Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KOSNINGAR 8. APRÍL
Varist „vinstra voriðu í
íslenskum stjórnmálum
SPORIN eftir vinstri
stjómir hræða, víxlar
og skuldbindingar
sendar inn í framtíðina
handa komandi kyn-
slóðum að borga. Ég
lét hugann reika að-
eins aftur í tímann af
því tilefni að kosningar
eru á næsta leiti.
Jóhanna Sigurðar-
dóttir segir að allt
komi til greina í sam-
bandi við stjómar-
myndun nema íhaldið.
Hún skorar á alla
vinstri flokka að gefa
út svipaðar yfirlýsing-
ar. Svo að menn viti
að minnsta kosti að þeir em ekki
að kjósa það ef krossað er við Al-
þýðubandalagið og óháða eða Þjóð-
vaka. Skítt með það þótt þeir verði
búnir að gleyma þessu loforði dag-
inn eftir kosningar. „Ekki má nú
gleyma ^garminum honum Katli“,
þ.e.a.s. Olafí Ragnari Grímssyni og
félögum sem komnir em núna með
stjórnarsáttmála upp á vasann hálf-
um mánuði fyrir kosningar, en það
mun vera einsdæmi í íslenskum
stjómmálum. Að sjálfssögðu em
þeir félagar búnir að fínna fúlgur
fjár kæmust þeir í ríkisstjóm. Allir
vita að þeir em öðram flokkum
fremur málsvarar þeirra sem minna
mega sín og „ekki þarf að efast
um að þeir standa við sín kosninga-
loforð". Nú og hvar ætla þeir svo
að fá peningana sem upp á vantar?
Jú, af breiðu bökunum. Ólafur var
nefnilega fjármálaráðherra í ríkis-
stjóm Steingríms Hermannssonar
1989-1991, svo að hann ætti nú
að vita manna best hvar peningana
er að fínna, eða eruð þið strax búin
að gleyma hvert hann sótti þá?
Ekki í ríkiskassann, hann var tóm-
ur, heldur til útlanda og í lífeyris-
sjóði fólksins. Gróðapungar, sem
ekki vom svo vitlausir að eyða öllu
jafnóðum, gátu þá lánað ríkissjóði
peningana sína í formi skuldabréfa
en eiga nú á hættu að verða skatt-
lagðir í formi íjármagnstekjuskatts.
í framhjáhlaupi hljóta allir hugs-
andi menn og konur að hafa vor-
kennt kennumm í verkfalli þeirra,
að Ólafur skuli ekki vera fjármála-
ráðherra núna því þá hefði verið
fyrir löngu búið að semja, minnug
þess að allaballar eru þeirra bestu
vinir. Ég er viss um að
háskólamenntaðir
kennarar og BHMR-
félagar muna vel eftir
samningunum sem Ól-
afur Ragnar gerði við
þá um árið og efndir
þeirra, nefnilega ógiltir
með lagasetningu
skömmu seinna.
Nýjasti brandarinn
hjá alþýðubandalags-
mönnum til að fá fólk
til liðs við sig er að
kalla sig Alþýðubanda-
lagið og óháða. Er
kannski verið að
bregða yfir sig enn
einni sauðargæranni?
Spyr sá sem ekki veit, þó minnugur
um fortíðina og nöfn sem þessi
flokkur hefur borið, þ.e.a.s.
Kommúnistaflokkur íslands, Sós-
íalistaflokkur íslands, Sameining-
arflokkur alþýðu, o.fl. Kannski em
jafnvel einhvetjir í Alþýðubandalag-
inu sem ekki vilja láta orða sig við
þann flokk, eða er Svavar Gests
að halda upp á að vera orðinn óháð-
ur einhveiju sem hann var áður
háður (Stasi). Hann hefur nú heimt-
að rannsóknamefnd af minna tilefni
ef mig misminnir ekki.
Nú er eins og Kvennalistinn sé
í dauðateygjunum, einmitt núna
þegar þær loksins virðast hafa
ákveðið að verða þátttakendur í
næstu ríkisstjóm. Það sem meira
er, jafnvel með íhaldinu og þá hlýt-
ur nú mikið að liggja við.
