið hafnar frekari viðskiptum við gömlu evrópsku ný- lenduveldin og kveður þess í stað á um stórfellda markaðssókn islend- inga til markaða Asíu, Afríku og S-Ameríku. Þar sem það er ljóst, að vitneskja íslenskra útflytjenda og reynsla þeirra af þessum mörkuðum er frekar takmörkuð en viska Ólafs Ragnars gífurleg, má ætla að það sé lífsspursmál fyrir íslenskt atvinnulíf að fá formann Alþýðubandalagsins til valda í næstu ríkisstióm. Reyndar er það ánægjuefni að Olafur Ragnar sýni áhugi á möguleikum íslensks atvinnulífs til frekari sóknar á erlenda markaði, þá sérstaklega vegna fyrr- um afstöðu hans og Alþýðubanda- lagsins til milliríkjaverslunar sem hingað til hefur einkennst af svika- brigslum um erlenda yfírtöku og öf- undarhyggju gagnvart þeim sem náð hafa árangri. Það sem koma skal er Alþýðu- bandalagið, Ólafur Ragnar, útflutn- ingsleiðin og Asía. Evrópa er úrelt, enda ekkert annað en samsafn af gömlum nýlenduveldum sem hafa byggt afkomu sína á arðráni og auð- hyggju gagnvart þriðja heiminum og því efnahagslega að hmni komin. Nei, ekkert dugar nú nema að viður- kenna staðreyndir og ganga til liðs við erlenda auðhringi og nýta hið ákjósanlega atvinnuástand { Asíu þar sem réttindi verkafólks era fótum troðin, sem og flest almenn mannrétt- indi. „Prinsippið“ gagnvart því að versla ekki við þjóðir sem bijóta mannréttindi er fokið út í veður og vind enda mun mikilvæg'ara að skafa inn fjármagn fyrir kosningaloforðun- um og koma Alþýðubandalaginu í ríkisstjóm. Óháðir Það er merkilegt að hugsa til þess hve litla trú forystumenn Alþýðu- bandalagsins hafa á almennri skyn- semi og málkennd íslendinga. Fyrir þeim em kjósendur það illa gefnir að þeir geta ekki greint á milli merk- ingarinnar að vera óháður og síðan alþýðubandalagsmað- ur. Þessi skollaleikur á að vera fylgisaukandi fyrir Alþýðubandalagið því auðvitað halda for- ystusauðir flokksins að snilldarherbragðið, það að fá óháða með sér í framboð, muni stór- auka fylgið og fleyta þeim í ríkisstjóm. Reyndar er Alþýðu- bandalagið það takt- laust að velja Ögmund Jónasson til forystu fyr- ir óháða íslenska kjós- endur, en hann einn stuðlar að því að gera Alþýðubandalagið að kommúnistaflokki en venjulegt al- þýðubandalagsfólk óháð, svo vinstri- sinnaður er hann. Sem betur fer hefur þetta herbragð Alþýðubandalagsins mistekist, enda hefði það verið sögulegur viðburður í íslandssögunni ef Alþýðubandalaginu hefði tekist að fullvissa þá íslendinga sem standa utan flokka að Alþýðu- bandalagið væri starfsvettvangur þeirra. Það hefði einnig verið mjög sögulegt ef Alþýðubandalagið hefði náð að breyta þeim almenna skilningi fólks, að annaðhvort væm menn óháð- ir og stæðu utan flokka og stefnu þeirra eða gengju til liðs við tiltekinn flokk og hættu þar með að vera óháðir. Þrátt fyrir að þessi dæmalausa til- raun hafí mistekist má þó þakka Al- þýðubandalaginu fyrir þetta stór- skemmtilega sjónarspil og húmorinn sem af því leiðir. Aldrei hafa óháðir Jákvæður ár- angur í starfi RÍKISSTJÓRN Sjálf- stæðisflokks og Alþýðu- flokks undir forsæti Davíðs Oddssonar hefur nú setið að völdum í hartnær fjögur ár. Þeg- ar í upphafi kjörtíma- bilsins einsetti stjómin sér að fylgja fram stefnu sinni af festu. Stjómin hefur á starfs- tíma sínum tekið til hendinni á ýmsum svið- um þrátt fyrir að hafa þurft að heyja vamar- baráttu vegna afla- skerðingar og almenns samdráttar í efríahags- lífínu. Hefur stjómin á þessum tíma beitt sér fyrir því að treysta undir- stöður efnahagslífsins. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við efnahagslífi í stöðnun sem hófst árið 1988. Stöðnun í efnahagslífi ein- kennist af því að menn reyna að halda í sömu lífsgæði og fyrr í von um bata. Áhrif stöðnunarinnar fóm að birtast í sinni verstu mynd árið 1992. Atvinnuleysið var afleiðing þessarar stöðnunar en það gerir að jafnaði fyrst vart við sig tveim til þrem ámm eftir að stöðnunin kemur til sögunn- ar. Þær almennu efnahagsaðgerðir sem ríkisstjómin beitti sér fyrir s.s. vaxtalækkanir, rétt gengisskráning, lækkun skatta á atvinnufyrirtækin, stöðugleikinn og vinnufriðurinn hafa tiyggt árangur í baráttunni við stöðnunina. Tekist hefur að stöðva atvinnuleysisvöxtinn og atvinnuleysi hefur verið á bilinu 4-5%, sem er mun lægri tala en flestir höfðu spáð og lægri en í samanburðarlöndum