Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 1
Askíði um páska FLUGFÉLÖG bæta verulega við reglubundið áætlunarflug um pásk- ana og gera má ráð fyrir að milli 10 og 14 þúsund manns verði á faralds- fæti. Fokker 50-vélar Flugleiða og Boeing 737-þotur félagsins munu til dæmis fara að meðaltali 20-25 ferðir á dag í kringum hátíðirnar. Undir venjulegum kringumstæðum eru farnar um 15 ferðir á dag. Fokker-vélar Flugleiða taka 50 far- þega í sæti, en þoturnar 150. „Við náum varla að anna eftirspurn. Við fullnýtum Fokker-vélamar áður en við grípum til þess að nota þotu í innanlandsflugi,“ segir Gunnar Már Sigurf- innsson, sölu- og markaðs- stjóri hjá innanlandsdeild Flugleiða. „Á síðustu árum Með Boeing 737 þotu til Akureyrar höfum við notað þotur í innanlands- flugi til Akureyrar á mestu álagstím- um og ég reikna með að um páskana verði þotur notaðar fjórum sinnum. Þá er flogið í gegnum Keflavíkurflug- völl, sem lengir ferðatíma um 30-40 mínútur." Flestir til Akureyrar Gunnar Már segir strauminn aðallega liggja frá Reykjavík til Akur- eyrar, en einnig sé umtals- verður fjöldi fólks á leið til AKUREYRI og ísafjörður eru sem vilja iðka ísafjarðar og Egilsstaða. „Á ísafirði er verið að taka í notkun nýtt skíðaland og hefur fjöldi ferðamanna þangað aukist á síðustu árum vegna skíðaviku sem skipulögð er þar. Mjög margir þeirra sem ferð- ast um páska ætla á skíði og hafa skiðabúnað meðferðis. Skíðafólki fylgir gjarn- an meiri farangur en öðrum ferða- mönnum og við reynum því að vera sanngjörn varðandi umfram- vigt.“ Hjá Flugfélagi Austurlands fengust þær upplýsmgar að ekki væri enn farið að gera ráðstafanir um aukaflug. Félagið flýgur tvisv- ar í viku milli Reykjavík- Morgunblaðið/Þorkell vinsælustu áfangastaðir þeirra skiðaíþróttina. ur og Hafnar og auk þess um Austfirði. Flugfélag Norðurlands flýgur milli Keflavíkur og Akur- eyrar íjórum sinnum í viku. „Við eigum þijár 19 sæta vélar og auk- um sætaframboð eftir þörfum. Mikið er spurt um ferðir til Akur- eyrar og ísafjarðar og við verðum a.m.k. með tvær aukaferðir á hvorn stað fyrir páska,“ segir Frið- rik Adólfsson hjá Flugfélagi Norðurlands. Birgir Birgisson hjá íslandsflugi segir meiri ásókn í ferðir til Egils- staða og Norðfjarðar nú en í fyrra. „Einnig er þó stra- ÝMSIR ólíkir siðir eru í hávegum hafðir víða um lönd á páskunum og eru þeir jafnvel mis- munandi eftir landshlutum. Islendingar virð- ast þó ekki hafa tileinkað sér sérstakar hefð- ir, utan að börnin gæða sér á súkkulaðipáska- eggjum á páskadagsmorgunn. SPÁNN Á Suður-Spáni gengur ólíkt meira á um páskana en norðar í land- inu, mikið er lagt í píslar- göngur í páskavikunni með líkneski af Jesú og læri- sveinunum, Maríu mey og þeim öðrum sem hæfa þykir. Göngumar í Sevilla eru frægar, fólk hópast út á götur til að bíða eftir að þær fari hjá og syngur þá með hljómsveitunum sem leika páskatónlist. Á pálmasunnudag hengja Spánveijar gjarna karamellur og bijóstsykur á pálma- greinar sem hafa verið klofnar og listilega fléttaðar. Börnin halda upp á þennan sið, ekki síður en íslenskir krakkar sem komast í súkkulaðiveislu á páskadag. Páskaeggin úr súkkulaði eru líklega óvíða jafnsnar þáttur hátíðahaldanna og hérlendis. En Spánveijar, fá sér sumir lítil súkkulaðiegg eða súkkulaði- héra, en eiga líka annars konar páskarétti. Til að mynda páskabrauðið Torríjas, sem.er lagt í bleyti í nokkra tíma í sæta mjólk eða vín og síðan velt upp úr eggi og steikt. nokkur umur til Vest- fjarða og við fljúg- um aukaf- erðir þang- að í kingum páska.