Svo er það nú blessuð Framsókn-
armaddaman. Ég er að reyna að
muna hvað formaður þess flokks
hefur verið að segja á kjörtímabil-
inu. Eina sem kemur upp í hugann
er setning eins og þessi: „Við verð-
um að fara að koma þessari ríkis-
stjóm frá sem fyrst.“ Hann hefur
einnig lýst því yfir að hann væri
að sjálfsögðu stoltur af Framsókn-
aráratugunum. Þá hlýtur hann
einnig að vera stoltur af þeim 40
milljörðum sem bankamir þurftu
að afskrifa þegar verðbólga fór
minnkandi. En það var að mestum
hluta herkostnaður til endurreisnar
atvinnulífínu, eins og framsóknar-
menn kölluðu það. Á íslensku væri
nær sanni að kalla svona aðgerðir
að lengja í hengingarólinni, því fyr-
irtækin stóðu jafnilla og áður þótt
ríkið dældi í þau peningum. Svo dóu
Ólafur Ragnar Gríms-
son setti bráðabirgðalög
á kjarabætur opinberra
starfsmanna, segir
Sveinn Kristinsson,
sem segir samstarfíð við
óháða sauðargæru.
þau bara drottni sínum þegar þurfti
að fara að borga af lánunum sem
svo lentu á skattborgurum í formi
hærri vaxta og versnandi lífskjara.
Allt vegna þess að í kjölfar þessara
ráðstafana fylgdi ekki sú endur-
skipulagning sem nauðsynleg var
til að auka arðsemi fyrirtækjanna.
Svo vora búnir til aðrir sjóðir sem
stuðla áttu að nýsköpun í atvinnulíf-
inu. Sendir voru út af örkinni af
því opinbera sendiboðar sem fóm
um hémð og buðu mönnm lán ef
menn vildu stunda loðdýraræktun
og fískeldi. Hræddur er ég um að
margir eigi um sárt að binda sem
létu plata sig í þessi ævintýri, því
flest þessi fyrirtæki fóru á hausinn
og eigum við til minningar aflöng
hús í sveitum landsins og vatns-
lausar, yfírgefnar fískeldisstöðvar
engum til gagns.
Utkoman úr þessum efnahags-
ráðstöfunum ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar er að mínu
áliti skólabókardæmi um það
hvemig fer þegar stjórnmálamenn
fara offari í að deila út almannafé,
á stundum til að afla sjálfum sér
vinsælda. Og það passaði að þegar
búið var að halda upp á eitt hund-
rað árin frá því að SÍS kom undir
í Þingeyjarsýslu, þá liðaðist risinn
í sundur, rétt eins og Sovétríkin
sálugu. Vonandi gengur minnis-
leysi ekki í erfðir í Framsóknar-
flokksforystunni. „Denni“ var nú
oft búinn að gleyma í dag því sem
hann sagði í gær. En gott er ef
menn em stoltir af afrekum sínum
á Framsóknaráratugunum. Eitt-
hvað var nú verið að tala um sið-
blindu í stjórnmálum. Eins og þú
sérð, lesandi góður, virðist niður-
staðan ótvírætt sú að varast skuli
vinstri slysin.
Höfundur er vélfræðingvr.
Sveinn
Kristinsson
Tveir kostir, sjálf-
stæðisstefnan o g
félagshyggjumenn
MARGT ungt fólk kýs
nú í fyrsta sinn til Ál-
þingis. Það lætur oft þá
skoðun í ljós að valkost-
ir þess séu óskýrir og
erfítt sé_ að greina milli
flokka. í einfaldri mynd
em kostimir í þessum
kosningum aðeins tveir,
félagshyggjan og Sjálf-
stæðissteöian.
Sjálfstæðisstefnan
byggirá
einstaklingnum
Sjálfstæðisstefnan
byggist á því að sérhver
einstaklingur hafí tæki-
færi til að ráða lífi sínu
sjálfur. Trú okkar sjálfstæðismanna
er að kraftur einstaklingsins og
fmmkvæði hans byggi upp þjóðfélag-
ið. Við höfnum því að einstaklingur-
inn sé þiggjandi þess sem honum er
skammtað, heldur er hann fijáls,
stendur frammi fyrir ólíkum tæki-
fæmm og á að njóta árangurs erfið-
is síns.
Þeir sem aðhyllast félagshyggju
líta á einstaklinginn sem hluta af
heildinni, þannig verður hann oft
þiggjandi frekar en skapandi. Þetta
viðhorf má sjá í athöfnum sem og
stefnu félagshyggjuflokkanna, hvort
sem það snýr að einstaklingum eða
fyrirtækjum. Annað einkenni félags-
hyggjunnar hér á landi er sú sundr-
ung sem ríkir meðal hennar. Meðan
sjálfstæðismenn em saman í einum
flokki, bjóða þeir er aðhyllast félags-
hyggju, fram í fímm flokkum. Ungt
fólk verður að spyija sig hvort þeim
sé treystandi til að fara með stjóm
landsins, í ljósi þeirrar sundmngar.
