Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Bætum fiskveiðisljómina FISKVEIÐI- STJÓRN er áberandi í landsmálaumræð- unni og sýnist sitt hveijum, enda eðlilegt svo mikilvægar sem fiskveiðar eru fyrir atvinnulíf okkar og afkomu. Okkur kemur öllum við hve áreiðan- leg ráðgjöf vísinda- manna er og ákvörðun um heildar-aflaheim- ildir. Einnig hvernig stjómkerfið reyneist, hvemig ákvæði lag- anna era túlkuð í framkvæmd og þeim fylgt, því þar eftir fer hvort við njótum réttlætis. Ennfremur hvort lögin þeim ná tilgangi, að vernda veiðistofna fyrir ofveiði og rá- nyrkju og að veiðar og vinnsla geti orðið sem hagkvæmust og skilað þjóðarbúinu sem mestum verðmætum og arði. Ýmsar stefnur á lofti Frambjóðendur Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi vilja taka mest af aflaheimildum togara og afhenda öðram. Ég geri ráð fyrir góðri skemmtun hvert sinn sem formaður flokksins tekur þær til umijöllunar, eða frambjóð- endur flokksins í öðram kjördæm- um þar sem togaraútgerð er undir- staða hráefnisöflunar til vinnslu og verðmætasköpunar, svo sem á Austurlandi, Norðurlandi eða Vesturlandi. Það er ótrúverðugt, að talsmaður þessara hugmynda skuli staðhæfa, að frambjóðendur flokksins í þessum kjördæmum styðji þær. Hugmyndir um að tog- arar megi veiða upp að 200 metra dýptarlínu era jafn ótrúverðugar því hún nær víða langt inn á flóa og firði. Af lýsingu formanns Alþýðu- bandalagsins á sjávarútvegsstefnu þess er hún samsuða úr öllum hin- um ólíkustu hugmyndum um byggðakvóta, togarakvóta, strandsvæðakvóta, bátakvóta, Árni Ragnar Amason. banndaga, veiðarfær- akvóta, vélastærðark- vóta, sóknarmark, vinnslukvóta og veiði- kvóta. Frambjóðendur Al- þýðuflokksins lýsa sér sem sérstökum vemd- ara smábáta, er vilji sérstaklega viðhalda og auka banndaga- kerfi krókaveiða. Við endurskoðun laganna um stjórn fiskveiða, sem lokið var á síð- asta ári, vora ríflega fimmfaldaðar afla- heimildir krókabáta og fellt niður fyrra ákvæði um að þeir skyldu við tiltekinn heildar- afla fara inn í aflamarkskerfið. Með því voru krókaveiðibátum veitt varanleg fríðindi umfram smábáta á aflamarki. Fjölmargir krókaveiðimenn telja banndagakerfið nú hættuleg mistök. Þeir segjast heyja blóðugt kapphlaup innbyrðis, enginn þori að sleppa róðri þó veður sé slæmt, bátamir ofhlaðnir og sókn svo hörð að vinnuþreki sjómanna er misboðið. Menn hafi skiptiáhafnir til að halda bátum samfellt úti, en nauðsynlegt viðhald sitji á hak- anum. Þessir menn vilja flytja í aflamarkskerfi og fá sömu réttindi og skyldur og sömu möguleika til hagræðingar sem aðrir er lifa af fiskveiðum, færi á að nýta rétt sinn út frá sjónarmiðum hag- kvæmni, öryggis og vinnuálags. Þeir hafna í raun málfutningi Al- þýðuflokksins. Við, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, tökum undir sjónarmið þeirra og munum vinna að málstað þeirra komi samtök þeirra að málinu. Ég fagna skoðunum þeirra, þær fara saman við mínar, sem ég lét í ljós þegar unnið var að þessum lagabreytingum. Bregðumst við leiguokri Þeim sem ekki hentar að nýta réttindi sín sjálfir er heimilt að Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins í Reykj aneskjördæmi munu beita sér fyrir því, seffir Arni Ragnar Árnason, að skorður við viðskiptum með aflaheimildir verði af- numdar. selja þau öðrum í greininni. Al- mennt höfum við landsmenn ekk- ert við það að athuga séu viðskipt- in innan velsæmismarka, en svindl og okur snertir réttlætiskennd okkar illa. Óeðlilegt er, að nýting- arrétturinn sé í höndum aðila sem ekki nýta hann sjálfir, selja hann ekki en leigja öðrum ár eftir ár. Þá ætti hann að flytjast til hinna sem nýta hann. í þessu sambandi tel ég koma til álita, að við leigu flytjist tiltekið hlutfall af aflahlut- deild frá leigusala til leigutaka, til dæmis sama hlutfall og leiguverð- ið er af sölu- eða kaupverði. Al- gengt leiguverð er nú nær fjórð- ungi af söluverði, og mundi þá nálægt 25% af leigukvóta flytjast til leigutaka. Verð á leigukvóta er með ólík- indum. Þegar