“ Tíu fiúsund komu í mars RÚMLEGA tíu þúsund erlendir ferðamenn komu til íslands í mars og eru það 394 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Áberandi er hversu mikið Banda- ríkjamönnum fjölgaði í mars í ár miðað við á síðasta ári, þó nær ekkert hafi verið flogið milli íslands og Bandaríkj- anna þá þijá daga sem flugfreyjur voru í verk- falli. Einnig fjölgaði Þjóðveijum sem hingað komu úr tæplega 1.500 í fyrra í nærri 2.000 í ár. Bretum fækkaði aftur á móti tals- vert. Á fyrsta ársfjórðungi komu hingað 11% fleiri erlendir ferða- menn en á sama tímabili í fyrra. „Það er ánægjulegt að sjá áfram- haldandi aukningu á fjölda er- lendra gesta utan háannatíma, enda er það eitt af megin mark- miðum ferðaþjónustunnar. Auðvit- að skiptir höfuðmáli að tekjur at- vinnugreinarinnar aukist. Upplýs- ingar þar að lútandi liggja enn ekki fyrir né fyöldi gistinátta, sem er besti mælikvarðinn á grósku," segir Magnús Oddsson, ferðamála- stjóri. ■ PASKARIYMSUM LONDUM Eggjafeluleikur, píslargöngur, súkkulaði og bakstur ITMIA Páskabaksturinn á Ítalíu er svolítið öðruvísi, þar er útbú- in kaka sem kallast colomba pasqale eða páskadúfa, úr sama þurra eggjadeiginu og panettone ávaxtabrauðið, en mótuð eins og fljúgandi fugl. Á Suður-Ítalíu er venja að baka brauðhring, casatiello, fylltan með því sem eftir er af svínakjöti vetrarins. Hringurinn er svo skreyttur með eggjum. Þau eru reynd- ar almennt höfð til matar á Ítalíu á öðrum í páskum ásamt spægipylsu og ricotta-osti, einhvers staðar úti á akri. Eggin eru þá máluð eftir að þau hafa verið soðin, rétt eins og tíðkast svo víða um pásk- ana. Annar í páskum heitir á Ítalíu því óviðjafn- anlega nafni englamánudagur. Að lokinni messu fær fólk pálmagrein í kirkjunni og hengir hana yfir rúmið sitt næsta árið til að færa fjöl- skyldunni hamingju. Sama fólk er líklegt til að hafa fylgt næturlangri göngu aðfara- nótt föstudagsins langa. Mörgum finnst áhrifaríkt að sjá og heyra grímuklædda menn sem tilheyra bræðra- laginu, confraternite, og slá hægan takt í jörðina með löngum stöíum. Trompet og ásláttarhljóðfæri eru mest áberandi í 'ónlistinni. Segja má að ferðamanna- tíminn á Ítalíu hefjist um páskana, að minnsta kosti í Róm þar sem páfinn heilsar á 40 tungumálum á torgi heilgas Péturs. Borð eru rifin út á gangstétt- ir veitingahúsa hvað sem veðri og vindum líður. Og Porta portese, stærsti markaður borgarinnar, er opinn líkt og á venjulegum sunnudegi því Rómveijar halda sína trúarhá- tíð án strangra boða og banna. ÞYSKALAND Þjóðveijar eru afskaplega fastheldnir á siði og venjur og margir trúræknir. í suður- hluta landsins, þar sem katólsk trú er ráð- andi, er sá siður enn í heiðri hafður að skreyta brunna með slaufum og lituðum eggjum svö vatnið þijóti ekki. Eggin eru fijósemistákn og páskarnir hátíð nýrrar og bjartari tíðar. Sólarlitar páskaliljur og fyrstu greinar vorsins úr görðunum skreyta stofur fólks. Á greinarnar eru hengd máluð egg sem blásið hefur verið úr og inn á milli fal- in pappírshreiður með súkkulaðieggjum fyrir börnin að finna. Þýskir foreldrar fela líka lít- ið súkkulaðiegg úti í skógi á páskadag, í hefðbundinni lautarferð fjölskyldunnar. Þegar heim er komið er síðan snætt jurtakryddað páskalamb, líkt og hérlendis, eða kiðlingakjöt. BANDARÍKIN Eggjafeluleikur er líka hápunktur hátíð- arhaldanna fyrir bandarísk börn, sem fara út í garð eða upp í sveit með vinum og vanda- mönnum til að finna sæt egg, kanínur eða héra t silfurpappír á ótrúlegustu stöðum. Um að gera fyrir íslenkt fyölskyldufólk að fara út úr stofunum um páskana og brenna svo- litlu súkkulaði í léttum feluleik og fá sér svo nýbakað páskabrauð með máluðum eggjum. FOSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 ■•,,:•■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.