Sjálfstæðisstefnan í
framkvæmd
Til að skýra á hvem hátt Sjálfstæð-
isstefnan er frábmgðin félagshyggj-
unni er vert að taka dæmi. Vinstri
stjómin sem sat 1989-1991 ákvað að
styðja við bakið á sjávarútvegsfyrir-
tækjum. Hún gerði það með því að
koma á fót tveim sjóðum er nefndust
Hlutafjársjóður og Atvinnutiygginga-
sjóður. í stjómum sjóðanna vora póli-
tískir fulltrúar flokkanna. Á þessum
ámm réðst afkoma fyrirtækjanna að
miklu leyti af ákvörðunum þeirra er
stjómuðu sjóðunum. Með öðmm orð-
um; þeir lifðu sem fengu lán, hinir
ekki. Fyrirtækin vora
þiggjendur opinberrar
aðstoðar. Seinna kom í
ljós að mörg fyrirtæki
sem fengu lánafyrirgre-
iðslu vom þess ekki
umkomin að greiða þau
aftur og ríkið tapaði
mörgum milljörðum á
útlánunum og auðvitað
kemur það í hlut okkar
ungs fólks að borga
brúsan.
Ríkisstjómin sem nú
situr, undir forystu
Sj álfstæðisflokksins,
hefur fylgt þeirri stefnu
að hlúa að sjávarútveg-
inum með almennum
aðgerðum. Henni hefur
tekist að halda gengi krónunnar hag-
stæðu fyrir útflutningsfyrirtæki,
lækka vexti og svo hefur hún lækkað
Kostir unga fólksins
eru tveir, segir Jón
Helgi Björnsson, sjálf-
stæðisstefnan og
félagshyggjan.
skatta á fyrirtæki. Öll fyrirtæki njóta
sömu fyrirgreiðslu. Árangur þessarar
stefnu er nú farinn að skila sér í mun
betri afkomu fyrirtækjanna í landinu
en þekkst hefur um nokkurra ára
skeið. Fyrirtæki sem nú em að spjara
sig em þau sem hafa fjárfest skyn-
samlega, þau sem hafa byggt upp
þekkingu á réttum sviðum og skilja
þann markað sem þau starfa á. Þau
eiga ekki líf sitt undir ákvörðunum
opinberra sjóðsstjóma heldur eigin
athöfnum. Þau em skapandi en em
ekki þiggjendur opinberrar aðstoðar.
Að lokum
Sjálfstæðisstefnan hefur verið hin
sama í yfir 60 ár, aldrei þurft að
skipta um nafn eða breyta um inni-
hald. Hún miðar að því að búa okkur
unga fólkinu aðstæður þar sem við
getum sjálf skapað verðmæti, at-
vinnu og byggt upp betra ísland.
Höfundur skipar 4. sætiá
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Norðurlandskjördæmi eystra.
Jón Helgi
Björnsson
Tryggjum vinstra vor
LOKS er komið að upp-
gjöri við ríkisstjóm ójöfnuðar
og fijálshyggju. 8. apríl
næstkomandi gefst kjósend-
um kostur á að velja nýja
ríkisstjóm, ríkisstjórn sem
ber umhyggju fyrir félags-
legum gildum g setur jafnari
skiptingu tekna og eigna og
jafnrétti milli þjóðfélags-
þegna á oddinn. Núverandi
ríkisstjóm Sjálfstæðisfiokks
og Alþýðuflokks hefur staðið
fyrir annars konar áherslum
sem vert er að gefa frí og
til þess gefst kærkomið tæki-
færi næstkomandi laugar-
dag.
Ríkisstjórn ójöfnuðar
Guðrún
Ágústsdóttir
Árni Þór
Sigurðsson
vinnuveganna hefur leitt til
fjöldaatvinnuleysis sem engin
fordæmi em til um á síðari
áram hér á landi. Ríkisstjóm-
'in lætur sér fátt um fínnast
og aðhefst ekkert. Þannig
ríkisstjórn eykur ójöfnuðinn í
samfélaginu og verður aldrei
kennd við jafnaðarstefnu þó
að Alþýðuflokkurinn beiji sér
í bijóst og eigni sér málsvörn
smælingjans. Hugmynda-
fræði fijálshyggjunnar, sem
Sjálfstæðisflokkurinn talar
einarðlega fyrir, hefur ráðið
för í þeirri siglingu sem ríkis-
stjómarflokkarnir hafa verið
á sl. kjörtímabil.