ávöxtun af fjár- magni er nálægt 25% á ári, og meira en 20% á ári umfram verð- bólgu, tel ég að í lánsviðskiptum væri brugðist við til að stöðva okur. Yfirvöldum ber að stemma stigu við þessu okri. Sá sem ekki nýtir sjálfur helm- ing aflaheimilda sinna á hveijum tveimur fískveiðiáram skal missa það sem hann ekki nýtti. Ég heyri að einhveijir eigi aflahlutdeild og leigi aflaheimildir sínar ár eftir ár. Sé það rétt era ekki aðeins þeir að bijóta lög, heldur líka þeir sem „geyma“ fyrir þá kvóta. Við þessu verður að bregðast. Á kjörtímabilinu voru settar skorður við viðskiptum með afla- heimildir (þ.e. leigu). Nú ber mönnum saman um að þær séu sjávarútveginum og þjóðarbúinu til óþurftar. Of miklar skorður geti orðið til þess að aflaheimildir verði ekki nýttar með hagkvæ- mustum hætti. Þess vegna mun ég ásamt öðram frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi beita mér fyrir því að þessi ákvæði verði afnumin. Betri umgengni - betra stjórnkerfi Nauðsynlegt er að athuga þóð- hagsleg áhrif af fjölgun vinnslu- skipa og flutningi vinnslu út á sjó. Þá ber að taka tillit til þess hvern- ig vinnsluskip nýta afla sinn og leita verður svara við því'hvers vegna hér er lagt svo mjög í sjó- vinnslu meðan aðrar þóðir fækka vinnsluskipum. Fjárhagslega hag- kvæm starfsemi sem gengur á auðlindir umfram endurnýjunar- mátt þeirra, eða nýtir hráefni lak- ar en aðrir í sömu grein og bætir sér það upp með því að ganga ótæpilega í auðlindina, ber ekki eðlilegan hráefniskostnað og er hættuleg veiðistofnun sem era í hættu við ofveiði. Sama á við um útkast undirmáls- og dauðblóðg- aðs afla. Brýn þörf er á úttekt á áhrifum veiðarfæra á veiðistofna, æti_ o.fl. í vistkerfi veiðislóðar. Á undanförnum áram hefur vernd verið aukin, einkum með hrygningarstoppinu, sem ákveðið er með tilliti til hrygningarástands stofnana. Slíkar verndaraðgerðir þarf hugsanlega að auka. Hitt er þó sýnu mikilvægast til lang- frama, að fá grannþjóðir okkar til samstarfs um stjórn fiskveiða utan lögsögu, t.d. á Reykjaneshrygg. Staðhæft er að sjávarútvegs- ráðherra hafi eyðilagt kvótakerfíð. Hann er þó sá sem mest tillit hef- ur tekið til ráðgjafar vísindamanna við ákvörðun um aflaheimildir. Brýnt var að skerða mjög þors- kveiðar til að tryggja vöxt og við- gang stofnsins. Ekki er það að eyðileggja, heldur að byggja upp. Þessi sjávarútvegsráðherra varð líka fyrstur til þess að fá utanað- komandi ráðgjöf og athugun á vinnuaðferðum vísindamanna okk- ar. Einnig er staðhæft, að sjávarút- vegsráðherra vilji engu breyta í núverandi kvótakerfi. Ég hef þó margsinnis heyrt hann segja á fjöl- mennum fundum, að hann sé tilbú- inn að beita sér fyrir ýmsum breyt- ingum til lagfæringar á ráðgjöf og stjórnkerfinu, að hann muni fallast á ýmsar aðrar ef meirihluti þingheims vilji svo, að hann telji rétt að önnur ágreiningsefni verði rædd til hlítar og nokkrar hug- myndir hljóti að koma til álita. Þetta er ekki afstaða manns sem engu vill breyta, heldur manns sem reiðubúinn að ræða og kanna til hlítar allar hugmyndir og leiðir til úrbóta. Til þess er Sjálfstæðis- flokkurinn reiðubúinn. Hann telur kvótakerfíð ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk og vill ávallt vinna að umbótum. Kjósum X-D fyrir Betra ísland. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. Barátta Jóhönnu fyrir bættri starfsmenntun Jóhanna og trún- aðurinn ÞJÓÐVAKI heyr kosningabaráttu sína undir merkjum trú- verðugleika. Málflutn- ing manna, einsog t.d. Marðar Ámasonar í Mbl. 14. mars, er erfitt að skilja öðra vísi en svo, að þjóðin geti eng- um stjómmálamanni treyst nema Jóhönnu Sigurðar. En er Jó- hanna hvítþveginn engill í samanburði við okkur hin? Hvað segja staðreyndimar? Jóhanna lofaði stuðningsmönnum sín- um innan Alþýðuflokksins, að þó hún tapaði formannskjöri myndi hún ekki kljúfa flokkinn. Hún klauf Alþýðuflokkinn. Jóhanna hefur gagnrýnt ríkis- stjómina fyrir of lág skattfrelsis- mörk. Haustið 1992 voru skattfrels- ismörkin lækkuð. Jóhanna Sigurð- ardóttir