OECD. Kannanir Þjóðhagsstofnunar staðfesta nú að atvinnuleysi fer hægt en örugglega lækkandi. Það er athyglisvert að nú um nokkra hríð hefur verðbólga hér á landi reynst lægri en í flestum ná- grannalöndum okkar og hefði það einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar. Forystumenn ríkisstjómar- nu, út- jósendum Aldrei hafa óháðir á ís- landi, segja þau Jón Krístinn Snæhólm og Jóhanna Vilhiálms- dóttir, verið jafn háðir ákveðnum stjóm- málaflokki! á íslandi verið eins háðir einhveijum stjómmálaflokki og nú. Óháðir era í Alþýðubandalaginu því þeir þurfa kosningavél þess til að koma sínum óháðu sjónarmiðum inn á Alþingi og háðir Ólafí Ragnari, Svavari og Hjör- leifí í þinginu ef þeir ætla að ná ein- hveijum málum fram. Alþýðubanda- lagið er einnig orðið háð óháðum, því án stuðnings þeirra í þessum kosning- um er líklegt að óháðir íslenskir kjós- endur hefðu ekki séð ljósið og kosið eitthvað annað. Ólafur Ragnar Grímsson stendur því uppi sem sá formaður Alþýðubandalagsins er mis- tókst að sameina íslenska vinstri- menn í einn flokk, en náði í staðinn þeim stórmerka árangri að sameina óháða undir merkjum G-listans og verða þannig háður óháðum inni á Alþingi íslendinga. Jón Kristinn Snæhólm er sagnfræðingur og Jóhanna Vilþjilmsdóttir stjómmilafræðinemi. innar höfðu sýn til lands og létu hvorki holskefl- ur þrýstihópa né úrtölur eða yfírboð stjómar- andstöðu hrekja sig af leið. Á þennan hátt hef- ur verið lagður nýr gmndvöllur til aukins hagvaxtar í þjóðfélag- inu. Festa við stjómvöl- inn hefur skapað for- ystumanni stjómarinn- ar það traust og þann tiltrúnað almennings sem nauðsynlegur er til að ná árangri í þessum þýðingarmiklu málum. Þessa sér glöggt dæmi í nýgerðum kjarasamningum launa- fólks á almennum vinnumarkaði þar sem öll fyrri markmið um varðveislu stöðugleika hafa náðst ásamt því að bæta kjör láglaunafólks umfram þá betur settu og ríkisstjóm hefur með aðgerðum sínum lagt skynsamleg lóð Stöndum vörð um bat- ann og stöðugleikann, segir Svanhildur Ámadóttir, kjósum Sj álfstæðisflokkinn. á vogarskálar að þessu samkomu- lagi. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hef- ur gert upp stöðu fjölda sjóða og fyrirgreiðslustofnana, sem höfðu tapað milljörðum á milljarða ofan á undanfömum ámm. Hún hefur lagt sig fram um það að skapa með al- mennum aðgerðum sterka og öfluga stöðu atvinnulífsins þrátt fyrir efna- hagslegan mótbyr. Þrátt fyrir augljósan árangur þarf áfram að sýna ráðdeild og fyr- irhyggju. Öllum sem fylgst hafa með stjómmálaumræðu á undanfömum áram er löngu kunnugt um hvemig misvitrir pólitíkusar hafa notað að- stöðu sína skömmu fyrir kosningar fyrir stundarhagsmuni. Þeir sem fylgst hafa með fjárlagavinnu und- anfarinna ára sjá að engin slík út- gjaldafyllerí standa ráðhermm til boða að þessu sinni. Við sem rekum venjuleg heimili þekkjum það gjörla hve útgjöldin eiga auðvelt með að þenjast út ef ekki er spymt við fæti. Sömu sögu er að segja um rekstur ríkisheimilis- ins. Ný verkefni bætast við, kröfur aukast og um leið kostnaður. Á næstu áram munu útgjöld aukast á ákveðnum sviðum velferðarmála vegna breyttrar aldursskiptingar þjóðarinnar. Þetta segir okkur að áfram þurfum við að leita leiða til hagræðingar og sparnaðar og mik- ilvægt er að tryggja þann stöðugleika sem áunnist hefur. Honum má ekki glutra niður fyrir stundarhagsmuni heldur ber að stefna að áframhald- andi hagvexti meðal þjóðarinnar. Með því að veita Sjálfstæðis- flokknum gott brautargengi í kom- andi kosningum geta kjósendur tryggt að stöðugleikinn haldist og möguleikar skapist til batnandi lífs- kjara og öflugra efnahagslífs. Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust var samþykkt stjómmálaá- lyktun sem fól m.a. í sér það að batanum skyldi skilað á einn eða annan hátt til þeirra sem lægstu launin hefðu. Það er ánægjulegt að fá fréttir af því nú við gerð kjara- samninga að þessu markmiði virðist náð að nokkra leyti og hér hafi ver- ið gengið frá kjarasamningum sem leiða til aukins kaupmáttar verka- fólks. Með stuðningi við Sjálfstæðis- flokkinn em kjósendur að varða þá leið að áfram verði unnið á þeirri braut. Höfundur skipar 3. sæti & lista Sjilfstæðisflokksins & Norðurlandi eystra. ríkisstjómar Svanhildur Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.