Stöðvum
Sjálfstæðisflokkinn - eflum
Alþýðuflokkinn
Það er á stundum haft á orði að
það skipti engu máli hveijir stjórna,
það séu í raun allir stjómmálaflokk-
ar eins þegar þeir komast í valda-
stól. Fátt er fjarstæðukenndara.
Stjómmál snúast að miklu leyti um
forgangsröðun verkefna, skiptingu
þjóðartekna og aðstöðu milli þeg-
anna. Sú ríksstjóm s.em vonandi
verður felld í kosningunum hefur
fært til fjármuni frá einstklingum,
almenningi í landinu, til fyrirtækja
svo milljörðum skiptir. Niðurfelling
aðstöðugjalds og lækkun tekjuskatts
fyrirtækja hefur leitt til aukinnar
skattpíningar almennings, hækkun-
ar tekjuskatts og margvíslegra þjón-
ustugjalda, m.a. í heilbrigðis- og
menntakerfi. Aðgerðir af þessu tagi
em til þess fallnar að auka astöðu-
mun þeirra sem búa þjóðfélagið
þannig að hinir ríku verða ríkari en
hinir fátæku fátækari. Afskiptaleysi
ríkisstjómarinnar af málefnum at-
Ef marka má skoðanakannanir
sem birst hafa að undanfömu gæti
svo farið að Sjálfstæðisflokkurinn
haldi fylgi sínu að mestu I kosning-
unum. Við þær aðstæður mun sá
flokkur sem helst hefur stuðlað að
ójöfnuði og atvinnuleysi getað ráðið
býsna miklu um næstu ríkisstjóm
og sennilega haft þar forystu á
hendi. í Reykjavík hefur Sjálfstæð-
Alþýðubandalagið er
kjölfestan í vinstri
stjómunum, segja Arni
Þór Sigurðsson og
-------------------------
Guðrún Agústsdóttir,
sem hvetja fólk til að
setja X við G.
isflokkurinn lengstum verið einn í
meirihluta í borgarstjóm. Þeirri þró-
un var blessunarlega snúið við í
borgarstjórnarkosningunum fyrir
tæpu ári síðan. Okkur sem störfum
nú í meirihlutanum í borgarstjóm
Reykjavíkur er vel ljóst hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn hefur valsað
með vald sitt þar á bæ og síðustu
yfirlýsingar frá oddvita borgar-
stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins
gefa til kynna að flokkurinn muni
hefja galdraofsóknir gegn öllum
þeim starfsmönnum borgarinnar
sem ráðnir verða til starfa á þessu
kjörtímabili. Getur verið að þessari
nýju aðferð muni lærifaðir Árna
Sigfússonar, Davíð Oddsson, beita í
Stjórnarráðinu gagnvart ríkisstarfs-
mönnum á næsta kjörtímabili? Ofur-
vald eins stjórnmálaflokks er beinlín-
is hættulegt lýðræðinu og þess
vegna er brýnt að stöðva sókn Sjálf-
stæðisflokksins, naudsynlegt að
draga úr honum tennumar eins og
hægt er og tryggja að kostur verði
að mynda ríkisstjórn þeirra stjórn-
málaafla sem hafa kennt sig við
félagshyggju og jöfnuð. Reynslan
sýnir að jafnvel sumir þessara flokka
hafa kiknað í hnjánum í hjónabandi
með Sjálfstæðisflokknum og látið
hann og hugmyndafræði hans ráða
þar ferðinni. Þess vegna er nú
brýnna en nokkru sinni fyrr að efla
og styrkja Alþýðubandalagið og þá
óflokksbundnu sveit félagshyggju-
fólks sem hefur kosið að nýta krafta
sína í félagi við Alþýðubandalagið.
Það hefur aldrei starfað raunvemleg
félagshyggjustjórn á íslandi án þátt-
töku Alþýðubandalagsins. Aiþýðu-
bandalagið hefur verið kjölfestan í
slíkum ríkisstjómum og svo mun
verða áfram. Öflugt Alþýðubandalag
er því forsenda þess að hér á landi
verði mynduð ríkisstjórn sem setur
jöfnuð, velferð og fulla atvinnu í
öndvegi. Til þess að svo megi verða
setjum við X-ið við G á kjördag 8.
apríl og tryggjum vinstri forystu,
vinstri stjórn og vinstra vor.
Höfundar eru borgarf ulltrúar
Reykja víkurlistans.