greiddi atkvæði með því að auka þannig skatta, m.a. á Iág- launafólk, um 700 milljónir. Jóhanna segist vera eini stjórn- málaforinginn, sem ekki vill fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um. Vorið 1991 réð hún úrslitum um að Davíð Oddsson varð for- sætisráðherra. Hún vildi ekki íframhaldandi félagshyggjustjórn. Jóhanna kveðst vera á móti skóla- gjöldum. Hún greiddi atkvæði með skóla- gjöldum á háskóla- nema. Jóhanna kveðst vilja rýmka útlán Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hún vildi á sínum tíma skerða sjóðinn til að fá aukin framlög í sína málaflokka. Jóhanna kveðst vilja heiðarleika í sam- starfí. Án vitundar félaga sinna samdi hún við Sjálfstæðisflokkinn um að lögbinda gólf á útsvar, sem var krafa þáverandi meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, og bannaði þannig sveitarfélögunum að hafa lága útsvarsprósentu. Allir aðrir þingmenn Alþýðuflokksins vora andstæðir málinu, en neyddust til að greiða atkvæði með því til að vemda Jóhönnu. Jóhanna ásakar núverandi ríkis- stjórn um að hafa gengið of langt í niðurskurði. Hún greiddi atkvæði með öllum tillögum ríkisstjórnar- innar um niðurskurð. Jóhanna er á móti fríðindum stjórnmálamanna. Hún þáði bið- laun sem ráðherra, þó hún hefði Án vitundar félaga sinna samdi Jóhanna við Sj álfstæðisflokkinn um að lögbinda gólf á útsvar, segir Hrafn Jökulsson, en það var krafa þáverandi meiri- hluta Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, og bannaði þannig sveitar- félögum að hafa lága útsvarsprósentu. ótilneydd sagt af sér ráðherradómi. Jóhanna er á móti spillingu. Hún réð bróður sinn án auglýsingar inn í félagsmálaráðuneytið, og gerði honum þannig kleift að fá forskot reynslunnar á aðra umsækjendur, þegar staðan var að lokum auglýst. Heiðarlegur stjómmálamaður verður að vera samkvæmur sjálfum sér. Eða gilda aðrar reglur um Þjóð- vaka? Höfundur er ritsíjóri Alþýðublaðsins. Hrafn Jökulsson UNDANFARNA áratugi hafa orðið miklar breytingar í at- vinnulífínu og margt bendir til þess að þær verði hraðari og bylt- ingarkenndari í fram- tíðinni. Þessar breyt- ingar hafa það í för með sér að störf og vinnuaðferðir munu breytast og miklar til- færslur á vinnuafli verða á milli atvinnu- vega og starfsgreina. Sjálfvirkni, vélvæðing og ný þekking mun hafa það í för með sér að mörg störf munu annað hvort taka miklum breytingum eða úreld- ast og ný störf taka við sem gera mun sífellt auknar kröfur til fólks um starfs- og endurmenntun. Öflug starfsmenntun er leið sem þjóðir hafa farið til að sporna gegn atvinnuleysi og tií þess að tryggja aukinn hagvöxt og bætt launakjör fólks. Lög um starfsmenntun Árum saman, fyrst sem þing- maður og síðan sem ráðherra, barð- ist Jóhanna Sigurðardóttir fyrir því að fá samþykkta löggjöf um starfs- menntun í atvinnulífínu, lengst af við lítinn skilning Alþingis. Það tókst þó með mikilli harðfylgni Jó- hönnu, því sett var löggjöf um þetta brýna hagsmunamál atvinnulífsins og launafólks á árinu 1991. Aukin fjárframlög Frá því þessi löggjöf var sett hefur árlega verið varið um 50 milljónum króna til sérstakrar starfsmenntunar. Við þurfum að efla alla starfsmennt- un til að bæta kjör, og auka starfsöryggi fólks. Þetta á við um ófaglært fólk, sem oft verður hart úti vegna breytinga í atvinnulíf- inu, starfsöryggi þess er sérstaklega ógnað. En þetta á einnig við þá sem aflað hafa sér fagmenntunar, þar sem ný þekking og tækni gera stöðugt nýjar kröfur til starfs- manna. Þjóðvaki - hreyfing fólksins undir forystu Jóhönnu Sig- urðardóttur vill efla alla verkmennt- un, starfsmenntun og endurmennt- Jóhanna Sigurðardóttir barðist fyrir því að fá samþykkta löggjöf um starfsmenntun í at- vinnulífinn segir Páll Halldórsson. Fyrir mikið harðfylgi hennar var sett löggjöf um þetta brýna hagsmuna- mál árið 1991. un í landinu. Þess vegna m.a. veljum við Þjóðvaka til forystu í landsmál- unum. Höfundur er 8. maður á lista Þjóðvaka íReykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.